Samgönguáætlun 2011-2022 til umfjöllunar á Alþingi - Ögmundur Jónason er á grænni grein

Ögmundur Jónason, innanríkisráðherra,  mun hefja umræðu á Alþingi í dag um samgönguáætlun fyrir árin 2011–2022. Áætlunin er metnaðarfull og hlaðin grænum og góðum gildum sem stuðla að lífvænlegri samgöngum.  Brot út áætluninni eru hér að neðan:

1.3 Markmið um umhverfislega sjálfbærar samgöngur

Dregið verði úr neikvæðum umhverfisáhrifum samgangna með það að markmiði að þær verði umhverfislega sjálfbærar. Stefnt verði að því að losun gróðurhúsalofttegunda vegna samgangna verði undir 750 Gg (750 þúsund tonnum) árið 2020, sem er 23% samdráttur frá 2008. Markmiðið er í samræmi við aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum.
Lifeldsneyti 1.0. Lífvaenlegri samgongur 3.3 12 2011
 Markvissar aðgerðir miði að minni notkun jarðefnaeldsneytis og að samgöngutæki nýti orku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum, auk orkusparandi aðgerða fyrir eldri farartæki.

Efldar verði rannsóknir sem miða að sjálfbærni í framleiðslu á vistvænum orkugjöfum og aukinni hagkvæmni samgöngukerfisins, m.a. með stuðningi við þróun og uppbyggingu innviða og þróun og framleiðslu á innlendu vistvænu eldsneyti.

Áherslur til að ná þessu markmiði eru m.a.:

b.     Unnin verði aðgerðaáætlun um aukin loftgæði í helstu þéttbýliskjörnum í samstarfi við sveitarfélögin.

e.     Stuðlað verði að nýtingu umhverfislega skilvirkra orkugjafa (kr./tonn CO2-ígildi).

f.     Breytt verði skattlagningu á ökutæki með það að markmiði að hvati sé til kaupa á sparneytnum ökutækjum og eins þeim sem nota umhverfisvæna orkugjafa.

g.     Sérleyfi og einkaleyfi til aksturs verði háð skilyrðum um umhverfisvæn samgöngutæki í þeim tilgangi að akstur í atvinnuskyni, sem krefst leyfa, verði í auknum mæli visthæfur. Jafnframt verði gerðar kröfur um að kaup ríkisins á akstursþjónustu séu háð skilyrðum um visthæf ökutæki. Stofnunum ríkisins verði sett ákveðin skilyrði um að þær leitist við að nota ökutæki sem eru sparneytin og hafa lágt CO2-gildi í útblæstri.

k.     Auknar verði rannsóknir á umhverfisvænum orkugjöfum, orkusparnaði og aðgerðum til að draga úr mengun vegna brennisteins, kolmónoxíðs (CO), koltvísýrings (CO2) og niturefna (NOx) frá skipavélum.
 
Sjá þingsályktunartillögu í heild
 

Við eigum tækifæri til að nýta íslenskt lífeldsneyti í stórauknum mæli í samgöngum – verkefnið kallar á skýra og gagnsæja markmiðssetningu og skilvirka fararstjórn.

Birgðastaða í landinu fyrir hefðbundið jarðefnaeldsneyti samsvarar að jafnaði 2-3 vikna eftirspurn og gæti að hámarki annað eftirspurn í um 2  mánuði ef allar vottaðar birgðastöðvar fyrir eldsneyti í landinu væru reglulega fylltar. Mikilvægt er að þjóðinni lánist að nýta þau tækifæri sem hún á til að auka sjálfbæri sýna í samgöngum á næstu árum svo tryggja megi enn frekar orkuöryggi í landinu á næstu áratugum og til lengri tíma litið. 

Það hefur ekki farið fram hjá mörgum sem láta sig málaflokkinn varða að gríðarleg aukning hefur átt sér stað síðastliðin tvö ár í fjölda ökutækja sem nýta metaneldsneyti í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Og svo komið að þótt olíuskip kæmu ekki til landsins í nokkra mánuði gætu hátt í 1000 ökutæki gengið fyrir íslensku metani og haldið uppi vélknúnum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Árangurinn þó ekki meiri en svo að notkun á endurnýjanlegu eldsneyti í samgöngum á Íslandi nemur vel innan við 1% af heildar eldsneytisnotkun í  landinu í dag. 

Rannsóknir standa nú yfir í landinu sem lúta að því að kanna fýsileika þess að framleiða nokkrar tegundir lífeldsneytis úr úrgangi og öðrum lífmassa sem til fellur og/eða hægt er að afla í landinu. Rannsóknarverkefnið Lífeldsneyti miðast við rannsóknir á framleiðslu á  líf-DME , líf-dísil, líf-FTdisil, líf-etanól, líf-metan (nútíma-metan) og líf-vetni. Jafnframt, er horft til þess að framleiðsla á metanóli úr úrgangsplasti (sjá frétt) geti dregið úr innflutningi á bensíni, en blanda má metanóli (3%)  út í bensín og nota á hefðbundna bensínbíla (sjá einnig önnur áform  CRI).  Þá binda margir vonir við að hagkvæmni þess að nýta vetni og rafmagn í samgöngum  muni aukast verulega á næstu árum og áratugum.  Þá eru ýmis verkefni á sviði bílasmíði, hönnunar og þróunar á rafbílum fyrir íslenskar aðstæður afar áhugaverð og verðskulda stuðning.

Við orkukerfiskipti í samgöngum í heiminum þykir viðbúið að mismunar muni gæta milli landa í því hvaða tæknilausn hagkvæmast er að innleiða í miklum mæli.  Við greiningu á valkostum er hvarvetna  lögð mikil áhersla á sjálfbæra þróun, að auka sjálfbæra nýtingu á eldsneyti eða orkuberum og að sjálfbærni þeirra orkukerfa sem samgöngurnar grundvallast á megi verða sem mest – að samgöngurnar grundvallist sem mest á endurnýjanlegu orkukerfi.  Orðin, orkukerfi ökutækja, vísa til þeirra efna og þess búnaðar sem skapar þá orku sem akstur vélknúinna ökutækja  grundvallast á.  Þannig er vakin athygli á því að það eitt að nýta endurnýjanælegan orkugjafa eða orkubera til að knýja för þarf ekki að skapa þann heildarávinning fyrir samfélög eða umhverfið sem sóst er eftir. Lykil atriði er að það orkukerfið sem samgöngurnar grundvallast á auki sjálfbærni í samgöngum samfélaga. 

Lifeldsneyti 1.3.1. Aukin sjálfbærni3 EV 12 2011Enginn ágreiningur er um það að mikið hagræði er því samfara að geta nýtt innlent lífeldsneyti í samgöngum á  núverandi bílaflota og önnur samgöngutæki.  Enginn ágreiningur er heldur um það að mikil þróun hefur átt sér stað á síðustu árum á núverandi brunavélum sem nýtt geta lífeldsneyti í akstri með eða án samnýtingar á raforku. Líkindi standa til að samgöngur í heiminum á fyrrihluta þessarar aldar (hið minnsta) muni að stærstum hluta grundvallast á brunavélinni eins og verið hefur. Tilgáta sú grundvallast ekki einvörðungu á þeim tíma sem það tekur að skipta út ökutækjum almennt og þeirri tækni sem stuðst er við í samgöngum í heiminum í dag, heldur ekki síður vegna þess að heildar ávinningur af notkun brunavélanna þykir fyrirsjáanlega standast vel samanburð við þá valkosti sem komið hafa fram og kynntir hafa verið - hvort heldur um er að ræða umhverfislegan eða efnahagslegan ávinning.

Orðið sjálfbær þróun vísa til þriggja stoða sem þurfa að vera til staðar svo breytni okkar mannanna megi verða samfélagslega ábyrg og í sem mestri sátt við umhverfið- með hætti sem tryggir að komandi kynslóðir eigi val um að viðhafa það sama og við gerum í dag. Orðið sjálfbærni (e. sustainability) hefur svipaða merkingu og sjálfbær þróun og er gjarnan notað í umræðu um kerfisbreytingu í samgöngum svo dæmi sé tekið. Með orðunum sjálfbærni í samgöngum er í fyrsta lagi mikið kapp lagt á að samgöngur raski sem minnst jafnvægi í umhverfi okkar og náttúrunni. Sóst er eftir að innleiðing nýrra tæknilausna skapi heildrænt séð sem mestan viðsnúning í losun gróðurhúsalofttegunda svo stemma megi stigu við hlýnunaráhrifum í lofthjúpi jarðar. Og jafnframt hefur þörfin fyrir hreinna nærumhverfi í stórborgum heimsins kallað á miklar breytingar í samgöngum innan borgarmarka.  Í öðru lagi fangar orðið sjálfbærni mat á efnahagslegum áhrifum breytinganna á samfélög, atvinnustarfsemi og einstaklinga enda vart árangurs að vænta á frjálsum markaði ef efnahagslegar forsendur fyrir breytingunum eru ekki til staðar. Í þriðja lagi varpar orðið sjálfbærni ljósi á félagslega þætti breytinga og ávinning þess að breytingarnar styrki samfélög, auki orkukerfis-og samgönguöryggi þeirra með endurnýjanlegum hætti, og skapi aukin atvinnutækifæri og fjölbreyttara mannlíf.

Gott og vel. Hvar erum við Íslendingar staddir á vegferðinni ?  

Í ársbyrjun 2012 voru hátt í 1000 ökutæki í landinu sem gátu nýtt íslenskt metaneldsneyti í akstri og gerðu það. Þar af flestir ruslabílarnir á höfuðborgarsvæðinu, tveir strætóar, yfir 20 leigubílar, um 70 litlir og millistórir sendibílar, einn stærri vöruflutningsbíll, tveir krókbíllar og á annað hundrað gerðir fólksbíla af ýmsum stærðum. Jafnframt voru nýverið fréttir um framleiðslu á líf-dísil (Orkey) og notkun eldsneytisins í Björgúlfi EA 312 frá Dalvík (sjá frétt).  Þar fyrir utan geta dísilbílar gengið fyrir íslenskum líf-dísil og áform uppi um að stórauka framleiðslu á líf-dísil í landinu á komandi árum. Þá eru einnig hátt á annan tug fólksbíla í landinu sem nýtt geta íslenskt vetni í akstri.  Já,  þetta eru okkar varnir í dag til að tryggja samgönguöryggi og ferðafrelsi í landinu ef olíudreifing í heiminum raskast tímabundið eða verulega.  Þótt afar jákvæð breyting hefur átt sér stað í þessum efnum síðastliðin tvö ár er árangurinn ekki meiri en svo að notkun á endurnýjanlegu eldsneyti í samgöngum á Íslandi nemur vel innan við 1% af heildar eldsneytisnotkun í landinu í dag. 

Staða metanmálefna:

Ég er iðulega spurður að því hvað sé að frétta af málefnum metanvæðingarinnar og svara ég því til að ég sé bjartsýnn á að línurnar fari að skýrast hvað varðar nýja eigendastefnu Metan. Um mitt ár 2011 þótti einsýnt að sala á metaneldneyti ykist um meira en 100% milli áranna 2010 og 2011 og að meiri aukning væri í farvatninu. Um svipað leiti kom fram sú þörf að endurskoða eigendastefnu félagsins og í framhaldi var Jón Björn Skúlason ráðinn framkvæmdastjóri Metan, en hann hefur um árabil sinnt af krafti framgöngu vetnismála í landinu (Íslensk NýOrka). Og stýrði um tíma störfum Grænu orkunnar þar til Sverrir Viðar Hauksson var ráðinn í hans stað. Græna orkan skilaði skýrslu sem birt var þann 22. nóvember 2011.  Þar er meðal annars lagt til að verkefni Grænu orkunnar verði færð til Íslenskrar NýOrku þar sem Jón Björn Skúlason gegnir framkvæmdastjórn.

Í árslok 2011 varð breyting á eignarhaldi í Metan þegar SORPA leysti til sín eignarhluti OR, REI og N1 í félaginu og Metan þar með komið í 100% eigu íbúa á höfuðborgarsvæðinu í gegnum eignarhald í SORPU – sjö sveitarfélög.  Ný eigendastefna fyrir Metan var þar með komin á borð nýrrar stjórnar SORPU og Sverrir Viðar Hauksson (SVH slf) ráðinn sem ráðgjafi um nýja stefnumótun fyrir Metan.      

Þá hafa línu verið að skýrast varðandi tímasetningu á mögulegri metanframleiðslu á Eyjafjarðarsvæðinu og viljayfirlýsing borist frá bæjarstjórn Akureyrarbæjar um metanframleiðslu úr hauggasi frá Glerárhugum á Akureyri. Nýr forstjóri Norðurorku, Ágúst Torfi, sem tók til starf síðastliðið haust, hefur unnið að öflun upplýsinga um tæknilausnir á þeirri vegferð.

Eðlilega verður náið fylgst með framvindu metanmálefna á næstu vikum enda þúsundir einstaklinga sem ferðast um á höfuðborgarsvæðinu daglega í ökutæki knúnu íslensku metaneldsneyti og fjölgar stöðugt. Væntingar eru miklar um að jákvæð skilaboð fari að berast, frá eigendum Metan og öðrum áhrifavöldum og að tilkynnt verði um vilja og áform um að auka framboð og bæta þjónustu fyrir metaneldsneyti á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.  

Sjá vef í vinnslu um rannsóknarverkefnið sem stutt er af Tækniþróunarsjóði - Lífeldsneyti
Sendið spurningar beint til visindasamfélagsins - hér

Fyrirspurnir einnig velkomnar á netfangið - e.vilhjalmsson@gmail.com eða í síma 896-7080


Íþróttamaður ársins – Ólympíuleikarnir hefjast eftir 201 dag

Íþróttamaður ársins var kjörinn í 56. sinn þann 5. janúar síðastliðinn. Hátíðin var glæsileg að vanda og eiga Samtök íþróttafréttamanna miklar þakkir skildar fyrir sitt árlega framtak. Spennan var mikil að vanda þegar niðurstöður í kjörinu voru kynntar og óvissan oft minni um hverjir yrðu í efstu þremur sætunum, enda voru átta íþróttamenn af þeim tíu sem til greina komu tilnefndir í fyrsta sinn.

Heiðar Helguson var kjörinn íþróttamaður ársins – gegnheill baráttumaður og dugnaðarforkur með fágæta skallahæfileika sem skapar ævinlega mikla ógn í fremstu víglínu með félagslið sínu og landsliðinu um margra ára skeið. Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari hafnaði í öðru sæti og Jakob Örn Sigurðarson, körfuknattleiksmaður í þriðja sæti. Og ekki var það til að skemma fyrir að í fyrsta leik eftir útnefninguna varð Heiðar hetja síns félagsliðs með að skor og tryggja félagi sínu dýrmætt stig í breska boltanum.

Heiðar Helguson 2011Heiðar er 37. einstsaklingurinn sem hlotið hefur nafnbótina og 7. knattspyrnumaðurinn, en Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru á sínum tíma báðir kjörnir tvisvar sinnum. Rétt er þó að minna á að Samtök íþróttafréttamanna hófu tilnefningu á Íþróttamanni ársins í fyrsta sinn árið 1956 og því fjöldi glæsilegra íþróttamanna sem tengjast ekki sögu kjörsins. Í knattspyrnusögunni á fimmta ártug liðinnar aldar verður á fáa hallað þótt nafn Alberts Guðmundssonar sé sérstaklega nefnt í þessu samhengi og viðbúið að hann hefði fengið nafnbótina nokkrum sinnum ef sambærilegt kjör hefði átt sér stað á hans tíma.

Samkoman var glæsileg og hátíðleg og ræða forsetans, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, í afreksflokki að vanda. Hann áréttaði mikilvægi félagasamtaka við uppbyggingu á öflugum samfélögum og vitnaði í fyrirlestur Roberts D. Putnam, prófessors við Harvard háskóla, sem hélt erindi í HÍ á árinu 2011 þar sem fram kom að endurreisn samfélaga ætti mikið undir því að félagasamtök af ýmsum toga væru virk og sterk. Forsetinn gekk svo langt að kasta fram þeirri tilgátu í ræðu sinni  að í þeim efnum væri íþróttahreyfingin á Íslandi í fremstu röð félagasamtaka í landinu – falleg orð á 100 ára afmælisári ÍSÍ frá verndara íþróttahreyfingarinnar síðastliðin 16 ár.

Í tilefni Olympíuleikanna sem haldnir verða í London í sumar flutti breski sendiherrann á Íslandi, Ian Witting, skemmtilegt erindi á samkomunni, óskaði íslenskum íþróttamönnum velgengni á leikunum  og bauð Íslendinga hjartanlega velkomna til Bretlands til að upplifa heimsviðburðinn sem hefst eftir 204 daga (frá fundardegi að telja). Þá hann nefndi dagafjöldan sem er til stefnu og tilkynnti að Bretar væru farnir að telja niður var ekki laust við að greina mætti á svipbrigðum nærstaddra hvort þeim væri ætlað að keppa við bestu íþróttamenn heims á leikunum eða ekki.

London  OL2012Tíminn til stefnu er stuttur en þó nógu langur til þess að nokkrir einstaklingsíþróttamenn gætu bætt getu sína verulega og aukið líkindi þess að Íslendingar eignist íþróttamenn í úrslitakeppni leikanna þar sem allt getur gerst. Fulltrúi slíkra framfara á 200 dögum sat í salnum þetta kvöld, Vilhjálmur Einarsson, en á útmánuðum 1956 þótti hann ekki líklegur til stórræða á Ólýmpíuleikunum í Melbourn í september sama ár. Hann átti best um 15,40m um vorði og sökum framfara um sumarið (15,75m) var það úr að hann fékk að fara á leikana.  Þar bætti hann sig verulega öðru sinni á árinu og hlaut silfurverðlaun í þrístökki með stökki upp á 16,23m.  Framfarirnar hefur hann meðal annars þakkað æfingadvöl í Bromma í Svíþjóð þar sem honum gafst færi á að æfa með bestu stökkvurum Svía um tíma. Síðan þá er liðin rúm hálf öld og staðan sú að fremstu íþróttamenn þjóðarinnar í dag fá ófullnægjandi stuðning við verkefni sín síðustu mánuðina fyrir leikana. Við sem þjóð eigum að gera betur og getum gert það – 201 dagur er til stefnu í dag.
   
Í ræðu forseta ÍSÍ, Ólafs Rafnssonar, kom fram að íþróttahreyfingin mun gera sitt allra besta til að skapa íslenskum íþróttamönnum aðstöðu til að stunda íþrótt sína með árangursríkum hætti en að mikið skorti á að unnt sé að styðja við afreksverkefnin eins og þurfi að gera. Þá kom jafnframt fram í ræðu formanns Samtaka íþróttafréttamanna, eitt árið enn,  að furðu sætir hversu lítill stuðningur hins opinbera hefur verið í gegnum tíðína við markviss verkefni á sviði afreksíþrótta og skoraði formaðurinn, Sigurður Elvar Þórólfsson, á stjórnvöld að gera betur í þeim efnum á þessu ári.
 
Í kjöri Samtak íþróttafréttaritara mætti ætla að samtökin telji að einstaklingsíþróttamenn í frjálsíþróttum, júdó, og sundi séu í dag í hlutfallslega sterkri stöðu til að veita kollegum sínum í heiminum samkeppni á Ólympíuleikunum og leifi ég mér hér að bæta við badminton og skotíþróttum, hið minsta. Á lista yfir alla þá íþróttamenn sem fengu stig í kjörinu, alls 31,  mætti ætla að eftirtaldir einstaklingsíþróttamenn séu að mati samtakanna í hlutfallslega sterkri stöðu sem verðandi þátttakendur á Ólympíuleikunum sem hefjast eftir 201 dag. 
  • Ásdís Hjálmsdóttir frjálsíþróttir 
  • Kári Steinn Karlsson frjálsíþróttir
  • Þormóður Árni Jónsson júdó 
  • Eygló Ósk Gústafsdóttir sund 
  • Jakob Jóhann Sveinsson sund 
  • Jón Margeir Sverrisson íþróttir fatlaðra 
  • Erla Dögg Haraldsdóttir sund 
Í stað þess að persónugera eða sérsambandsgera allan stuðning við verkefni afreksíþróttamannanna tel ég ávinning felast í því að nálgast verkefni þeirra heildstætt og veita verkefnum brautargengi,  þá stuttu leið sem eftir er, eftir faglega og ábyrga greiningu á því hvað ráðlegt þykir að viðhafa í hverju verkefni fyrir sig.

Orkukerfisskipti - Rannsóknarverkefninu Lífeldsneyti miðar vel áfram - til mikils er að vinna.

Það er kunnara en frá þurfi að greina að framleiðsla á hefðbundnu jarðefnaeldsneyti (s.s. bensín og dísilolía) eru takmörk sett í heiminum og að talið er að aðgengilegustu og gjöfulustu olíuauðlindir heimsins hafa þegar verið nýttar og/eða fundnar. Eftirspurn eftir eldsneyti í heiminum eykst stöðugt og sú staðreyndi að renna upp fyrir almenningi og ráðamönnum um allan heim að það ferðafrelsi og samgönguöryggi sem við þekkjum í dag verður ekki tryggt fyrir komandi kynslóðir með notkun á hefðbundnu jarðefnaeldsneyti.
Lifeldsneyti 1.3.2. Orkuoryggi
Í hinum vestræna heimi telst vélknúið ökutæki nauðsynjavara fyrir fjölskyldu og í mörgum tilfellum fleiri en eitt ökutæki. Ökutækjum í umferð í heiminum fjölgaði að meðaltali um 4,6%¹ á ári á tímabilinu frá 1960-2002. Árið 2002 voru að meðaltali um 7,6 einstaklingar um hvert ökutæki í umferð í heiminum¹ og áætlað að árið 2030 verði aðeins um 3,9 einstaklingar um hvert ökutæki. Að fólksfjöldi í heiminum verði þá kominn yfir 8 milljarða og fjöldi ökutækja yfir 2 milljarða¹.

Viðhald og vöxtur hagkerfa í heiminum á mikið undir því að samgöngur eins og við þekkjum þær í dag verði jafn skilvirkar eða skilvirkari en þær hafa verið síðustu áratugina. Talið er að árlegar heimtur á hráolíu hafi, hins vegar náð hámarki í heiminum á árunum 2005-2008 og nam þá 74-85 milljónum tunna á dag².

Það ætti því vart að koma á óvart þótt málsmetandi aðilar um orkumál og efnahagslega og samfélagslega þróun leggi mikla áherslu á að þjóðir heims bregðist strax við og leiti allra leiða til að auka framleiðslu og notkun á endurnýjanlegu lífeldsneyti í samgöngum sínum. Og ýmsir ganga svo langt að fullyrða að sjálfstæði þjóða (okkar Íslendinga) liggi við hvernig til takist á komandi árum og áratugum við að auk framleiðslu og notkun á innlendu lífeldsneyti í samgöngum. ³ Þá er ónefndur sá mikli og nauðsynlegi umhverfislegi ávinningur sem orkukerfisskiptin geta haft í för með sér og réttlætir einn og sér að miklu verði tjaldað til svo árangri megi ná á þessum vettvangi í framtíðinni.

Þátttakendur í rannsóknarverkefninu Lífeldsneyti komu saman til fundar í starfsaðstöðu SORPU á Álfsnesi föstudaginn 18. nóvember síðastliðinn og ræddu stöðu verþátta og næstu skref. Verkefnip Lífeldsneyti lýtur að því að rannsaka mismunandi leiðir og þróa tækni til að auka framleiðslu á lífeldsneyti úr íslensku hráefni. Rannsóknir miðast við framleiðslumöguleika á etanóli, FT-dísil, metaneldsneyti, metanóli og vetni úr lífmassa sem til fellur í landbúnaði, iðnaði og frá heimilum í landinu.  
Lifeldsneyti fundur 181111

Á fundinum kom fram að verkefninu hefur miðað vel áfram þótt sumir verkþættir hafi reynst tafsamari en ráð hafði verið fyrir gert  s.s.  innflutningur á tækjum og búnaði til rannsókna. Verkefnið spannar þrjú ár og er skipt upp í níu verkþætti. Fjórum verkþáttum er lokið með skýrslu og annar verkþáttur vel á veg kominn. Framvinda verkþátta hefur verið góð og að stærstum hluta samkvæmt áætlun.

Virkir þátttakendur í verkefninu Lífeldneyti eru : Háskólinn á Akureyri (UNAK), Landbúnaðarháskóli Íslands, Mannvit, Matís,  Nýsköpunarmiðstöð Íslands og SORPA. Verkefnastjórn er í höndum HA og verkefnastjóri Jóhann Örlygsson .

Verkefnið er styrkt af Tækniþróunarsjóði/ Rannsóknarmiðstöð Íslands (RANNÍS)-   skipan vísinda- og tæknimála  SJÁ HÉR  

Orðið lífeldsneyti vísar til þess að eldsneyti sé unnið úr lífmassa sem til fellur í samfélaginu og unnt að nýta og afla með endurnýjanlegum hætti.

Orðið lífmassi vísar til lífræns efnis sem unnt er að afla og ekki er nýtt í líffræðilegum, efnahagslegum og samfélagslegum ferlum með meiri ávinningi en til framleiðslu á endurnýjanlegri orku/eldsneyti sem nýst getur í stað innflutts jarðefnaeldsneytis.

Stoðefndi í inngangi:
¹ Sjá töflu-1 bls.5 og töflu-3 bls.20 :

² Sjá línurit :

³ Í lok viðtalsins við Jóhannes Björn í Silfri Egils: 
 

 

Græna orkan-1 : Skýrsla birt 22.nóvember- mikilvægt er að leiðrétta nokkur skilaboð í skýrslunni og bæta við gagnlegum upplýsingum fyrir þinglega meðferð.

 Sem inngang að umræðu um málefni skýrslunnar á næstu vikum vil ég í stuttu máli  benda á verulegt ósamræmi milli upplýsinga sem er að finna á heimasíðu Metan hf. og skilaboða sem er að finna í skýrslu Grænu orkunnar:

1.       Í skýrslu Grænu orkunnar undir kafla 3.3.  Endurnýjanlegir orkugjafar, stendur á bls.19 ; „Ljóst er að möguleikar til að auka metanframleiðslu eru ákveðnum takmörkunum háðir, en metan framleitt úr innlendum afurðum ætti þó hugsanlega að geta gefið 5-15% af eldsneyti fyrir bíla í framtíðinni.“

2.       Í skýrslu Grænu orkunnar undir kafla 4.0 Innviðir, 4.1 Flutningsnet orkugjafa, Metan,  stendur á bls.28 ;  Mikilvægt er að styðja við uppbyggingu á dreifikerfi fyrir metan en taka verður tillit til takmarkana sem eru á framleiðslu metans

Nú er það svo að yfir 25.000 tölvur hafa verið nýttar, síðastliðin misseri, til að heimsækja síður  sem tengjast umræðu um tækifæri þjóðarinnar til auk framleiðslu og notkun á íslensku metaneldsneyti og vert fyrir höfund ofangreindra málsgreina að gera sér grein fyrir að mörgum kann að finnast að í skýrsluna vanti skýringu á þeim skilaboðum sem þar er að finna og vitnað er til hér að ofan.

Hvernig má það vera að ósamræmi er svona mikið á milli þess sem fram kemur á heimasíðu Metan hf. ,annars vegar, og í skýrslu Grænu orkunnar, hins vegar? Á heimasíðu Metan hf. má finna eftirfarandi texta;

metanverksmiðja 10 2010

„Metan eldsneytið er unnt að framleiða út öllu lífrænu efni á yfirborði jarðar, nútíma-metan. Sú mikla þróun sem hefur átt sér stað í framleiðslu og dreifingu á metan eldsneyti, hefur gert það að verkum að um allan heim er horft til metanvæðingar í samgöngum sem veigamikils þáttar við umhverfisvæn orkukerfisskipti í samgöngum á þessari öld. Einnig vegur þungt að metanvæðingin gerir þjóðum heims kleift að stórauka orkuöryggi sitt með sjálfbærum og endurnýjanlegum hætti.“  sjá hér


Já,  það er hægt að framleiða metan út öllu lífrænu efni á yfirborði jarðar og þar með nýta allt hráefni sem vex og dafnar við ljóstillífun. Þú segir nokkuð, framleiðsla á metaneldsneyti er því með engu einskorðuð við uppskeru á einni eða fáum tegundum orkuplantna eða úrgang frá heimilum. Vissu þau ekki þetta hjá Grænu orkunni ?  Í skýrslu Grænu orkunnar segir að metanframleiðsla í landinu ,, ætti þó hugsanlega að geta gefið 5-15% af eldsneyti fyrir bíla í framtíðinni.“  

Stöldrum aðeins við, það er ekkert sambærilega takmarkandi sagt um aðrar tæknilausnir í skýrslunni þótt nýting annarra valkosta grudvallist m.a. á ræktun orkuplantna eða nýtingu á öðrum lífmassa.  Tölurnar 5-15% eiga engan veginn við  í málsgrein sem ætlað er að varpa ljósi á ,,hugsanlega" getu til að framleiða metana í landinu. Tækni, þekking og reynsal er til staðar í heiminum og meðal Íslendinga  til að framleiða íslenskt metan í samræmi við það magn af lífmassa sem sólin, vatnið og íslensk jörð getur skilað. Hið ,,hugsanlega" í því samhengi er mun meira en við þurfum á alla okkar bíla. Enginn veit í dag í hvað hlutfalli hagstæðast er fyrir þjóðina að nýta mismunandi tæknilausnir í samgöngum síðar á öldinni. Þetta veit verkefnhópur Grænu orkunnar og því vakanar upp sú spurning hvort tölurnar 5-15% séu fyrst og fremst persónuleg ágiskun eða ósk höfundar um það sem ,,ætti" að miða við fyrir metan. Og hvers vegna að skilgreina svona þröngan stakk bara fyrir metan ?

Ef til vill er bara um að ræða innsláttarvillu á tölustöfum hjá þeim sem gekk frá skýrslunni? Já, en þá stefndur eftir  tilvitnun-2 að ofan þar sem varað er við því að byggja upp dreifikerfi fyrir metan of hratt og vísað óbeint til fyrrnefndra takmarkanna á meintri framleiðslugetu á metani að mati höfundar;  ,, taka verður tillit til takmarkana sem eru á framleiðslu metans“.  Stöldrum aftur við, er allt morandi í peningum til að byggja upp dreifikerfi fyrir metaneldsneyti? Og þannig að Græna orkan telur sérstaka ástæðu til að árétta varfærni í þeim efnum við upphaf formlegs átaks til orkukerfisskipta í samgöngum?  Er ekki hér um að ræða óheppilega gildishlaðna framsettningu að hálfu einhvers penna innan verkefnahóps Grænu orkunnar?

Gott og vel, þetta gæti verið einhver misskilningur hjá einhverjum í verkefnastjórn Grænu orkunnar. Í öllu falli eiga allir rétt á endurskoðun orða sinna- sjáum hvað setur.   

Á næstu vikum og mánuðum mun ég taka upp þráðinn á sviði orkukerfisskipta í samgöngum þjóðarinnar og fjalla um tækifæri þjóðarinnar og rannsóknir sem miða að því að auka framleiðslu og notkun á íslensku lífeldsneyti og orkuberum (DME, etanól, lífdísil, metaneldsneyt, metanól,  rafmagn og vetni). Þá mun ég einnig fjalla nánar um  margt að því góða sem er að finna skýrslu Grænu orkunnar og leitast við að bæta við upplýsingum sem þar er ekki að finna.

Takk í dag -  í góðum anda.

Sjá Skýrslu Grænu orkunnar - hér


Til hamingju Reykjavíkurborg með metanvæðingu fólksbílaflotans – ég vil nota þetta tækifæri og þakka fyrir mig og óska nýrri stjórn Metan velfarnaðar - ráðningarsambandi mínu við Metan fer senn að ljúka.

Ég hef oft verið spurður að því hvers vegna ný frétt hafi ekki verið birt á heimasíðu Metan  frá 30. júní í sumar – en síðasta frétt á heimasíðunni fjallar einmitt um þessi áform borgarinnar að taka í notkun 49 metan/bensín  fólksbíla.  Því er ekki til að svara að ég telji að markvert fréttaefni til birtingar á heimasíðunni hafi skort og ekkert launungamál að ég hef gegnt stöðu markaðsstjóra Metan frá  mars 2009. Því er heldur ekki að leyna að ráðningarsambandi mínu við Metan fer senn að ljúka með þeirri umsögn  að ,, árangur af markaðsstarfinu hafi orðið mun meiri en gert hafi verið ráð fyrir“ og  þess eðlis að ,,lúxusvandamál hafi skapast“ sem bregðast þurfi við með því að endurskoða eigendastefnu félagsins. 

Ný stjórn Metan tók til starfa í maí og komst að þeirri niðurstöðu að ráðlegast væri að rjúfa allar skuldbindingar félagsins svo móta megi nýja eigendastefnu með hreint borð. Endurskoðunin hefur tekið lengri tíma en ráðgert var og þótti ráðlegt að stoppa um tíma fréttaflutning um spennandi þróun og tækifæri á vegferð metanvæðingar í samgöngum landsmanna og í heiminum þar til ný eigendastefna verður kynnt. 

metanverksmiðja-10-2010
Að ofansögðu vil ég trúa því að með nýrri eigendastefnu berist landsmönnum, innan tíðar, fréttir um spennandi framtíðarsýn nýrrar stjórnar og metnaðarfulla nýtingu tækifæra til aukinnar metanvæðingarinnar á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Rétt er að minna á að félagið Metan er í dag að upplagi í óbeinni eigu íbúa á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og Borgarnesi  í gegnum eignarhlut SORPU og Orkuveitu Reykjavíkur í félaginu (85,1%).  Það eru sannarlega bundnar miklar vonir við það að með nýrri eigendastefnu og nýjum starfsmönnum gangi nýrri stjórn allt í haginn við að beina spjótum sýnum rétt og með árangursríkum hætti á vegferð aukinnar metanvæðingar í samgöngum þjóðarinnar.  

Á Íslandi stefnir í að um 1000 ökutæki nýti metaneldsneyti í akstri í árslok 2011 -um áttföldun í fjölda ökutækja frá 2009 til ársloka 2011. Notkun á eldsneytinu hefur á sman tíma aukist í réttu hlutfalli við fjölda  „fólksbílaígilda“ í landinu sem nýta eldsneytið. Í skoðanakönnun sem Capacent birti í apríl 2011 kom fram að 82,4% svarenda á Íslandi  voru áhugasamir um metanbíla.
EV08 2011

Ég vil nota þetta tækifæri og þakka fyrir þau forréttindi að hafa fengið að njóta baklands í rúm tvö ár við að minna okkur öll á þau dýrmætu tækifæri sem við höfum í hendi okkar að nýta til að auka sjálfbærni okkar í samgöngum og leggja grunna að auknu orkuöryggi komandi kynslóða með miklum og margþættum umhverfislegum og efnahagslegum ávinningi . Jafnframt vil ég þakka ykkur bloggfélögum fyrir yfir 50.000 flettingar á bloggsíðum um metanmálefni, á undangengnum misserum, sem telst víst dágott fyrir svona ,,leiðinlegt umfjöllunarefni" á okkar erfiðu tímum í samfélaginu. Við erum þó ríkari en við höfum mörg hver gert okkur grein fyrir og megum ekki hleypa sundurlyndisfjandanum að til að koma framvindu metanvæðingarinnar á  ís.  Íslandi allt.      
   

Sjá frétt á Metan :

Sjá frétt á RUV í gær:


Metanvæðing í samgöngum - markviss og metnaðarfull nýting tækifæra í Evrópu - við erum ríkari en við höfum gert okkur grein fyrir.

Bifreiðaframleiðandinn Audi hefur kynnt metnaðarfull og samfélagslega ábyrg markmið um að stórbæta heildræna umhverfisáhrif í samgöngum með framleiðslu ökutækja sem nýtt geta metaneldsneyti, vetni og rafmagn í akstri og hafa fjárfest í verksmiðjum og búnaði  til að umbreyta vindorku í raforku og nýta hana til framleiðslu á metaneldsneyti og vetni. Fyrirtækið hefur fjárfest í vindmyllum sem staðsettar verða í Norðursjó.  Vindmyllurnar umbreyta vindorku í raforku og hún nýtt til að framleiða metaneldsneyti (CH4) eða vetni (H2) úr vatni (H2O) og koltvísýringi ( CO2). Verksmiðjan sem umbreytir raforkunni  getur hvort tveggja skilað frá sér metani (CH4) eða vetni (H2)  og því um að ræða valkvæða framleiðslu  í samræmi við þróun eftirspurnar eftir ökutækjum sem nýtt geta metan eða vetni til að knýja för á þessari öld.  Að auki má svo nýta rafmagnið á rafbíla þegar eftirspurn eftir þeim eykst.

Með því að umbreyta raforku í metaneldsneyti eða vetni skapast hagfelld leið til að halda orkunni á nýtanlegu formi til samgangna óháð breytileika í rafmagnsframleiðslunni frá vindmyllunum. 
Ökutæki sem nýtt geta metaneldsneyti í akstri gera engan greinamun á því hvernig sameind metaneldsneytisins (CH4) sem notuð er á ökutækið varð til ; hvort hún varð til við gerjun á urðunarstað ( íslenskt metan í dag), við gerjun í verksmiðju (íslenskt metan vonandi sem fyrst) , úr jarðgasi ( líkindi standa til að metan sé að finna á Drekasvæðinu) eða með rafgreiningu á vatni og koltvísýringi eins og Audi  kynnir áform um að viðhafa ( tæknilega framkvæmanlegt hvar sem er á Íslandi). Allir metanbílar eða metan/bensínbílar í heiminum geta gengið fyrir metaneldsneyti af hvaða uppruna sem er.

Fréttin frá Audi varpar enn einu ljósi á hvað hægt er að gera og verið er gera á markaðnum til að mæta þeirri brýnu þörf að minnka hnattræn umhverfisáhrif frá samgöngum og auka samhliða sjálfbærni í samgöngum og orkuöryggi þjóða á þessari öld.  Sjáið þið ekki fyrir ykkur hvernig við gætum t.d. nýtt umfram raforku í orkukerfinu okkar til að framleiða eldsneyti til vélknúinna samgangna á landi eða sjó – framleitt eldsneyti á þeim tíma dagsins  sem eftirspurn eftir rafmagni er minnst , ekki skortir okkur vatnið (H2O) eða koltvísýringinn (CO2). Svo má bæta súrefnisatómi við metanið ( CH4) og framleiðs metanól (CH3-OH) til íblöndunar í bensín (3-10% og seinna meira) eins og CRI mun bjóða upp á hér á landi og/eða framleiða olíu eða DME í samræmi við hagfelldni þess að gera svo. Já, magnað.

Tæknilausnir til orkukerfisskipta sem horft er til á þessari öld eru vissulega staddar á mismunandi stað á tímalínu þróunar og fyrirsjáanlegrar hagfelldni í notkun og  ljóst að metaneldsneyti hefur hafið fljúgandi start mót fyrirsjáanlega vaxandi eftirspurn.
Um 14 milljónir ökutækja geta nýtt metaneldsneyti í akstri í heiminum í dag og fjölgar hratt.  Á Íslandi stefnir í að um 1000 ökutæki geti nýtt metaneldsneyti í akstri í árslok 2011 og  fjölgar hratt – stefnir í um áttföldun í fjölda ökutækja frá 2009 og meira en tvöföldun í notkun á eldsneytinu milli áranna 2010 og 2011, yfir tvöföldun fólksbílaígilda í landinu milli áranna. Í skoðanakönnun sem Capacent birti í apríl 2011 kom fram að 82,4% svarenda á Íslandi  voru áhugasamir um metanbíla.  Já,  vítahringurinn hefur verið rofinn í baráttunni fyrir samfélagslega ábyrg og umhverfisvæn  orkukerfisskipti í samgöngum þjóða. Við erum ríkari en við höfum gert okkur grein fyrir.

Nú er lag og nú er leiku,
listin er að nýta mátt.
Velkjast ei né vera smeykur,
varast ber að hugsa smátt.

ps. Athugið að CNG stendur fyrir ,,Compressed Natural Gas " sem er metan, CH4  -  sama sameind og er í íslenska metaninu (CH4) sem SORPA framleiðir úr hauggasi frá urðunarstaðnum á Álfsnesi í dag.


Glæsilegur árangur Ásdísar Hjálmsdóttur í spjótkasti á HM undirstrikar raunsæi þess að á ÓL í London eftir um 300 daga gætum við átt spjótkastara í úrslitakeppninni- þar sem allt getur gerst.

Þrátt fyrir að æfinga-og keppnisáætlun Ásdísar hafi tekið kúvendingu í júní á þessu ári vegna matareitrunar sem hún hlaut á keppnisferðalagi sýndi hún okkur öllum á heimsmeistaramótinu í Suður-Kóreu að hún er komin í allra fremstu röð í heiminum í íþrótt sinni og var aðeins 50cm frá því að komast í úrslit.
Asdis Hjalmsdottir   OL 2012 London
Á heimsmeistaramóti og á Ólympíuleikum er algengt að 22-32 konur nái tilskildum árangri til að fá að taka þátt í forkeppni í spjótkasti. Í forkeppninni er ákveðin kastlengd ( 61m að þessu sinni hjá konum) sem tryggir keppanda sjálfkrafa sæti í úrslitum en ella komast tólf keppendur áfram í úrslitakeppnina. Í forkeppninni fá allir þátttakendur aðeins þrjú köst ef á þarf að halda, en í hefðbundinni spjótkastskeppni eru sex tilraunir.

Ásdís Hjálmsdóttir, gerði sér lítið fyrir og náði sínum besta árangri á þessu ári í forkeppninni og hafnaði í 13. sæti að þessu sinni. Þótt sárt kunni að vera fyrir íþróttamann að lenda í því hlutskipti að hafna í efsta sæti þeirra sem komast ekki áfram í úrslitakeppnina getur Ásdís sannarlega vel við unað enda um að ræða afgerandi staðfestingu á sterkri stöðu hennar gagnvart þátttöku á Ólympíuleikunum í London á næsta ári og heimsmeistaramótinu 2013.
 
Þegar Ólympíuleikarnir verða settir í London eftir um 300 daga rennur það upp fyrir okkur öllum að verkefni það sem Ásdís og þjálfari hennar eru að fást við er ekki þeirra einkaverkefni. Verkefnið snýst ekki síður um útkomu okkar Íslendinga á Ólympíuleikunum – hversu vel við náum að hlúa að okkar unga og efnilega íþróttafólki sem hefur með þrotlausri vinnu og eljusemi náð að skipa sér í flokk þeirra fremstu í heiminum í sínum greinum.

Á næstu mánuðum standa vonir til að íþróttamenn í ýmsum greinum öðlist þátttökurétt á leikunum í London og mikilvægt að okkur sem þjóð takist að mæta árangri hvers og eins með hætti sem tryggt getur þeim og þjóðinni sem bestan árangur á leikunum.  Ásdís Hjálmsdóttir hefur nú þegar áunnið sér þátttökurétt  á Ólympíuleikunum og sýnt það, með afgerandi hætti, að verkefni hennar verðskuldar fjárhagslegt bakland sem tryggt getur henni og þjálfara hennar, Stefáni Jóhannssyni, áhyggjulausa ráðstöfun á tíma við verkefnið og hagfellt umhverfi til að vinna í. 

Við erum ekki að tala um þörf fyrir margar milljónir króna fyrir tugi einstaklingsíþróttamanna fram að setningu leikanna en þó meiri fjármuni en svo að við getum ætlast til að íþróttamaðurinn sjálfur, fjölskyldan hans og nánasta umhverfi ráði við að greiða fyrir árangursríkasta undirbúninginn fram að leikunum- að bestu manna yfirsýn.

Í forkeppninni í spjótkasti kvenna á heimsmeistaramótinu í Suður-Kóreu  tryggði kast upp á 59,65m sæti  í úrslitum. Ásdís kastaði 59,15m og öllum ljóst, sem til þekkja, að hún á mikið inni og hefur alla burði til að geta bætt Íslandsmet sitt (61,37m) verulega á næsta ári og í framtíðinni. Sýnum samtakamátt og hlúum að okkar efnilegu íþróttamönnum sem náð hafa að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London 2012 - Íslandi allt. 

Niðurstað forkeppninnar á HM í S-Kóreu var sem hér greinir:
1Christina Obergföll68.76 Q 
 
2Sunette Viljoen65.34 Q 
 
3Kathrina Molitor63.52 Q 
 
4Barbora Špotáková63.40 Q 
 
5Maria Abakumova62.49 Q 
 
6Goldie Sayers62.19 Q 
 
7Martina Ratej61.58 Q 
 
8Kimberley Mickle60.50 q 
 
9Linda Stahl60.21 q 
 
10Yuki Ebihara59.88 q 
 
11Madara Palameika59.78 q 
 
12Jarmila Klimešová59.65 q 
 
13Ásdís Hjálmsdóttir59,15 
 
14Zahra Bani58,92 
 
15Rachel Yurkovich58,84 
 
16Vira Rebryk58,5 
 
17Mercedes Chilla58,34 
 
18Sinta Ozolina-Kovala58,15 
 
19Justine Robbeson58,08 
 
20Chunhua Liu57,52 
 
21Kara Patterson57,14 
 
22Indré Jakubaityté56,92 
 
23Yanet Cruz56,73 
 
24Tatjana Jelaca56,68 
 

Hver er framtíðin í vistvænum samgöngum – Iðnaðarráðherra var á málþingi á Reyðarfirði í gær.

Þróunarfélag Austurlands stóð fyrir málþingi á Reyðarfirði í gær um vistvæna orkugjafa í samgöngum undir yfirskriftinni, hver er framtíðin. Verkefnastjóri þróunarfélagsins,  Ásta Kristín Sigurðardóttir bauð gesti velkomna á málþingið sem var í traustri fundarstjórn Páls Björgvins Guðmundssonar, bæjarstjóra Fjarðarbyggðar .
Graen bill
Iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, opnaði málþingið með góðu erindi þar sem fram kom m.a. markmið stjórnvalda um að 10% af bílaflota landsins nýti visthæft eldsneyti árið 2020 – ( innskot, um 23.000 ökutæki). Ráðherra áréttaði þörf á að grípa og hagnýta tækifæri sem gefast til hagfelldra orkuskipta í samgöngum á komandi misserum og árum og til að svo megi verða sé m.a. þörf á að tengja saman störf ráðuneyta, hagsmunaaðila og rannsóknastofnanna. Og að Grænu orkunni sé meðal annars ætlað að gegna því hlutverki þar sem litið verður jafnt til allra tæknilausna sem skapað geta hagfelld tækifæri fyrir okkur Íslendinga í framtíðinni. Katrín áréttaði að allir eru velkomnir til þátttöku í störfum Grænu orkunnar og að samstarfshópar innan tæknilausna geti komið að málum verkefnastjórnar Grænu orkunnar og nefndi sem dæmi hugsanlegan klasa um framgang metanvæðingar. Jafnframt kom fram í máli ráðherra að ríki og sveitarfélög þyrftu að sýna gott fordæmi á komandi misserum og árum og stefna markvist að því að auka hlutfall visthæfra ökutækja í notkun í opinberum rekstri. 

Verkefnastjóri Grænu orkunnar, Sverrir Viðar Hauksson, sat fundinn og Jón Björn Skúlason ræddi hugmyndafræði Grænu orkunnar í ágætu erindi þar sem hann fór yfir svið tæknilausna til visthæfari samgangna sem horft er til í heiminum almennt. Jón áréttaði að ýmsar tæknilausnir séu í þróun og ljóst þyki að engin ein lausn muni henta öllum þjóðum í sama mæli og að orkukerfi til samgangna stefni í að verða með fjölbreyttari hætti í heiminum almennt í framtíðinni. Sökum þessa benti Jón á að mikilvægt væri að auk fræðslu á öllum stigum um þá valkosti sem eru í boði og munu fyrirsjáanlega verða í boði á komandi árum og áratugum.  Hann gat þess að notkun á metaneldsneyti hafi aukist mikið á höfuðborgarsvæðinu á síðustu misserum og að ökutækjum fjölgi hratt sem nýta metan í akstri. Og benti á að ný lög sem tóku gildi í janúar á þessu ári hefðu hvatt til þess að svo mætti verða. Þá ræddi hann einnig stuttlega um tímalínu annarra valkosta sem kynnu að reynast okkur hagfellt að nýta á komandi árum og nefndi í því sambandi, rafvæðingu, vetnisvæðingu og aukna notkun á lífdísil og alkahólum ( etanól og metanól).

Sigurður Ingi Friðleifsson hjá Orkusetrinu ræddi næst um leiðir til að draga úr mengun í samgöngum.  Hann benti m.a. á að þótt verð á bensíni væri á uppleið að þá væri það í raun ekki dýrt ef litið væri heildrænt á kostnað vegna framleiðslu og notkunar jarðefnaeldsneytis. Að stóra áskorunin sem blasti við í heiminum væri, hins vegar, sú að framboð á jarðefnaeldsneyti muni fyrirsjáanlega ekki anna eftirspurn eftir eldsneyti á þessari öld- að um takmarkaðar auðlindir sé að ræða.  Og jafnframt áréttaði hann að óraunhæft væri að gera ráð fyrir að visthæfara eldsneytis verði hlutfallslega mun ódýrara í framtíðinni en jarðefnaeldsneyti hefur verið til þessa. Hann benti á að næstu árin væri unnt að skapa hlutfallslega mikinn umhverfislegan ávinning með því að skipta út núverandi bensínbílum  fyrir sambærilega bíla með brunavél sem brenna mun minna af eldsneyti fyrir hvern ekinn kílómetra enda hafi átt sér stað mikil þróun á skilvirkni brunavéla á þessari öld og margt eftir að batna í þeim efnum á komandi árum.  Sigurður tilkynnti að Orkusetur muni kynna fljótlega nýja reiknivél á heimasíðu stofnunarinnar þar sem almenningi stendur til boða að bera saman valkosti til vélknúinna samgangna með heildrænni hætti en áður.

Freyr Ingólfsson  hjá Mannviti kynnti skýrsluna ,,vistvænar almenningssamgöngur“ og ræddi stuttlega um tækifæri til eldsneytisframleiðslu á Austurlandi. Hann benti meðal annars á að á svæðinu félli til um 12.000 tonn af heimilisúrgangi sem sorphirðustöðvar tækju við  á ári og vinna mætti úr því á aðra milljón normalrúmmetra ( Nm3) á ári af metaneldsneyti. Og þá eftir að skoða hvað hægt væri að safna af öðrum lífmassa s.s.  mykju, skít, taði, fiskúrgangi, heyfyrningum og ræktun á vallarfoxgrasi svo eitthvað sé nefnt. Fram kom hjá Frey að gera megi ráð fyrir að metanverksmiðja , sem nýtt gæti allan heimilisúrgang til metanframleiðslu, kosti um milljarð króna miðað við vinnslu 10.000 tonna af heimilisúrgangi- innskot, og því blasti við að slík verksmiðja kostar hlutfallslega mun minna ef um meira magn af lífrænu efni er að ræða með nýtingu á öðru hráefni en heimilisúrgangi.   

Magnús Ásgeirsson hjá N1 á sæti í verkefnastjórn Grænu orkunnar og ræddi hann um framtíðarsýn og valkosti í boði til vélknúinna samgangna. Í skemmtilegu og fróðlegu erindi kynnti hann þróun í orkunotkun í heiminum á liðinni öld og spár um minnkandi þátt jarðefnaeldsneytis á þessari öld. Fram kom hjá Magnúsi að sala á metaneldsneyti 2011 stefni í að verða meiri en sem nemur tvöfaldri notkun á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2010. Og að ökutækjum sem nýta metaneldsneyti hafi fjölgað hratt á höfuðborgarsvæðinu á síðustu misserum. Í umræðu sem skapaðist um fjölda ökutækja sem nýta metaneldsneyti á höfuðborgarsvæðinu í dag kom fram sú tilgáta að eldsneytissalan hefði átt að aukast meira ef ökutækjum hefur fjölgað úr 120 í júlí 2010 í 600 ökutæki í júlí 2011.  Á það var bent að fjöldi strætisvagna og sorphirðubíla væri sá sami á þessu ári og í fyrra og því væri fjöldi ökutækja í notkun, annars vegar, og eldsneytissala, hins vegar, ekki mælikvarði á það hvort metanbílaeigendur ækju mestmegnis á metani í Reykjavík eða ekki. Og áréttað var að öll teikn séu um að eigendur metan/bensínbíla aki mestmegnis á metani á höfuðborgarsvæðinu enda hafi eldsneytisnotkunin á árinu 2010 munið uppreiknað um 450 meðal fólksbílaígildum og salan komin í um 1000 fólksbílaígildi í júlí 2011 – ergo; mjög gott samræmi er milli fjölda fólksbílaígilda og eldsneytissölu eða ríflega tvöföldun í báðum tilfellum milli júlímánaða 2010 og 2011 eins og fram kom í erindi Magnúsar ( 1000/450 = 2,22).  
 

Hlífar Þorsteinsson hjá Austfjarðarleiðum fjallaði í skemmtilegu erindi um sögu og umhverfisstefnu fyrirtækisins og markmið um að bjóða eins og kostur er upp á umhverfisvænstu hópferðasamgöngur sem völ er á. Hann áréttaði mikilvægi þess að lífdísilolía sem kæmi á markað yrði vottuð og eiginleikar hennar nákvæmlega skilgreindir enda gæti það verið dýrt spaug að láta olíur á nýjustu vélarnar sem uppfylltu ekki kröfur framleiðenda. Hlífar gerði að umtalefni að svo virtist sem stjórnvöld hefðu ekki gert mikið í að fylgja eftir ákvæðum um EURO-staðla gagnvart útblæstri  stærri ökutækja og vonaðist til að í þeim efnum væri breytinga að vænta.
Graen spor
Guðmundir Sveinsson hjá Alcoa ræddi um stefnu fyrirtækisins varðandi vistvæna orkugjafa og mikinn áhuga innan fyrirtækisins fyrir því að draga verulega úr notkun á jarðefnaeldsneyti í rekstrinum, en notkun Alcoa í dag spannar 500-550 þúsund lítra á ári sem skapi losun á um 1400 tonnum af jarðefna-CO2 á ári.  Hann gat þess að það hafi komið til tals meðal álfyrirtækja í landinu að gera sameiginlega átak í þessum málum. Og að öðru leiti sé það stefna fyrirtækisins að haga rekstri sínum í eins mikilli sátt við umhverfið og kostur er.

Þróunarfélag Austurlands á þakkir skyldar fyrir framtakið sem og iðnaðarráðherra sérstaklega fyrir að mæta á Reyðarfjörð og fylgja eftir verkefnum Grænu orkunnar þótt mikið hafi verið að gera hjá henni þennan dag eins fram kom í Kastljósi um kvöldi varðandi málefni Byggðastofnunar. 


Nú blasir við skemmtileg vinna á Austurlandi við að stilla saman strengi í fjórðungnum og leita hagfelldustu leiða til að stíga markviss heillaspor í átt að visthæfari samgöngum á Austurlandi - vinna sem getur leitt til fjölgunar grænna starfa og aukins orkuöryggis í fjórðungnum og styrkt verulega alla ferðþjónustu á Austurlandi.


Reykjavíkurborg á umhverfisvænni og samfélagslega ábyrgri vegferð – opnaði tilboð í 49 metan/bensínbíla.

Eins og greint hefur verið frá í fréttum óskaði Reykjavíkurborg nýverið eftir tilboðum í  49 minni fólksbíla sem nýtt gætu metaneldsneyti í akstri – metan/bensínbíla.  Ingvar Helgason ehf. / Bifreiðar og landbúnaðarvélar ehf. átti lægsta tilboðið með Hyundai i10 bifreiðum, í samstarfi við MeGas ehf. sem sér um að uppfæra bifreiðarnar hér á landi svo þær geti einnig gengið fyrir metaneldsneyti.  Bílarnir hafa tvo eldsneytisgeyma eftir uppfærslu, metangeymi og bensíngeymi, en sérstök tölva stýrir notkun á metaneldsneyti til að knýja för sé það til staðar á metangeymi.

Hyundai i10 Front view1
Með kaupunum er Reykjavíkurborg að stíga tímamótaskref í átt að markmiði borgarinnar  um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda af jarðefnauppruna í samgöngum borgarinnar og bæta loftgæði í nærumhverfi borgarbúa.  Ákvörðunin hjálpar einnig til við að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum sem Ísland er aðili að, en á árinu 2020 er markmiðið að  notkun endurnýjanlegra orkugjafa (orkubera) nemi 10% af orkunotkun þjóðarinnar í samgöngum.

Annar ávinningur af því að nýta íslenskt metan í samgöngum felst í hlutfallslega lágum rekstrarkostnaði bílanna í samanburði við rekstrarkostnað sambærilegra ökutækja sem veita geta sama ferðafrelsi og samgönguöryggi.  Þótt bílarnir geti gengi fyrir metaneldsneyti að mestu leiti á Stór-Reykjavíkursvæðinu, geta þeir einnig gengið fyrir bensíni ef á þarf að halda og því um full ferðafrelsi að ræða ef því er að skipta.

Ákvörðun Reykjavíkurborgar skapar jafnframt þjóðhagslegan ávinning í formi  gjaldeyrissparnaðar með því að nýta íslenskt metaneldsneyti til að knýja för í stað innflutts jarðefnaeldsneytis. Á árinu 2010 nam kostnaður í erlendri mynt um 36% af smásöluverði bensínlítra.  Að auki eflir ákvörðun Reykjavíkurborgar framleiðslu í landinu og hvetur til grænna starfa í borginni. 
 

Gjaldeyrissparnaður og aukin framleiðsla er forsenda hagsældar í landinu og því hér um að ræða sannkallað heillaspor á vegferð orkukerfisskipta í samgöngum í borginni. 

Senn mun Íslands umferð batna,
eflist rekstur líf og getan.
Hagur vex á grundum gatna,
gæfusporið íslenskt metan.

Sjá frétt á metan.is
Sjá eldri frétt um útboð borgarinnar


Íran er hástökkvari metanvæðingarinnar síðastliðin misseri- yfir tvær milljónir ökutækja ganga fyrir metaneldsneyti í Íran í dag.

Síðastliðin ár hefur Íran verið hástökkvarinn á lista þjóða yfir metanvæðingu í samgöngum og í dag eru yfir tvær milljónir ökutækja í landinu sem nýtt geta metaneldsneyti í akstri.  Á komandi árum er stefna stjórnvalda að draga verulega hratt úr innanlandsnotkun á hefðbundnu ökutækjaeldsneyti og stórauka notkun á metaneldsneyti í samgöngum þjóðarinnar, enda býr landið yfir miklum jarðgasauðlindum. Mikill uppgangur er í bílaframleiðslu í Íran og horfur á að á árinu 2014 nái þeir framleiðslugetu sem nemur einni milljón bíla á ári. Stór hluti fyrirhugaðrar framleiðslu er í ökutækjum af ýmsum gerðum og stærðum sem nýtt geta metaneldsneyti í akstri. Útflutningur á bílum frá Íran hefur aukist mikið á síðustu árum og útlit fyrir enn frekari aukningu á komandi árum ( sjá féttatengil að neðan).

Metanvaeding í heiminum 2010

Fréttin veitir enn eitt dæmið um stóraukið framboð í heiminum af samgöngutækjum sem nýtt geta íslenskt metaneldsneyti í akstri í framtíðinni og varpar skýru ljósi á þá staðreynd að metanvæðingunni er ætlað stórt hlutverk við umhverfismildun samgangna í heiminum á þessari öld. Umhverfislegur ávinningur þess að nota jarðgas í stað hefðbundins jarðefnaeldsneytis er óumdeildur og framkvæmanlegur með hlutfallsleg hagfelldum hætti. Og samhliða ljóst að öll þau samgöngutæki sem nýtt geta metaneldsneyti frá jarðgasi geta einnig nýtt nútíma-metaneldsneyti unnið með endurnýjanlegum hætti úr lífrænum úrgangi og öðrum lífmassa á yfirborði jarðar. Í þeirri staðreynd liggja risavaxin umhverfisleg og orkuöryggisleg tækifæri sem þjóðir horfa til í stórauknum mæli um allan heim. Og sérstaklega í löndum þar sem skilyrði til stóraukinnar framleiðslu á nútíma-metani eru góð eins og á Íslandi. 

Sjá nánar frétt á metan.is

Sjá myndir af írönskum bílum -hér


Sportbílaframleiðendur veðja á metaneldsneyti og stefna að því að slá hraðamet - flokkast sem 2007 frétt en segir sitt um metaneldsneyti

Í frétt á NGV Global nýverið er þess getið að bílahönnuðurinn Marlon Kirby og bílasmiðurinn David B. McMahan , sem áður hafa komið að hönnun ökutækja sem slegið hafa hraðmet,  hafa nú sett stefnuna á að slá hraðamet í flokki löggildra götubíla sem ganga fyrir umhverfismildu eldsneyti – metaneldsneyti. Bíll félaganna, Maxximus LNG 2000, er með V8 vél sem skilar 1600 hestöflum.Sú staðreynd að sportbílahönnuðir horfa til metaneldsneytis til að slá hraðamet í flokki umhverfismildra ofurbíla segir sína sögu um nýtanleika eldsneytisins þótt slík ökutæki teljist seint til umhverfismildra fararskjóta fyrir tvo einstaklinga.

Sjá frétt um Maxximus LNG 2000 á metan.is

LNG = liquid natural gas eða metaneldsneyti í fljótandi formi. Með því að kæla íslenskt metangas getum við framleitt fljótandi metaneldsneyti í hæsta gæðaflokki og þá væri talað um LBG= liquid biogas, til aðgreiningar á umhverfislegum yfirburðum á íslenska metaninu þótt efnafræðileg virkni þess í bílhreyflinum sé sú sama og með LNG. Orkan til að knýja för kemur frá sameindinni metan, CH4, hvort heldur íslenskt metan eða jarðgas sé nýtt. 

volkswagen scirocco raudurÁður hefur verið fjallað um það á heimasíðu metan.is að VW Scirocco metanbíllinn hafi slegið í gegn og sigrað í STCC-mótaröðinni í opnum flokki  löggildra götubíla – að bensínbílar frá Volvo, BMW, Romeo og SEAT hafi þurft að játa sig sigraða fyrir ökutæki sem gengið getur fyrir íslensku metaneldsneyti.  Og þrátt fyrir breytingar á reglum til að draga úr hröðun metanbílsins.
 

 Sjá frétt á metan.is


Evrópusamtök um metanvæðingu í samgöngum fagna 650% aukningu á þremur árum.

Ráðstefna og vörusýning Evrópusamtaka um metanvæðingu í samgöngum ( NGVA Europe)  var haldi í Berlín í síðustu viku.  Mikill vitundarvakning hefur átt sér stað um allan heim um tækifæri og ávinningi þess að stórauka metanvæðingu í samgöngum og Evrópa engin undantekning í þeim efnum.  Veldisaukning hefur orðið í fjölda meðlima í Evrópusamtökunum á þremur árum, frá 20 meðlimun árið 2008 í 130 á þessu ári- 650% aukning á þremur árum.  Meðal þeirra sem nýlega hafa gengið í samtökin eru rússneski jarðgasrisinn  Gazprom og sænski bílaframleiðandinn  Volvo AB en fulltrúar þeirra tóku sæti í stjórnunarteymi samtakanna.  Síðar í þessum mánuði mun ráðstefna verða haldin í Brussel  á vegum Evrópusambandsins  (AEBIOM European Bioenergy Conference) þar sem Matthias Maedge, framkvæmdastjóri,  mun meðal annars fjalla um áform og aðgerðaáætlun um aukna nýtingu á nútíma-metani í samgöngum (Biomethane, CBG, LBG). Íslenskt metaneldsneyti er nútíma-metan (e. Biomethane).  
Logo NGVA Europe Berlin 2011
  Íslenskt metaneldsneyti er nútíma-metan (e. Biomethane) í þeim skilningi að það er unnið úr lífrænu efni sem er á yfirborði jarðar í dag og er því í einstökum flokki  ökutækjaeldsneyta enda losna engar gróðurhúsalofttegundir af jarðefnauppruna við bruna á nútíma-metani.  Algengasta er í  heiminum að metan ökutækjaeldsneyti sé unnið úr jarðgasi , sem inniheldur algengt 85-90% metan.  Á heimasíðu Metan hf hefur metaneldsneyti unnið úr jarðgasi verið nefnt fyrritíma-metan í þeim skilningi að það myndast í jarðskorpunni  úr lífrænu efni sem var á yfirborði jarðar í fortíðinni.  Öll ökutæki sem gengi geta fyrir fyrritíma-metani (jarðgasi) geta einnig gengið fyrir nútíma-metani (íslensku metani). Reyndar gætu ökutækin gengi ðbetur fyrir íslenska metaninu enda er það með allt að 98% hreinleika en metaneldsneyti í heiminum er algengt um 90-95% metan. Komið hefur margoft fram í bloggum mínum að veldisvöxtur hefur átt sér stað í eftirspurn eftir íslensku metani á síðustu misserum og svo komið að fyrirsjáanlegt er að allt það metaneldsneyti sem  framleitt verður í landinu, með hagfelldum hætti í framtíðinni, mun verða nýtt í samgöngum landsmanna, enda fjölgar ökutækjum mjög hratt sem nýtt geta metan í akstri . Miðað við þróun mála stefnir í yfir 800% aukningu í fjölda ökutækja frá des. 2009  til  des. 2011.
 
althingi thingmennJá, við þurfum að stórauka framleiðslu okkar á nútíma-metani til að geta nýtt sem best þann mikla og margþætta ávinning sem aukin notkun á íslensku metani hefur í för með sér fyrir þjóðina. Þingsályktunartillaga um metanframleiðslu (mál.251) náði ekki í gegn á þessu þingi, en þess að vænta á þingsályktunartillaga um orkuskipti (mál. 403), sem náði fram að ganga, skapi stjórnvöldum svigrúm til að koma að metanframleiðslu í landinu með skilvirkum hætti og skilgreina hið minnsta sameiginleg verkefni á vegferðinni.  
 
Nú er lag og nú er leikur,
listin er að nýta mátt.
Velkjast ei né vera smeykur,
varast ber að hugsa smátt
.

Sjá frétt á metan.is

Sjá frétt á NGV Europe 


Tímamót í íþróttasögu landsins. Glæsilegur árangur kvennalandsliðsins í handknattleik tryggði þátttöku Íslands á heimsmeistaramóti A-landsliða kvenna í fyrsta sinn.

Fyrir um 25 árum þótti ástæða til að spyrja íþróttamann sérstaklega að því, hvað hann ætti við með því að tala um mikinn hagvöxt í íþróttum landsmanna.  Þá var hagkerfið að taka við sér, eins og nú, eftir hlutfallslega erfiða tíma og mikinn efnahagslegan bölmóð, en mikill uppgangur verið á íþróttasviðinu um alllangt skeið.  Spurningunni var ekki svarað með öðru en brosi, enda blasti það við. Hagvöxtur íþróttanna er mælieining fyrir framfarir og hlutfallslega samkeppnisstöðu íslenskrar íþróttamanna á erlendri grundu.  Í dag getum við heldur betur talað um bullandi hagvöxt innan íþróttahreyfingarinnar - vaxandi gengi Íslandi í hag.  Þótt ekki sé nema flett blöðunum síðustu dagana þá blasir við djörfung, hugun, framfarir og árangur.

photo1 280x220Í fyrsta sinn í íþróttasögu landsins höfum  við eignast A-landslið kvenna  í handknattleik með þátttökurétt á heimsmeistaramóti – frábært hjá þeim í dag.  Áður hefur U-20 handknattleikslandslið kvenna áunnið sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti og Evrópumeistaramóti.  Þá sýndi A-landslið karla í handknattleik  þvílíka yfirburði í leiknum gegn Austurríkismönnum í dag að aðra eins ,,alslemmu“ er vart hægt að hugsa sér þegar mikið liggur við.

Nú eru U-21 karlahópurinn okkar í knattspyrnu að standa sig frábærlega á heimsmeistaramótinu í Danmörku eins og við sáum í fyrsta leiknum og eiga eftir að skemmta okkur á næstu dögum. Viðbúið að A-landsliðin í knattspyrnu fylgi í fótspor U-21 liðsins á næstu árum eins og raunin varð á í kvennahandboltanum. Og ekki ólíklegt að  kvennalandslið okkar í knattspyrnu verið fyrra til og komist aftur í stórkeppni enda er það í fremstu röð í heiminum í dag.

Gullregn á Smáþjóðaleikunum og mikið um persónulegar framfarir í margvíslegum íþróttagreinum litu dagsins ljós í síðustu viku og ekkert lát á atorku okkar unga fólks.  Og ekki gleymist eitt magnaðasta afrek íslenskrar íþróttasögu, Evrópumeistaratitill  Gerplu í hópfimleikum 2010 – fjórtán þrautþjálfaðir og samstilltir einstaklingar.  Hver sagði að skortur á samtakamætti væri veikleiki okkar þjóðar ? 
Gerplustelpur jpg 475x600 sharpen q95
Um næstu helgi verður Evrópubikarkeppni í frjálsíþróttum haldin á Laugardalsvelli og spennandi keppni að vænta þar.  Já, á vettvangi íþróttanna er mikið jákvætt að gerast og upptalningin hér aðeins brot af þeim glæsilega árangri sem náðst hefur á síðustu dögum og misserum.  Þjóðin er rík á öllum sviðum mannlegs atgervis.  


U-21 landsliðið okkar opnar með glæsibrag um flest - til hamingju Ísland

Það var virkilega ánægjulegt að horfa á leik okkar manna í dag, sterka liðsheild og einstaklinga með mikla árásargetu ein á móti einum.  Stigin lentu ekki hjá betra liðinu í dag eins og stundum í fórboltanum en framganga okkar manna var slík að við getum öll verið stolt af okkar mönnum og hlakkað til að fá að sjá þá aftur.  

Framfarir í Kaliforníu á sviði vetnisvæðingar í samgöngum varpa ljósi á metnaðarfulla þátttöku okkar Íslendinga á sviði vetnisvæðingar.

Frétt um opnun þriðju vetnisstöðvarinnar hjá Shell í Kaliforníu varpar ljósi á þá staðreynd að við Íslendingar höfum tekið þátt í þróun vetnisvæðingar í heiminum með virku vísindasamstarfi á ýmsum sviðum og höfum m.a. í landinu stærsts vetnisbílaflota í Evrópu svo fátt eitt sé nefnt (um 25 fólksbíla).  Á Shell afgreiðslustöðinni við Vesturlandsveg  má sjá glæsilega afgreiðslustöð fyrir vetni (Hydrogen Fuel) sem vakti heimsathygli á sínum tíma.

Vetnisstod Shell við Vesturlandsveg

Samkvæmt talsmönnum vetnisvæðingar er þess að vænta að á árinu 2015 verði í boði í heiminum fjöldaframleidd vetnisökutæki af ýmsum gerðum og stærðum. Fyrir utan mögulegt hlutfallslegt hagræði þess að nýta vetni á bifreiðar víða um heim og önnur samgöngutæki í framtíðinni, hefur áhugi á vetni til orkuöflunar fyrir iðnað og stóriðju aukist mikið í kjölfar kjarnorkuófaranna í Japan fyrr á þessu ári og ákvörðunar Þjóðverja um að loka kjarnorkuverum þar í landi svo eitthvað sé nefnt. 

Eins og viðbúið er á þróunartíma nýrra tæknilausna hefur ýmislegt þurft að lagfæra og bæta í tæknibúnaði vetnisökutækja á undanförnum árum og teikn á lofti um að valkosturinn verði raunverulegur í stórauknum mæli innan fárra ára.  Útbreiðslan í heiminum mun svo vissulega hvíla á máttarstólpunum þremur - umhverfislegum, rekstrarlegum og þjóðhagslegum ávinningi. Eða með öðrum orðum á umhverfislegum og efnahagslegum ávinningi.

Já, sögur um dauða vetnisvæðingar í samgöngum í heiminum  eru stórlega ýktar þótt sú tæknilausn kunni að henta þjóðum og/eða landsvæðum misvel eftir aðstæðum. Hver svo sem hlutdeild vetnis mun verða hér á landi við orkukerfisskipti þjóðarinnar á þessari öld má ljóst vera að við Íslendingar getum verið stoltir um margt af aðkomu okkar að þróun lausna á sviði vetnisvæðingar í heiminum.

Sjá frétt á metan.is

Sjá frétt á ngvglobal.com 

 

Metan/dísil vinnuvélar frá Volvo komnar á markað - ný tækifæri til metanvæðingar skapast á Íslandi.

Metanbirgðir Volvo FM bílanna  eru í vökvaformi og tak því mun minna pláss en ef um metangasgeyma væri að ræða miðað við sama orkuinnihald.  Með metangeymunum í Volvo FM er því unnt að  tryggja mun Volvo FM Dual Fuel May 2011 1 small 250x179 lengri akstursvegalengd stærri samgöngutækja á metanbirgðum í sama rúmmáli og metangasgeymar hefðu ella tekið.  Rúmmálið fyrir metaneldsneyti í vökvaformi er  aðeins um 1,8 X  það sem það er fyrir sama orkuinnihald af dísilolíu. Ef um væri að ræða metangeymi fyrir gas sem þjappað er með um 200 bara þrýstingi væri rúmmál metangeymis um 5 X  stærra en fyrir dísilgeymi sem inniheldur sama orkuinnihald og skilar sama drægi. Hér er því um mikla framþróun að ræða sem skiptir miklu máli fyrir stærri samgöngutæki á landi og sjó. Það góða við þessar vél er einnig að þær geta gengið eingöngu fyrir dísilolíu ef metan er ekki til staðar og því um fullt ferðafrelsi að ræða á ökutækjunum þótt dreifikerfi fyrir metan sé takmarkaðra en fyrir dísilolíu.

Sjá frétt á metan .is

Metaneldsneyti má halda á vökvaformi með kælingu, niður fyrir suðumark sitt ( -162 °C ) og hægt að geyma það með öruggum hætti  í fljótandi formi í sérstökum eldsneytisgeymum undir lágþrýstingi. metaneldsneyti í fljótandi formi er  notað á stærri ökutæki, báta og skip víða um heim og mikil aukning í notkun fyrirsjáanleg í framtíðinni (e. Liquified Natural Gas, LNG). Með kælingu á íslensku  metani með sama hætti geta öll samgöngutæki sem nýtt geta fljótandi metan ( e. LNG, liquid natural gas) einnig nýtt íslenskt og endurnýjanlegt eldsneyti til að knýja för. 

img.php  Ferjur GASNOR 

 Á myndinni til vinstri er stærsta metan-bílaferja í Noregi ( rúmar um 242 fólksbíla- sjá hér) og til hærgi minni ferja.  Sjáið þið ekki fyrir ykkur flotta og passlega djúprista bílaferju fyrir Landeyjarhöfn í siglingu á milli lands og Eyja sem gengur fyrir íslensku metani og/eða valkvætt í bland við íslenska lífdísilolíu - alveg frábært.

Skýrari skilaboð um nýtanleika á öllu því íslenska metani sem við getum framleitt er vonandi óþörf fyrir þjóðina og áhrifavalda um framvindu orkukerfisskipta í landinu. Stóraukin metanframleiðsla í landinu er sannkallað þjóðþrifaverkefni og mikilvægt að unnt verði að skapa skilvirkt samstarf ríkisins, sveitarfélaga og atvinnulífs sem allra fyrst, skilgreina sameiginleg verkefni á vegferðinni og hefja áreiðanlegar og markvissar aðgerðir.  Og á hraða sem rímar við stöðu og tækifæri á markaði svo hámarka megi umhverfislegan og efnahagslegan ávinning þjóðarinnar og skapa sem fyrst  fjölda grænna og sjálfbærra starfa í landinu.  

Sjá flutningaskip fyrir metaneldsneyti - hér

Sjá frétt um norsku bílaferjuna-hér

Sjá hvaðan við kynnum að geta nálgast og selt metaneldsneyti í framtíðinni


SORPA fagnaði 20 ára starfsafmæli með glæsilegri ráðstefnu – heill sé frumkvöðli metanvæðingar í landinu.

Á afmælisráðstefnu sem haldin var í tilefni af 20 ára starfafmæli SORPU voru fluttir mörg góð erindi. Eitt þeirra flutti  Kristín Bergesen, upplýsingafulltrúi Oslóborgar. Erindið varpaði ljósi á mikilvægi þess m.a. fyrir okkur Íslendinga að stjórnvöld skilgreini sem fyrst, með sambærilegum hætti og Norðmenn, hvernig nýta megi hrat frá gasgerðarstöð sem jarðvegsbæti til uppgræðslu lands, enda um að ræða mikilvæga og verðmæta hliðarafurð sem breytir miklu í rekstri slíkra stöðva. 
Urðunarstaður  SORPU á Álfsnesi og metanstöð
Stjórnarformaður SORPU, Oddný Sturludóttir, setti ráðstefnuna og stýrði afmælissöng með glæsibrag undir eigin píanóleik.  

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ávarpaði ráðstefnugesti og gat þess góða sem gert hefur verið auk þess sem verið væri að vinna að hjá ráðuneytinu og undirstofnunum á sviði úrgangsmála. Ráðherra óskaði SORPU til hamingju með gæðastjórnunarvottun fyrirtækisins og afhenti framkvæmdastjóra SORPU, Birni H. Halldórssyni og gæðastjóra verkefnisins, Rögnu I. Halldórsdóttur, vottunarskýrteini, ISO-9001.  Ráðherra gat þess að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs muni kom fram haustið 2011 og um aukið samstarf Umhverfisstofnunar, Umhverfisráðuneytis og Ríkisendurskoðunar um úrgangsmál. Svandís lagði áherslu á að úrgangur væri hráefni sem samfélaginu bæri að nýta í auknum mæli og fagnaði þróttmiklu fræðslustarfi SORPU í þeim efnum og góða upplýsingagjöf á heimasíðu félagsins.

Framkvæmdastjóri SORPU og Metan hf , Björn H. Halldórsson, flutti gott erindi um þróunarverkefni SPORPU á liðnum árum og mikilvægi þess að nýta tækifæri til metanframleiðslu enn frekar á höfuðborgarsvæðinu, enda hafi eftirspurn eftir metaneldsneyti stóraukist á nokkrum misserum og frekari aukning fyrirsjáanleg.


Heill þér SORPA vönduð verkin,
visku til að fylgja sýn.
Sjást nú víða metanleg merkin,
mikið ertu orðin fín.

Læðist áfram léttum fetum,
ljúft hún mætir hverri þraut.
Tuttugu árin mikils metum,
metangjöf sem þjóðin hlaut.

 Sjá nánar um ráðstefnu SORPU hér 
 

Metanvæðing í samgöngum í mikilli sókn í Bandaríkjunum – risinn á markaðnum er vaknaður

Stórir gjarnan staldra við, stefnuför sem breytir leik. Náist sátt um nýjan sið, naskir ákaft fara á kreik. Bandarísku metanbílasamtökin ( NGVAmerica) birtu nýverið lista yfir vottaðar vélar og ökutæki sem nýtta metaneldsneyti sem orkugjafa og framleidd eru í Bandaríkjunum. Athygli vekur hversu hratt framboð hefur aukist á valkostum til að nýta metaneldsneyti fyrir ökutæki af öllum stærðum.  Bandaríkjamenn hafa verið eftirbátar margra ríkja heims um metanvæðingu í samgöngum en nú blasir við að risinn á bílamarkaði heimsins er að taka við sér með afgerandi hætti. Á nokkrum misserum hefur fjöldi stórra fyrirtækja hlotið vottun til uppfærslu bensínbíla í metan/bensínbíl (e.bi-fuel) og dísilbíla í metan/dísilbíla ( e.dual-fuel) auk þess sem bílaframleiðendur hafa í stórauknum mæli kynnt áform um að bjóða upp á ný ökutæki, með metanbúnaði, til sölu á Bandaríkjamarkaði á komandi misserum og árum.  
Metanvaeding USA   af heimasidu Clean Energy Fuels 260511
Athygli vekur hvað Ford hefur tekið afgerandi við sér meðal bandaríska bílaframleiðanda. Á nýlegum lista frá NGVAmerika  er að finna fjölda tegunda og gerða af bílum sem nýtt geta metaneldsneyti í akstri með vélum frá FORD, GM, Chrysler og Honda, . Bæði er um að ræða ökutæki sem ganga eingöngu fyrir metaneldsneyti ( e. dedicated vehicles) eða ökutæki sem einnig geta nýtt bensín (e.bi-fuel) eða dísil ( e.dual-fuel) ef á þarf að halda. Algengt er að metan/bensínbíla og metan/dísilbílar ræsi sig á hefðbundnu eldsneyti en skipti svo sjálfkrafa yfir á metaneldsneyti fljótlega eftir ræsingu samkvæmt hitastillingu. Ef metaneldsneyti klárast í akstri stillir tölva bílanna sjálfkrafa yfir á bensíngeyminn án þess að ökumaður finni mun í akstri.

Innskot:  Samkvæmt tölvugögnum frá metan/bensín leigubíl í Reykjavík sem ekið var 24.498 km frá nóvember 2010 til mars 2011 nam bensínnotkun bílsins um 3,6% af eldsneytisnotkuninni og metaneldsneyti um 96,4%, að sögn Guðmundar Einarssonar hjá Hreyfli. Um er að ræða afar litla bensínnotkun þótt um köldustu mánuði ársins sé að ræða. Öllum má því vera ljóst að þótt hlutfall bensínsnotkunar væri mun hærra en þetta er hér um að ræða gríðarlegan umhverfislegan heildarávinning enda losnar enginn koltvísýringur af jarðefnauppruna (CO2-af jarðefnauppruna) við bruna á íslensku metani í bílhreyfli. 
 

Stórir gjarnan staldra við,
stefnuför sem breytir leik.
Náist sátt um nýjan sið,

naskir ákaft fara á kreik.

Sjá frétt á NGVAmerica - hér

Sjá heimasíðu Metan hf - hér


Metaneldsneyti framleitt úr seyru mun knýja almenningssamgöngur í Dehli eins og í Stokkhólmi og víðar.

Samstarf stjórnvalda í Svíþjóð og Delhi mun senn skila Indverjum fyrstu metanframleiðslustöð, í landinu, þar sem metan ökutækjaeldsneyti er unnið úr seyru (skólpi). Verksmiðjan mun Graen borg meðhöndla seyru með tilteknum hætti í skólphreinsistöð í borginni, hreinsa það hauggas (e. biogas) sem myndast, einangra metansameindina (CH4) úr gasinu og framleiða metaneldsneyti í hæsta gæðaflokki. Fyrirhugað er að nýta metaneldsneytið til að knýja för almenningsvagna (strætóa) í borginni ( ,, Delhi Transport Corporation“).  Eldsneytisframleiðslan mun nýtast Delhi-borg frá fyrsta degi enda eru í borginni fleiri metanstrætisvagnar en í flestum borgum heims. Samkvæmt frétt í Indian Express mun verkefnið hefjast í september 2011.
Þýtt og endursagt – sjá frétt

Viðauki við frétt:  Þann 28. september 2010 bitrist frétt á metan.is um innleiðingu fjögurra tvinn-metan/rafmagn strætisvagnana  í almenningsvagnaflota Delhi-borgar þar sem fyrir voru um 600 strætisvagna sem eingöngu ganga fyrir metaneldsneyti (CNG, úr jarðgasi). Þess má einnig geta hér að samkvæmt nýjustu tölum frá NGVA Europe eru yfir ein milljón ökutækja í Indlandi sem gang fyrir metaneldsneyti og aukningin verið mikil síðastliðin ár eins og um allan heim. Í nágrannalandinu Pakistan eru yfir tvær milljónir ökutækja sem ganga fyrir metani. Sjá hér

Þann 10. mars 2011 birtist einnig frétt á metan.is um samstarf Stofnunar Sæmundar fróða og Metan hf. um að standa að rannsóknum á möguleika og hagkvæmni þess að nýta lífrænan hluta skólps til metanframleiðslu. Við Íslendingar erum því að stíga fyrstu sporin í þessum málaflokki og afar æskilegt ef unnt væri að hraða vegferðinni í ljósi stóraukinnar eftirspurnar eftir metaneldsneyti á Stór-Reykjavíkursvæðinu – kjörinn vettvangur fyrir samstarf ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs enda um þjóðþrifaverkefni að ræða.  Sjá hér

Í skólpinu grillir í gullið
sem gleður um allan heim.
Magnað er mannanna sullið
sem myndar seyru keim.
 

Sjá allt um metaneldsneyti hér


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband