Metaneldsneyti framleitt úr seyru mun knýja almenningssamgöngur í Dehli eins og í Stokkhólmi og víðar.

Samstarf stjórnvalda í Svíþjóð og Delhi mun senn skila Indverjum fyrstu metanframleiðslustöð, í landinu, þar sem metan ökutækjaeldsneyti er unnið úr seyru (skólpi). Verksmiðjan mun Graen borg meðhöndla seyru með tilteknum hætti í skólphreinsistöð í borginni, hreinsa það hauggas (e. biogas) sem myndast, einangra metansameindina (CH4) úr gasinu og framleiða metaneldsneyti í hæsta gæðaflokki. Fyrirhugað er að nýta metaneldsneytið til að knýja för almenningsvagna (strætóa) í borginni ( ,, Delhi Transport Corporation“).  Eldsneytisframleiðslan mun nýtast Delhi-borg frá fyrsta degi enda eru í borginni fleiri metanstrætisvagnar en í flestum borgum heims. Samkvæmt frétt í Indian Express mun verkefnið hefjast í september 2011.
Þýtt og endursagt – sjá frétt

Viðauki við frétt:  Þann 28. september 2010 bitrist frétt á metan.is um innleiðingu fjögurra tvinn-metan/rafmagn strætisvagnana  í almenningsvagnaflota Delhi-borgar þar sem fyrir voru um 600 strætisvagna sem eingöngu ganga fyrir metaneldsneyti (CNG, úr jarðgasi). Þess má einnig geta hér að samkvæmt nýjustu tölum frá NGVA Europe eru yfir ein milljón ökutækja í Indlandi sem gang fyrir metaneldsneyti og aukningin verið mikil síðastliðin ár eins og um allan heim. Í nágrannalandinu Pakistan eru yfir tvær milljónir ökutækja sem ganga fyrir metani. Sjá hér

Þann 10. mars 2011 birtist einnig frétt á metan.is um samstarf Stofnunar Sæmundar fróða og Metan hf. um að standa að rannsóknum á möguleika og hagkvæmni þess að nýta lífrænan hluta skólps til metanframleiðslu. Við Íslendingar erum því að stíga fyrstu sporin í þessum málaflokki og afar æskilegt ef unnt væri að hraða vegferðinni í ljósi stóraukinnar eftirspurnar eftir metaneldsneyti á Stór-Reykjavíkursvæðinu – kjörinn vettvangur fyrir samstarf ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs enda um þjóðþrifaverkefni að ræða.  Sjá hér

Í skólpinu grillir í gullið
sem gleður um allan heim.
Magnað er mannanna sullið
sem myndar seyru keim.
 

Sjá allt um metaneldsneyti hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband