Alls 1.556 metan-fólksbílar á akstri milli Reykjavíkur og Akureyrar um helgina draga úr hlýnun jarðar af mannavöldum sem jafngildir því að allt að 38.900 sambærilegir bensínbílar hafi verið teknir úr umferð á sömu akstursleið.

Þökk sér frumkvæði stjórna Sorpu og drifkrafti framkvæmdastjóra byggðasamlagsins frá aldamótum leiðir metanbílafloti landsins þá hlýnunarminnkun sem hefur átt sér stað af mannavöldum í vegasamgöngum á Íslandi síðastliðin 22 ár. Og leikur einn að margfalda ávinninginn með uppfærslu á bensínbílum í metan-tvíorkubíla. Í dag eru 123.053 bensínbílar (vefurinn Orkusetur.is) á götum landsins og fjöldi þeirra mun fyrirsjáanlega verða umtalsverður að óbreyttu langt inn í þessa öld. METAN Sjálfbær og hnattvæn ávinningur

Alls 1.556 metan-fólksbílar eru í landinu í dag (vefurinn Orkusetur.is). Ef þessir bílar verða á akstri milli Reykjavíkur og Akureyrar um helgina á íslensku nútíma-metaneldsneyti í stað bensíns skapast hlutfallslegur ávinningur í að draga úr hlýnun jarðar af mannavöldum sem jafngildir allt að því að 38.900 sambærilegir bensínbílar hafi verið teknir úr umferð á sömu akstursleið. Og jafngildir það þá einnig þeim ávinningi sem 38.900 rafbílar geta skapað á akstri á sömu akstursleið m.v. að sambærilegur bensínbíll hafi verið tekinn úr umferð í öllum tilfellum. Á Íslandi eru í dag um 13.332 rafbílar (vefur Orkuseturs). Og fyrirsjáanlegt að þorri þjóðarinnar hefur ekki efni á að kaupa rafbíla á þessum áratug, hvað þá að ríkiskassinn hafi efni á að gefa eftir eðlilegar tekjur vegna sölu á þeim, sem numið getur hátt á aðra milljón króna fyrir hvern rafbíl. Einn metan-tvíorkubíll getur skapað hlýnunarminnkun í lofthjúpi jarðar á akstri á við það að allt að 25 sambærilegir rafbílar hafi verið teknir í umferð í stað sambærilegra bensínbíla.

Já, það er ekki nokkur spurning, við eigum að fullnýta þá miklu reynslu þjóðarinnar í framleiðslu á nútíma-metaneldsneyti og líf-metaneldsneyti og endurvirkja þá dýrmætu þekkingu sem er til staðar, í Borgarholtsskóla og víðar í landinu, til að uppfæra bensínbíla svo þeir getir einnig gengið fyrir íslensku metaneldsneyti. Eftir uppfærsluna þarf metan-tvíorkubíllinn aðeins að nýta nútíma-metaneldsneyti sem nemur undir 10% af heildar eldsneytisnotkuninni á akstri til að jafna hlutfallslega þann ávinning í að draga úr hlýnun jarðar af mannavöldum sem einn sambærilegur rafbíll getur skapað á sömu akstursleið.

Á árunum 2009-2012 vöru bensínbílar uppfærðir svo hundruðum skiptir á Íslandi og marga þeirra enn að finna á götum Reykjavíkur og Akureyrar í dag. Í fyrstu var eitthvað um það að mistök voru gerð í uppfærslu á sumum gerðum bensínbíla sem mun reynast dýrmæt að hafa í huga við endurvirkjun á þessu þjóðþrifaverkefni. Síðastliðin 10 ár hefur verið mikil þróun og uppgangur í uppfærslum á bensínbílum í metan-tvíorkubíla víða um heim. Fjöldi metan-tvíorkubíla nemur tugum milljóna í heiminum í dag og hefur fjölgað hratt á síðustu árum. Innan Evrópusambandsins er kallið orðið háværara um að stórauka notkun á líf-metaneldsneyti í vegasamgöngum enda þykir fyrirsjáanlegt að fjárfesting í aukinni framleiðslu og bættu dreifikerfi muni nýtast vel fyrir stærri farartæki á landi og sjó langt inn í þessa öld. Og því notagildið fyrirsjáanlega meira en sem nemur því að draga hratt úr hlutfallslegri hlýnun jarðar af mannavöldum vegna aksturs fólksbíla.

Biogas EU 2030 og 2050

Innilegustu þakkir fyrir að geta nálgast ritrýnd og vönduð gögn um umhverfis- og loftslagsmál á KOMPÁS fræðslu-og þekkingarvefnum. Ég hvet unga stjórnendur og ráðamenn til að nýta sér upplýsingar og verkfæri á víðu fræðasviði sem er að finna á KOMPÁS vefnum. Unga kynslóðin mun sitja uppi með Svarta-Pétur og kostnaðinn, ef forgangsröðun orkukerfisskipta í vegasamgöngum byggir ekki á nýtingu tækifæra sem blasa við og enginn faglegur ágreiningur er um í heimsþorpinu að nýta beri á vegferð orkukerfisskipta í vegasamgöngum.

 

Stoðefni:

  1. Angela Sainz Arnau (2022, 14. mars). Biomethane for decarbonising transport: the Swedish example.Vefur: energypost.eu Vefslóð: https://energypost.eu/biomethane-for-decarbonising-transport-the-swedish-example/Greinina er hægt að nálgast HÉR.
  2. KOMPÁS fræða-og þekkingarvefurinn. Þakkir færðar fyrir ábendingar og faglega aðstoð frá þátttakendum í KOMPÁS Þekkingarsamfélaginu. HÉR og HÉR

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband