SORPA fagnaði 20 ára starfsafmæli með glæsilegri ráðstefnu – heill sé frumkvöðli metanvæðingar í landinu.

Á afmælisráðstefnu sem haldin var í tilefni af 20 ára starfafmæli SORPU voru fluttir mörg góð erindi. Eitt þeirra flutti  Kristín Bergesen, upplýsingafulltrúi Oslóborgar. Erindið varpaði ljósi á mikilvægi þess m.a. fyrir okkur Íslendinga að stjórnvöld skilgreini sem fyrst, með sambærilegum hætti og Norðmenn, hvernig nýta megi hrat frá gasgerðarstöð sem jarðvegsbæti til uppgræðslu lands, enda um að ræða mikilvæga og verðmæta hliðarafurð sem breytir miklu í rekstri slíkra stöðva. 
Urðunarstaður  SORPU á Álfsnesi og metanstöð
Stjórnarformaður SORPU, Oddný Sturludóttir, setti ráðstefnuna og stýrði afmælissöng með glæsibrag undir eigin píanóleik.  

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ávarpaði ráðstefnugesti og gat þess góða sem gert hefur verið auk þess sem verið væri að vinna að hjá ráðuneytinu og undirstofnunum á sviði úrgangsmála. Ráðherra óskaði SORPU til hamingju með gæðastjórnunarvottun fyrirtækisins og afhenti framkvæmdastjóra SORPU, Birni H. Halldórssyni og gæðastjóra verkefnisins, Rögnu I. Halldórsdóttur, vottunarskýrteini, ISO-9001.  Ráðherra gat þess að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs muni kom fram haustið 2011 og um aukið samstarf Umhverfisstofnunar, Umhverfisráðuneytis og Ríkisendurskoðunar um úrgangsmál. Svandís lagði áherslu á að úrgangur væri hráefni sem samfélaginu bæri að nýta í auknum mæli og fagnaði þróttmiklu fræðslustarfi SORPU í þeim efnum og góða upplýsingagjöf á heimasíðu félagsins.

Framkvæmdastjóri SORPU og Metan hf , Björn H. Halldórsson, flutti gott erindi um þróunarverkefni SPORPU á liðnum árum og mikilvægi þess að nýta tækifæri til metanframleiðslu enn frekar á höfuðborgarsvæðinu, enda hafi eftirspurn eftir metaneldsneyti stóraukist á nokkrum misserum og frekari aukning fyrirsjáanleg.


Heill þér SORPA vönduð verkin,
visku til að fylgja sýn.
Sjást nú víða metanleg merkin,
mikið ertu orðin fín.

Læðist áfram léttum fetum,
ljúft hún mætir hverri þraut.
Tuttugu árin mikils metum,
metangjöf sem þjóðin hlaut.

 Sjá nánar um ráðstefnu SORPU hér 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband