Metaneldsneyti framleitt úr seyru mun knýja almenningssamgöngur í Dehli eins og í Stokkhólmi og víðar.

Samstarf stjórnvalda í Svíþjóð og Delhi mun senn skila Indverjum fyrstu metanframleiðslustöð, í landinu, þar sem metan ökutækjaeldsneyti er unnið úr seyru (skólpi). Verksmiðjan mun Graen borg meðhöndla seyru með tilteknum hætti í skólphreinsistöð í borginni, hreinsa það hauggas (e. biogas) sem myndast, einangra metansameindina (CH4) úr gasinu og framleiða metaneldsneyti í hæsta gæðaflokki. Fyrirhugað er að nýta metaneldsneytið til að knýja för almenningsvagna (strætóa) í borginni ( ,, Delhi Transport Corporation“).  Eldsneytisframleiðslan mun nýtast Delhi-borg frá fyrsta degi enda eru í borginni fleiri metanstrætisvagnar en í flestum borgum heims. Samkvæmt frétt í Indian Express mun verkefnið hefjast í september 2011.
Þýtt og endursagt – sjá frétt

Viðauki við frétt:  Þann 28. september 2010 bitrist frétt á metan.is um innleiðingu fjögurra tvinn-metan/rafmagn strætisvagnana  í almenningsvagnaflota Delhi-borgar þar sem fyrir voru um 600 strætisvagna sem eingöngu ganga fyrir metaneldsneyti (CNG, úr jarðgasi). Þess má einnig geta hér að samkvæmt nýjustu tölum frá NGVA Europe eru yfir ein milljón ökutækja í Indlandi sem gang fyrir metaneldsneyti og aukningin verið mikil síðastliðin ár eins og um allan heim. Í nágrannalandinu Pakistan eru yfir tvær milljónir ökutækja sem ganga fyrir metani. Sjá hér

Þann 10. mars 2011 birtist einnig frétt á metan.is um samstarf Stofnunar Sæmundar fróða og Metan hf. um að standa að rannsóknum á möguleika og hagkvæmni þess að nýta lífrænan hluta skólps til metanframleiðslu. Við Íslendingar erum því að stíga fyrstu sporin í þessum málaflokki og afar æskilegt ef unnt væri að hraða vegferðinni í ljósi stóraukinnar eftirspurnar eftir metaneldsneyti á Stór-Reykjavíkursvæðinu – kjörinn vettvangur fyrir samstarf ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs enda um þjóðþrifaverkefni að ræða.  Sjá hér

Í skólpinu grillir í gullið
sem gleður um allan heim.
Magnað er mannanna sullið
sem myndar seyru keim.
 

Sjá allt um metaneldsneyti hér


Audi kynnir ákvörðun um framleiðslu A3 bíla með tvíorkuvél – metan/bensín

Háleitt markmið Audi, um að öll ökutæki frá fyrirtækinu muni í framtíðinni ekki losa koltvísýringa (CO2) af jarðefnauppruna í akstri ( e.,,Audi balabced mobility“ - neutral CO2 balance), hefur leitt til þess að Audi hefur tilkynnt um áform um að bjóða Audi A3 bíla með tvíorkuvél, metan/bensínvél.
Audi A3 línan 2011
 Í frétt á NGVGlobal segir að innkoma Audi á metanbílamarkaðinn sé mikilvægur áfangi  að  vegferð fyrirtækisins að settu marki og að ákvörðunin hjálpi einnig til við að auka hagræðingu í framleiðslu og dreifingu á endurnýjanlegu eldsneyti. Jafnframt segir í fréttinni að ferlar hreinnar orkuframleiðslu með vindorku bjóði upp á framleiðslu á metani (CH4) og vetni (H) sem séu lykil orkugjafar (orkuberar) í framtíðar samgöngum. Og að metanvæðing á A3 bílum sé einn áfangi í þeirri umhverfisvænu stefnu sem Audi hefur einsett sér að fylgja í framtíðinni.

Þýtt og endursagt- sjá frétt:

Viðauki við frétt :  Í fréttinni er getið um þau vistfræðilegu sannindi sem enginn faglegur ágreiningur er um varðandi hlýnunaráhrif í lofthjúpi jarðar samfara bruna á nútíma-metani, metaneldsneyti sem unnið er úr lífrænu efni sem er á yfirborði jarðar í dag (e. thank-to-wheel) . Að bruni á nútíma-metani valdi ekki nettó aukningu gróðurhúsaáhrifa í lofthjúpi jarðar.  Og jafnframt er rætt um lífferilsgreiningu á heildrænum umhverfisáhrifum, hlýnunaráhrif í lofthjúpi jarðar, vegna vélknúinna samgangna ( e. well-to-wheel) sem nýtt geta nútíma-metaneldsneyti í akstri. Útkoma metanbílsins er það góð að Audi sér ástæðu til að stíga fram nú og leggjast á sveif með flestum bílaframleiðendum í heiminum.

 Ögn hafa þessi umhverfisvænu sannindi um metanbílana þvælst fyrir sumum sem rætt hafa leiðir og valkosti fyrir okkur Íslendinga til að viðhafa hnattrænt ábyrg orkukerfisskipti í samgöngum þjóðarinnar svo ekki sé talað um efnahagslegan ávinning og gjaldeyrissparnað samfara innleiðingu á endurnýjanlegu orkukerfi til vélknúinna samgangna. Orkukerfi sem byggir einnig á mestri sjálfbærni og mestum endurnýjanleika þeirra orkukerfa til vélknúinna samgangna sem sambærilegar samgöngur okkar íslendinga geta grundvallast á. Og að auki tryggt lágmarks notkun á gjaldeyri, við að viðhalda því ferðafrelsi og samgönguöryggi sem við þekkjum í dag. Metanvæðingin er sannarlega á grænni grein á þessari öld.

Sjá allt um metaneldsneyti hér


Metanklasafundur um uppfærslu bensínbíla í metan/bensínbíla staðfesti vönduð og ábyrg vinnubrögð.

Áhugi hefur aukist mikið í samfélaginu fyrir notkun á íslensku metani í samgöngum. Ökutækjum hefur fjölgað hratt á síðustu misserum sem nýtt geta metaneldsneyti í akstri  á höfuðborgarsvæðinu og útlit fyrir að í árslok 2011 verði um 1000 ökutæki í landinu sem nýta íslenskt metan í akstri.  Fjölgun ökutækja á síðustu misserum er að stærstum hluta til komin vegna mikillar aukningar í uppfærslu á bensínbílum í metan/bensínbíla. Sala nýrra metan/bensínbíla hefur einnig verið meiri en áður og þá helst frá Heklu (VW Eco fuel; Passat, Caddy, Tauran og  Transporter ) og Öskju (Merchades Benz NGT;  B-class, E-class og Sprinter) sem bjóða ýmsar gerði ökutækja sem koma frá verksmiðju með búnaði sem skapar val um að aka á metaneldsneyti eða bensíni. Þá hefur innflutningur á nýjum bensínbílum og uppfærsla þeirra hér á landi,fyrir nýskráningu, einnig fjölgað ökutækjum í umferð sem nýta íslenskt metan í akstri - hér má nefna Sparibíl, Bílabúð Benna, Ísband og Jöfur.  Namskeid   breyting bila mars 2011

Sú mikla aukning  sem verið hefur og fyrirsjáanlega mun verða í uppfærslu hefðbundinna bensínbíla í metan/bensínbíla var rædd á sérstökum metanklasafundi sem Metan hf boðaði til í mars mánuði.  Efni fundarins laut að verklagi við uppfærslu ökutækja í landinu, öryggismálum og eftirliti með íhlutum og frágangi þeirr í uppfærðum ökutækjum. Fundinn sátu 17 aðilar sem tegnast málaflokknum með einum eða öðrum hætti, fulltrúar sex verkstæð sem hlotið hafa löggildingu til uppfærslu ökutækja, fulltrúi Umferðarstofu , fulltrúar skoðunarstöðva, kennarar frá Borgarholtsskóla, fulltrúi Iðunnar,  fulltrúi metanframleiðslu hjá SORPU og markaðsstjóri og framkvæmdastjóri Metan hf .

Fram kom á fundinum að þau verkstæði sem uppfæra bíla í dag hafa uppfyllt öll skilyrði til að bjóða þjónustu sína og teljast því gildir aðilar að lögum til að uppfæra ökutæki. Öll fyrirtæki vinna með vottaða íhluti frá viðurkenndum framleiðendum sem hafa áratuga reynslu af framleiðslu íhluta og uppfærslu ökutækja.  Á verkstæðunum starfa löggildir bifvélavirkjar sem hlotið hafa þjálfun og löggildingu á námskeiðum Borgarholtsskóla og Iðunnar og/eða frá framleiðendum þeirra íhluta sem þeir vinna með. Bæði hefur verið um það að ræða að erlendir sérfræðingar hafi komið til landsins og þjálfað starfsmenn sem og að bifvélavirkjum hefur verið boðið erlendis í starfsþjálfun.  Allir íhlutir til uppfærslu ökutækja hér á landi hafa hlotið úttekt og uppfylla kröfur Umferðarstofu um vottun og merkingar.

Egill Örn Jóhannesson kennari á bílgreinasviði og sérfræðingur  í metankerfum flutti stutt erindi um þróun metankerfa og gat þess að mikil þróun hefði átt sér stað frá árinu 2006 þegar kennsla hófst í Borgarholtsskóla um ísetningu og viðhald metankerfa í ökutækjum.  Fram kom hjá Agli að metankerfin sem sett eru í bíla í dag eru mun meðfærilegri og þægilegri að vinna með en áður og um margt mun auðveldara að aðlaga þau að flestum bensínbílum með  beina innspýtingu. 

Rætt var um frágang og öryggismál varðandi  staðsetningu á metangeymum í farangursrými ökutækja og rætt um þann festibúnað sem notaður væri hjá íslensku verkstæðunum.  Fram kom hjá Kristófer Á. Kristóferssyni  , forsvatrsmanni Umferðarstofu um málaflokkinn, að festibúnaður sem verkstæðin nota hér á landi sé mun rammgerðari en kröfur eru um í Evrópu. Fulltrúar verkstæðanna bentu á að almennt sé viðurkennt að minni hætta stafi af metangeymi ökutækja en bensíngeymi og engin ágreiningur gerður við þá fullyrðingu. Bent var á að minni líkur væru á að metangeymir skapaði hættu í umferðinni en bensíngeymirinn þar sem metangeymir væri mun rammgerðari en bensíngeymir auk þess sem erfiðara sé að kveikja í metaneldsneyti ef það losnar út í umhverfið en ef um bensín væri að ræða. Metangeymar eru úr stáli eða öðrum málmi og gjarnan styrktir með með koltrefjum en bensíngeymar algengt úr plasti.

Þá var áréttað að metaneldsneyti er ekki eitrað og veldur ekki skaða við innöndun eða snertingu og sé svo eðlislétt að það staldi stutt við á vettvangi ef það sleppur úr birgðargeymslu. Metan er jafnframt lyktarlaust en lyktarefni bætt út í það áður en það er selt sem eldsneyti á bíla svo greina megi strax  ef um leka er að ræða í búnaði.

Staðsetning metangeyma undir ökutækjum var rædd og áréttað að reglur kveða á um að slíkt sé heimilt svo fremi sem kútarnir séu ekki lægsti hluti bílgrindarinnar. Og jafnframt áréttað að virða beri tilskilið bil á milli metangeymis og bílgrindar við staðsetningu metangeyma undir ökutækjum. Þá var einnig bent á að óheppilegt væri að hafa áfyllistút fyrir metaneldsneyti aftan á ökutækjum enda gæti slík staðsetning leitt til óþarfa endurnýjunar á stútum við smávægilega snertingu ökutækja í umferðinni.

Fundarmenn höfðu kynnt sé myndskeið um öryggis-og álagsprófanir á metangeymum í farangursrými.  Að sögn Kristófers Á. Kristófersson þótti myndskeiðið afar fróðlegt og staðfesta vel það sem komið hafi fram hjá evrópskum eftirlitsaðilum um stöðugleika metaneldsneytis og styrk metangeyma í ökutækjum.  Rætt var um legu metangeyma á pallbílum og hvort ráðlegt væri að þeir lægju langsum. Fram kom hjá talsmönnum verkstæðanna að slíkt væri heimilað í Evrópu og staðfesti Kristófer það.
  

Á fundinum kom skýrt fram að framvinda uppfærsluþjónustu í landinu hafi farið afar vel af stað, allar upplýsingar uppi á borðum og samskipti verkstæða og eftirlitsaðila verið góð og ábyrg.

Einnig kom fram á fundinum að ástæða sé til að ætla að innflutningur einstaklinga á íhlutum kunni að eiga sér stað. Fulltrúar skoðunarstöðva bentu á mikilvægi þess fyrir verkstæðin að tryggja að vottunarmerkingar á íhlutum þeirra væru sjáanlegar á íhlutunum eftir að þeir væru settir í ökutæki enda yrðu skoðunarstöðvarnar hið minnsta að geta séð merkingar með speglum til að geta staðfesta skoðun þeirra og þannig væri unnt að stemma stigu við óvottuðum íhlutum  sem kynnu að verða í umferð hér á landi í framtíðinni. 

Ræddar voru reglu um sölu verkstæða eða annarra innflytjenda á löggildum metankerfum til þriðja aðila og staðfest að erlendir framleiðendur geri ríka kröfu til verkstæð og umboðsaðila sem vinna með búnað frá þeim og banni með öllu sölu á kerfum til þriðja aðila nema fyrir liggi staðfesting um samstarf löggildra verkstæða sem framleiðandinn vitu um og hafi samþykkt.

Að lokum var það staðfest á fundinum að eftirlitsaðilar og kennarar væru ánægðir með það verklag sem hafi þróast á íslenska markaðnum við uppfærslu ökutækja á árinu 2010 og að mikilvægt væri að búnaður og frágangur þeirra yrði vandaður hér eftir sem hingað til.

Sjá hér löggild uppfærsluverkstæði í landinu

Sjá hér nánar um öryggi metaneldsneytisi


Yfir 100 gerðir ökutækja nýta íslenskt metan í akstri á höfuðborgarsvæðinu í dag – alls á fimmta hundrað ökutæki

Ökutækjum fjölgar daglega á höfuðborgarsvæðinu sem nýta íslenskt metan í akstri. Á götum höfuðborgarinnar í dag má sjá yfir  100 gerðir ökutækja sem nýta íslenskt metaneldsneyti í akstri.  Flest ökutækjanna hafa verið uppfærð í landinu úr bensínbíl í metan/bensinbíl en einnig hefur sala á nýjum metan/bensínbílum aukist til muna.

Algengt er að spurt sé hvaða gerð eða tegund af bíl hægt sé að uppfæra og því til að svara að unnt er að uppfæra nánast  alla bensínbíla með beinni innspýtingu og þar með flesta bensínbíla  í landinu. Uppfærsla á dísilvélum er komin skemmra á veg en frétta að vænta af því fljótlega. Metandagur myndamix 1 masterListinn hér að neðan er ekki tæmandi yfir tegundir og gerðir bíla sem nýta íslenskt metaneldsneyti í akstri á Íslandi  í dag en upplýsingarnar  koma frá umboðunum, bílasölum og  uppfærsluverkstæðum:

Audi A4 turbo, BMW 540, BMW 730, Cadillac Escelade, Cherokee,  Chevrolet Cruze (nýr) , Chevrolet Lacetti, Chevrolet Silverado,  Chevrolet Suburban, Chrysler  Crysler Town and Country, Dodge Dakoda, Dodge Durango, Dodge Power wagon, Dodge Ram (nýr),  Dodge Ram 1500, Dodge Ram 2500, Ford Econoline, Ford Escape, Ford Expedition, Ford Explorer Sport Trac, Ford F 150, Ford Focus, Ford Ranger,  Ford Transporter, GMC, GMC Denali, GMC Envoy, GMC Yukon Denali, Grand Cherokee,  Honda Accord,  Honda Civic, Honda CRV, Hyundai Getz, Hyundai Santa Fe, Hyundai Sonata, Hyundai Trajet, Hyundai Tucson,  Infiniti QX 56, Kangoo-sendibíll, Lexus Jeppi, Lexus RX 300, Lincoln Navigator, Lincoln Continental, Lincoln Mark LT, Lincoln town & country,  Man 18/440, Mazda 3, Mazda 6, Mercedes Bens Actros, Mercedes Benz C230, Mercedes Benz G 500, Mercedes Benz-B, MMC Pajero Sport, Nissan Armada, Nissan Murano, Opel Astra,  Peugeot 307, Peugot 407, Pontiac, Range Rover, Renault Kangoo,  Renault Master, Renault Megane, Saab 93T, Scania R500, Skoda Fabia, Skoda Oktavia, Skoda Suburb,  Subaru Legacy, Subaru Outback, Suzuki Jimni, Suzuki Vitara, Toyata Tacoma, Toyota Avensis, Toyota Corolla, Toyota Hiace, Toyota Land Cruiser 100, Toyota Land Sruiser 200, Toyota Previa, Toyota Rav4, Toyota Tundra, Toyota Yaris, VW Caddy,  VW Passat,  VW Touareg, VW Transporter

Nýir metan/bensínbílar: .
Þær gerði fólksbíla og sendibíla sem nýta íslenskt metaneldsneyti í akstri á höfuðborgarsvæðinu og komu til landsins sem gerðarvottaðir metan/bensínbílar frá framleiðanda eða öðrum erlendum vottunaraðila eru þessar helstar ( í röð eftir fjölda í umferð) :  VW Passat EcoFuel, VW Caddy EcoFuel, VW Tauran EcoFuel, Mercedes Benz B-class NGT, Mercedes Benz Sprinter NGT, Toyota Land Cruiser, Ford Focus, Mercedes Benz E-class NGT og Opel Safira.  Flestir bílaframleiðendur heims framleiða bíla í dag sem nýtt geta íslenskt metan í akstri og framboð bíla í heiminum eykst ár frá ári.

Heildarfjöldi ökutækja í heiminum sem nýta metaneldsneyti í akstri er kominn  hátt á annan tug  milljóna og hefur aukist hratt síðastliðin 5 ár. Þess er því að vænta á komandi misserum og árum að framboð íslenskrar bifreiðaumboða  á metan/bensínbílum muni aukast mikið. Ökutækjum fjölgar einnig hratt í heiminum sem nýta eingöngu metaneldsneyti í akstri og þá  í takt við bætt dreifikerfi fyrir metaneldsneyti auk þess sem ökutækjum fjölgar jafnframt sem styðjast við svokallað tvinn orkukerfi, metan/rafmagn (e. hybrid CNG/EV). Aukin notkun á metaneldsneyti í samgöngum blasir því við í heiminum á þessari öld.

Miðað við sölutölur frá íslensku umboðunum, bílasölum og uppfærsluverkstæðum stefnir í að í árslok 2011 verði um 1000 ökutæki í landinu sem nýtt geta íslenskt metan í akstri. Sjá nánar metan.is

 


Frábær tímamót í fólksbílarekstri Reykjavíkurborgar – óskar eftir 49 fólksbifreiðum sem nýtt geta íslenskt metan í akstri.

Reykjvíkurborg hefur stigið nokkur markverð heillaspor á vegferða orkukerfisskipta í samgöngum í borginni á síðustu misserum.  Í gær birtist frétt í fjölmiðlum um ósk borgaryfirvalda um tilboð í  49 fólksbíla sem nýtt geta metaneldsneyti í akstri (metan/bensínbilar) og skal tilboðum skilað eigi síðar en 12. maí næstkomandi í Þjónustuver borgarinnar. Óskað er eftir Graen bill minni fólksbífreiðum sem einkum verða notaðir vegna heimahjúkrunar í borginni.

Fyrr á þessu ári samþykktu borgaryfirvöld að leita leiða til að auka fjölda metan-strætisvagna í borginn úr tveimur, sem verið hafa í daglegri þjónustu við borgarbúa í 6 ár, í 17 á næstu árum.  Þá hefur borgin allt frá árinu 2005 starfrækt sorphirðubíla á höfuðborgarsvæðinu sem gang eingöngu fyrir metaneldsneyti og svo komið að allir slíkir bíla ganga í dag fyrir íslensku metani. 

Áherslur borgaryfirvalda um aukna nýtingu á metaneldsneyti í samgöngum ríma vel við þá þróun sem hefur átt sér stað um allan heim og þá vitundarvakningu sem hefur átt sér stað í landinu um tækifæri þjóðarinnar til að stórauka nýtingu á íslensku metaneldsneyti í samgöngum í stað innflutts bensíns og dísilolíu. Áherslurnar samræmast jafnframt markmiðum borgarinnar og stjórnvalda í landinu í umhverfismálum og loftslagsmálum.

Borgarstjórinn í Reykjavík,  Jón Gnarr, tók í notkun metanfólkbíl fyrir yfirstjórn borgarinnar á þessu ári og Graen borgnýtir því íslenskt metaneldsneyti á för sinnu um höfuðborgina þegar hann notar vélknúið ökutæki. Og án þess að losa gróðurhúsalofttegundir af jarðefnauppruna í akstri. Reynslan af notkun bílsins hefur verið góða að sögn bílstjóra borgarinnar, Rúnars Sveinssonar. Með hverjum lítra af bensíni sem borgarstjórinn spara með notkun á íslensku metani  í staðinn sparar hann losun á gróðurhúsalofttegundum af jarðefnauppruna út í andrúmsloftið og lofthjúp jarðar sem nemur um 2,3kg fyrir hvern lítra af bensíni sem ekki er brenndur. Þar fyrir utan sparar borgarstjórinn gjaldeyri með akstri á íslensku metani sem nemur um og yfir 36% af dæluverði bensíns.  Borgarstjórinn viðhefur virkilega samfélagslega ábyrg notkun á vélknúnu ökutæki  þá þörf er á að nota fólksbíl.

Með óskum borgarinnar eftir 49 metan/bensínbílum tekur borgin með nýjum hætti  þátt í þeirri þróun sem hefur orðið í eftirspur eftir bættu dreifikerfi og auknu framboði á íslensku metni  á höfuðborgarsvæðinu og í landinu.
Óskir Reykjavíkurborgar markar tímamót í sögu orkukerfisskipta á höfuðborgarsvæðinu og í landinu og varpar ljósi á þau tækifæri sem þjóðinni stendur til boða að nýta í stórauknum mæli á komandi misserum og árum. Borgaryfirvöld eiga hrós skilið fyrir að nýta tækifæri til hagfelldra og umhverfismildra orkukerfisskipta í samgöngum sem lúta að almannaheill og auknu orkukerfissjálfstæði í landinu.

Hvað er borgin að gera ? Jú, borgin er að stíga mörg heillaspor á vegferð orkukerfisskipta í samgöngum:

Graen spor
Rekstrarlegur ávinningur:
1.     Ódýrara eldsneyti og mikið til.
2.     Flott og hagfelld ökutæki eru til af ýmsum gerðum-mikil samkeppni.
3.     Fullt ferðafrelsi er á metan/bensínbíl enda getur hann gengið fyrir bensíni ef þörf krefur .

Umhverfislegur ávinningur: Mesti heildræni umhverfislegi ávinningur sem unnt er að skapa hlutfallslega með notkun á sambærilegu vélknúnu ökutæki í borginni.  

Þjóðhagslegur ávinningur:
1.     Notkun á íslensku metani skapar græn störf  og eykur hagsæld í landinu
2.     Sparar gjaldeyri þjóðarinnar
3.     Aykur sjálfbærni  orkukerfis til samgangna í borginni og landinu
4.     Eykur fjölbreytni til endurnýjanlegrar orkunýtingar.

 ERGO: Borgin er að bregðast við vitundarvakningu í landinu með samfélagslega ábyrgum hætti og veigrar sér ekki við að nýta tækifæri sem eru í hendi til að vinna borgarbúum heillt á sviði orkukerfisskipta í samgöngum og fara sjálf þá leið sem hún hefur vísað á.


1000 þakkir til Reykjavíkurborgar

Sjá tækifæri þjóðarinnar á metan.is


Metanvæðingin er á fullri ferð og engar smá fréttir á metan.is

Eins og ég hef örlítið bloggað um þá eigum við Íslendingar mikil og góð tækifæri til að auka stjálfbærni okkar þegar kemur að nýtingu á orkukerfi til að viðhafa vélknúnar samgöngur af ýmsum toga. Með aukinni notkun á orkukerfi ökutækja sem byggir að stærstum hluta á metangeymi sem kostar 30-50 þúsund í gjaldeyri annars vegar og íslensku metaneldsneyti hins vegar getum við stóraukið orku-og samgöngusjálfstæði þjóðarinnar með efnahagslega hagfelldum hætti. 
Graen borg
Á stuttum tíma hefur átt sér stað mikil vitundarvakning í landinu um þau tækifæri sem við eigum sameiginlega til að skapa okkur mikinn umhverfislegan, rekstrarkostnaðarlegan og þjóðhagslegan ávinning í samgöngum okkar með aukinni metanvæðingu og svo komið að fyrri áformum um aukna metanframleiðslu í landinu þarf að hraða til muna ef okkur á að takast að mæta þeim veldisvexti í eftirspurn eftir íslensku metani sem hefur átt sér stað og við blasir á komandi misserum og árum.

Við erum ríkari en við höfum gert okkur grein fyrir í þessum efnum og höfum fengið í fangið það ,,lúxusverkefni" að leita leiða til að auka atvinnusköpun í landinu með hagfelldri framleiðslu á íslensku metani sem borðleggjandi er að mun nýtast í samgöngum þjóðarinnar í nútíð og framtíð.

Á heimasíðu Metan hf - er að finna stórfréttir fyrir marga og jákvæð skilaboð til þjóðarinnar um tækifæri sem best verð nýtt með skilvirku samstarfi ríkisins, sveitarfélaga og atvinnulífsins. Þjóðinni þarf að lánast að hefjast handa á þessu ári og skilgreina sameiginleg verkefni á svið metanframleiðslu í landinu.  Tillaga til þingsályktunar um metanframleiðslu (251.mál) er nú til umfjöllunar hjá iðnaðarnefnd og miklar væntingar bundnar við að Alþingi samþykki hana á þessu þingi. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og afar brýnt að sameiginleg verkefni á vergferðinni verði skilgreind á þessu ári.

Sjá fréttir í fréttaveitu Metan hf.

Nýjum bensínbílum er breytt í landinu í metan/bensínbíla fyrir nýskráningu og margþættur ávinningur skapast.

Mikil aukining í sölu á metaneldsneyti

Mikill áhugi á metanbílum

Umfjöllun um forsíðufrétt í MBL um tækifæri til aukinnar metanframleiðslu í landinu


Metanvæðingin á fullri ferð: 82,4% svarenda eru áhugasamir um metanbíla

Vitundarvakning hefur átt sér stað um tækifæri til nýtingar á metaneldsneyti í samgöngum sem endurspeglast meðal annars í niðurstöðum skoðanakönnunar sem Capacent framkvæmdi í mars  mánuði  síðastliðnum. Í ljós kom að 82,4% svarenda eru áhugasamir um metanbíla. Rétt er að minna á að bílar sem nýtt geta metani í akstri geta einnig gengið fyrir bensíni ef á þarf að halda, hafa tvo eldsneytisgeyma. Ferðafrelsi er því með engu skert á metan/bensínbíl en valkvætt að kaupa metaneldsneyti í Reykjavík í stað bensíns og spara um 50% í eldsneytiskostnaði. Capacent metankonnun skifurit  mars 2011


Spurt var: ,, Ef þú værir að kaupa þér bíl í dag , hver af eftirfarandi fullyrðingum á best við um vitund þína og viðhorf til bíla sem ganga fyrir metaneldsneyti “ ? 


Úrtak könnunarinnar: 1294. Svarhlutfall: 58,9%. Svarendur : 764 –  52,7% karlar og 47,3% konur.  Aldur :  17-24 (16,6%),  25-34 (17,1%), 35-44 (23,2%), 45-54 (17,3%), 55 eða eldri (25,7%). Búseta svarenda:  Höfuðborgarsvæðið 65,2%  og landsbyggðin 34,8%.

Svarmöguleikar:

1. Ég þekki til metanbíla og væri áhugasamur/söm um að kaupa metanbíl – 23,2%
2. Ég þekki til metanbíla en væri EKKI  áhugasamur/söm um að kaupa metanbíl – 11,1%
3. Ég þekki EKKI til metanbíla og væri áhugasamur/söm um að kynna mér metanbíla – 59,2%
4. Ég þekki Ekki til metanbíla en væri EKKI  áhugasamur/söm um að kynna mér metanbíla – 6,5%
 

Í stuttu mál voru niðurstöður þessar: 

Af þeim sem þekkja ekki til metanbíla eru 90,1% svarenda áhugasamir/söm  um að kynna sér metanbíla.

Af þeim svarendum sem þekkja til metanbíla eru 67,7% áhugasamir/söm um að kaupa metanbíl.

Alls eru 82,4% svarenda eru áhugasamir/söm um metanbíla.


Ofangreindar niðurstöður  eru enn ein vísbendingin um þau heillaspor sem okkar samfélag er að stíga íGraen borg stórauknum mæli á vegferð visthæfra orkukerfisskipta í samgöngum í landinu.  Og við blasir  skemmtilegt ,,lúxusverkefni“ um að stórauka metanframleiðslu í landinu, sem býnt er að takast á við í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs.  

Í frétt á heimasíðu Metan hf  er þess getið að sala á metaneldsneyti  í marsmánuði 2011 hafi verið hátt í 100% meiri en í sama mánuði í fyrra. Veldisvöxtur eftirspurnar eftir metani kallar á að fyrri áform um aukna metanframleiðslu í landinu verði hraða til muna. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Öll metanframleiðsla í landinu á næstu árum mun geta nýst í samgöngum landsmanna.  

Gleymum því ekki að ein grundvallarforsenda þess að unnt verði að viðhafa visthæf orkukerfisskipta í samgöngum í landinu, yfir höfuð, er að eftirspurn sé til staðar, að vilji og geta almennings til að fjárfesta í þeim visthæfum samgöngutækjum, sem í boði eru, sé til staðar. Tækifæri til aukinnar metanvæðingar eru til staðar enda geta allar gerði samgöngutækja í heiminum sem nýta metaneldsneyti (jarðgas, e. CNG) einnig  nýtt íslenskt metan til að knýja för.   

Miklar vonir eru bundnar við að iðnaðarnefnd Alþingid nái að afgreiða tillögu um matanframleiðslu sem er til umfjöllunar í nefndinni ( 251.mál) og Alþingi samþykki hana á þessu þingi svo unnt verði að skilgreina sem fyrst sameiginleg verkefni í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs um  aukna metanframleiðslu í landinu.

Sjá frétt á heimasíðu Metan hf - metan.is

Sjá stöðu tillögunnar um metanframleiðslu á Alþingi.

Ráðstefan um hreina íslenska orku var haldin á Egilsstöðum - umræða um metanframleiðslu var fyrirferðarmikil - orð eru til alls fyrst

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs og Þróunarfélag Austurlands héldu ráðstefnu á Egilsstöðum fimmtudaginn 24. mars undir yfirskriftinni ,,Hrein íslensk orka – möguleikar og tækifæri.“ Ráðstefnan var vel sótt og áhugi mikill á austurlandi fyrir því að skoða m.a. tækifæri til metanframleiðslu á Héraði og í Hrein isl. orka  samsett 240311fjórðungnum.  Fundarstjórn var í traustum höndum bæjarstjóra Fljótdalshéraðs, Björns Ingimarssonar,  Gunnars Þórs Sigurbjörnssonar, formanns atvinnumálanefndar, sem setti ráðstefnuna, en Þórarinn Sveinsson, atvinnu- íþrótta- og menningarfulltrúi sá um skipulagningu hennar. 

Fyrstur á mælendaskrá var Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (NMI) og flutti hann fróðlegt og skemmtilegt erindi að vanda um orkubúskap heimbyggðarinnar og vistkerfis jarðarinnar auk þess að nefna fjöld verkefna í landinu  sem lúta að því að auka orkuöryggi þjóðarinnar og lífsgæði komnadi kynslóða. Með vísan til austurlands nefndi Þorsteinn m.a. að vísbendingar væru um að jarðgas kynni að vera að finna á Drekasvæðinu sem breytt gæti miklu um orkubúskap þjóðarinnar, atvinnusköpun í fjórðungnum á komandi árum og skapað tækifæri til útflutnings og nýtingar á þeirri orku. 

Innskot : Jarðgas er að stærstum hluta metan og því ljóst að ef um vinnanlegt magn af jarðgasi verður að ræða á Drekasvæðinu eignumst við Íslendingar val um að nýta það í stórauknum mæli í samgöngum þjóðarinnar auk þess að verða útflytjendur á því eldsneyti.

Sigurður Friðleifsson, frá Orkusetrinu, steig næstur í pontu og ræddi ýmis tækifæri til að draga úr hlýnunaráhrifum í lofthjúpi jarðar af mannavöldum. Hann ræddi einkum um tækifæri til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda af jarðefnauppruna í landsamgöngum og þróun tæknilausna til umhverfismildunar í landsamgöngum, einkum þar sem stuðst er við metaneldsneyti, lífdísil,metanól út í bensín og rafhlöður sem hluta af orkukerfi ökutækja. Fram kom að tímalína hagfelldra valkosta  væri mismunandi eftir tæknilausnum og að metanvæðing í samgöngum hefði aukist mikið hér á landi sem hefði jákvæð áhrif til umhverfismildunar í samgöngum landsins á komandi misserum og árum. 

Þrjú erindi voru flutt sem öll lutu að metanmálefnum sérstaklega. Fulltrúi Metan hf, fjallaði um stöðu metanverksmiðja 10 2010   metanvæðingar í samgöngum í heiminum og í landinu og framtíðarhorfur í þeim efnum, Bjarni Hjarðar, yfirverkfræðingur SORPU, ræddi reynslu fyrirtækisins af framleiðslu á metaneldsneyti og tækifæri til að stórauka framleiðsluna á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni og Jón Guðmundsson , frá Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ), ræddi tækifæri til metanframleiðslu á Héraði og í landbúnaði almennt. 

Fram koma að metaneldsneyti er unnt að framleiða úr öllu lífrænu efni á yfirborði jarðar hvort heldur um er að ræða lífrænan úrgang frá heimilum, landbúnaði, sjávarútvegi, seyru, matvælaframleiðslu eða annari atvinnustarfsemi eða með uppgræðslu lands og nýtingu á lífmassa. Sem dæmi var nefnt að afla mætti lífmassa til framleiðslu á metaneldsneyti sem dugar fyrir allar landsamgöngur þjóðarinnar með ræktun á orkuplöntum á landsvæði sem næmi um 8% af ræktuðu landi á Íslandi í dag. Ekki þó svo að skilja að sú tillaga hafi verið lögð fram á fundinum sem sjálfgefin framtíðarsýn en upplýsingarnar þóttu fróðlegar og komu mörgum á óvart. Jafnframt kom skýrt fram á fundinum að umtalsvert meira magn af metanedsneyti megi framleiða úr lífmassa frá hektara lands hér á landi en sem nemur magni af lífdísil eða etanóli sem unnt er að framleiða á sama hektara.

Fundargestum varð ljóst að fjölgun ökutækja væri hröð í landinu og í heiminum sem nýtt geta metaneldsneyti í akstri og að notkun á metaneldsneyti á höfuðborgarsvæðinu stefni í að tvöfaldas milli áranna 2010 og 2011. Og að samhliða hafi eftirspurn eftir metaneldsneyti á landsbyggðinni aukist það mikið að ljóst þykir að allt það metaneldsneyti sem framleitt verður á landsbyggðinni mun verða nýtt í samgöngum þjóðarinnar í framtíðinni. Bjarni Hjarðar, yfirverkfræðingur, nefndi ýmis tækifæri til framleiðslu á metaneldsneyti og í sama streng tók Jón Guðmundsson, hjá LbhÍ. Jafnfram kom fram að þótt hægt sé að framleiða hauggas (náttúrugas) á hverri bújörð sé mikilvægt að skoða vandlega samnýtingu á hráefni frá nokkrum býlum og/að byggðakjörnum svo hagfelldni í framleiðslu og hreinsun á hauggasi megi verða sem mest.

Fulltrúi áhugasamra bænda um metanframleiðslu á Hérað, Borgþór Jónsson í Hvammi, flutti erindi um   rannsóknir sínar á gasgerð úr ræktuðum lífmassa og varpaði ljósi á mikilvægi þess að áhugasamir framleiðendur hafi aðgang að áreiðanlegum upplýsingum um verklag og búnaði sem nýta mætti með hagfelldum hlætti.

Þá kom fram að vonir væru bundnar við að tillaga um metanframleiðslu sem er til umræðu í iðnaðarnefna Alþingis þessa dagna verði samþykkt og að stjórnvöld láti sig varða málaflokkin með vikum og stefnumiðuðum hætti. Og jafnframt að þjóðinni lánist að skapa samtakamátt um aukna framleiðslu á metaneldsneyti í landinu undir ábyrgri fararstjórn.

Innilegustu þakkir til forsvarsmanna ráðstefnunnar Björns Ingimarssonar, Gunnars Þórs Sigurbjörnssonar, Þórarinns Sveinssonar og fundargesta - svo má ekki gleyma að þakka glæsilega aðstöðu og veitingar á Hótel Héraði.

ps. Orð eru til alls fyrst og hálfnað er verk þá hafið er. Vitundarvakning hefur átt sér stað í landinu um að allt það metaneldseyti sem framleitt verður með hagfelldum hætti  í landinu í framtíðinni  mun nýtast í samgöngum þjóðarinnar með miklum og margþættum ávinningi fyrir þjóðina og þjóðarbúið . Þjóðir heims eru í stórauknum mæli að nýta metaneldsneyti til landsamgangna og mikið framboð ökutækja nú þegar til staðar af öllum gerðum og stærðum auk þess sem sjóförum fjölgar hratt sem nýta metaneldsneyti til að knýja för. Áhættan af fjárfestingu í hagfelldri metanframleiðslu getur ekki verið minni - um er að ræða sannkallað þjóðþrifaverkefni og tækifæri sem þjóðin hefur í hendi sér að nýta í stórauknum mæli.

Sjá nánar á metan.is


Metanframleiðslu á þjóðin að stórauka – þingsályktunartillaga er til umræðu í iðnaðarnefnd Alþingis– fyrirsjáanlegt er að öll framleiðsla í landinu muni nýtast í framtíðinni með miklum og margþættum ávinningi.

Allt það metaneldsneyti sem framleitt verður í landinu í framtíðinni mun fyrirsjáanlega verða notað í samgöngum þjóðarinnar – áhættan getur vart verið minni, við eigum allt að vinna.

Notkun á íslensku metani stóreykst – öll framleiðsluaukning mun fyrirsjáanlega verða nýtt : Metandagur myndamix 1 master

Milli áranna 2009 og 2010 jókst notkun á íslensku metani um 31% og þróun síðustu mánaða vísar til þess að notkunin muni hátt í tvöfaldist milli áranna 2010 og 2011. Samhliða hefur fjölgun ölutækja sem nýtt geta metaneldsneyti í akstri margfaldast og útlit fyrir að í árslok 2011 nýti hátt í 1000 ökutæki íslenskt metaneldsneyti í akstri og fjölgunin verði enn meiri á komandi árum. Fjölgun ökutækja á árinu 2010 má að stærstum hluta rekja til aukningar í uppfærslu (breytingu) á hefðbundnum bensínbílum í metan/bensínbíla en sala á nýjum metan/bensínbílum frá umboðunum jókst einnig meira á árinu 2010 en áður.

Aukning í uppfærslu ökutækja hefur leitt til fjölgunar starfa á bílgreinasviði. Þrjú fyrirtæki hafa þegar kynnt þjónustu sína og hjá þeim eru biðlistar eftir uppfærslu. Vitað er um þrjú önnur fyrirtæki sem eru langt kominn í undirbúningi sínum inn á markaðinn og bilvélavirkjum sem kunna til verka fjölgar hratt. Borgarholtsskóli hefur frá árinu 2006  boðið nenendum á bílgreinasviði upp á námskeið um uppfærslu á bílum og viðhald á metankerfum ökutækja og hófu samstarf við Iðuna á árinu 2010 um endurmenntun bílvélavirkja á því sviði.  Dagana 11-12 mars síðastliðinn héldu Borgarholtsskóli og Iðan sitt annað endurmenntunarnámskeið fyrir starfandi bílvélavirkja í samstarfi við Umferðastofu.  Fullbókað var á námskeiðið og efirspurn það mikil að annað námskeið er fyrirhugað í apríl.

Hækkandi bensínverði og nýleg ívilnun stjórnvalda í formi niðurfellinga á vörugjaldi, allt að 100.000 kr, eftir uppfærslu á ökutæki, hefur aukið eftirspurnina eftir uppfærslu ökutækja. Þá hefur einnig ráðið miklu um aukna eftirspurn að traust almennings hefur aukist um að stjórnvöld hafi ekki í hyggju að leggja vörugjöld á íslenskt metaneldsneyti á næstu misserum og jafnvel árum.

 

Nýverið tilkynnti Reykjavíkurborg áform um að fjölga metanstrætisvögnum úr tveimur, sem verið hafa í notkun síðan 2006, í 17 á komandi árum. Einnig hefur áhugi fyrirtækja aukist mikið fyrir því að nýta íslenskt metan til að knýja sendibíla og stærri vöruflutningabíla. Í dag nýtir einn stór vöruflutningabíll íslenskt metan í bland við dísilolíu í daglegum akstri milli Reykjavíkur og Akureyrar og áform eru uppi um uppfærslu á fleiri vöruflutningabílum á þessu ári. Leigubílum fjölgar hratt á höfuðborgarsvæðinu sem ganga fyrir metani og biðlistar farnir að lengjast hjá verkstæðum sem uppfæra bíla. Ýmis teikn eru á lofti um að þegar lokasvar um stöðu bílalána liggur fyrir muni eftirspurn eftir uppfærslu bíla aukast enn frekar. Þá hafa ráðamenn þjóðarinnar í auknum mæli gert sér grein fyrir ávinningi frekari metanvæðingar og tækifærum til að stórauka hana í samgöngum og fyrirhuga aukna nýtingu á íslensku metani í opinberum samgöngum. Borgarstjórinn í Reykjavík og nokkrir borgarfulltrúar aka um höfuðborgina á ökutæki knúnu íslensku metsani svo dæmi sé tekið.


Einnig má nefna að áhugi hefur aukist mikið fyrir nýtingu á metaneldsneytis í stað jarðefnareldsneytis í iðnaði og annari atvinnustarfsemi og ýmis verkefni í vinnslu í þeim efnum hjá Metan hf. Meðal annars standa vonir til að innan fárra missera muni dagróðrabátur sigli úr vör til veiða hér við landa knúinn íslensku metaneldsneyti. Oft á dag berast fyrirspurnir til Metan hf um framboð á metani á landsbyggðinni og ljóst að verði það í boði mun það verða nýtt.

Framboð nýrra ökutækja sem nýtt geta íslenskt metaneldsneyti:

Flestir bílaframleiðendur heims framleiða í dag ökutæki sem nýtt geta metaneldsneyti í akstri og framboð eykst ár frá ári enda eykst eftirspurn mikið um allan heim eftir bílum með tvíbrennivél (metan/bensín, e. bi-fuel) eða tvíorkuvél  (metan/dísil, e.dual-fuel) auk ökutækja sem ganga alfarið fyrir metaneldsneyti. Einnig er horft til þess að tvinn-og tengiltvinnbílar (metan/rafmagn, e. hybrid CNG/EV) muni aukast mikið í umferð í heimium á næstu árum auk samgöngutækja sem ganga eingöngu fyrir metaneldsneyti og bera birgðir í gasformi og/eða fljótandi formi . Í árslok 2010 voru yfir 13 milljónir ökutækja í heiminum sem nýttu metaneldsneyti í akstri og áætluð aukning mikil næstu árin. Allar gerðir og tegundir ökutækja sem ganga fyrir metaneldsneyti í heiminum geta nýtt íslenskt metaneldsneyti til að knýja för og því ljóst að framboð ökurækja til nýtingar á íslensku metani er mikið af öllum stærðum og gerðum og eykst ár frá ári.


Horft er til þess að með notkun á metan tvinnbílum (metan/rafmagn) megi víða um heim ná fram umtalsverðum hlutfallslegum ávinningi til umhverfismildunar í landsamgöngum. Nú þegar eru strætisvagnar komnir á markað sem búnir eru metan-tvinn-orkukerfi og fólksbílar einnig verið hannaðir. Þar fyrir utan er fyrirsjáanleg mikil þróun á brunavélum almennt þannig að mun minna af metaneldsneyti þarf til að skapa sama afl og áður - sama ferðafrelsi og stóaukið orkuöryggi en áður. Þessi þróun er því öll metanvæðingunni í vil.

Sem dæmi um sjóför, má nefna að 13 bílaferjur í Noregi  ganga fyrir metanelsneyti, sú stærsta rúmar 250 ökutæki. Notkun metaneldsneytis eykst um allan heim og mun gera það hratt hér á landi.

Notkun á metaneldsneyti í heiminum og umhverfisáhrif:  0209CT_Outlook-1b

Víða um heim gang ökutæki sem nýta metaneldsneyti í akstri fyrir metaneldsneyti af jarðefnauppruna (jarðgas, e. CNG) en eins og að ofan greindi geta þau einnig gengið fyrir umhverfisvænu íslensku metaneldsneyti enda um sömu efnasameind að ræða (CH4) hvort heldur sameindin er fengin úr jarðgasi eða umhverfisvænu íslensku metani (CH4) sem myndast við gerjun á lífrænu efni á yfirborði jarðar í dag. Sökum uppruna íslenska metansins losar bíll sem gengur fyrir eldsneytinu engan koltvísýring (CO2) af jarðefnauppruna og veldur því ekki auknum hlýnunaráhrifum í lofthjúpi jarðar eins og ef um jarðefnaeldsneyti væri að ræða, enda losar ökutæki sem gengur fyrir íslensku metani engar gróðurhúsaloftegundir af jarðefnauppruna. Enginn ágreiningur er um þá staðreynd og erfitt fyrir aðrar tæknilausnir til vélknúinna samgangna að gera umhverfislegan samanburð við metanbíl sem gengur fyrir íslensku metani.  Að auki  er íslenskt metaneldsneyti í allra hæsta gæðaflokki með allt að 98% hreinleika og því skilvirkni þess í ökutækjum betri en metaneldsneytis víða erlendis þar sem hreinleiki þess er algengt um 90% (jarðgas, e. CNG).

Til undirstrikunar á hinum mikla umhverfislega ávinningi af notkun á íslensku metani mætti nefna sem dæmi að metanbíll (Honda Civic GX metan) var efstur á top-12 lista yfir umhverfismilda fólksbíla í Bandaríkjunum 2011, áttunda árið í röð. Og þrátt fyrir að bíllinn gangi fyrir metaneldsneyti sem unnið er úr jarðgasi (jarðefnauppruni) – sú staðreynd kom mörgum verulega á óvart og undirstrikar hlutfallslega umhverfislega yfirburði fólksbíls sem nýtir íslenskt metan í akstri. Einkum og sér í lagi ef við miðum við ökutæki sem veitir það ferðafrelsi og samgönguöryggi sem við ætlumst til af fjölskyldubíl í dag. Á umræddum top-12 lista yfir umhverfismildustu fólksbíla í Bandaríkjunum var enginn bíll sem gengur fyrir dísilolíu. Enginn rafbíll kemst í umhverfisflokk með metanbílnum ef borin eru saman ökutæki með sambærilegt drægi og ferðafrelsi og metanbíllinn en Nissan Leaf rafbíllinn deildi efsta sætinu með metanbílnum í Bandaríkjunum út frá umhverfismildi og þá skert ferðafrelsi og langur hleðslutími rafbílsins ekki vigtaður honum í óhag hvað varðar umhverfisskorið. 

Á næstu misserum og árum þykir fyrirséð að ýmsar gerði smærri metanbíla, sem eru í boði í Evrópu, Asíu og suður-Ameríku, verði einnig í boði í Bandaríkjunum og því viðbúið að umhverfislegur samanburður  við metanbílinn í Bandaríkjunum eigi eftir að verða erfiður fyrir aðrar tæknilausnir. Enn og aftur, hvað þá ef nútíma-metan ( samanber Íslenskt metan) væri notað í stað jarðgass.


Í raun eru umhverfisáhrifin af notkun á metaneldsneyti í samgöngum það mild, í samamburði við aðrar tæknilausnir til að viðhafa sambærilegt samgönguöryggi og ferðafrelsi, að Svíar hafa stóraukið framboð á metan ökutækjaeldsneyti í landi sínu með því að blanda saman metani frá jarðagasi (fyrritíma-metan) og metaneldsneyti sem unnið er úr lífrænu efni á yfirborði jarðar í dag (nútíma-metan). Þótt blandan sé 50/50 er hlutfallslegur umhverfislegur ávinningur ótvíræður og með blönduninni ná þeir að tryggja nægt framboð af hlutfallslega umhverfismildu ökutækjaeldsneyti og samhliða að skapa skilvirka nýtingu á allri framleiðsluaukningu á nútíma-metani í landinu í framtíðinni. Þá hafa Þjóðverjar sem dæmi sett fram mjög metnaðarfulla áætlun um stóraukna notkun á metaneldsneyti í samgöngum sínum á næstu árum og bílaframleiðendur brugðist við þar í landi með auknu framboði af metan/bensínbílum (s.s. M.Benz, VW, Opel). Hástökkvarinn á heimslistanum í orkukerfisskiptum yfir í metaneldsneyti er þó Iran en þar í landi voru yfir tvær milljónir ökutækja sem nýttu metan í akstir í árslok 2010- umskipti sem hafa átt sér stað á nokkrum árum. Í Evrópu stefnir í að Ítalía verði fyrsta landið sem nær milljón metanbíla markinu en þar í landi er m.a. gott framboð FIAT bílum að ýmsum gerðum og stærðum með metan/bensínvél auk fjölda annarra tegunda.

Framleiðsla á íslensku metani:
 

Metaneldsneyti er í dag framleitt með söfnun og hreinsun á hauggasi frá urðunarstað á Álfsnesi og áform uppi um metanframleiðslu úr hauggasi frá Glerárhaugum í Eyjafirði og á urðunarstaðnum í Kirkjuferjuhjáleigu við Selfoss svo dæmi sé tekið. Framleiðslugeta á metaneldsneyti takmarkast þó engan veginn við söfnun á hauggasi á urðunarstöðum enda alkunna um allan heim að unnt er að framleiða metaneldsneyti í verksmiðjum með gerjun á lífrænu efni, hvort heldur um er að ræða lífrænan úrgang frá heimilum, fyrirtækjum, landbúnaði, sjávarútvegi og seyru, eða með rætkun lífmassa á landi eða sjó svo nokkuð sé nefnt. Stórar sem smærri framleiðslueiningar eru starfræktar með góðum árangri um allan heim.

Áform eru uppi um að byggja verksmiðju á höfuðborgarsvæðinu sem unnið getur metan eldsneyti úr öllu lífrænu efni og metan er hægt að framleiða víða um landið. Sýnt hefur verið fram á að mikil tækifæri til metanframleiðslu eru á Eyjafjarðarsvæðinu svo dæmi sé tekið. Þar hefur komið í ljós að framleiða megi metan eldsneyti úr mykju svo nemi á þriðju milljón bensínlítra á ári miðað við orkujafngildi- úr mykjunni einni og sér. Og þá ónefnd sú metanframleiðsla sem unnt er að viðhafa úr öðrum úrgangi og lífrænu efni sem til fellur á svæðinu s.s. úrgangi frá heimilum, fiskvinnslu, matvælavinnslu og annarri atvinnustarfsemi, seyru, auk þess sem nýta má allan lífmassa sem til verður við ljóstillífun (allt sem grær).

Þar fyrir utan er mikið framboð af metaneldsneyti á heimsmarkaði og verðið mun lægra en á bensíni og dísilolíu. Tímabundin innflutningur á metani í stað bensíns gæti því sparða umtalsverðan gjaldeyri ef á þarf að halda. Innflutt metan gæti verið fyrritíma-metan (jarðgasi) en líkindi standa reyndar til að það kunni að vera að finna á Drekasvæðinu við Ísland. Ekki er þó þörf á að horfa til jarðgass á Drekasvæðinu sem réttlætingu fyrir stóraukinni metanvæðingu enda hefur verið sýnt fram á að með ræktun orkuplantna á um 8% af ræktuðu landi megi afla lífmassa í landinu til framleiðslu á metani sem annað gæti öllum bílaflota landsmanna ef því er að skipta.

Engin ástæða er þó til þess að ræða um metanvæðingu í samgöngum landsmanna sem eina valkostinn til metanverksmiðja-10-2010orkukerfisskipta í samgöngum þjóðarinnar á þessari öld enda binda margir vonir við að rafbílar muni þróast á öldinni þannig að hlutfallsleg hagfeldni þeirra batni til muna við íslenskar aðstæður. Þar að auki mun notkun á lífdísil aukast í landinu í samræmi við hagfeldni þess orkukerfis og jafnvel notkun á etanóli. Íblöndun á metanóli út í bensín mun einnig geta mildað umhverfisáhrif frá samgöngum og í einhverri framtíð kann DME að getað skapað ávinning fyrir þjóðina. Síðast en ekki síst má ekki gleyma okkar einstaka alþjóðlega vísindasamstarfi um framgöngu vetnisvæðingar í heiminum og ýmis teikn á lofti um að vetnisvæðingin eigi eftir að reynast hagfeldur valkostur til samgangna í heiminum í framtíðinni.

Það sem blasir hins vegar við okkur Íslendingum og enginn ágreiningur er um, er að stóraukin metanvæðing í samgöngum þjóðarinnar er þjóðþrifaverkefni sem við eigum tækifæri til að leggja áherslu á í dag, með lágmarks tilkostnaði. Og öllum er að verða ljóst að metaneldsneyti mun geta nýst þjóðinni með hagfelldum hætti í samgöngum á þessari öld á landi og sjó eins og um allan heim. Áhættan af stóraukinni metanframleiðslu í landinu getur vart verið minni - við höfum allt að vinna.

Gleymum því ekki að íslensku samfélagi ber að umgangast og meðhöndla lífrænan úrgang með öðrum hætti en gert hefur verið í landinu hingað til. Sú umgengni sem tilskilin verður í nánustu framtíð mun kalla á mikinn kostnaði í samfélagi okkar þótt metanframleiðsla verði ekki viðhöfð í þeim ferlum. Nú er það svo, að það er dýrara að að brenna lífrænan úrgang en metangera hann. Þar fyrir utan er umhverfislega meiri ávinningur af því að metangera lífrænan úrgang en að jarðgera hann og hratið úr metangerðinni nýtist að auki sem áburður til uppfræðslu lands eða ræktunar. Hagræðið samfara því að geta framleitt metaneldsneyti úr úrgangi og öðrum lífmassa og nýtta það til samgangan er því mun meira en sem nemur beinum ávinningi af því að nýta það í stað jarðefnaeldsneytis.

Höfum það hugfast að orkukerfisskipti í samgöngum þjóða munu verða með mismunandi hætti eftir aðstæðum í hverju landi fyrir sig og leiðarval mótast af getu og hagfelldni þjóða að viðhafa þau með sem sjálfbærustum hætti. Framboð hagkvæmra samgöngutækja, af mismunandi stærðum og gerðum, er lykilatriði sem takmarkar mun framgöngu mismunandi tæknilausna - en þó með engu takmarkar sú staðreynd notagildi metaneldsneytis í dag eða til framtíðar litið. Heildarkostnaður almennings og gjaldeyrisnotkun við innleiðingu mismunandi tæknilausna ræður miklu um hraða orkukerfisskiptanna almennt og útkoma stóraukinnar metanvæðingr í þeim efnum einstaklega hagfelld.  Gagnvat umhverfinu og komandi kynslóðum er til mikils að vinna að sjálfbærni verði sem mest í rekstri og viðhaldi á því orkukerfi sem samgöngur þjóðarinnar grundvallast á í framtíðinni - í þeim efnum er útkoma aukinnar metanvæðinga í landinu einnig afgerandi hagfelld.  

Stóraukin metanvæðing er sérstaklega hagfelldur valkostur til orkukerfisskipta í samgöngum fyrir okkur Íslendinga - fámennt eyríki með fyrirsjáanlega orkuþörf til landsamgangna. Og getu til að reka og viðhalda, með sjálfbærum hætti, að stærstum hluta,  því orkukerfi ( metan eldsneyti + metangeymir) sem metansamgöngur grundvallast á. 

Lokaorð 

Eitt er að ræða tæknilausnir til orkukerfisskipta í samgöngum í heimsþorpinu og þróun þeirra, annað að ræða hvar hvaða tæknilausn hentar best heildarhagsmunum hvers samfélags fyrir sig og hvernig hagfelldast og áreiðanlegast sé að tímasetja áherslur til kerfislægra breytinga.

Þessu bloggi er ætlað að varpa ljósi á þá staðreynd að áhættan á vegferð aukinnar metanvæðingar í íslensku samfélagi getur vart verið minni.  Sú staðreynd hefur runnið upp fyrir almenningi í landinu og fararstjórum um farsæla forgangsröðum á vegferð orkukerfisskipta í samgöngum þjóðarinnar. Forgangsröðun verkefna til orkukerfisskipta skilar fyrst árangri ef hún rímar við, stöðu efnahagslífsins, kaupmátt almennings,  gjaldeyrisstöðu þjóðarinnar, heildrænan umhverfislegan ávinning og kröfur um ferðafrelsi og samgönguöryggi þjóðarinnar svo fátt eitt sé nefnt. Tími stóraukinnar metanvæðingar er kominn og  tækifærin blasa við - ,,menta er minnsta málið“ (ÓR) .   

Metanvæðing í samgöngum okkar Íslendinga er á grænni grein í dag og á þessari öld.  Takk til þingmanna allra flokk sem stutt hafa þá þingsályktunartillögu sem nú er til umræðu í þinginu.

Sjá þingsályktunartillgu um metanframleiðslu til umræðu á Alþingi þessa dagana

Sjá umfjöllum umsagnaraðila

Sjá allt um metaneldsneyti á metan.is


Fullbókað var á endurmenntunarnámskeið í uppfærslu á bensínbílum í metan/bensínbíla- annað námskeið fyrirhugað í apríl.

Áhugi hefur aukist mikið í samfélaginu fyrir notkun á íslensku metaneldsneyti í samgöngum. Ökutækjum hefur fjölgað hratt á síðustu misserum sem nýtt geta metaneldsneyti í akstri  á höfuðborgarsvæðinu og útlit fyrir að í   Namskeid   breyting bila mars 2011 árslok 2011 verði um 1000 ökutæki í landinu sem nýta íslenskt metan í akstri.  Fjölgun ökutækja á síðast ári var að stærstum hluta til komin vegna uppfærslu á bensínbílum í metan/bensínbíla en sala á nýjum  metan/bensínbílum var einnig meiri á árinu 2010 en áður og þá helst frá Heklu (VW Eco fuel; Passat, Caddy, Tauran og  Transporter ) og Öskju (Merchades Benz NGT;  B-class, E-class og Sprinter).
   
Hækkandi bensínverði og nýleg ívilnun stjórnvalda í formi endurgreiðslu á vörugjaldi, allt að 100.000 kr, eftir uppfærslu á ökutæki, hefur aukið eftirspurnina eftir uppfærslu ökutækja. Þá hefur einnig ráðið miklu um aukna eftirspurn að traust almennings hefur aukist á að stjórnvöld hafi ekki í hyggju að leggja vörugjöld á íslenskt metaneldsneyti á næstu misserum- samanber viðtal við Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra  í DV 2. mars 2011; ,, Engar álögur á metan í bráð.“

Aukning í uppfærslu ökutækja hefur leitt til fjölgunar starfa á bílgreinasviði. Þrjú fyrirtæki hafa þegar kynnt þjónustu sína og hjá þeim eru biðlistar eftir uppfærslu. Vitað er um þrjú önnur fyrirtæki sem eru langt kominn í undirbúningi sínum inn á markaðinn og bilvélavirkjum sem kunna til verka fjölgar hratt. Borgarholtsskóli hefur frá árinu 2006  boðið nenendum á bílgreinasviði upp á námskeið í uppfærslu á bílum og viðhaldi á metanbúnaði ökutækja og hófu samstarf við Iðuna á árinu 2010 um endurmenntun bílvélavirkja á því sviði.  Dagana 11-12 mars síðastliðinn héldu Iðan og Borgarholtsskóli sitt annað endurmenntunarnámskeið fyrir starfandi bílvélavirkja. Námskeiðin eru  haldið í samstarfi við Umferðarstofu og veitir bifvélavirkjum réttindi til ísetningar og viðhalds á metankerfum. Fullbókað var á námskeiðið í mars og eftirspurn það mikil að annað námskeið er fyrirhugað í apríl. 

Viðauki:

Flestir bílaframleiðendur heims framleiða í dag ökutæki sem nýtt geta metaneldsneyti í akstri og framboð eykst ár frá ári enda eykst eftirspurn mikið um allan heim eftir bílum með tvíbrennivél (metan/bensín, e. bi-fuel) eða tvíorkuvél  (metan/dísil, e.dual-fuel) auk ökutækja sem ganga alfarið fyrir metaneldsneyti. Einnig horfa margi til þess að tvinn-og tengiltvinnbílar (metan/rafmagn, e. hybrid CNG/EV) muni aukast mikið í umferð í heimium á næstu árum . Í árslok 2010 voru yfir 13 milljónir ökutækja í heiminum sem nýttu metaneldsneyti í akstri og áætluð aukning mikil næstu árin. Allar gerðir og tegundir ökutækja sem ganga fyrir metaneldsneyti í heiminum geta nýtt íslenskt metaneldsneyti til að knýja för og því ljóst að framboð ökurækja til nýtingar á íslensku metani er mikið af öllum stærðum og gerðum og eykst ár frá ári. 


Orkukerfisskipti í samgöngum heimsins eru drifin áfram af þeirri brýnu hnattrænu þörf að stemma stigu við hlýnunaráhrifum í lofthjúpi jarðar með því að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda af jarðefnauppruna frá samgöngum. Umhverfisvitun í samfélagi okkar hefur aukist mikið á þessari öld og skilningur aukist um umhverfislegan ávinningi þess að nýta innlent, hreint og endurnýjanlegt metaneldsneyti í stað þess að brenna innflutt jarðefnaeldsneyti. Þar fyrir utan hefur staða efnahagslísfins og þróun kaupmátta almennings í landinu gert það að verkum að hinn mikli og margþætti efnahagflegi ávinningur, samfara aukinni notkun og framleiðslu á íslensku metani, hefur náð til þjóðarinnar með nýjum og kröftugum hætti.  
  

Gott er að vita að vandað er til verka við uppfærslu ökutækja í landinu og að öll verkstæði sem bjóða upp á uppfærsluþjónustu uppfylla kröfur stjórnvalda og alþjóðlegar reglur um  verklag og notkun á vottuðum íhlutum - til mikils að vinna fyrir samfélag okkar í dag, umhverfið og komandi kynslóðir.

Sjá nánar um metan á metan.is


Metan og uppfærsla bíla: Iðan heldur námskeið í samvinnu við Borgarholtsskóla og Umferðarstofu –kennsla hefst föstudaginn 11. mars.

Í námsvísi Iðunnar segir meðal annars:  „Metan, orka gærdagsins til framtíðar. Þetta er tvímælalaust námskeið fyrir þá sem vilja ná sér í þekkingu um tilurð metans og notagildi þessMetandagur myndamix 1 master sem orkugjafa í bílum.“

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um stjórn-og þrýstibúnað metankerfis og notkun viðeigandi greiningartækja. Nemendur fá þjálfun í notkun metanbúnaðar og öðlast hæfni til að setja kerfi í bíla – uppfæra bensínbíla svo þeir geti einnig nýtt metan í akstri.

Námskeiðið kostar 19.900 fyrir félagsmenn ( 48.000 kr fullt verð) og spannar 22 kennslustundir. Kennsla fer fram í Borgarholtsskóla. Sjá nánar hér: 

Nokkur hundruð bílar hafa verið uppfærðir í landinu á síðustu misserum og mikil auknin í eftirspurn eftir uppfærslu á bensínbílum svo þeir geti einnig nýtt metan í akstri.  Þrjú verkstæði bjóða þá þjónustu í dag, Vélamiðstöðin, Einn gænn og Megas og tvö önnur að undirbúa þjónustu , Höldur og Bíljöfur.

 

Metanbíll varð efstur á lista yfir umhverfismilda fólksbíla í Bandaríkjunum áttunda árið í röð – hvernig má það vera þar sem metaneldsneyti í Bandaríkjunum er unnið úr jarðgasi?

Rétt er að vekja athygli á því að fyrirsögnin varpar skýru ljósi á þá staðreynd að með akstri á íslensku metani, í stað jarðgass, er hlutfallslegur umhverfislegur ávinningur af notkun metanbíls enn meiri á Íslandi en í Bandaríkjunum. Með akstri á íslensku metani losna engar gróðurhúsalofttegundir af jarðefnauppruna út í andrúmsloftið.  Í Bandaríkjunum er metaneldsneytið að langstærstum hluta unnið úr jarðgasi en þrátt fyrir það kemur metanbíllinn svona vel út þar í landi. Hvernig má það vera þar sem jarðgas er jarðefnaeldsneyti ?
Metandagur myndamix 1 master
Svarið liggur m.a. í því  að mun minni losun gróðurhúsalofttegunda af jarðefnauppruna á sér stað við vinnslu og bruna á jarðgasi en bensíni eða dísilolíu. Þar fyrir utan miðast heildræn umhverfisáhrif vegna notkunar mismunandi ökutækja  við lífferilsgreiningu á heildrænum umhverfisáhrifum vegna framleiðslu og förgun ökutækjanna sjálfra og því orkukerfi sem akstur þeirra grundvallast á svo fátt eitt sé nefnt. Neikvæð umhverfisáhrif vegna ökutækja eru að stærstum hluta til kominn vegna framleiðslu og förgunar þeirra. Og í sumum tilfellum eru umhverfisáhrif vegna framleiðslu og förgunar ökutækja  það neikvæð að hlutfallslega umhverfismild áhrif af notkun þeirra nægja ekki til  að skapa hlutfallslega jákvæð umhverfisleg heildaráhrif  í samanburði við aðra tæknivalkosti. 
Með notkun á metan/bensínbíl á Íslandi þar sem stuðst er við íslenskt metan til að knýja för blasir við að erfitt mun reynast fyrir aðrar tæknilausnir að skapa sambærilegan umhverfislegan heildarávinning fyrir heimsþorpið og rekstrarlegan ávinning fyrir þjóðina að því gefnu að nota þurfi fólksbíl í samgöngum  yfir höfuð.

Rétt er að geta þess, í þessu samhengi,  að heildræn umhverfisleg útkoma fólksbíla, sem styðjast við notkun á rafmagni sem hluta að orkukerfi ökutækis, er einnig betri á Íslandi en í Bandaríkjunum, enda búum við Íslensdingar það vel að eiga rafmagn sem framleitt er með virkjun fallvatna. Og með frekari þróun á umhverfismildari framleiðslu á rafhlöðum standa vonir til að aukin nýting á íslensku rafmagni í samgöngum geti kröftuglega lagst á sveif með metanvæðingunni í framtíðinni við að skapa hlutfallslega mesta ávinning til umhverfimildunar í samgöngum sem völ er á. Og er jafnframt horft til lífdísils, vetnis, etanóls, metanóls og DME í þeim efnum.

Á næstu áratugum horfa ýmsir til þess m.a. að hagfellt verði fyrir okkur Íslendinga að innleiða ökutækja með tengil-tvin-orkukerfi, metan/rafmagnsbílar, þar sem unnt er að nota hagfellda og endurhlaðanlega rafgeyma ( frá tengli) í bland við íslenskt metaneldsneyti til að knýja för. Slík ökutæki eru í notkun í heiminum í dag og þeim mun fjölga á komandi áratugum  í takt við bætt dreifikerfi fyrir metaneldsneyti – ásamt með ökutækjun sem ganga eingöngu fyrir metaneldsneyti í fljótandi formi enda eru slík ökutæki  víða í notkun í heiminum í dag og fjölgar hratt.


Uppbygging á dreifikerfi fyrir metaneldsneyti hefur verið hröð um allan heim á þessari öld, enda ber öllum saman um að stóraukin notkun á metaneldsneyti mun gegna mikilvægu hlutverki við umhverfismildun samgangna í heiminum, leggja grunn að aukinni sjálfbærni í samgöngum og styrkja orkuöryggi þjóða heims. Orkukerfisskipti í samgöngum í heiminum munu þó að stærstum hluta grundvallast á heildarkostnaði almennings við að viðhafa þau. Fyrirsjáanlegt þykir að við Íslendingar eigum tækifæri  til að stórauka metanvæðingu í samgöngum landsins með hagfeldum og áreiðanlegum hætti í dag og á komandi árum og vitundarvakning átt sér stað í þeim efnum meðal almennings og ráðamanna.

Sjá fréttir 
Sjá frekari
 fróðleik á Metan.is


Iðnaðarráðherra markar aftur tímamót - Katrín Júlíusdóttir mælti fyrir þingsályktunartillögu í gær um orkuskipti í samgöngum - takk fyrir það.

Stjórnvöld hafa sett  sér metnaðarfull markmið í samgöngumálum sem kalla á samstillingu ríkisins, sveitarfélaga og atvinnulífsins til að árangurs megi vænta við orkukerfisskipti í samgöngum þjóðarinnar. Þingsályktunartillagan vísar til þess að mikilvægt er að þingmenn allra flokka verði samstíga um að veita stjórnvöldum svigrúm til að greina valkosti og nýta tækifæri þjóðarinnar til orkukerfisskipta með virkari hætti en verið hefur til þessa.  Umræðu í þinginu má hlusta á hér

Kall alþjóðasamfélagsins er orðið hávært um að stemma stigu við hlýnunaráhrifum í lofthjúpi jarðar af mannavöldum almennt. Í þeim efnum er mikið kapp lagt á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) af jarðefnauppruna frá samgöngum. Almennt er áætlað að notkun hefðbundinna ökutækja hafi í för með sér losun GHL svo nemi 1/3 af þeirri heildarlosun sem skapast vegna framleiðslu og notkunar  þeirra og því til mikils að vinna. Losun vegna framleiðslu  ökutækja og orkukerfi þeirra þarf þó einnig að bæta mikið á þessari öld til að tryggja sem bestan árangur.

Þegar kolefni losnar  út í andrúmsloftið við bruna á jarðefnaeldsneyti getum við sagt að losun á fyrritíma-CO2 eigi sér stað í þeim skilningi að um er að ræða losun á kokefni út í lofthjúp jarðar sem var á yfirborði jarðarinnar í fortíðinni og bætist því við aðra náttúrulega losun á CO2 sem er lífsnauðsynleg. Þannig er ekki öll losun á CO2 slæm enda verða plönturnar á jörðinni að fá CO2 úr andrúmsloftinu til að geta vaxið og dafnað við ljóstillífun. Sú staðreynd virðist stundum gleymast í umræðu um losun GHL þegar rætt er um koltvísýring ,CO2, í því samhengi. Idnadarradh. Katrin Juliusd skodar 260709


Ný lög um skattlagningu ökutækja og eldsneytis tóku gildi um áramótin þar sem stjórnvöld stigu heillaspor í rétt átt og endurspegla þau skilning á þeirri vistfræði sem að ofan er vikið að.  Vissulega kunna einhverjir að hafa óskað eftir meiri viðurkenningu á þeirri þekkingu sem til er að dreifa í þessum efnum en framtakið ber að þakka - samfélag okkar er lagt af stað í vegferð sem skilað getur afkomendum okkar bættu umhverfi og auknu orku-og samgönguöryggi.

Þann 26. júlí 2009 settist Katrín Júlíusdóttir undir stýri og markaði tímamót í samgöngum þjóðarinnar með því að aka bíl knúnum íslensku eldsneyti  síðasta spölinn í hringferð um landi sem Ómar Ragnarsson stýrði með glæsibrag að öðru leiti. Þetta var í fyrsta sinn sem ökutæki var ekið 3761848676_804d9666aa_mhringveginn á íslensku eldsneyti - íslensku metani - og voru eldsneytisbirgðir hafðar meðferðis í kerru þar sem ekki  var hægt að fá eldsneytið afgreitt á landsbyggðinni þá. Svo er reyndar enn í dag, en nú kunna líkindi að aukast fyrir því að skemmtilegt markmið verði að veruleika, sem sett var fram hér á MBL-blogginu 2009, um að Íslendingum muni almennt standa til boða að aka hringveginn á íslensku metani eigi síðar en við setningu Ólympíuleikanna í London 2012 .

Sjá allt um metaneldsneyti:


Margir hafa spurt hvernig þeir geti nálgast 100.000 kr endurgreiðslu hjá Tollstjóra


Metandagur myndamix 1 master
Tollstjóra er heimilt að endurgreiða hluta af uppfærslukostnaði 1000 ökutækja í landinu. Ívilnun þessi gildir afturvirkt þannig að þeir sem uppfærðu bensínbíl sinn í metan/bensínbíl á árinu 2010 eða fyrr geta líka notið endurgreiðslu á uppfærslukostnaði allt að 100.000 kr hjá Tollstjóra. 


Já, þar er mikið að gerast í metanmálunum þessa dagana og mun fyrirsjáanlega verða gaman að veita ykkur upplýsingar um framganginn og þróun mála á komandi misserum.  

Sjá nánar upplýsingar um endurgreiðslu hjá Tollstjóra  hér. 

 


Stjórnvöld stíga fleiri heillaspor á grundum gatna - endurgreiða allt að 100.000 kr.

Ný lög tóku gildi nú um áramótin sem veita  rétt til endurgreiðslu kostnaðar vegna uppfærslu á bíl allt að 100.000 kr. Hér er um að ræða endurgreiðslu frá ríkinu til þeirra sem uppfæra (breyta) bíl úr bensínbíl í metan/bensínbíl eða dísilbíl í metan/dísilbíl.  Eftir uppfærslu bensínbíls í metan/bensínbíl eignast ökumaður val um að aka á metani einu og sér en getur eftir sem áður ekið á bensíni er þörf krefur - bíllin hefur tvo eldsneytisgeyma. Eftir uppfærslu á dísilbíl í metan/dísilbíl gengur bíllinn, hins vegar, fyrir blöndu af metani og dísilolíu og nýtir metan algengt  50-85% af orkunotkuninni. Uppfærsla dísilbíla mun verða í boði hér á landi á þessu ári en uppfærsla bensínbíla er þegar hafin og nú þegar hafa á annað hundrað bílar verið uppfærðir. Unnt er að uppfæra alla bensínbíla með beinni innspýtingu og á árinu 2010 voru neðangreindar tegundir uppfærar:

Metandagur myndamix 1 master
Audi, BMW 540, BMW 730, Cadillac  Escalade, Cherokee, Chevrolet, Chevrolet Lacetti,Chevrolet Suburban, Chrysler Town contry, Dodge Durango, Dodge Ram, Dodge Dakoda, Douge Duran, Ford Focus, Ford F 150, Ford Expedition, Ford Sporttrak, Ford Exploree, GMC, GMC Yukon Denali, Grand Cherokee, Honda CRV, Honda Accord, Hyundai Sonata, Hyundai Getz, Hyundai Santa Fe, Kangoo-sendibíll, Lexus Jeppi, Lexus RX 300, Lincoln Town, Lincoln Continental, Lincoln Mark LT, M.Benz Actros, M.Benz G 500, M.Benz-B class, Man 18/440, Mazda 6, MMC Pajero sport, Pontiac, Renault Kangoo, Renault Master, Scania R500, Skoda Fabia, Skoda Oktavia, Skoda Suburb, Subaru Legacy, Suzuki Vitara, Suzuki Jimni, Toyata Tacoma, Toyota Avensis, Toyota Hiace, Toyota Corolla, Toyota Land cruiser 200, Toyota Land cruiser 100, Toyota Previa, Toyota Tundra, Toyota Yaris, VW Caddy, VW Transporter, VW Touareg.

Af þeim bílum sem uppfærðir voru á árinu 2010 voru um 2/3 í flokki stærri fólksbíla og 1/3 í flokki millistórra og smærri fólksbíla. Þrjú fyrirtæki bjóða uppfærsluþjónustu í dag - Vélamiðstöðin (580-0400), Einn Grænn ( 555-0220) og Megas ( 511-6464). Vitað er um fjórða fyrirtækið sem áformar að bjóða uppfærsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu fljótlega.

Einingarverð á metaneldsneyti er í dag 114 kr  sem samsvarar að orkuinnihaldi einum lítra af 95-oktana bensíni hið minnsta. Algengt er þó að nýir metan/bensínbílar noti minna en eina einingu af metani (Nm3) til að skila sömu vegalengd og unnt er að aka á einum lítra af 95-oktana bensíni. Hér gæti verið um að ræða 5-6% auka fjárhagslegan ávinning af því að aka á metaninu enda er orkuinnihald í einni einingu af íslenska metaninu algengt 5-8% meira en í einum lítra af 95-oktana bensíni. 

althingi thingmennÁreiðanleiki verðmismunar á metani og bensíni jókst mikið með nýjum lögum sem tóku gildi um áramótin þar sem stjórnvöld staðfestu að áform eru ekki uppi um að leggja sérstakar álögur (gjöld) á metaneldsneyti næstu misserin og árin. Þar fyrir utan eru spár um þróun verðs á olíumarkaði á einn veg , hækkandi verð.
Komi til þess að vegatollar verið innleiddir á stór-Reykjavíkursvæðinu eftir 5ár má með sanni segja að stóraukin metanvæðing bílaflotans á svæðinu geti gert meira en að stemma stigu við þeim hugsanlega kostnaðarauka við að ferðast um svæðið á vélknúnu ökutæki. Rétt er einnig að minna á að samkvæmt nýju lögunum er bifreiðagjald af metan/bensínbílum aðeins  5000kr og Reykjavíkurborg veitir metanbíl gjaldfrelsi við stöðumæli og í bílastæðahúsum í allt að 90 mínútur.

Graen spor
Framganga stjórnvalda gagnvart frekari metanvæðingu í landinu eru sannkölluð heillaspor fyrir umhverfið, einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki sem nýtt geta þann  þjóðhagslega hagfellda valkost til samgangna sem hér um ræðir. Með hverjum spöruðum lítra af bensíni sparast losun gróðurhúsalofttegunda af jarðefnauppruna svo nemur um 2,3kg af CO2-ígildi af jarðefnauppruna. Og gjaldeyrissparnaðurinn nemur um 35% af dæluverði bensíns á hverjum tíma. Þar að auki leggur aukin metanvæðing í landinu grunn að fjölgun grænna starfa um allt land, styrkir orku-og samgönguöryggi í landinu og eykur sjálfbærni í að viðhalda ferðafrelsi þjóðarinnar.

Sjá allt um kosti og eiginleika metaneldsneytis


Frábær frétt um ívilnun frá stjórnvöldum- 100.000 kr endurgreiðsla vegna kostnaðar við uppfærslu bíla í landinu - uppfærsla bensínbíls í metan/bensínbíl eða dísilbíls í metan/dísilbíl.

Ívilnun stjórnvalda gildir fyrir fyrstu 1000 ökutækin sem uppfærð ( breytt) verða í landinu og virkar afturvirkt. Þeir sem uppfærðu bensínbíl sinn í metan/bensínbíl á árinu 2010 eða fyrr munu geta notið endurgreiðslu á greiddu vörugjaldi (uppfærslukostnaði) allt að 100.000kr hjá tollstjóra.  Skilyrði fyrir endurgreiðslu:

althingi thingmenn

  1. Endurgreiðslan miðast við 20% af kostnaði við uppfærslu (breytingu) eða að hámarki  100.000 kr.
  2. Við breytingu þarf ökutækið að hafa verið yngra en 6 ára miðað við framleiðsluár
  3. Ökutækið þarf að vera úrbúið að lágmarki 78 lítra metangeymi (flestir bílarnir hafa það)
  4. Eigandi ökutækis þarf að útfylla eyðublað sem tollstjóri útbýr.
  5. Með umsókn þarf að fylgja staðfesting Umferðarstofu um að ökutæki hafi verið breytt til að nýta metan og að faggild skoðunarstöð ökutækja hafi vottað breytinguna.
  6. Jafnframt skal fylgja með vottorð faggiltrar skoðunarstöðvar um að ökutæki sé útbúið að lágmarki 78 lítra metangeymi.

Ívilnun þessi gildir afturvirkt þannig að eigandi ökutækis sem breytt var á árinu 2010 eða fyrr og uppfyllir Log  Endurgreidd uppfærslaofangreind skilyrði getur nálgast nýársglaðning frá stjórnvöldum hjá tollstjóranum. Í nýju
lögunum er miðað við að ívilnunin takmarkist við fyrstu 1000 uppfærðu ökutækin í landinu.

Nú þegar hafa á annað hundrað ökutæki verið uppfærð (breytt) í landinu og því viðbúið að ívilnun þessi gildi ekki í mörg misseri héðan í frá nema þá ef stjórnvöld fjölga ökutækjum sem notið geta endurgreiðslu. Viðbúið þykir að fjöldi uppfærðra (breyttra) ökutækja í landinu fari yfir 1000 á árinu 2012.   

Sjá verkstæði sem uppfæra ökutæki:

Sjá fyrsta flokks afgreiðsæuþjónustu:

Sjá öryggi metans:

Sjá allt um metan-eldsneyti:


Hann hratt því út úr sér og strunsaði burt

Ég átti gott spjall við málsmetandi einstaklingi um æskilega þróun í samgöngum þjóðarinnar. Óforvarandis fann hann sig knúinn til að skella fram eftirfarandi fullyrðingu og strunsa burt; ,, það er ekki rétt að það sé umhverfisvænt að aka vélknúið ökutæki á íslensku metani“ .  Á leið frá vettvangi heyrið hann andsvarið; ,, það er alveg rétt hjá þér, aðrir valkostir eru bara verri, metanið er hlutfallslega hagfelldast.“ Hann leit við undrandi og næsta glaður eftir fyrstu sex orðin í andsvarinu en nánast hljóp í burtu við lok andsvarsins.  Já, já hann hafði hagsmuni að verja.  

Graen borg

Hið rétta er hjá viðmælanda mínum að framleiðsla vélknúinna samgöngutækja, hefur í för með sér losun gróðurhúsalofttegunda af jarðefnauppruna þótt afar mismunandi sé hversu mikið af neikvæðum umhverfisáhrifum skapast við framleiðslu þeirra. Þannig er ögn villandi að tala um umhverfisvæn ökutæki almennt nema þá í samanburði við eitthvað annað sem fyrir er og skipt er út í staðinn.  Rökréttara væri að tala um hlutfallslega umhverfismildandi ökutæki að því gefnu að þau komi í stað annarra sem skapa neikvæðari umhverfisáhrif. Notkun ökutækjanna er svo önnur ella og þar kemur íslenska metanið sterkt inn í umhverfislegum samanburði þar sem um er að ræða nútíma-metaneldsneyti sem unnið er úr lífrænu efni á yfirborði jarðar í dag ( ekkert jarðefnaeldsneyti).

Nú var það reyndar svo að viðmælandi minn opnaði sjálfur á umræðu um heildræn umhverfisáhrif mismunandi tæknilausna til vélknúinna samgangna samkvæmt lífferilsgreiningu. Áður en til þessa kom að viðmælandinn rauk af vettvangi hafði það einnig komið til umræðu að almennt séð skapist um 2/3 neikvæðra umhverfisáhrifa vegna vélknúins ökutækis við framleiðslu þess og um 1/3 við notkun þess. Og að íslenskt samfélag muni þurfa að færa á losunarreikning sinn í framtíðinni þá losun sem á sér stað við notkun og  framleiðslu þeirra ökutækja sem notuð verða í landinu, þótt losun framleiðslunnar eigi sér stað í öðru landi.

Það sem fyllti mælinn í þessu spjalli hjá þeim sem vildi hægja á framvindu metanvæðingarinnar í landinu voru pistlar sem ég rétti fram og benti á að væri að finna á heimasíðu FIB. Og þá kom skyndisókn hans sem náði frá markteig að vítateig á eigin vallarhelmingi.

Já, já, hvernig svo sem allt er í þessu jarðneska lífi þá á sannleikurinn víst að vera sagna bestur þótt freistandi kunni að vera og skemmtilegt á stundum að láta ekki góða sögu gjalda hans. Lífið er yndislegt.

ps. Á netinu er mikið rætt um metan úr jarðgasi enda er það notað sem ökutækjaeldsneyti (e.CNG) um allan heim og ökutæki sem nýtt geta það í akstri geta einnig gengið fyrir íslenska metaninu enda er það í hæsta gæðaflokki með allt að 98% hreinleika í stað 90% hreinleika víðast hvar í heiminum. Gáum að því að þótt metan ökutækjaeldsneyti úr jarðgasi komi hlutfallslega vel út umhverfislega skapar íslenska metanið (nútíma-metan) mun meiri hlutfallslegan umhverfislegan ávinning.


Sjá grein um nútíma-metan á vef FÍB 2010:  

Hlustið á mjög upplýsandi viðtal í Speglinum 26.október.2010  ,, um vistspor og umhverfislega sjálfbærni - hvað við þurfum að taka með í okkar reikning við val á tæknilausnum  til orkukerfisskipta í samgöngum- Sigurður Eyberg Jóhannesson, meistararitgerð  og  Brynhildur Davíðsdóttir, dósent.

Sjá allt um nútíma-metan á Metan.is


Frábær frétt - ný lög skapa merk tímamót - 1000 þakkir til þingmanna

Ný lög hafa verið samþykkt á Alþingi sem lúta að kerfisbreytingu í skattlagningu ökutækja, vörugjaldi af ökutækjum, eldsneyti o.fl.. Lögin marka heillaspor á vegferð orkukerfisskipta í landsamgöngum þjóðarinnar að ýmsu leiti.  Sérstaklega hvað varðar hvata til aukinnar notkunar á innlendu og endurnýjanlegu eldsneyti og ærin ástæða til að þakka störf þingmanna í þeim efnum.

Lögin snerta flest svið samfélagsins með einum og öðrum hætti enda lúta þær breytinga sem hér um ræðir að nýju skattaumhverfi við að flytja fólk og vöru í landinu.

Lögin endurspegla vitundarvakningu í okkar samfélagi um kosti þess að nýta í stórauknum mæli innlent og endurnýjanlegt eldsneyti til að knýja för vélknúinna ökutækja í stað innflutts jarðefnaeldsneytis.  Og þess vænst að aukin þróun í þá átt dragi úr hlýnunaráhrifum í lofthjúpi jarðar vegna samgangna í landinu auk þess að leggja grunn að margþættum efnahagslegum ávinningi fyrir þjóðina - fjölgun grænna starfa, gjaldeyrissparnaður, aukið orkuöryggi með endurnýjanlegum hætti og aukin sjálfbærni við að tryggja ferðafrelsi í landinu.  

Fjölmörg sjónarmið þarf að taka tillit til við leiðarval að hverjum áfanga við orkukerfisbreytingar í samgöngum þjóðarinnar og eðlilegt að skiptar skoðanir komi upp um áherslur á vegferðinni enda snertir málaflokkurinn með beinum eða óbeinum hætti líf allra landsmanna, mismunandi viðskiptalega hagsmuni og alþjóðlegar skuldbindingar þjóðarinnar í loftslagsmálum.

Heilt yfir er hér um að ræða merkan áfang sem ber að fagna og þakka Alþingi fyrir að hafa náð. Og rétt er að minna þá á sem hreyft hafa við andmælum að í greinagerð með upprunalegu frumvarpi  er lagt til að lögin komi til endurskoðunar eigi síðar en að fimm árum liðnum. 

 Ný lög skapa hvata til frekari framgöngu metanvæðingarinnar í landinu og sérstaklega hvað varðar tímalengd ívilnana.  Helstu hvatar til frekari metanvæðingar í nýjum lögum eru þessir:

  • Nýr metan/bensínbíll frá framleiðanda verður undanþeginn vörugjaldi allt að 1.250.000 kr.
  • Metan eldsneyti verður ekki skattlagt umfram það sem verið hefur til þessa.
  • Ef ný og ónotuð ökutæki eru flutt til landsins og uppfæra fyrir nýskráningu í metan/bensínbíl eða metan/dísilbíl, njóta þau niðurfellingar á vörugjaldi allt að 1.250.000 kr.
  • Dæmi: Bílaumboð gætu boðið allar gerðir nýrra bensínbíla með uppfærslubúnaði, metan/bensín og fengið vörugjald á hverjum bíl niðurfellt allt að 1.250.000kr. Þar sem uppfærsla á bílum kostar algengt 400-500 þús. gætu ökutæki sem nauðsynleg eru til að tryggja samgönguöryggi í landinu lækkað í verði til almennings.
  • Sendibílar (metan/bensín) sem ætlaðir eru fyrst og fremst til vöruflutninga undir 5 tonn munu njóta  niðurfellingar á vörugjaldi allt að 1.250.000 kr.

Hér er um að ræða heillaspor á vegferð þjóðarinnar og góða jólagjöf til umhverfisins í víðum skilningi.

althingi thingmenn

Senn mun Íslands umferð batna, 
eflist rekstur líf og getan.
Hagur vex á grundum gatna,
gæfusporið íslenskt metan.

Takk til þingmanna allra flokka

Allt um metan-eldsneyti- sjá hér
Öryggi metans- sjá hér
Auðvelt að fylla á metantankinn-sjá hér


Sprengisandur á Bylgjunni í dag - smá innlegg

Takk fyrir góða þætti Sigurjón. Viðmælendur í þættinum í dag voru ekki af verri endanum fremur en endranær og alltaf gaman að hlusta.  Af fjölmörgu sem rætt var um í þættinum langar mig að leggja nokkur fátækleg orð í belg um eftirfarandi:

1.   Rætt var meðal  annars um dræma þátttöku í kosningum til stjórnlagaþings .  Fram kom í þættinum vangaveltan um að hér gæti verið um að ræða skilaboð um hvers vænta megi í framtíðinni ef við Íslendingar tökum upp kosningar með því beina lýðræði sem hér um ræðir, persónukosningar.  Að mínu mati gæti hér í besta falli verið um að ræða skilaboð um þátttöku almennings í kosningu þar sem tilfinning kjósenda er í sögulegur lágmarki hvað varðar að geta haft áhrif með skilvirkum hætti. Ekki einungis vegna fjölda einstaklinga í framboði heldu einnig vegna óvissu um hvernig vinna hinna kjörnu muni verða  meðhöndluð  í störfum þingsins.

2.  Rætt var ögn um háskólamenntun og  gildi hennar og lítið gert úr háleitu markmiði  HÍ að verða menntastofnum í  hæsta gæðaflokki  í  heimsþorpinu og sagt að HÍ geti aldrei komist í hóp 100 fremstu háskóla í heimi.  Nú er það einu sinni svo að fæstir kastar lengra en þeir hugsa.  Ég saknaði þess að menn ræddu hvort gildandi viðmið til skilgreiningar og flokkunar á ágæti háskólastarfs  væri það eftirsóknarverðast eða best fallna til að tryggja ágæti menntastofnunar á háskólastigi.  Hvort vera kynni að gildandi mælistika til goggunarröðunar á háskólasamfélögum hafi til þessa í óheppilegum  mæli miðaðist við það sem gerðist í nafni skólanna utan kennslustofanna.

Mikið er hann fallegur þessi  dagur og minnir okkur á jólagjöfina  í ár - faðmlag og friður í okkar megnuga sjálfi, stund til að njóta þess sem við höfum að láni.

Frábær tímamót - þingmenn leggja fram tillögu um aukna metanframleiðslu í landinu

Tillaga til þingsályktunar um metanframleiðslu í landinu var birt á vef Alþingis í gær með þátttöku þingmanna úr öllum flokkum. Flutningsmenn eru  Arndís Soffía Sigurðardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson  og Lilja Mósesdóttir  og meðflutningsmenn  Lilja Rafney Magnúsdóttir, Þuríður Backman, Björn Valur Gíslason, Auður Lilja Erlingsdóttir, Skúli Helgason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Margrét Tryggvadóttir, Guðmundur Steingrímsson, Oddný G. Harðardóttir, Magnús Orri Schram, Unnur Brá Konráðsdóttir og  Birkir Jón Jónsson
 
althingi thingmenn
Tillagan endurspeglar vitundarvakningu í landinu um tækifæri þjóðarinnar til að stórauka framleiðslu á  umhverfisvænu  eldsneyti í hæsta gæðaflokki sem nýta má á samgöngutæki og vélar af ýmsum  gerðum og stærðum , ökutæki og báta svo fátt eitt sé nefnt. Og ekki síður þá staðreynd að eftirspurn eftir metaneldsneyti hefur aukist um 35%  milli áranna 2009 og 2010 og enn meiri aukning fyrirsjáanleg á næstu misserum og árum.

Á árinu 2010 stefnir í að fjöldi ökutækja sem nýtir metaneldsneyti í akstri þrefaldist milli áranna 2009 og 2010 og að í árslok 2011 verði yfir 1000 slík ökutæki í umferð í landinu.  Aukninguna á þessu ári má að stærstum hluta rekja til uppfærslu á bensínbílum í metan/bensínbíla en þar að auki hefur fjölgun nýskráðra metan/bensínbíla aldrei  verið meiri sem hlutfall af nýskráningum.  Flestir bílaframleiðendur heims bjóða í dag upp á metan/bensínbíla og því fyrirséð  að þegar sala á nýjum bílum eykst að nýju í landinu gæti framboð bílasala á metan/bensínbílum orðið mun meira en verið hefur til þessa.

Fyrirsjáanleg fjölgun ökutækja á næstu misserum og árum og stóraukin eftirspurn eftir metaneldsneyti  hefur kallað á að áformum um aukna framleiðslu í landinu verði hraða til muna enda ljóst að öll framleiðsla í landinu á komandi árum mun geta nýst þjóðinni með miklum og margþættum ávinningi - umhverfislegum og efnahagslegum ávinningi.

Framleiðslugeta á metaneldsneyti hefur vissulega verið mun meiri en eftirspurn í landinu frá því að framleiðslan SORPU hófst á Álfsnesi um aldamótin en nú hefur eftirspurnin aukist það mikið að brýn þörf er á að endurskoða fyrri áætlanir.  Við núverandi aðstæður í landinu er aðkallandi að ríki, sveitarfélög og aðrir hagsmunaaðilar vinni saman að málaflokknum svo  heildarávinningur samfélagsins megi verða sem mestur.

Sönn ástæða er til að  fagna tillögu til þingsályktunar um aukna metanframleiðslu í landinu og óskum þingmanna um að stjórnvöld láti sig málaflokkinn varða með nýjum hætti.  Þótt staða þjóðarbúsins sé þröng um þessar mundir og fordæmalaus um margt, blasir þó við að margt er hægt að gera með samstilltu átaki án  stórfelldra útgjalda að hálfu ríkisins. Þingsályktunartillagan vekur vonir um að stjórnvöld sjái sér fært að leggja farsælli framgöngu metanvæðingar lið með nýjum hætti í landinu.

Framganga þingmanna  gagnvart erindi metanvæðingarinnar við þjóðina er lofsverð og minnir okkur á að í sérhverri stöðu leynast tækifæri sem þjóðin þarf að koma auga á og nýta.

Sjá tillögu til þingsályktunar á vef Alþingis

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband