Reykjavíkurborg á umhverfisvænni og samfélagslega ábyrgri vegferð – opnaði tilboð í 49 metan/bensínbíla.

Eins og greint hefur verið frá í fréttum óskaði Reykjavíkurborg nýverið eftir tilboðum í  49 minni fólksbíla sem nýtt gætu metaneldsneyti í akstri – metan/bensínbíla.  Ingvar Helgason ehf. / Bifreiðar og landbúnaðarvélar ehf. átti lægsta tilboðið með Hyundai i10 bifreiðum, í samstarfi við MeGas ehf. sem sér um að uppfæra bifreiðarnar hér á landi svo þær geti einnig gengið fyrir metaneldsneyti.  Bílarnir hafa tvo eldsneytisgeyma eftir uppfærslu, metangeymi og bensíngeymi, en sérstök tölva stýrir notkun á metaneldsneyti til að knýja för sé það til staðar á metangeymi.

Hyundai i10 Front view1
Með kaupunum er Reykjavíkurborg að stíga tímamótaskref í átt að markmiði borgarinnar  um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda af jarðefnauppruna í samgöngum borgarinnar og bæta loftgæði í nærumhverfi borgarbúa.  Ákvörðunin hjálpar einnig til við að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum sem Ísland er aðili að, en á árinu 2020 er markmiðið að  notkun endurnýjanlegra orkugjafa (orkubera) nemi 10% af orkunotkun þjóðarinnar í samgöngum.

Annar ávinningur af því að nýta íslenskt metan í samgöngum felst í hlutfallslega lágum rekstrarkostnaði bílanna í samanburði við rekstrarkostnað sambærilegra ökutækja sem veita geta sama ferðafrelsi og samgönguöryggi.  Þótt bílarnir geti gengi fyrir metaneldsneyti að mestu leiti á Stór-Reykjavíkursvæðinu, geta þeir einnig gengið fyrir bensíni ef á þarf að halda og því um full ferðafrelsi að ræða ef því er að skipta.

Ákvörðun Reykjavíkurborgar skapar jafnframt þjóðhagslegan ávinning í formi  gjaldeyrissparnaðar með því að nýta íslenskt metaneldsneyti til að knýja för í stað innflutts jarðefnaeldsneytis. Á árinu 2010 nam kostnaður í erlendri mynt um 36% af smásöluverði bensínlítra.  Að auki eflir ákvörðun Reykjavíkurborgar framleiðslu í landinu og hvetur til grænna starfa í borginni. 
 

Gjaldeyrissparnaður og aukin framleiðsla er forsenda hagsældar í landinu og því hér um að ræða sannkallað heillaspor á vegferð orkukerfisskipta í samgöngum í borginni. 

Senn mun Íslands umferð batna,
eflist rekstur líf og getan.
Hagur vex á grundum gatna,
gæfusporið íslenskt metan.

Sjá frétt á metan.is
Sjá eldri frétt um útboð borgarinnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband