Íran er hástökkvari metanvæðingarinnar síðastliðin misseri- yfir tvær milljónir ökutækja ganga fyrir metaneldsneyti í Íran í dag.

Síðastliðin ár hefur Íran verið hástökkvarinn á lista þjóða yfir metanvæðingu í samgöngum og í dag eru yfir tvær milljónir ökutækja í landinu sem nýtt geta metaneldsneyti í akstri.  Á komandi árum er stefna stjórnvalda að draga verulega hratt úr innanlandsnotkun á hefðbundnu ökutækjaeldsneyti og stórauka notkun á metaneldsneyti í samgöngum þjóðarinnar, enda býr landið yfir miklum jarðgasauðlindum. Mikill uppgangur er í bílaframleiðslu í Íran og horfur á að á árinu 2014 nái þeir framleiðslugetu sem nemur einni milljón bíla á ári. Stór hluti fyrirhugaðrar framleiðslu er í ökutækjum af ýmsum gerðum og stærðum sem nýtt geta metaneldsneyti í akstri. Útflutningur á bílum frá Íran hefur aukist mikið á síðustu árum og útlit fyrir enn frekari aukningu á komandi árum ( sjá féttatengil að neðan).

Metanvaeding í heiminum 2010

Fréttin veitir enn eitt dæmið um stóraukið framboð í heiminum af samgöngutækjum sem nýtt geta íslenskt metaneldsneyti í akstri í framtíðinni og varpar skýru ljósi á þá staðreynd að metanvæðingunni er ætlað stórt hlutverk við umhverfismildun samgangna í heiminum á þessari öld. Umhverfislegur ávinningur þess að nota jarðgas í stað hefðbundins jarðefnaeldsneytis er óumdeildur og framkvæmanlegur með hlutfallsleg hagfelldum hætti. Og samhliða ljóst að öll þau samgöngutæki sem nýtt geta metaneldsneyti frá jarðgasi geta einnig nýtt nútíma-metaneldsneyti unnið með endurnýjanlegum hætti úr lífrænum úrgangi og öðrum lífmassa á yfirborði jarðar. Í þeirri staðreynd liggja risavaxin umhverfisleg og orkuöryggisleg tækifæri sem þjóðir horfa til í stórauknum mæli um allan heim. Og sérstaklega í löndum þar sem skilyrði til stóraukinnar framleiðslu á nútíma-metani eru góð eins og á Íslandi. 

Sjá nánar frétt á metan.is

Sjá myndir af írönskum bílum -hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Einar, bestu þakkir fyrir alla þína fróðlegu pistla fyrr og síðar ! Svo var bílasýningin frá Íran alveg mögnuð.

Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 17.6.2011 kl. 07:22

2 Smámynd: Einar Vilhjálmsson

Takk fyrir jákvæðni þína og falleg orð Kristján. Innlegg þín hafa verið mér hvatning til að mæta áskorunum í málaflokki orkukerfisskipta í samgöngum þjóðarinnar. Þjóðin á mögnuð tækifæri til að auka sjálfbærni þeirra orkukerfa sem samgöngur í landinu geta grundvallast á í framtíðinni. Á slíkri vegferð er afar eðlilegt að takast þurfi á við mótbyr og viðspyrnu af ýmsum toga. Málstaðurinn er þó hverrar þrautar virði.  Enn og aftur, takk. 

Einar Vilhjálmsson, 17.6.2011 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband