Tímamót í íţróttasögu landsins. Glćsilegur árangur kvennalandsliđsins í handknattleik tryggđi ţátttöku Íslands á heimsmeistaramóti A-landsliđa kvenna í fyrsta sinn.

Fyrir um 25 árum ţótti ástćđa til ađ spyrja íţróttamann sérstaklega ađ ţví, hvađ hann ćtti viđ međ ţví ađ tala um mikinn hagvöxt í íţróttum landsmanna.  Ţá var hagkerfiđ ađ taka viđ sér, eins og nú, eftir hlutfallslega erfiđa tíma og mikinn efnahagslegan bölmóđ, en mikill uppgangur veriđ á íţróttasviđinu um alllangt skeiđ.  Spurningunni var ekki svarađ međ öđru en brosi, enda blasti ţađ viđ. Hagvöxtur íţróttanna er mćlieining fyrir framfarir og hlutfallslega samkeppnisstöđu íslenskrar íţróttamanna á erlendri grundu.  Í dag getum viđ heldur betur talađ um bullandi hagvöxt innan íţróttahreyfingarinnar - vaxandi gengi Íslandi í hag.  Ţótt ekki sé nema flett blöđunum síđustu dagana ţá blasir viđ djörfung, hugun, framfarir og árangur.

photo1 280x220Í fyrsta sinn í íţróttasögu landsins höfum  viđ eignast A-landsliđ kvenna  í handknattleik međ ţátttökurétt á heimsmeistaramóti – frábćrt hjá ţeim í dag.  Áđur hefur U-20 handknattleikslandsliđ kvenna áunniđ sér ţátttökurétt á heimsmeistaramóti og Evrópumeistaramóti.  Ţá sýndi A-landsliđ karla í handknattleik  ţvílíka yfirburđi í leiknum gegn Austurríkismönnum í dag ađ ađra eins ,,alslemmu“ er vart hćgt ađ hugsa sér ţegar mikiđ liggur viđ.

Nú eru U-21 karlahópurinn okkar í knattspyrnu ađ standa sig frábćrlega á heimsmeistaramótinu í Danmörku eins og viđ sáum í fyrsta leiknum og eiga eftir ađ skemmta okkur á nćstu dögum. Viđbúiđ ađ A-landsliđin í knattspyrnu fylgi í fótspor U-21 liđsins á nćstu árum eins og raunin varđ á í kvennahandboltanum. Og ekki ólíklegt ađ  kvennalandsliđ okkar í knattspyrnu veriđ fyrra til og komist aftur í stórkeppni enda er ţađ í fremstu röđ í heiminum í dag.

Gullregn á Smáţjóđaleikunum og mikiđ um persónulegar framfarir í margvíslegum íţróttagreinum litu dagsins ljós í síđustu viku og ekkert lát á atorku okkar unga fólks.  Og ekki gleymist eitt magnađasta afrek íslenskrar íţróttasögu, Evrópumeistaratitill  Gerplu í hópfimleikum 2010 – fjórtán ţrautţjálfađir og samstilltir einstaklingar.  Hver sagđi ađ skortur á samtakamćtti vćri veikleiki okkar ţjóđar ? 
Gerplustelpur jpg 475x600 sharpen q95
Um nćstu helgi verđur Evrópubikarkeppni í frjálsíţróttum haldin á Laugardalsvelli og spennandi keppni ađ vćnta ţar.  Já, á vettvangi íţróttanna er mikiđ jákvćtt ađ gerast og upptalningin hér ađeins brot af ţeim glćsilega árangri sem náđst hefur á síđustu dögum og misserum.  Ţjóđin er rík á öllum sviđum mannlegs atgervis.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband