Til hamingju Reykjavíkurborg með metanvæðingu fólksbílaflotans – ég vil nota þetta tækifæri og þakka fyrir mig og óska nýrri stjórn Metan velfarnaðar - ráðningarsambandi mínu við Metan fer senn að ljúka.

Ég hef oft verið spurður að því hvers vegna ný frétt hafi ekki verið birt á heimasíðu Metan  frá 30. júní í sumar – en síðasta frétt á heimasíðunni fjallar einmitt um þessi áform borgarinnar að taka í notkun 49 metan/bensín  fólksbíla.  Því er ekki til að svara að ég telji að markvert fréttaefni til birtingar á heimasíðunni hafi skort og ekkert launungamál að ég hef gegnt stöðu markaðsstjóra Metan frá  mars 2009. Því er heldur ekki að leyna að ráðningarsambandi mínu við Metan fer senn að ljúka með þeirri umsögn  að ,, árangur af markaðsstarfinu hafi orðið mun meiri en gert hafi verið ráð fyrir“ og  þess eðlis að ,,lúxusvandamál hafi skapast“ sem bregðast þurfi við með því að endurskoða eigendastefnu félagsins. 

Ný stjórn Metan tók til starfa í maí og komst að þeirri niðurstöðu að ráðlegast væri að rjúfa allar skuldbindingar félagsins svo móta megi nýja eigendastefnu með hreint borð. Endurskoðunin hefur tekið lengri tíma en ráðgert var og þótti ráðlegt að stoppa um tíma fréttaflutning um spennandi þróun og tækifæri á vegferð metanvæðingar í samgöngum landsmanna og í heiminum þar til ný eigendastefna verður kynnt. 

metanverksmiðja-10-2010
Að ofansögðu vil ég trúa því að með nýrri eigendastefnu berist landsmönnum, innan tíðar, fréttir um spennandi framtíðarsýn nýrrar stjórnar og metnaðarfulla nýtingu tækifæra til aukinnar metanvæðingarinnar á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Rétt er að minna á að félagið Metan er í dag að upplagi í óbeinni eigu íbúa á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og Borgarnesi  í gegnum eignarhlut SORPU og Orkuveitu Reykjavíkur í félaginu (85,1%).  Það eru sannarlega bundnar miklar vonir við það að með nýrri eigendastefnu og nýjum starfsmönnum gangi nýrri stjórn allt í haginn við að beina spjótum sýnum rétt og með árangursríkum hætti á vegferð aukinnar metanvæðingar í samgöngum þjóðarinnar.  

Á Íslandi stefnir í að um 1000 ökutæki nýti metaneldsneyti í akstri í árslok 2011 -um áttföldun í fjölda ökutækja frá 2009 til ársloka 2011. Notkun á eldsneytinu hefur á sman tíma aukist í réttu hlutfalli við fjölda  „fólksbílaígilda“ í landinu sem nýta eldsneytið. Í skoðanakönnun sem Capacent birti í apríl 2011 kom fram að 82,4% svarenda á Íslandi  voru áhugasamir um metanbíla.
EV08 2011

Ég vil nota þetta tækifæri og þakka fyrir þau forréttindi að hafa fengið að njóta baklands í rúm tvö ár við að minna okkur öll á þau dýrmætu tækifæri sem við höfum í hendi okkar að nýta til að auka sjálfbærni okkar í samgöngum og leggja grunna að auknu orkuöryggi komandi kynslóða með miklum og margþættum umhverfislegum og efnahagslegum ávinningi . Jafnframt vil ég þakka ykkur bloggfélögum fyrir yfir 50.000 flettingar á bloggsíðum um metanmálefni, á undangengnum misserum, sem telst víst dágott fyrir svona ,,leiðinlegt umfjöllunarefni" á okkar erfiðu tímum í samfélaginu. Við erum þó ríkari en við höfum mörg hver gert okkur grein fyrir og megum ekki hleypa sundurlyndisfjandanum að til að koma framvindu metanvæðingarinnar á  ís.  Íslandi allt.      
   

Sjá frétt á Metan :

Sjá frétt á RUV í gær:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband