Meginmál í samgöngum: ORKU-KERFIS-SKIPTI- ekki bara orkuskipti.

Í umræðu um umhverfismildari  og hagfelldari  vélknúnar samgöngur er mikilvægt að huga að ORKUKERFI samgönguvalkosta. Orkukerfi rafbíla samanstendur að stærstum hluta af rafhlöðu + rafmagni. Ef einhverjum finnst flókið að eiga val um að aka á metani á þessari öld ætti sá hinn sami að hugsa til þess óhagræðis og gríðarlega kostnaðar sem felst í að þjónusta margar útgáfur orkukerfa fyrir rafbíla.  

Að bestu manna yfirsýn er alsendis óvíst hvort og hvenær samkeppni muni skapast um framleiðslu á stöðluðum rafhlöðum sem nýtanlegar eru á hvaða rafbíl sem er. Og þannig að ábyrgðir framleiðenda á rafmótorum og öðrum búnaði gilda óháð rafhlöðuframleiðanda.  Með auknu framboði á tilrauna-rafbílum á næstu áratugum sjá menn fyrir sér mikla fjölgun ORKUKERFA í samgöngum. Ef tilraunaverkefni rafvæðingar ná einhverri útbreiðslu áður en staðlar og reglugerðir um samnýtingu á rafhlöðum ná fram að ganga sjá menn fram á gríðarlegt fjárhagslegt  og umhverfislegt óhagræði. 

Skilaboðin frá heimsbyggðinni til okkar Íslendinga eru skýr. Þegar sá tími kemur að rafbíllinn reynist rekstrarlega og þjóðhagslega hagfelldur valkostur , í samanburði við aðra valkosti til samgangna erlendis, skapast forsendur fyrir Íslendinga að huga að rafvæðingu á bílaflota sínum af raunsæi. Fyrr er ávinningur almennings verulega takmarkaður, ef nokkur,  þótt ávinningur fræðasamfélagsins kunni að verða nokkur og mikilvægur.

Hér erum við komin að mikilvægum þætti í okkar íslensku umræðu, um orkukerfisskipti í samgöngum þjóðarinnar, sem mikilvægt er fyrir okkar fámennu þjóð að halda til haga.

Við megum ekki láta vonarsýn um eina framtíðarþróun hindra okkur í að nýta þann þróaða og hagfellda framtíðarvalkost sem við höfum í hendi - hagfeldni metanvæðingarinnar fyrir íslenskt samfélag blasir við og enginn ágreiningur er um að metanvæðingin mun gegna mikilvægu hlutverki við umhverfisvæn orkukerfisskipti í samgöngum á Íslandi á þessari öld eins og erlendis.

Þróunarvinna á sviði vetnis-og rafvæðingar er mikilvæg þótt ekki sé fyrirsjáanlegt að hún skili umtalsverðum heildrænum ávinningi fyrir almenning og umhverfi á næstunni. Vonir sem bundnar eru við tækniþróun framtíðar mega þó alls ekki verða til þess að arðbær og hagfelld tækifæri í hendi til úrbóta og framfara verði vannýtt.

Okkar fámenna þjóð hefur úr afar takmörkuðum gæðum að spila þótt um góðæri væri að ræða. Í dag og næstu misserin er þó enn brýnna en áður að við náum að sameinast um farsæla nýtingu á þeim gæðum sem þjóðin hefur í hendi sér að geta nýtt með miklum ávinningi. Stóraukin metanvæðing í samgöngum er forgangsverkefni sem blasir við í okkar samfélagi næstu misserin og árin ef okkur á að takast að vinna sjálum okkur heillt á grundum gatna.

Allir málsmetandi aðilar sem tjáð sig hafa um framtíðarhorfur í samgöngum þjóðarinnar á þessari öld sjá fyrir sér stóraukna framleiðslu og notkun á íslensku metani. Og þeir hinir sömu vita að stóraukin metanvæðing núverandi bílaflota skapar mesta ávinning sem hægt er að skapa í samgöngum þjóðarinnar miðað við að bílaflotinn verði nýttur hér eftir sem hingað til. Og jafnframt, að geta til stóraukinnar metanvæðingar er til staðar á Íslandi í dag með mesta mögulega ávinningi sem völ er á fyrir almenning, umhverfið og þjóðarbúið.

Sá sem bendir á ofangreinda staðreynd hefur ekkert á móti þróun á öðrum valkostum sem einnig gætu reynst hagfelldir síðar á öldinni.

Við megum ekki láta vonarsýn um eina framtíðarþróun hindra okkur í að nýta þann þróaða og hagfellda framtíðarvalkost sem við höfum í hendi.

Stjórnvöld geta með öruggum hætti unnið þjóðinni heilt með stefnumiðaðri stjórnsýslu sem miðar að því að setja í forgang verkefni til að skapa verðmæti fyrir þjóðina með stóraukinni metanvæðingu í samgöngum á næstu misserum og árum. Og samhliða styðja við  þróun á tækni til nýtingar á vetni og rafmagni.

Umhverfislegur, rekstrarlegur og þjóðhagslegur ávinningur verður að liggja til grundvallar við forgangsröðun áherslna til umhverfisvænna orkukerfisskipta í samgöngum og leiða för. Staða metanvæðingarinnar hefur þróast þannig að sá grundvöllur er til staða í íslensku samfélagi í dag eins og erlendis.

Við Íslendingar töpum engu með að forgangsraða í dag metanvæðingunni í vil - eigum í raun allt að vinna.   

Ný heimasíða Metan hf : www.metan.is


Ný heimasíða Metan hf - vinum metanvæðingar fjölgar hratt

Frá því að ég skrifaði síðast um þann mikla og margþætta ávinning sem við Íslendingar getum skapað okkur með stóraukinni  metanvæðingu í samgöngum þjóðarinnar hefur ýmislegt þokast í rétta átt.  Vinum metanvæðingar fjölgar hratt í dag og öllum að verða ljóst  að stóraukin metanvæðing í samgöngum þjóðarinnar er hafin og að hún skapar mesta umhverfislega og fjárhagslega ávinning fyrir þjóðina sem unnt er að skapa hlutfallslega á þjóðvegum landsins.  Og ekki síður eru menn farnir að horfa til báta og skipaflotans í þeim efnum enda hafa frændur okkar Norðmenn sýnt fram á notagildi metans til að knýja báta og stærri ferjur.

Á sama tíma og sannleikur metanvæðingarinnar er að verða öllum kunnur  er að renna upp fyrir mönnum að langt er í að stórfelld rafvæðing í samgöngum þjóðarinnar geti talist tæknilega æskileg eða fjárhagslega og umhverfislega eftirsóknarverð.  Helsta viðspyrnu telja menn sig þó geta veitt gegn málstað stóraukinnar metanvæðingar með því að benda á að dreifikerfi fyrir metan kosti sitt.  Þeir hinir sömu átta sig þó fljótt á því, með smá rýni í viðskiptamódel og tölur, að kostnaður við dreifikerfi metans er ekki mikill í samanburði við kostnað annarra sambærilegra valkosta til vélknúinna samgangna. 

Þetta er fallegur dagur  

Ný heimasíða Metan hf : www.metan.is


Stórfrétt fyrir Eyfirðinga - er til mikilvægara kosningamál í Eyjafirði?

Meistaravörn Svanhildar Óskar Ketilsdóttur varpar skæru ljósi á gríðarleg atvinnutækifæri fyrir Eyfirðinga sem skapað geta jafnframt mikinn og margþættan ávinning fyrir íslenska þjóð -  mannfélag, náttúru og samfélag. Í stuttu máli var niðurstaða Svanhildar sú að með söfnun á mykju frá 98 býlum við Eyjafjörð megi afla hráefnis til metanframleiðslu sem skilar ökutækjaeldsneyti sem jafngildir um 2.2 milljónum lítra af 95-oktana bensíni( um 2000 fólksbílar) á ári. Já, og hún var bara að skoða möguleika með að nýta mykjuna en þar fyrir utan var öllum ljóst að unnt er að nýta allan anna lífmassa sem til fellur á Eyjafjarðarsvæðinu til metanframleiðslu og að auki má afla lífmassa með ræktun á orkuplöntum ef því er að skipta.  Sjá frétt: http://www.metan.is/user/news/view/0/332

Hvaða tölur og táknmyndir sjóða má föndra saman úr upplýsingum Svanhildar ?  Læt fylgja með skemmri-skírnar-leik með tölur sem vonandi vekja einhverja upp til að rýna í málaflokkinn og hefjast handa.

Metanvæðing í Eyjafirði 2010 og til framtíðar litið

Niðurstöður Svanhildar voru fyrst kynntar á Landbúnaðarþingi 2010 og nýverið aftur í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Fjölmiðlar gerðu rannsóknum Svanhildar allgóð skil í tengslum við Landbúnaðarþingið og margir vongóðir um að niðurstöðunum verði ekki stungið undir stól.  Málaflokkur metanvæðingar í landinu geri vissulega kröfu til að einhverjir leiði för og togi í stefnumiðaða átt.  Líkindi þess að slíkt verði viðhaft, hratt og örugglega, í Eyjafirði  eru giska góð þar sem Eyfirðingar verða seint vændir um skort á djörfung, hugunn eða framsýni þar sem raunsæi og hagfeldni er höfð að leiðarljósi.

Þar fyrir utan búa Eyfirðingar ansi vel þegar kemur að  mannauði meðal áhrifavalda um orkuskipti í samgöngum. Einnig er hinn almenni pólitíski jarðvegur fyrir stóraukinni metanvæðingu í landinu ansi góður. Fullur skilningur er í öllum flokkum á mikilvægi þess fyrir þjóðina að geta tryggt aukið og fjölbreytt orkuöryggi í landinu með sjálfbærum og endurnýjanlegum hætti. Jafnframt er góður skilningur á því grundvallaratriði við orkuskipti í samgöngum að sjálfbærni í samgöngum verður ekki tryggð nema að ORKUKERFIÐ sem samgöngur grundvallast á sé sem mest sjálfbært.  

ORKUKERFI ökutækja = efni og búnaður sem tryggir þá stöðuorku/efnaorku sem akstur grundvallast á .

Ferðafrelsi  verður ekki viðhaldið með hagfelldari hætti á Íslandi  en á metan/bensínbíl langt inn í þessa öld. Á bíl sem gengur fyrir metani en getur einnig gengið fyrir bensíni ef á þarf að halda.  Slíkum bílum fjölgar í umferð í heimsþorpinu um 3 milljónir á ári um þessar mundir og hraðast meðal þjóða sem búa yfir þeim auðlindum, þeirri þekkingu og þeirri reynslu sem við Íslendingar búum yfir.

Er ekki að skapast tilefni til að móta stefnu um orkuskipti í samgöngum í Eyjafirði ?
Innilega til hamingju Eyfirðingar með einstakan endurreisnarvalkost á grundum gatna - veldur hver á heldur.



Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2010 - raunhæfa lausnin í samgöngumálum er í startblokkunum.

Við eigum hagfelldan valkost til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum um 250 (Gg) næstu 10 árin og ná markmiðinu  um  750 (Gg) heildarlosun frá samgöngum á árinu 2020. Og án þess að skerða það ferðafrelsi sem við þekkjum í dag. Til að svo megi verða þurfum við að viðhafa orkuskipti  á um 54% af bensín- og dísilbílaflota  landsins næsta áratuginn.  Og aka þess í stað á 132.300 sambærilegum ökutækjum árið 2020 sem ganga að mestu fyrir metan eldsneyti - tvíorkuvélar  metan/bensín. 

Til að ná þessum árangri á næstu 10 árum munum við stórauka framleiðslu okkar á metani og búa okkur jafnframt undir að geta flutt inn metan eldsneyti. Innflutt metan eldsneyti skapar umtalsverðan umhverfislegan ávinning, 40-50%, samanborði við bensín og dísilolíu og tryggir að framboð á metan eldsneyti verður ekki  flöskuháls orkuskiptanna ef því er að skipta- innflutningur á metani kostar okkur einnig mun minna í gjaldeyri en innflutningur á bensíni og dísilolíu.  Með aukinni framleiðslu á íslensku metani  getum við svo markvisst aukið enn frekar umhverfislegan ávinning metanvæðingarinnar og dregið meira úr gjaldeyrisnotkun þjóðarinnar vegna samgangna. Og  samhliða lagt grunn að sjálfbærri atvinnusköpum víða um land og tryggt okkur hlutfallslega umhverfisvænstu vélknúnu samgöngur sem völ er á í heiminum langt inn í þessa öld - náttúru, mannfélagi og samfélagi allt.    

Hvað þurfum við að gera í sumar.
  • Stórauka afköst við að uppfæra bíla - bensínbíla og dísilbíla.: Búnaður til uppfærslu á bíl kostar um 150 þúsund krónur í gjaldeyri þannig að meðalbíllinn nær að skapa nettó gjaldeyrissparnað á einu ári. 
  • Skapa hvata til að auka afköst þeirra sem þegar kunna til verka.
  • Skapa hvata til að auka endurmenntun, fræðslu og þjálfun bifvélavirkja.
  • Með 100 starfsgildum á ári að jafnaði  í 10 ár getum við hæglega uppfært 132.300 bíla.
  • Hér er um að ræða sannkallað þjóðþrifaverkefni.
  • Bæta dreifikerfið nú í sumar - þjóðhagslega hagfelld atvinnusköpun
  • Fjölga flutningsleiðum fyrir metan í jörðu á höfuðborgarsvæðinu í sumar - lítill gjaldeyriskostnaður
  • Fjölga afgreiðslustöðum í sumar - færanlegar afgreiðslueiningar í fyrstu.
  • Skapa hvata  til myndunar á staðbundinni samstöðu ökutækjaeigenda sem réttlætir uppsetningu á færanlegri afgreiðslustöð utan höfuðborgarsvæðisins nú í sumar - leiðir mögulegar sem skapað geta fjárhagslega grundvöll fyrir færanlega metanstöð utan höfuðborgarsvæðisins í sumar.   
  • Hefja framkvæmdir í sumar er miða að því að geta aukið afgreiðslugetu ( framboð) fyrir metan í landinu á næstu árum og áratugum.
  • Ákvarða hvar hagfelldast er að taka við innfluttu metan og geyma í vökvaformi.  Koma niðurstöðum þar um í aðgerðarhæfan búning í sumar.
  • Búa í haginn fyrir stóraukna innanlandsframleiðslu - á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjafirði.
  • Einföld og skýr stefnumörkun um metan orkugjafa til að knýja samgöngur sem kostaðar eru af  almannafé og tímasett aðgerðaráætlun til framkvæmda.
Þetta eru nokkur sannkölluð heillaspor sem við getum stigið á grundum gatna í sumar - já. Það er ansi skemmtilegt til þess að hugsa að hér fara saman allar grunnforsendur hagfelldra breytinga sem unnt er að viðhafa hratt - umhverfislegur ávinningur, rekstrarlegur ávinningur einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtækja og þjóðhagslegur ávinningur- gjaldeyrissparnaður, atvinnu-og nýsköpun sem veitir okkur svigrúm til að viðhafa markvissa aukningu á sjálfbærri nýtingu á orku - endurnýjanlegu orkukerfi sem eykur enn frekar orkuöryggi þjóðarinnar og fjölbreytni til orkusjálfstæðis komandi kynslóða- já.


Gögn sem hvöttu til smá útreikninga og hugflæðis:

Drög að aðgerðaráætlun í loftslagsmálum 2010


Orkuskipti í samgöngum - læt þetta flakka í góðum anda - metanvæðinguna er hagfellt að styðja

Ég tók þátt í rökræðum fyrir skemmstu þar sem saman voru komnir áhrifavaldar um orkuskipti í samgöngum með einum eða öðrum hætti. Umræðan barst að metanvæðingunni og varð lengri en menn ætluðu. Andstaða metanvæðingarinnar gerði vart við sig en metanvæðingin fékkst ekki sleginn af borðinu á forsendum umhverfislegra gilda, ekki heldur út frá rekstrarlegu sjónarmiði gagnvart almenningi í landinu og enn síður sökum þjóðhagslegra hagsmuna.  Á tíma varð umræðan ögn pínleg fyrir þá sem mættu til spjallsins með fodóma og skelltu fram órökstuddri skoðun um ómöguleika sem var ekki til staðar.

Helst þótti einum ná að veita viðspyrnu, gegn því að gera  metanvæðinguna að forgangsverkefni,  með spurningunni um hvað væri hægt að aka mörgum bílum á Íslandi  í dag á metani ?  Ég spurði á móti ,,hvers vegna spyrð þú um það?‘‘  og bætti við ,,hvað villt þú að þeir verði margir eftir eitt ár, eftir eitt Ólympíutímabil (4ár)  eða 10 ár ? ´´ . Eftir óvænt langa þögn bætti ég við að metanvæðingin gæti annað allri getu landsins til að viðhafa orkuskipti í samgöngum næsta áratuginn og þótt þeir væru fleiri. ,,Hvaða vitleysa er þetta, hvernig rökstyður þú það ?‘‘ sagði hann með áherslu. Og þá kom það:

Eru orkuskipti í samgöngum ekki  hvött af þunga af umhverfislegum ástæðum?  Hann, jú. Hlutfallslega umhverfisvæsti vélknúni samgöngumáti sem hægt er að viðhafa í heiminum byggir á  metan/bensínbíl og notkun á metan eldsneyti, erum við ekki sammála um það ?  Ja, jú, ef við erum að tala um lífferilsgreiningu og hlýnunaráhrif á jörðinni. Er eitthvað annað sem skiptir máli umhverfislega séð fyrir Íslendinga?  Nei ekki fyrir Íslendinga. Við erum að tala um Ísland, er það ekki? Jú, jú.

Þá er staðan einfaldlega sú, að við getum blandað okkar einstaka íslenska metani (gulli allra eldsneyta) út í innflutt metan eldsneyti og tryggt alla þá fjölgun, sem við kjósum,  af umhverfisvænstu ökutækjum sem völ er á í heiminum. Og án þess að kosta nokkru til sem heitið getur vegna framleiðslu á metani ? Hvað ert þú að segja, er verið að tala um að flytja inn metan? Nei,  en þetta er svar við spurningunni um hvað hægt er að gera ef því er að skipta? Já, þú ferð ekki að þynna út íslenska metanið með innfluttu metani þegar þú átt nóg af metani hér heima.  Rétt, en þú spurði hvað væri hægt að gera hratt og þið voruð að ræða áðan um mesta mögulega umhverfislega ávinningi sem hægt væri að skapa.

Þið voruð að ræða um það hér áðan að það væri mikill umhverfislegur ávinningur samfara því að blanda metanóli (5-10%) út í bensín og að það sparaði einnig  5-10% af gjaldeyri þjóðarinnar.  Já, en þú sparar ekki gjaldeyri með því að flytja inn metan. Bíddu nú við- Ísland myndi sparar sér um 40%  í gjaldeyrisnotkun  með því að flytja inn metan í stað þess að flytja inn bensín.  Ja, já en þú gleymir því að það þarf að byggja upp rándýrt kerfi til að taka við metaninu og geyma það?  Rándýrt kerfi, hvað heldur þú að það kosti? Heldur þú að það kosti 8 milljarða? Nei, nei en af hverju nefnir þú þessa upphæð?  Bara til gamans þar sem þessi tala er nærri gjaldeyrissparnaði þjóðarinnar á einu ári ef metan væri flutt inn í stað bensíns- 40% af 20 milljörðum sem er gjaldeyrisnotkun þjóðarinnar til innflutnings á bensíni .  Já, en þú átt eftir að byggja upp dreifikerfi fyrir metanið og það er gríðarlega dýrt.

Gríðarlega dýrt, hefur þú skoðað hvað það mætti kosta? Það er flókið að reikna það út. Bíddu nú við, erum við ekki fljótir að fá tilfinningu fyrir því hvað það kostar að gera það ekki?   já, Það þarf að skoða þetta allt saman með hliðsjón af fjölgun ökutækja næstu árin. Já, þá erum við komnir að því sem ég var að ræða um varðandi raunsæja og aðgerðarhæfa tímalínu áður en þú spurðir mig um hvað væri hægt að aka mörgum metanbílum á morgun.

Já, já Einar, þetta er ágætt hjá þér, en þú gleymir því að gjaldeyrissparnaðurinn skapast ekki strax í landinu með aukinni metanvæðingu, það þarf að fækka komu olíuskipa til landsins til að við getum farið að tala um gjaldeyrissparnað.  Þú átt við að það taki tíma að gera sparnaðinn sýnilegan. Veist þú hvað  þarf mörg metan-fólksbíla-ígildi á ári til að fækka komu olíuskipa til landsins? Nei, nei , en það er bara að mörgu að hyggja í þessu öllu saman. Takk fyrir þessa ábendingu ég skal taka þetta saman og blogga um þessar tölur, ég er á mogga-blogginu. Já, ég hef eitthvað heyrt um að þú skrifir þar, ég þarf víst að rjúka takk fyrir þetta. Þakka þér miklu fremur:

Hér koma tölurnar - og þar með er engin vangavelta útistandandi gegn stórfelldri metanvæðingu landsins.

Hámarks bensínbirgðir í landinu gætu annað eftirspurn í 4 mánuði -  hámarks orkuöryggi þjóðarinnar!
Til hagræðingar eru bensínbirgðir í landinu að jafnaði sem nemur eftirspurn í 3-4 vikur  - orkuöryggi í raun!
Fjöldi olíuskip sem koma til landsins  er  ~20 skip/ári  ´´koktelskip“
  • Þar af algengt um 7000 Tonn kg af bensíni. Eðlisþyngd bensíns er um 0,745
  • Í hverju olíuskipi sem kemur til landsins er því um 9,4 milljón lítrar af bensíni.
  • Bensínnotkun meðalfólksbíls á ári: ~ 10L/100km * 13.500 km = 1350 L/ári
  • ERGO:  ~7000 metan-fólksbílaígildi gætu nægt til að fækka komu eins olíuskips til landsins á ári .
  • Fækkun um einn bensínfarm til landsins sparar þjóðarbúinu  0,5-1 milljarð í gjaldeyri.

ÞÁ HÖFUM VIÐ ÞAÐ: Við gætum létt á gjaldeyrisútflæði þjóðarinnar sem nemur  0,5-1 milljarði á ári með orkuskiptum 7000 fólsbíla - með uppfærslu á bensínbílum í metan/bensínbíl. Það kostar aðeins um 100-150 þús. kr í gjaldeyri að uppfæra einn bensínbíl.  Við gætum því með samtakamætti á þessu ári lagt grunn að sparnaði fyrstu milljarðanna í erlendri mynt. Auðvita skapast gríðarlegur ávinningurinn þótt olíuskipum til landsins fækki ekki strax, en þar sem sú nálgun kom upp þá er hér komin tilgáta um mögulegt svar. Svo mikið get ég sagt, að menn töldu að mun fleiri bíla þyrfti til að fækka komu olíuskips um eitt skip á ári -  en það er svo sem ekki stóra málið hvort það taki 2 eða 4 ár að fækka komu skipa og gera viðsnúnig á gjaleyrisflæði þjóðarinnar áþeifanlegan ef um er að ræða varanlegan viðsnúning - já, og sjálfbæran að auki.

 ANNAð-önnur nálgun að ávinningi metanvæðingar: Olíuslys á Íslandsmiðum er ekkert smámál, metan er manninum skaðlaust við innöndun og snertingu og dýralífinu sem mjólk í samanburði við olíu.  Áhættumat vegna olíuflutninga á sjó gæti mögulega batnað um 5% (eitt skip af 20 á ári) með orkuskiptum 7000 fólksbíla yfir á
metan eldsneyti - önnur frábær staðreynd -minni áhætta fyrir lífríkið í sjónum og við strendur landsins ef metnabílum fjölgar.

 Góða helgi


ORKUSKIPTI Í SAMGÖNGUM - að velja vísar til þess að eiga val ?

Nú sem aldrei fyrr þarf íslensk þjóð að skapa samtakamátt um aðgerðarhæfa, raunsæja og hagfelda aðgerðaráætlun til orkuskipta í samgöngum og nýta þau tækifæri sem blasa við öllum nema þeim sem vilja ekki sjá. Tímalína valkosta, sem erindi þykja eiga við þjóðina, þarf að vera áreiðanleg, heiðarleg og aðgerðarhæf. Að bestu manna yfirsýn hefur lengi blasað við, að við Íslendingar eigum að stórauka notkun á íslensku metani í samgöngum,strax í dag, og hætta að brenna á báli í stórum stíl það umhverfisvænsta samgöngueldsneyti sem völ er á.  Og samhliða aukinni notkun að stórauka framleiðsluna. Einsýnt þykir að allir aðrir valkostir í samgöngum þjóðarinnar ættu að miðast við þann ávinning sem metanvæðingin á Íslandi getur veitt. Önnur nálgun og framsetning valkosta verður seint ef þá nokkru sinni færð til bókar sem ásetningur um að vinn þjóðinni heilt. Það er dýrmætt hverri sál (þjóðarsál) að eiga frumkvæðið að því að vinna sjálfri sér heilt með réttu vali áður en neyðin varpar ljósi á þá staðreynd að valið er ekkert. Með frumkvæði í tíma varveitis dýrmætur eldmóður sem nýtist vel við að umbreyta hverri raun í jákvæða áskorun.

 Augu þjóðarinnar hafa opnast fyrir þeirri staðreynd að á grundum gatna getum við stigið heillaspor sem skapað geta rekstrarlegan, umhverfislegan og þjóðhagslegan ávinning sem um munar í dag og til framtíðar litið.  Við blasir tækifæri sem er í hendi, tækifæri sem við getum nýtt strax í dag og tækifæri sem erindi á til framtíðar litið einnig. Við blasir tækifæri til að  stórauka metanvæðingar í landinu. Jafnframt, hefur umræðan um rafvæðingu og vetnisvæðingu í samgöngum farið mikinn að undanförnu en þó ekki vegna þess að markaðsboð þeirra valkosta eigi brýnt erindi við landsmenn. Gæta þarf að því að láta slíka umræðu ekki rugla menn í ríminu við stefnumótun þótt ýmsir vænti þess að slíkir valkostir kunni að eiga hagfellt erindi við íslenska þjóð innan fárra áratuga. Hvað varðar metanól, etanól og lífdísil þá eru þar á ferðinni viðfangsefni sem snerta hagsmuni almennings  í landinu í mun minna mæli en metanvæðingin sannarlega gerir.

Talsvert hefur gætt á því í umræðunni að tímalína valkosta til orkuskipta hafi í markaðsskini verið færð að þeim ráspunkti sem stórefling metanvæðingar er stödd á í dag. Slík framsetning þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að rugla almenning og stjórnvöld í rýminu og gera stjórnvöldum örðugra að vinna þjóðinni heilt við forgangsröðun og stefnumótun.  Í framtíðinni mun hagfeldni rafvæðingar og vetnisvæðingar  í samgöngum miðast við hagfeldni frekari metanvæðingar hvað svo sem líður markaðshagsmunum um að miða samanburð við bensín-og dísilbílinn. Ástæðan má öllum vera ljós. Metanbíllinn skapar heildrænan ávinning sem ekkert annað ökutæki stenst samanburð við í dag og að bestu manna yfirsýn til næstu 20 ára litið hið minnsta. Öllum sem rýnt hafa málaflokk orkuskipta í íslenskum samgöngum  ber saman um að þáttur metanvæðingar mun vega þungt við heildar orkuskipti í samgöngum þjóðarinnar á þessari öld.  Tímalínan athafna og aðgerða blasir við. Metanvæðingin er á rásmarki þjóðarleikvangsins með keflið í hendi. Aðrir valkostir eru í æfingabúðum og mun vonandi skila sér inn á leikvanginn með hætti sem á erindi við almenning innan fárra áratuga.
  • Við vitum að aukin metanvæðing ætti að vera forgangsmál okkar Íslendinga í orkuskiptum í dag,  
  • Við vitum að full nýting á öllu því metani sem hægt er að framleiða á Álfsnesi skilar mestum ávinningi í samgöngum sem völ er á fyrir einstaklinga, fjölskyldur, fyriræki, þjóðarbúið og umhverfið. 
  • Við vitum að metan eldsneyti er ætlað mikilvægt hlutverk í samgöngum á Íslandi og um allan heim á þessari öld.
  • Við vitum að við getum stóraukið framleiðslu á metani umfram það sem unnt er að framleiða í dag á Álfsnesi.
  • Við vitum að ekki er unnt að sjá fyrir hagfelldustu hlutdeild metannotkunar í landinu til loka þessarar aldar.  
  • Við vitum að ef tryggja á sem mestan þjóðarhag við orkuskipti í samgöngum Íslendinga þurfa aðrir valkostir að miðast við hagfeldni aukinnar metanvæðingar í landinu.
  • Við vitum að valkostum til orkuskipta munu fjölga í framtíðinni
  • Við vitum að hagfeldni valkosta mun verða mismunandi milli landa af ýmsum ástæðum.
  • Við vitum að þeir sem tala fyrir öðrum orkugjöfum benda margir á mikilvægi metan eldsneytis fyrir flutningabíla, skipaflota og flugför í framtíðinni og vilja beina metanvæðingunni þangað svo þeir geti miðað sitt markaðsboð við bensín-og dísilnotkun og starfað sem best á fólksbílamarkaði.
  • Við vitum að margt af því eldsneyti sem í boði mun verða lítur að íblöndun í bensín og dísil. 
  • Við vitum að tímalína margra valkosta til orkuskipta hefur verið fær fram í markaðsskini
  • Við vitum nógu mikið um stöðu þjóðarbús okkar til að átta okkur á að minni gjaldeyrisnotkun í samgöngum er þjóðþrifamál og að notkun á metan/bensínbíl tryggir mestan árangur.
  • Við vitum að orkuskipti í samgöngum verða ekki hröð í landinu ef þau miðast við fjárfestingu almennings í nýjum ökutækjum í dag.
  • Við vitum að um 2000 nýir fólksbílar voru teknir í notkun í landinu á árinu 2009 og að stærstur hluti þeirra var notaður af bílaleigum. 
  • Við vitum að unnt er að uppfæra alla bensínbíla þannig að þeir geti einnig gengið fyrir metan eldsneyti.
  • Við vitum að eftir uppfærslu bensínbíls á eigandinn val um að aka á metani eða bensíni - að bíllinn hafi tvo tanka og kemst því lengra á eldsneytisbyrgðum - aukið ferðafrelsi ef eitthvað er.
  • Við vitum að unnt er að uppfæra bensínbíla fyrir verð á bilinu 350-500 þús kr.
  • Við vitum að ef bensínbíll eyðir 10L/100km getur eigandinn skapað sér ábata upp á á bilinu 1-1,4 milljónir króna með akstri sínum á metani í stað bensíns næstu 100.000 km
  • Við vitum að með 100.000 km akstri á metani í stað bensíns á sama bíl sparast gjaldeyrir þjóðarinnar (nettó) svo nemur um 800.000 kr ( m.v. gengi EUR=170kr)
  • Við vitum að í ofangreindu dæmi skapast umhverfislegur ávinningur í formi minni losunar gróðurhúsalofttegunda svo nemur um 23Tkg af CO2-ígildi ( 2,325 kg/L af CO2-ígildi)
  • Við vitum að samgönguráðuneyti og Umferðastofa hafa nú þegar aðlagað reglugerðir og lagaumhverfi þannig að heimilt er í dag að uppfærslu ökutækja þannig að þau geti einnig nýtt metan eldsneyti - skoðunarhandbók.
  • Við vitum að forstjóri Ríkiskaupa áréttaði nýverið fyrir forstöðumönnum ríkisfyrirtækja að engin reglugerð eða lög innan Evrópusambandsins banni eða hindri að opinberum innkaupum  í samgöngum sé beint að vöru eða þjónustu sem styður umhverfisvænar samgöngur og  atvinnu-og nýsköpun í landinu. Og að Evrópusambandið hvetur til þess að innkaupum sé beint með hætti sem eykur sjálfbærni þjóða.
  • Við vitum að nettó fjárstreymi til hins opinbera þarf ekki að dragast saman þótt hið opinbera leggi ekki álögur á notkun metans annað en virðisaukaskattinn.
  • Við vitum að spár um þróun bensínverð í heiminum eru á einn veg - hærra heimsmarkaðsverð.
  • Við vitum að vegna gríðarlegs þjóðhagslegs ávinnings af aukinni metanvæðingu er kostnaður vegna eflingar á dreifikerfi fyrir metan engin fyrirstaða.  
  • Við vitum að það tekur um 3 mánuði að opna nýja metanstöð í landinu. 
  • Við vitum að það eru 5 dælur fyrir metan á höfuðborgarsvæðinu í dag og hægt að tvöfalda þær á stuttum tíma á núverandi afgreiðslustöðum.
  • Við vitum að unnt er að þjóna vel tugum þúsunda ökutækja með 5 afgreiðslustöðum á höfuðborgarsvæðinu og fimm á landsbyggðinni.
  • Við vitum að fyrirhugað er að framleiða metan eldsneyti á Akureyri og opna afgreiðslustöð þar.
  • Við vitum að rannsóknir hafa leitt í ljós að unnt er að framleiða metan eldsneyti úr mykju frá  98 býlum við Eyjafjörð sem nægir fyrir um 5000 fólksbíla m.v. eldsneytisnotkun véla í dag.
  • Við vitum að fyrsti einyrkinn í landinu hefur þegar hafið framleiðslu á metani á búgarði sínum - Hraungerði. 
  • Við vitum að þróun á brunavélum er mikil í dag og þegar komnar á markað véla sem skila sama afli á áður með mun minn notkun á eldsneyti.
  • Við vitum að ávallt er hægt að flytja metan til landsins í stað bensíns ef okkar eigin framleiðsla annar tímabundið ekki eftirspurn og spara samhliða umtalsverðan gjaldeyri.
  • Við vitum að meira er til af metani í heiminum en bensíni og dísilolíu og að metani úr jarðgasi er mun ódýrara en  bensín og dísilolía á heimsmarkaði.
  • Við vitum að metan út jarðgasi er mun umhverfisvænni orkugjafi en bensín og dísilolía.
  • Við vitum að flestir bílaframleiðendur heims framleiða bíla með svonefndri tvíbrennivél ( metan/bensín) sem hafa tvo eldsneytistanka og að framboð slíkra  bíla eykst hratt um allan heim.
  • Við vitum að ferðafrelsi á metan/bensínbíl er hið sama eða meira en á bensínbíl sömu gerðar vegna þess að bíllinn getur gengi fyrir metan eða bensíni.Og að ef metan er notað brennir bíllinn ekki bensíni.
  • Við vitum að í skýrslu NAS sem birt var í október 2009 er með ýtarlegum hætti gerð skil á umhverfisáhrifum samgöngukost samkvæmt lífferilsgreiningu og horft með áreiðanlegum hætti fram til ársins 2030.
  •  Við vitum að hlutfallslegur umhverfislegur ávinningur orkuskipta í samgöngum þar sem íslenskt metan er notað í stað bensíns og dísilolíu er í algjörum sérflokki í samanburði við alla aðra fyrirsjáanlega valkosti til vélknúinna samgangna langt inn í þessa öld. Og svo mikill að ávinningur metan ökutækja fram yfir rafbíla og tvinnbíla kom einnig skýrt fram þótt miðað væri við metan eldsneyti sem unnið er úr jarðgasi.
  • Við vitum að metanvæðing í samgöngum með framleiðslu á metni úr lífrænu efni á yfirborði jarðar stuðlar að aukinni sjálfbærni og auknu orkuöryggi þjóðarinnar sem lítur að sjálfstæði þjóðarinnar.
  • Við vitum að við getum framleitt metan úr lífrænu efni á yfirborði jarðar sem annað gæti eftirspurn alls bílaflota landsins ef því væri að skipta.
  • Við vitum að fjöldi fagaðila telja sterkar vísbendingar um að jarðgas sé að finna á Drekasvæðinu og ef það reynist í fullnægjandi magni geti útflutningur verið mjög arðbær.
  • Við vitum að STATOIL selur jarðgas til Skotlands um lögn á hafsbotni sem spannar mun meiri vegalengd en sem nemur vegalengdinni frá Íslands til Skotlands ,um 980 km.
  • Við vitum að væntinga standa til að jarðgas sé að finna í vinnanlegu magni við austurströnd Grænlands og að ef rétt reynist sem og á Drekasvæðinu skapast grundvöllur fyrir samnýtingu á lögninni frá Íslandi til Skotlands - sala á jarðgasi inn á dreifikerfi Evrópu.
  • Við vitum að sundurlyndisfjandinn er okkar helsta áskorun við orkuskipti í samgöngum.
  • Við vitum að orkuskiptum þjóðarinnar hefur þokað áfram síðastliðin ár með óhagfelldum hægagangi.
  • Við vitum að nú, sem aldrei fyrr,  er tími til að ganga fram af festu með skýra forgangsröðun að leiðarljósi við orkuskiptin.
  • Við vitum að við getum aukið sjálfbærni og orkuöryggi þjóðarinnar á grundum gatna með aukinni metanvæðingu bílaflotans.
  • Við vitum að metanvæðingin veitir okkur möguleika á að viðhafa orkuskiptin með hagfelldasta hætti sem völ er á -  umhverfislegur, þjóðhagslegur og rekstrarlegur ávinningur.
  • Við vitum að metanvæðingin tryggir  hagfelldustu gjaldeyrisnotkunina við orkuskiptin og  ódýrustu leiðina til að tryggja ferðafrelsi og samgönguöryggi almennings í landinu að því gefnu að vélknúið ökutæki verið hér eftir sem hingað til almenningseign í landinu..
  • Við vitum að þær þjóðir sem mestum árangri hafa náð við orkuskipti í samgöngum hafa notið skýrrar stefnumörkunar frá stjórnvöldum og notið leiðtoga í stjórnsýslunni sem veigra sér ekki við að vísað veginn og fara hann sjálfir - að leiða för og toga.
  • Við vitum að við orkuskipti í samgöngum takast á gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir. Og að aflmiklum aðilum á markað þarf alls ekki að hugnast það sem þjóða er fyrir bestu að viðhafa.
  • Við vitum að umhverfisvæn orkuskipti vélknúinna ökutækja geta ekki átt sér stað með ódýrari og þjóðhagslega hagfelldari hætti en með stóraukinni metanvæðingu.
  • Við vitum að í landinu eru um 245.000 ökutæki og þar af fólksbílar um 210.000
  • Við vitum að verðmæti ökutækja í umferð á Íslandi nemur alls  um 500 milljörðum króna - ríflegum tekjum ríkisins á einu ári.
  • Við vitum að Ísland flytur inn eldsneyti fyrir um 20 milljarða kr á ári (gjaldeyrir).
  • Við vitum að verðmæti þess metan eldsneytis (m.v. bensínverð) sem við brennum árlega í stað þess að nýta á ökutæki okkar nægir til að byggja upp framtíðar dreifikerfi á höfuðborgarsvæðinu og við hringveginn - ef hið opinbera æki á metan eldsneyti og greiddi bensínverð fyrir mætti t.d. byggja um metan-dreifikerfi landsins án nokkurs útgjaldaauka fyrir hið opinbera - hratt og örugglega.
  • Við vitum að við málaflokki orkuskipta í samgöngum verður ekki mætt með hlutleysi ef árangur á að nást.
  • Eina raunhæfa og hagfellda leiðin til orkuskipta í samgöngum þjóðarinnar felur í sér stóraukna metanvæðingu:
  • NÆSTU SKREF á árinu 2010 1) Stóraukin metanvæðing gerð að forgangsmáli stjórnvalda og stefnan kunngjörð. 2) Stórefla þarf afkastagetur við að uppfæra ökuræki í metan/bensínbíla - hvatar, þjálfun, menntun. 3) Uppfærsla bíla hvött  -  hluti af sparnaði eldsneytiskostnaður nýttur til að greiða niður hagfelld GRÆN LÁN til uppfærslu - viðskiptakort í smíðum. Og  skattaafsláttur veittur 2011 sem miðast við umfang orkuskipta - notkun á metani rekjanleg með áreiðanlegum hætti með metankorti. 4) Opnun á nýrri afgreiðslustöð á höfuðborgarsvæðinu og fyrstu afgreiðslustöð á Akureyri 2010 - bein eða óbein aðkomu ríkis og bæjar.  5) Grunnur lagður að stóraukinni metanframleiðslu á höfuðborgarsvæðinu , á Akureyri og víðar á landsbyggðinni.
  • Á Ólympíuárinu 2012 eigum við að stefna að því að hægt verði að aka hringveginn á íslensku metani og fylla á metanbyrgðir á 5 stöðum á landinu.
Til er bátur og nægur er byrinn - ávinningur metanvæðingar er skýr og afgerandi  - kallið eftir stefnu og forgangsröðun áhrifavalda er hávært - aðgerðir skapa sjálfbæran ábata og fjármagna för.

Fordæmalaus staða þjóðarinnar kallar á fordómalaust viðbragð, fordæmalausar aðgerðir og um margt fordæmalausa aðferðafræði.

Senn mun Íslands umferð batna,
eflist rekstur líf og getan.
Hagur vex á grundum gatna,
gæfusporið íslenskt metan.



Náttúru, mannfélagi og samfélagi allt - takk fyrir í dag


Metanvæðing leigubíla borgar sig hratt upp og skapar mikinn umhverfislegan ávinning - segir Snorri Karlsson hjá Hreyfli

Snorri Karlson leigubílstjóri hjá Hreyfli lét uppfæra leigubílinn sinn nýverið , Honda CR-V 2008, í metan/bensínbíl svo hann eigi einnig val um að aka leigubílinn á metan eldsneyti. Bíllinn getur eftir sem áður gengið fyrir bensíni þar sem eingöngu er um að ræða að bæta við bílinn smá búnaði og stilla stjórntölvuna. Ráðlegt er að gera ráð fyrir að uppfærsla á bíl taki 2-5 daga eftir gerð og tegund bíla.  

Til að gera uppfærsluna einfaldari er metan eldsneytisgeymi gjarnan komið fyrir í farangursrými bíla eins og sjá má á myndinni. Með þessum hætti er kostnaði haldið niðri en uppfærsla með þessum hætti kostar algengt á bilinu 400-500 þúsund krónur með virðisaukaskatti eftir gerð bíla.

Undir vélahlífinni er litlum þrýstiminnkara komið fyrir ásamt stjórntölvu sem stýrir eldsneytisnotkun bílsins sjálfkrafa frá metani yfir í bensín ef metanbirgðir klárast. Metandeilum er komið fyrir með traustum hætti og mismunandi eftir bílgerðum- einn fyrir hvern strokk. Áfyllingarstút fyrir metan með loki er komið fyrir við hliðina á bensínlokinu eða bakvið lokið við hliðina á bensínsinntakinu eftir bílgerðum.

Snorra lætur vel af þjónustu og frágangi Vélamiðstöðvarinnar hf sem sá um uppfærsluna. Miðað við reynslu Snorra fyrsta mánuðinn þykir ljóst að uppfærslan muni borga sig fyrir hann á nokkrum mánuðum.

,,Eldsneytiskostnaðurinn hjá mér hefur lækkað á bilinu 12-14 krónur/km við það að aka á metaninu. Þetta jafngildir sparnaði fyrir mig sem nemur um 7L/100km ef ég væri að aka á bensíni. Miðað við 400km akstur á einum laugardegi spara ég í eldsneytiskaupum um 5500 kr og mun því geta greitt uppfærsluna upp á stuttum tíma‘‘.

Aðspurður um viðbrögð farþega segir Snorri að þegar hann sé spurðu um bílinn almennt komi eldsneytið gjarnan til umræðu og að farþegar taki því mjög vel að ferðast á íslensku og umhverfisvænu eldsneyti- finnst það mjög jákvætt.  Innskot, þess má geta að metan er skaðlaust eldsneyti við innöndun og snertingu og af því skapast minni eldhætta en af bensíni og dísilolíu - slökkvibílar,sjúkrabílar, lögreglubílar, leigubílar og skólabílar ganga fyrir metan eldsneyti víða um heim.

Fyrir utan rekstrarávinning Snorra er rétt að nefna að með uppfærslu og akstri í íslensku metani ekur Snorri á umhverfisvænsta leigubíl sem völ er á (af hans gerð) og hann skapar samhliða mikinn þjóðhagslegan ávinning með gjaldeyrissparnaði og atvinnusköpun í landinu. Enginn vélknúinn samgöngumáti hefur í för með sér minni gróðurhúsaáhrif en bíll sem gengur fyrir íslensku metan samkvæmt samanburði á lífferilsgreiningu ökutækja og orkukerfa þeirra- þar með taldir rafbílar , tvinnbílar(rafmagn/bensín) og bílar sem nýtt geta etanól eða metanól.

Til áréttingar á þeirri miklu vakningu sem er að eiga sér stað meðal þjóðarinnar, um rekstrarlegan, umhverfislegan og þjóðhagslegan ávinning metanvæðingarinnar, má geta þess að biðlistar eru að lengjast eftir uppfærslu hjá Vélamiðstöðinni og fyrirtækið Einn Grænn sem byrjar að uppfæra bíla hér á landi í þessum mánuði forseldi fyrstu sendingu sína á nokkrum dögum.

Næstu gerðir metan/bensínbíla sem uppfærðir verða hjá Vélamiðstöðinni og koma á götuna fljótlega eru Toyota Corolla, Chrysler Town & Country , Toyota Tundra V8 og Dodge Ram .

Ljóst er að eftirspurn er eftir notuðum metan/bensínbílum og að hún muni aukast mikið á næstu misserum og árum. Þannig telja gárungarnir að besta leiðin til að tryggja sölu og viðunandi söluverð á mörgum gerðum bensínbíla sé að uppfæra þá í metan/bensínbíl - að uppfærslukostnaður fáist til baka við sölu hvort sem er. Eða eins og einn viðmælandi  orðaði það;

 
,, Hver heldur þú að fari að kaupa notaðan bensínhák þegar bensínlítrinn er kominn hátt í 250 kr ef ekki hærra?"

Uppfærsla á dísilbíl í metan/dísilbíl verður í boði fljótlega.

Sjá frétt á metan.is:  http://metan.is/user/news/view/0/324


Hvað sögðu Þórður og Katrín á Sprengisandi Sigurjóns í dag?

Þórður Friðjónsson fyrrverandi forstjóri  Þjóðhagsstofnunar og  Katrín Ólafsdóttir  fyrrverandi hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun voru gestir  Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi í dag. Hvað kom fram í máli þeirra ?
  1. Þjóðhagsstofnun var lögð niður á sínum tíma nánast í beinni útsendingu. Kom til framkvæmda 1.júlí 2002.   Þórður Friðjónsson ráðinn forstjóri Kauphallar Íslands og kynnir starfsemina 2002 - sjá: http://www.google.is/search?sourceid=navclient&ie=UTF-8&rlz=1T4ADBR_enIS319IS319&q=%c3%9e%c3%b3r%c3%b0ur+Fri%c3%b0j%c3%b3nsson
  2. Opinber tilkynning : Þjóðhagsstofnun var lögð niður hinn 1. júlí og verkefni hennar færð til Hagstofu Íslands og fjármálaráðuneytisins. Þeim verkefnum Þjóðhagsstofnunar sem snúa að mati á ástandi og horfum verður sinnt af efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Þess er vænst að þessar breytingar valdi sem allra minnstri röskun á þeirri þjónustu sem Þjóðhagsstofnun veitti. Reynt verður að leysa úr öllum fyrirspurnum sem hefði verið beint til stofnunarinnar af öðrum hvorum aðilanum sem við verkefnunum taka.  Sjá:  http://www2.stjr.is/frr/thst/index.htm
  3. Katrín Ólafsdóttir  skrifar um ráðhaginn að leggja niður Þjóðhagsstofnun: http://www.ru.is/kennarar/katrino/Thjodhagsstofnun.pdf
  4. Í þættinum heyrði ég ekki betur en að Þórður og Katrín væru sammála um eftirfarandi megin vandamál:
  5. Eftir einkavæðingu bankanna 2002 hófust lánveiting til skyldra aðila - af einhverjum ástæðum náðu stjórnvöld ekki að festa hendur á þeirri starfsemi.
  6. Einstaklingar tóku bankana yfir og hófu bankastarfsemi með hætti sem er sjaldséður í heiminum.
  7. Seðlabankinn valdi verðbólgumarkmið við fjármálastjórn - hefur aldrei verið gert í jafn litlu hagkerfi og okkar.
  8. Stjórnvöld völdu skattalækkun á þenslutíma - ekki hyggileg aðgerð
  9. Þegar Jöklabréfin fara að aukast brást Seðlabankinn seint við
  10. Icesafe - megin mistök - átti aldrei að gerast að útibú fengi að starfa erlendis - Icesafe dótturfyrirtæki átti að vera skilyrði.
  11. Hvernig stóð á því að á miðju ári 2008 ríkti sátt um að fært væri til bókar að eigið fé bankanna væri 800-900 milljarðar en nokkrum mánuðum síðar er það skilgreint neikvætt um 6000 milljarðar - viðsnúningur upp á um 7000 milljarða.
  12. Það var/er eitthvað mikið að ef banki kemst upp með að lána eignarhaldsfélögum í stórum stíl án trygginga og tekur sjálfur alla áhættu af framvindu mála.
  13. Eignasafn bankanna var rýrt þar sem bankarnir tóku að mestu sjálfir áhættuna af útlánum sínum.
  14. Fara ber varlega í að áætla að Seðlabankanum hafi fyllilega verið ljóst hver staðan var á hverjum tíma og/eða í hvað stefndi.  Það er verulega ofsagt að segja menn hafi talið miklar líkur á því að bankakerfið myndi hrynja þótt ýmsir hafi bent á að líkindi fyrir slíkri atburðarás hefðu aukist mikið á árinu 2006.
  15. Ýmislegt jákvætt hefur gerast í bankamálum nýverið -  Íslandsbanki er kominn með nýja stjórn og skipulagning annarra í burðarliðnum.
  16. Mikilvægt að hægt verði að styðjast við fjárlögin 2010
  17.  Of margir virðast halda að biðstaða sé besta leiðin til að byggja okkur upp fyrir framtíðina.  EF farsæll markaðsbúskapur á að verða okkar leiðarval þurfum við að hraða því að ríkið taki putta sína úr eignarhaldsfélögum  - það að varan (fyrirtækin) séu ekki söluhæf er tvíbent fullyrðing- mikill vafi er á því að þessi nálgun sé ráðleg - hún er í raun á villigötum - eignarsýslufyrirtækin mörg hver þarf að setja sem fyrst á markað - ekki geyma alla hluti.  Forðast ber að endurtaka mistökin, halda fyrirtækjum inni í eignarhaldsfyrirtækjum með uppblásna efnahagsreikninga sem endurspegla engan veginn stöðu mála - við verðum að horfast í augu við þörfina á að koma fyrirtækjunum í markaðshæft rekstrarform  - það er enginn að leggja til brunaútsölu af verstu gerð þótt mikilvægi þess sé áréttað að taka til í efnahagsreikningi fyrirtækjanna sem fyrst og koma þeim á markað. Fyrirtækin verða að komast í form til að geta hreyft sig á markaði og skapað verðmæti. Feitur efnahagsreikningur skapar ekki sjálfgefið þann styrk né það snerpuþol og úthald sem fyrirtæki þurfa að búa yfir til að geta skapað raunveruleg verðmæti með áreiðanlegum hætti til framtíðar litið.

 Já - þetta með að vera fitt á markaði - koma sér í form - margt má um það segja - ljóst þó að lömunaráhrif endalausra útlistinga verða vart talin hjálpleg í stöðu okkar í dag.


Til hamingju Umhverfisstofnun - jók um 100% notkun stjórnvalda á umhverfisvænasta og þjóðhagslega hagfelldasta vélknúna ökutækinu sem völ er á til framtíðar litið á Íslandi- tóku í notkun metan/bensínbíl.

 Umhverfisstofnun tók nýverið í notkun metan/bensínbíl sem gerir stofnuninni kleift að spara umtalsverða fjármuni í rekstri með því að skipta út bensínbílnum. Með vali sínu leggur stofnunin einnig grunn að umtalsverðum gjaldeyrissparnaði þar sem metan eldsneytið sem bíllinn gengur fyrir er framleitt hér á landi. Þannig þarf ekki að senda úr landinu 35-40% af dæluverði eldsneytisins eins og þjóðin þarf að viðhafa til að kaupa bensín og dísilolíu af Bretum. Þar fyrir utan leggur stofnunin mikilvægt lóð á vogaskál atvinnu-og nýsköpunar í landinu og aukins orkuöryggis þjóðarinnar með sjálfbærum hætti.

Og er þá allt ósagt um þann mikla heildræna umhverfislega ávinning sem orkuskipti frá notkun jarðefnaeldsneytis ( bensín, dísilolía) yfir í íslenskt metan  hefur í för með sér í samanburði við alla aðra vélknúna valkosti til samgangna enda á rafbíllinn langt í land í að skapa viðlíka heildræna umhverfislegan ávinning . Sjá, NAS-skýrslan - engin smá frétt: http://metan.is/user/news/view/17/300  

Val Umhverfisstofnunar á metan/bensínbílum grundvallast vissulega á þeim mikla heildræna umhverfislega ávinningi sem metan/bensínbíllinn veitir fram yfir alla aðra sambærilega valkosti. Þannig má segja að hinn mikli og margþætti rekstrarlegi og þjóðhagslegi ávinningur sé kærkominn bónus fyrir stofnunina. Vonandi reynist þetta fordæmi Umhverfisstofnunar sá leiðarvísir sem gerir forstjórum 250 ríkistofnanna auðveldara með að láta hagsmuni lands og þjóðar ráða för við val á ökutækjum.

Skoðum nokkrar tölur um þann margþætta ávinning sem Umhverfisstofnun skapaði með því að skipta út bensínbíl fyrir metan/bensínbíl - tölu miðast við 200.000 km akstur og sparnað í eldsneyti sem nemur 95kr/lítra.
  • Rekstrarlegur ávinningur - ef við skoðum bara sparaðan eldsneytiskostnað (nafnverð) - um 1,5 milljón kr.
  • Þjóðhagslegur ávinningur -  ef við skoðum bara gjaldeyrissparnað þjóðarinnar vegna eldsneytiskaupa: um 1,1 milljón kr
  • Umhverfislegur ávinningur - ef við skoðum bara minni losun gróðurhúsalofttegunda: Um 33.000 kg af CO2-ígildi. ( um 33 Tkg, 33 tonn) 
Já, er þetta ekki magnað - hér er bara um að ræða einn metan/bensínbíl og miðað við að ekið sé á metan fyrst og fremst. Auðvita er hægt að aka á bensíni á þessum metan/bensínbíl ef á þarf að halda, en hvaða ábyrgi ríkisstarfsmaður gerir það á stór-Reykjavíkursvæðinu þar sem metan er í boði í dag. Gleymum því ekki að megnið af akstri fjölmargra ökutækja í opinberrum rekstri á sér stað á höfuðborgarsvæðinu. Leiðarval og forgangsröðun ráðamanna við orkuskipti í samgöngum liggur málefnalega morgunljóst fyrir. 

1000  þakkir til Umhverfisstofnunar - farsæl ferðalög hefjast gjarnan með einu skrefi og ekki bannað að hlaupa ef hagur lands og þjóðar liggur við.

Fallegur dagur - áfram Ísland 

 

Mun alþjóðasamfélagið greiða Ecuador fyrir að framleiða ekki olíu á Amazonsvæðinu ?

Ecuador býr yfir olíuauðlindum í regnskógum á Amazonsvæðinu sem alþjóðasamfélagið leggur mikla áherslu á að verði ekki nýttar af margvíslegum ástæðum, umhverfisástæðum. Spurningin er, hversu mikils alþjóðasamfélagið metur í raun verndun regnskóganna.  Eru þjóðir heims reiðubúnar að kosta einhverju til, svo tryggja megi að ekki verði enn frekar gengið á þá mikilvægu auðlind sem regnskógarnir eru fyrir jarðarbúa.

Með þessum hætti leggur Ecuador fram fyrirspurn til alþjóðasamfélagsins við ákvörðun um frekari framleiðslu á olíu í landinu. Í þessu samhengi hefur verðmiðinn verið kynntur - 4,6 billjónir US$ eða um 585 milljarðar króna miðað við gengi krónunnar í dag ( 127kr/USD). Um er að ræða rífleg þjóðarútgjöld íslenska ríkisins á árinu 2010 (um 556 milljarðar króna).  Þjóðverjar, Bretar, Frakkar og Ítalir hafa sýnt málinu áhuga og fulltrúi Sameinuðu þjóðanna telur verkefnið verðskulda alþjóðlegan stuðning.

Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu þess mál og því fordæmi sem málalyktir kunna að hafa í för með sér.


Sjá:  http://www.metan.is

Sjá frétt: http://www.europeanenergyreview.eu/index.php?id_mailing=14&toegang=aab3238922bcc25a6f606eb525ffdc56&id=1542

Þökk sé forseta vorum - glæsileg framganga Ólafs Ragnars Grímssonar á BBC

 Það er göfugt að gera sitt besta og skila góðu verki miðað við sig. Annað að vera afgerandi góður miðað við aðra sem vísar gjarnan til þess að vandað hafi verið við val á viðfangsefni. Innilegustu þakkir til Hr. Ólafs Ragnars Grímssonar fyrir dýrmæta ljósvakastund á BBC í gær.

 Sjá viðtal við ÓRG á BBC hér:  http://www.youtube.com/watch?v=vTP3DH5YQhc

  •           Að gera sitt besta er göfugt,
  •           gjarnan að mörgu að hyggja.
  •           Verklag  sem unnið er öfugt,
  •           ætti helst enginn að þiggja.

         

  •           Eitt er að vera góður í gang,
  •           genginn er annað og meira.
  •           Bestum er gjarnan fært í fang,
  •           farg sem margur vill keyra.
  
  •          Á ögurstundu í ljósvakans vök,
  •           vandaður hræðist ei spuna.
  •           Krafa um uppgjör saka á sök,
  •           sællega lætur sig una.
  
  •           Í horni vitrum er markað mið,
  •           mót skrumi rökum beitir.
  •           Lengist nú ögn sú breska bið,
  •           sem Browns-aðferðin veitir.
  
  •           Ólafur Ragnar þökk sé þér,
  •           þúsaldar framkoman ný.
  •           Hælkrók naskur nýtti sér,
  •           niður fór BB-sí.


Gleðilega hátíð. Nýyrðasamkeppni var um orð sem nær yfir merkingu orðanna samkeppni + lífsgæði = ?? (eitt orð). Niðurstaðan var birt nýverið og kom mér heldur betur á óvart.

Árið 1995 var ákveðið að fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, yrði dagur íslenskrar tungu ár hvert.  Í tilefni dagsins,á þessu ári, efndi NMÍ til nýyrðasamkeppni um orð sem nær yfir merkingu orðanna, samkeppni og lífsgæði . Eitt orð sem gæti sameinað þessi tvö orð, samkeppni og lífsgæði . Niðurstaða var kynnt nýverið.

samkeppni + lífsgæði = ??

Þetta skemmtilega verkefni barst mér í tölvupósti á afmælisdegi þjóðskáldsins og nánast samstundis spratt fram eitt orð. Ég skrifaði það niður og ákvað að sendi það inn í samkeppnina til gamans án þess skilgreina það eða útskýra sérstaklega.

Það  þarf því vart að útskýra hversu undrandi ég varð þegar mér var tilkynnt að mitt orð hefði orðið fyrir valinu og mér boðið að veita viðurkenningu móttöku í hátíðarsal Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og gera grein fyrir orðinu, hugsun minni og nálgun við nýorðasmíðina.

Já....hvað átti ég að gera? Segja sannleikann - að orðið hafi nánast sprottið fram á augabragði upp úr ,,engu´´ og án þess að ég gerði mér grein fyrir rótum uppsprettunnar.

Jú, jú, eitthvað velti ég vöngum yfir orðinu samkeppni enda hef ég svo sem mætt merkinu og sviðsmyndum þess orðs með ýmsum hætti á lífsleiðinni. Orðið lífsgæði höfðaði  hins vegar til mín með persónulegri hætti ef svo má að orði komast og vakti upp tilfinningu um að orðið væri vart skilgreinanlegt nema í huga upplifandans fyrst og fremst- að almenn skilgreinin orðsins sé í eðli sínu marklaus.  

Í öllu falli fannst mér að orðið sem sameina átti þessi tvö orð þyrfti að vera brúklegt til að endurspegla bæði æskilega og óæskilega þróun mála og/eða möguleika á jákvæðri og neikvæðri niðurstöðu í einhverjum skilningi.

Orðið samkeppni vísar til kapps í huga mér og því stutt í gömul og góð gildi um að kapp sé best með forsjá. Orðið lífsgæði vísar til þess að lifa farsællega að mati lifandans og þá stutt í gömul og góð gildi um að sælla sé að gefa en þiggja. Sá sem gefur leggur eitthvað til fyrir aðra hvort heldur það er áþreifanlegt eða ekki - skilur eitthvað eftir sig fyrir aðra að njóta. Við þekkjum orðið framlag og viðskeytið ,, legð‘‘ sem reyndar hefur ekki sjálfstæða notkunarsögu í okkar máli það best ég veit.  

Hvað svo sem varð til þess að orð mitt spratt fram óforvarandis á þessum fallega degi íslenskrar tungu,  þá varð það fyrir valinu og mun ef til vill verða notað hér eftir af einhverjum til að undirstrikar eitthvað jákvætt og/eða til að varpa ljósi á mikilvægi þess að það gera meira af einhverju, minna af einhverju, byrja á einhverju eða hætta einhverju.  

samkeppni + lífsgæði =  kapplegð  ( bingó !)

Athöfnin var mjög sérstök stund fyrir mig -óvænt og gleðileg - jákvæða og eftirminnilega upplifun. Gleðilega hátíð 
 

Ps.    Við getum sagt að kapítalisminn hafi öðrum ,,ismum´´ fremur lagt áherslu á mikilvægi samkeppninnar við að tryggja sem farsælasta efnahagslega framvindu samfélagsþróunar í heimsþorpinu. Mörgum ber saman um að efnahagslegur styrkleiki og aukin lífsgæði fari saman, eigi samleið í samfélagsþróun þar sem samkeppni fær notið sín? Hvað með mannfélagsþróunina?  Fylgir mannfélagsþróunin eftir þeim meinta jákvæða ferli samfélagsþróunar sem samkeppnisumhverfið elur af sér?

Getur verið að óbeisluð samkeppni leiði til ójafnvægis á ferlum mannfélags- og samfélagsþróunar þannig að birtingarmynd siðrofs verði mannfélaginu í auknum mæli ljós og leiði til almennrar tilfinningar sem rímar ekki við hughrif aukinna lífsgæða í mannheimum? ,,Ismarnir‘‘ mættu í öllu falli láta sig varða kapplegð þess munstur sem þeir kenna sig við. ,,Ismarnir´´ þurfa ef til vill í auknum mæli að miða leiðarval sitt við aukið jafnvægi á milli mannfélags-og samfélagsþróunar ef meint lífsgæði eiga að hafa vigt í því munstri.

Orðið maður er dregið af sanskrítarrótinni man , skilst mér, sem merkir hugur. Hugur mannsins metur því lífsgæði hans með öðrum hætti en huglausrar verur. Kapplegðin varpar ljósi á samspil samkeppni og lífsgæða - samsíða ferlar á stundum, en alls ekki alltaf. Þannig stingur ögn í stúf orðið lífsgæðakapphlaup. Við hvern ætti ég að keppa um lífsgæði mín? Og ekki ,,koma þau bara´´ blessuð lífsgæðin, er það?  Jákvæð þróun kapplegðar kallar á vakandi huga, stöðumat og viðbragð.,,.Isminn´´ má ekki varna því að skipt sé um gír á mannfélags-og samfélagsvélinni- þá bræða þær úr sér fyrr eða síðar.

Aaaa, það er kannski forritað í okkar gangverk að hafa hlutina þannig ? Getur verið að kapplegð hvers og eins sé í raun fasti, sem ekki er hægt að auka, minnka eða eyða - aðeins hægt að umbreyta úr einu formi í annað. Og að með samtakamætti og sundurlyndisfjanda megi kalla fram fleiri birtingarform á útkomu en við ráðum við að skilja. Já, jarðlífið átti alltaf að vera áskorun - við vissum það - Guð er góður.


Glæsileg jólagjöf til umhverfisins

Brimborg bitir í dag á heimasíðu sinni tímamótafrétt og glæsilega jólagjöf til umhverfisins-  Volvo fyrstir með vörubíla sem ganga fyrir metani og dísil og uppfylla Euro 5 staðalinn.

Enginn ætti að þurfa að velkjast í vafa um hversu afgerandi hagfelldur sá valkostur er fyrir okkur Íslendinga að stórauka notkun og framleiðslu á okkar íslenska metani. Við Íslendingar erum með mikið forskot í þeim efnum á flestar þjóðir heims- þökk sé einstöku frumkvöðlastarfi SOPRU bs frá lokum síðustu aldar og samfélagslega ábyrgri aðkomu, Orkuveitu Reykjavíkur, REI og N1, að því verkefni.

Sjá frétt hér: http://www.brimborg.is/Lestu-frettirnar/~/NewsID/1734

Við Ómar Ragnarsson vorum í tölvupóstssamskiptum í morgun um akstursíþróttir og urðu þá til þessar vísur sem ég sendi hér til gamans.

Orkan er minnsta málið,

metan af öllu ber.

Sælt er að súpa kálið,

soðið úr ausu frá þér.  ev

.

Með skarpri skötukveðju,

ég skunda nú á braut.

Í flór og forarleðju,

finn orku í akstursþraut.   ev

.

Gleðilega Þorláksmessu


Volvo veit hvað til síns friðar heyrir í samgöngum - Volvo fjárfestir í metanframleiðslu og svarar kalli framtíðarinnar.

Volvo hefur um langt skeið verið í hópi brautryðjenda í þróun ökutækja þar sem öryggi og umhverfisleg gildi hafa verið í öndvegi.  Um alllangt skeið hafa Svíar svarað kalli framtíðar um umhverfisvænar samgöngum með einum eða öðrum hætti og sala á ökutækjum í landinu endurspeglað ríka umhverfisvitund landsmanna. Nýverið tilkynnti Volvo samsteypan um fjárfestingu í metanframleiðslu og sýna enn og aftur frumkvöðlaviðbragð sitt við að tryggja forustuhlutverk á sviði umhverfisvænna samgangna í Svíþjóð. Volvo er vissulega að svara kalli markaðarins og framtíðarinnar í Svíþjóð en hástökkvari á bílamarkaði í Svíþjóð á síðasta ári var VW Passat metanbíll sem kom mörgum á óvart hvað sölutölur varðar.     

Sú öra þróun sem hefur átt sér stað í heiminum í framleiðslu á metani út lífmassa hefur skapað ríkjum heims nýjan og umhverfisvænni valkost til að auka sjálfbærni sína í orkumálum þar sem metan eldsneytið er annars vegar.  Nýútkomin skýrsla NAS ( sjá skýrslu að neðan) varpar skýru ljósi á yfirburði metan eldsneytis í samgöngum samanborið við notkun ökutækja sem ganga fyrir etanóli eða rafmagni ( rafbílar og tvinnbílar, bensín/rafmagn) svo ekki sé tala um bensín eða dísilolíu.  Skýrslan skoðar heildrænt  þann umhverfislega kostnað sem notkun mismunandi ökutækja og orkukerfa leiðir af sér. Orðið heildrænt vísar til framleiðslu, notkunar og förgunar á ökutækjum- líftímagreiningu þeirra sem  nær til allra hluta ökutækisins, orkukerfis, endingar, varahluta, viðhalds og förgunar. Og jafnframt er auðvita skoðaður sótsporabúskapur mismunandi orkukerfa og eldsneyta og gróðurhúsaáhrif samfara framleiðslu og notkun þeirra. Rétt er að árétta að orkukerfi rafbíla samanstendur af  rafhlöðu + rafmagni. Sú neikvæða útkoma sem rafbíllinn fær, í vísindalegum og þverfaglegum samanburði, orsakast af sótsporabúskap rafhlaðna til næstu 20 ára litið.   

Mörgum kom á óvart niðurstöður í  ítarskýrslu sem NAS birti nýverið að beiðni Bandaríkjaþings um umhverfisleg áhrif af notkun mismunandi valkosta til samgangna.  Þar kom fram að meintur umhverfislegur ávinningur af notkun rafbíla, tvinnbíla (bensín/rafmagn) og etanólbíla var langt frá því að vera sá sem markaðssetning hefur vísað til. Það sem mest þótti sláandi í skýrslunni var sú niðurstaða að rafbíllinn og tvinnbíllinn (bensín/rafmagn) komu afgerandi verr út en bensínbíll sömu stærðar og að etanólbíllinn skapaði ekki umhverfislegan ávinning í samanburði við bensínbílinn. Skýrslan varpar skýru ljósi á yfirburði metan ökutækja þótt miðað sé við metan eldsneyti sem unnið er úr jarðgasi. Við getum því augljóslega séð þá gríðarlegu yfirburði sem metan ökutæki hefur á markaði ef það gengur fyrir íslensku metani sem unnið eru úr lífmassa frá yfirborði jarðar. Þetta veit Volvo og hefur brugðist við enda stutt í að markaðurinn viti þetta einnig heilt yfir. 

 Volvo  veit hvað til síns friðar heyrir í samgöngum og hefur nýverið kunngjört um áform sín og forustuhlutverk í Svíþjóð á sviði stóraukinnar metanvæðingar þar í landi. Ekki einast með auknu framboði á bílum heldur einnig með fjárfestingu í framleiðslu á metan eldsneyti.  Til hamingju Volvo,  til hamingju Brimborg.

 

Frétt um Volvo:  http://www.metan.is/user/news/view/0/311

Engin smá frétt, NAS-skýrslan:  http://www.metan.is/user/news/view/11/300

Engin smá ráðstefna í mars 2010: http://www.worldbiofuelsmarkets.com/?gclid=CKH_kqWB6p4CFUGF3god9XKsLQ

ps. Gáum að því að þar sem matanvæðing er annars vegar er um að ræða samtakamátt ríkja um aukna sjálfbærni er lítur að miklum og margþættu ávinningi hvers lands fyrir sig án samsöfnunar auðs á fáar hendur í heimsþorpinu - þið sjáið án þess að meira sé sagt hvers vegna metanvæðingin er að springa út fyrst á þessari öld en ekki löngu fyrr eins og hún hefði tæknilega geta gert. Já, auðvita þarf hvert ríki að eiga sína leiðtoga sem sanda vörð um hagsmuni lands og þjóðar - meint hlutleysi stjórnvalda er ekki til - það þarf leiðtoga til að ná vissu marki  - já, leið-toga, velja leið og toga - stundum hugnast ekki vöðvstæltu markaðsafli það sem þjóð er fyrir bestu að viðhafa.  


Innilegar þakkir til stjórnvalda - merk tímamót í sögu samgönguöryggis þjóðarinnar

Merk tímamót urðu í sögu samgönguöryggis þjóðarinnar á fundi í Umferðarstofu í gær 14.desember undir traustri fundastjórn Mörtu Jónsdóttur lögmanns stofnunarinnar.  Á fundinum voru vinnureglur og verkferlar kynntir er lúta að uppfærslu bensín-og dísilbíla  svo þeir geti einnig nýtt metan eldsneyti.  Fram kom að lög og reglugerðir varðandi uppfærslu bílvéla hafa verið aðlagaðar að alþjóðlegum viðmiðunum  og að allt sé til reiðu  í opinberu baklandi til að mæta mikilli eftirspurn.  Eftir uppfærslu bensínbíls verður bíllinn eftir sem áður skráður hjá Umferðarstofu sem bensínbíll en tilgreint í skráningargöngum að uppfærsla (breyting) á orkukerfi hafi átt sér stað þannig að bíllinn geti einnig nýtt metan eldsneyti.

Skoðunaratriði voru vandlega rædd í góðu erindi Jóns Hjalta Ásmundssonar , hjá Frumherja, og Kristófer Ágúst Kristófersson , verkefnastjóri tæknimála hjá Umferðarstofu,  gat þess að verið væri að leggja lokahönd á skoðunarhandbók  svo að allt sé til reiðu strax í janúar á nýju ári- 2010.

Sigurður Ástgeirsson,  fulltrúi Íslenska gámafélagsins og Vélamiðstöðvarinnar, ræddi verkferla við uppfærslu bíla og greindi frá frumkvöðlastarfi fyrirtækjanna við uppfærslu á bílum.  Hann gat þess að fyrirtækið væri að ráða starfsmenn þessa dagana og að fyrsta gámasendin á uppfærslubúnaði kæmi til landsins í lok þessa mánaðar.  Og að strax á nýju ári væri mikils að vænta frá fyrirtækinu á þessu sviði enda hafi eftirspurn verið gríðarlega mikil á þessu ári. Hann gat þess að kostnaðurinn við uppfærslu réðist að stórum hluta af því hvort viðskiptavinir óskuð eftir  nýsmíði  til að koma metantanki fyrir eða settu hann í farangursrými bílsins sem væri  langódýrasta fyrirkomulagið. Og einnig  að fjöldi tanka réði nokkru um kostnaðinn sem og stærð véla. Verð frá  400.000 kr var nefnt á fundinum  sem raunhæft viðmið fyrir stóran hluta bílaflotans  miðað við að eldsneytistankur sé hafður í farangursrými.

Fundinn sátu um 30 manns og fyrirspurnir og umræður voru nokkrar.  Spurt var um þann mikla umhverfislega ávinning sem notkun ökutækja hefur í för með sér ef þau ganga fyrir íslensku metani og það áréttað að um það væri enginn faglegur ágreiningur þar sem íslenskt metan væri framleitt úr lífrænu efni frá yfirborði jarðar. Að  orkugjafinn sé tilkominn með ferðalagi kolefnis ( C) frá andrúmsloftinu ( CO2) í lífrænt efni og þaðan í metan eldsneyti  sem skilar svo kolefninu aftur út í náttúruna í formi sem allar grænar plöntur þurfa að fá til að geta vaxið ( CO2).

Einnig vöru öryggisatriði rædd og það áréttað að metan eldsneyti væri skilgreint sem öruggara eldsneyti til samgangna en bensín og dísilolía. Og að hér ráði mestu eftirfarandi atriði:

  • Metan eldsneyti er skaðlaust við snertingu og innöndun
  • Metan er mun eðlisléttara en andrúmsloftið og stígur því hratt upp ef það losnar út í umhverfið.
  • Eldhætta á metani í lokuðu rúmi skapast aðeins á afar þröngu bili efnastyrks , 4-14%. Þannig skapast ekki eld-eða sprengihætta af metani í umhverfinu með sama hætti og viðvarandi er í tilfelli bensíns og dísilolíu við sambærilegar aðstæður.
  • Hitastig sjálfíkveikju er mun hærra fyrir metan, en bensín og dísilolíu
  • Eldsneytistankar fyrir metan eru mun sterkari en sem nemur kröfum voru settar voru á sínum tíma fyrir bensín-og dísiltanka.
  • Metan er lyktarlaust eldsneyti (lyktarefni þó bætt út í) og engin hætta á tjóni á fatnaði eða farangri við afgreiðslu þess.

Því var kastað fram í umræðu um öryggismál að fróðlegt væri að snúa þessu máli við og velta fyrir sér umræðu um öryggismál í samgöngum ef heimsbyggðin væri að fullu metanvædd og umræðan snérist um innleiðingu og öryggi bensíns - bensínið yrði sennilegast ekki samþykkt í dag.

Þá urðu einnig nokkrar um ræður um stefnu stjórnvald varðandi álögur á metan eldsneyti og það áréttað að stjórnvöld geri sér fulla grein fyrir þeirri staðreynd að óþarft er að leggja sérstakar álögur á íslenskt metan til að mæta minnkandi tekjum af sölu bensíns. Ástæðan er margþætt  en mynnt var á gjaldeyrissparnaðinn og þá staðreynd að með hverjum lítra af bensíni  sem sparast með notkun á metani helst í landinu andvirði um 35-40% af dæluverði bensíns, sem ella færi til Bretlands vegna kaupa á bensíni,  og að það fjármaga skipti þess í stað um hendur í landinu og skapar stóraukinn stofn til innheimtu virðisaukaskatts til ríkisins. 

Það varð öllum ljóst er sátu fundinn að hann markaði söguleg tímamót og varpaði skýru ljósi á meðbyr og skilning stjórnvalda á því að stóraukin metanvæðing í landinu er  og raunsær og aðgerðarhæfur valkostur sem veitir þjóðinni mikinn og margþættan ávinning , eykur sjálfbærni og orkuöryggi þjóðarinnar með hætti er lítur að sjálfstæði þjóðarinnar til framtíðar liðið  - 1000 þakkir til stjórnvalda fyrir afgerandi heillaspor í rétta átt.

,, Senn mun Íslands umferð batna

  eflist rekstur líf og getan.

  Hagur vex á grundum gatna,

  gæfusporið íslenskt metan. ´´

 Er þetta ekki annars fallegur dagur.

Metanvæðingin til sveita - allt að gerast- Landbúnaðarháskóla Íslands opnar nýjan vef

Fyrir skömmu opnaði Landbúnaðarháskóla Íslands nýjan vef. Þarna er að finna ýmsan fróðleik varðandi möguleika á vinnslu metans úr lífrænum úrgangi frá landbúnaði. Einnig er þar ítarleg samantekt á helstu aðferðum sem notaðar eru til að hreinsa og auka styrk metans í gasinu.

Vefurinn er hugsaður sem kynning á afrakstri verkefnisins „Nýting á lífrænum úrgangi“ sem unnið hefur verið á vegum LbhÍ og samstarfsaðila. Undir hatti þess verkefnis hafa verið og eru mörg smærri verkefni. Markmið verkefnisins er að stuðla að aukinni nýtingu á þeim hráefnum sem eru til staðar í landbúnaði og mögulega mætti nýta til framleiðslu á eldsneyti.

Samkvæmt úttekt á fjórum býlum þá eru möguleikar á að framleiða metangas sem svarar 10.000 -50.000 lítra af díselolíu á hverju ári og gætu viðkomandi býli orðið sjálfbær hvað varðar eldsneyti á vélar.
 Slóðin á vefinn er http://www.lbhi.is/metan Eins og ég hef áður bloggað um þá er metanframleiðsla þegar hafinn á búgarði feðganna í Flóanum,   hjá Guðmundi Stefánssyni og syni hans Jóni Tryggva, tæknifræðingi. Sjá http://www.bbl.is/index.aspx?GroupId=38&TabId=46&NewsItemID=3235&ModulesTabsId=191Árborgin er engin smáborg og getur aldeilis eflst  enn frekar með aukningu á þessu sviði þar sem sjálfbærni sveitafélagsins um öflun ökutækjaeldsneytis er aðgerðarhæft framtíðarsýn. Já, við þurfum að standa saman - við erum aðeins um 310.000 og langflottust - og getum verið það áfram ef við tryggjum sjálfbærni okkar á sem flestum sviðum. Og sérstaklega á þeim sviðum þar sem að auki er ábatasamt fyrir okkur verða það.

 


Forgangsröðun orkuskipta að verða skýrari - væntingar um rafvæðingu að færast til hægri á tímalínu raunveruleikans

Bandaríkjamenn eru að átta sig á að væntingar um hraða rafvæðingar í samgöngum hafa ekki verið raunhæfar né hagfelldar. Hér ræður miklu sú staðreynd að rafbíllinn er í raun engan vegin sá umhverfisvæni valkostur í samgöngum sem hagsmunaaðilar hafa látið í veðri vaka að hann sé. Og við svo búið eru heitustu umhverfissinnar ekki lengur að fylkja sér um valkostinn. Heimskreppan hefur veitt neytendum aukinn tíma til að kynna sér valkosti og rýna af meiri nákvæmni í heildrænan ávinning valkosta. Trúverðugleikinn er hratt og örugglega að víkja fyrir sígildri vigt áreiðanleikans og heiðarleikans sem bylja nýaldarofsans náði að færa úr stað um stund.

Willingness to Pay Premium Slide2Rannsókn leiddi í ljós að neytendur eru tilbúnir að greiða meir fyrir umhverfisvæna bíla en þó ekki meira en fram kemur á skífuritinu - 4% voru tilbúnir að greiða 30-50% meira fyrir slíkan bíl, 21% tilbúnir að greiða 5% meira fyrir slíkan bíl og 34% ekki tilbúnir að greiða meira.

Ef umhverfislegur ávinningur er ekki til staðar breytist staðan hins vegar verulega - úbbs.

Hvað með Íslendinga? Eru við ekki fáanlegir til að kaupa rafbíla sem kosta meira en tvöfalt á við umhverfisvænni metan/bensínbíla?  Og jafnvel þótt rafbílarnir hafi mun neikvæðari umhverfisáhrif en metan/bensínbíllinn og kosti þjóðarbúið margfalt í gjaldeyri ? 

Nei ætli það, og aldeilis tímabært að málsmetandi einstaklingar um orkuskipti í samgöngum fari að sýna samtakamátt um þá forgangsröðun sem blasir við að íslensk þjóð á að fylkja sér um - stóreflingu metanvæðingar í íslenskum samgöngum.

Það er afar miður ef okkar fámenna þjóð endar með að dreifa kröftum sínum út og suður í málaflokki orkuskipta og leitast helst við að kasta fram 5-8 valkostum í umræðunni rétt eins og þeir séu allir staddir á sama stað á tímalínu hagfelldra og aðgerðarhæfra valkosta. Já, magnað og vekur sannarlega upp vangaveltu um leiðtogahæfileika til breytingastjórnunar.

WSJ EV CARSWall Street Journal fjallar um bakslag rafvæðingar í Bandaríkjunum

 Sjá hér: http://blogs.wsj.com/environmentalcapital/2009/10/07/speed-bump-dont-bank-on-the-electric-car-revolution-lux-says/

Fallegur dagur í dag 

 

 


Stokkhólmsborg nálgast markmið sitt - 100% umhverfisvænir bílar fyrir árslok 2010 - yfir 56% metanbílar

Um mitt árið 2009 höfðu borgaryfirvöld í Stokkhólmi náð því marki að 97% af ökutækjum í rekstri borgarinnar voru umhverfisvæn. Borgaryfirvöld í Stokkhólmi höfðu sett sér það markmið að árið 2010 yrðu öll ökutæki í eigu borgarinnar umhverfisvæn. Flest ökutæki sem borgin hefur keypt eru metanbílar eða 56%, 19% E85, 16% rafmagnsbílar og 7% af sparneytnum dísil og bensínbílum. (Innskot- hlutfallsleg aukning metanbíla hefur verið mest á síðustu misserum enda metanvæðingin í mikilli sókn).

Sömu sögu er að segja frá öðrum borgum og bæjum í Svíþjóð, mikil vakning í þessum málum og markmiðin skýr og algerðir markvissar. Þess má geta að borgaryfirvöld í Gautaborg eru í harðri samkeppni við Stokkhólm um að ná 100% markinu.

Engin furða að andlitið hafi dottið af þeim sænsku gestum, sem komu til Íslands á ráðstefnu um umhverfisvænar samgöngur í haust, þegar þeir fréttu að við Íslendinga brennum gull allra eldsneyta á Álfsnesi  - nýtum ekki til samgangna 90% af metanframleiðslu okkar. Og erum á sama tíma afar upptekin við að selja almenningi þau öfugmæli að hagfelldast og umhverfisvænst sé fyrir þjóðina að rafvæða samgöngur í landinu næstu árin. Já, við verðum að taka okkur taki og beina spjóti okkar rétt í þessum málum sem öðrum.

 Ég mun blogga fljótlega um áherslur kjörinna fulltrúa og stjórnvalda við mótun stefnu til orkuskipti í samgöngum.

ATH. Engin smá frétt um NAS-skýrsluna sem undirstrikar umhverfislega yfirburði metan/bensínsbílsins ef íslenskt metan er nýtt sem eldsneyti : http://www.metan.is/user/news/view/0/300 

Sjá einnig: Fyrsta útflutning Toyota á metan/bensínbílum og margt fleira: http://www.metan.is/user/home

 


Fréttin um NAS skýrsluna á Metan.is hefur valdið miklum usla og velt við steinum á ólíklegustu stöðum

Lítill rafbíll ( bílskelin + rafhlaða + íslenskt rafmagn) kostar meira en  TVÖFALLT á við  metan/bensínbíl í  sama stærðarflokki (kostnaður ökutækis + íslenskt metan). Metan/bensínbíllinn er jafnframt mun umhverfisvænni en rafbíllinn ( sjá að neðan ) og skapar mun meiri gjaldeyrissparnað auk þess að tryggja mun meira ferðafrelsi og samgönguöryggi.  Þar fyrir utan styður notkun á metan/bensínbíl við atvinnu-og nýsköpunar í landinu með afgerandi hætti.

 Fiat Grande Punto Natural Power 2009 800x600 wallpaper 09 FIAT Punto Natural Power (metan/bensínbíll)

Gefum okkur að ríkisstofnun fái fjárveitingu  til kaupa á einum visthæfum bíl ( metan/bensínbíl eða rafbíl) og að fjárveitingin nemi 8 milljónum króna svo að stofnunin hafi val um að kaupa einn raf-smábíl ef því er að skipta.

i MiEV 484    REVA NXR    nissan leaf 1  Dæmi um rafbíla

Ef stofnunin velur að nýta fjármagnið til að kaupa umhverfisvænasta bílinn sem völ er á , metan/bensínbíl ( t.d. FIAT Punto Natural Power)  í stað rafbíls (smábíll) getur stofnunin nýtt kostnaðarmismuninn til að endurnýja metan/bensínbílinn á þriggja ára fresti fram til ársloka 2021 og á þá á  sparnaðarreikningi til bifreiðakaupa  um 2,3 milljónir króna að auki.  Innifalið í þessu dæmi er kaup-og endursöluverð metan/bensínbílanna og eldsneytiskostnaður  fyrir metan eldsneyti til að knýja hvern metanbíl  50.000 km á 3 árum eða  eldsneyti til að aka  um 16.700km / ári fram til ársins 2021. 

 Árið 2021 hefur stofnunin því  komið í umferð fjórum nýjum visthæfum bílum sem hver um sig  getur hæglega sparað aksturs bensínbíls sem nemur 100.000 km akstri  í viðbót. Ef notkun metanbílanna dregur samsvarandi  úr notkun á bensínbílum ,sem nota 10L/100km, minnkar brennsla á bensíni sem nemur  40.000 lítrum.  Með sparnaði á 40.0000 lítrum af bensíni  lækkar eldsneytiskostnaður  í  samfélaginu um  3,9 milljónir króna vegna þessara fjögurra metanbíla.

Gjaldeyrissparnaður samfélagsins  vegna orkuskiptanna nemur um  2,7 milljónum ( m.v. verðlag í dag og hlutfall gjaldeyriskostnaðar í  dæluverði bensíns). Og minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda  nemur um  90 Tkg af CO2-ígildi. 

 MEÐ ÖÐRUM ORÐUM.  Með hverjum þeim metanbíl sem ríkið tekur í notkun í stað rafbíls næstu árin getur ríkið notið þess ávinnings sem að ofan greinir auk þess ávinnings sem það nýtur við að nota bílinn í eigin rekstri.  Ef 250 metanbílar  væru  teknir í umferð  á árinu 2010 - einn fyrir hverja ríkisstofnun - væru þúsund  umhverfisvænir metanbílar komnir á götur landsins árið 2021 fyrir tilstuðlan ríkisins.  Og samhliða því að njóta rekstrarávinningsins skapar ríkið mikinn og marþættan samfélagslegan ávinning.  
  • Gjaldeyrissparnaður vegna eldneytiskaupa gæti hæglega numið  tæpum milljarði króna á tímabilinu miðað við gengið í dag og miðað við að metanbílarnir dragi úr notkun bensínbíla jafn mikið.
  • Losun gróðurhúsalofttegunda minnkar um  23000 Tkg CO2-ígildi (já, tuttugu-og-þjú-þúsund- tonn)
  • Heildræn umhverfisáhrif eru mun jákvæðari vegna notkunar metan/bensínbíla en rafbíla enda eru heildræn umhverfisáhrif vegna notkunar rafbíla svipuð eða verri en bensínbíla sömu stærðar. 
  • Að auki styður ríkið atvinnu-og nýsköpun í landinu með afgerandi hætti með vali á metan/bensínbíl. Nýtir það eldsneyti sem þegar er til í landinu en það er brennt á báli í dag og hraðar ferli aukinnar framleiðslu. Bensínbílar ríkisstofnanna ættu að verða uppfærðir svo þeir geti nýtt metan eldsneyti, áður en þeir verða seldir, sem styður atvinnusköpun á bílgreinasviði og hraðar framvindu þess mikla ávinnings sem uppfærsla bíla skapar.
  • Rekstrarlega séð gæti ríkið valið að greiða fyrir metan eldsneyti sama verð og ríkið hefði þurft að greiða fyrir bensín og greiðir í dag. Mánaðarlega fengi ríkið endurgreiðslu ( frá vörsluaðila eldsneytiskorts) sem nemur 90kr fyrir sparaðan bensínlítra sem runnið gæti til vegamála. Þannig skapast hratt og skilvirkt  tilfærsla á fjármagni í ríkisrekstrinum sem ríkið hefði ráðstafað hvort sem er. Já, skjótvirk og skilvirk tilfærsla á fjármagni innan ríkisins sem ella færi úr landi með tíð og tíma. Gjaldeyrissparnaður fyrir þjóðarbúið vegna metanvæðingar birtist t.d. þegar innflutningseiningum á bensíni fækkar á ári, einu olíuskipi færra til landsins svo dæmi sé tekið.

Er þetta einhver spurning fyrir ríkið að gera ? Nei, þetta ætti ekki að vera erfið spurning fyrir ríkið.   Forstöðumenn ríkisstofnanna, allir sem einn,  þurfa bara að hafa samband við forstjóra Ríkiskaupa, Júlíus  S. Ólafsson  og  óska eftir að fá að kaupa metan/bensínbíl.  Ríkið samþykkir þennan  þjóðþrifagjörning  og Júlíus gengur frá útboðsgögnum hratt og örugglega.  Metanvæðingin er sannkallað ,,allir vinna verkefni´´ og sú staðreynd hefur lengi legið fyrir. 

Þegar við vitum eitthvað sem er mjög hagfellt fyrir þjóðina að gera þá ber okkur að deila þekkingu okkar þannig að þjóðin eignist vitneskju og val um að fá að njóta. Já, þetta er áskorun til kjörinna fulltrúa og embættismanna að tala skýrt og vísa veginn afdráttarlaust - og fara hann sjálfir.

Góða helgi

Engin smá frétt á Metan.is : http://www.metan.is/user/news/view/0/300


Rímar orðið fullveldi með einhverjum hætti við orðið sjálfbærni í huga þér

Nú sem aldrei fyrr þurfum við að skapa samtakamátt um aðgerðarhæfa, raunsæja og hagfelda aðgerðaráætlun við orkuskipti í samgöngum og nýta þau tækifæri sem blasa við öllum nema þeim sem vilja ekki sjá. Tímalína valkosta sem erindi eiga við þjóðina þarf að vera áreiðanleg, heiðarleg og aðgerðarhæf. Að bestu manna yfirsýn hefur lengi blasað við að við Íslendingar ættum að nýta allt okkar metan frá urðunarstaðnum á Álfsnesi og stórauka framleiðsluna í takt við þann heildrænan ávinning sem hver áfangi á vegferðinni hefur í för með sér. Sá ávinningur hefur aukist stórlega á síðustu misserum og mun fyrirsjáanlega vera gríðarlega mikill langt inn í þessa öld. Einsýnt þykir að allir aðrir valkostir í samgöngum þjóðarinnar ættu að miðast við þann ávinning sem metanvæðingin á Íslandi getur veitt. Önnur nálgun og framsetning valkosta verður seint ef þá nokkru sinni færð til bókar sem ásetningur um að vinn þjóðinni heilt.

  • Við vitum að aukin metanvæðing ætti að vera forgangsmál okkar Íslendinga í orkuskiptum í dag,  
  • Við vitum að full nýting á öllu því metani sem hægt er að framleiða á Álfsnesi skilar mestum ávinningi í samgöngum sem völ er á fyrir einstaklinga, fjölskyldur, fyriræki, þjóðarbúið og umhverfið. 
  • Við vitum að metan eldsneyti er ætlað mikilvægt hlutverk í samgöngum á Íslandi og um allan heim á þessari öld.
  • Við vitum að við getum stóraukið framleiðslu á metani umfram það sem unnt er að framleiða í dag á Álfsnesi.
  • Við vitum að ekki er unnt að sjá fyrir hagfelldustu hlutdeild metannotkunar í landinu til loka þessarar aldar en vitum að hún er margfalt meiri en framleiðslan í landinu í dag.
  • Við vitum að við erum aðeins að nýta um 10% af metanframleiðslu okkar í dag til samgangna.
  • Við vitum að í dag brennum við á báli um 90% að metanframleiðslu okkar.
  • Við vitum að ef við nýtum það metan sem við framleiðum í dag á sparast hundruð milljóna í gjaldeyri á hverju ári og rekstrarkostnaður fjölskyldna, fyrirtækja og hins opinbera lækkar um svipaða upphæð.
  • Við vitum að ef tryggja á sem mestan þjóðarhag við orkuskipti í samgöngum Íslendinga þurfa aðrir valkostir til að knýja ökutæki að miðast við hagfeldni þess að auka metanvæðingu í landinu.
  • Við vitum að valkostum til orkuskipta munu fjölga í framtíðinni
  • Við vitum að hagfeldni valkosta mun verða mismunandi milli landa af ýmsum ástæðum.
  • Við vitum að þeir sem tala fyrir öðrum orkugjöfum benda margir á mikilvægi metan eldsneytis fyrir flutningabíla, skipaflota og flugför í framtíðinni og vilja beina metanvæðingunni þangað svo þeir geti miðað sitt markaðsboð við bensín-og dísilbila og þannig gert boð sitt betra á fólksbílamarkaði.
  • Við vitum að margt af því eldsneyti sem í boði mun verða lítur að íblöndun í bensín og dísil. 
  • Við vitum að tímalína margra valkosta til orkuskipta hefur verið fær fram í markaðsskini
  • Við vitum nógu mikið um stöðu þjóðarbús okkar til að átta okkur á að minni gjaldeyrisnotkun í samgöngum er þjóðþrifamál og að notkun á metan/bensínbíl tryggir mestan árangur.
  • Við vitum að orkuskipti í samgöngum verða ekki hröð í landinu ef þau miðast við fjárfestingu almennings í nýjum ökutækjum í dag.
  • Við vitum að um 2000 nýir fólksbílar voru teknir í notkun í landinu á árinu 2009 og að stærstur hluti þeirra var notaður af bílaleigum. 
  • Við vitum að flestir bílaframleiðendur heims framleiða bíla sem ganga fyrir metan eldsneyti. Bíla með svonefndri tvíbrennivél sem getur einnig gengið fyrir bensíni ef á þarf að halda ( tveir tankar)
  • Við vitum að metan/bensínbíll brennir ekki bensíni á akstri ef metanbirgðir eru til staðar.
  • Við vitum að ferðafrelsi og samgönguöryggi á metan/bensínbíl er hið sama og á bensínbíl sömu gerðar vegna þess að bíllinn getur gengi fyrir metan eða bensíni. 
  • Við vitum að unnt er að uppfæra alla bensínbíla þannig að þeir geti einnig gengið fyrir metan eldsneyti.
  • Við vitum að eftir uppfærslu bensínbíla á eigandinn val um að aka á metani eða bensíni
  • Við vitum að verðmunur á metani og bensíni skiptir almenning í landinu miklu máli og að eigendur metan/bensínbíla aka ekki á bensíni nema í nauðir rekur.
  • Við vitum að auðvelt er að fylgjast með notkun fyrirtækja á eldsneyti fyrir metan/bensínbíl í rekstri á yfirliti eldsneytiskorts ef því er að skipta.
  • Við vitum að unnt er að uppfæra bensínbíla fyrir verð á bilinu 350-500 þús kr.
  • Við vitum að gjaldeyrisnotkun til uppfærslu á bílum er á bilinu 100-200 þús kr
  • Við vitum að ef bensínbíll eyðir 10L/100km getur eigandinn skapað sér ábata upp á um 1,4 milljónir króna með akstri sínum á metani í stað bensíns næstu 100.000 km
  • Við vitum að með 100.000 km akstri á metani í stað bensíns á sama bíl sparast gjaldeyrir þjóðarinnar svo nemur um 800.000 kr ( m.v. gengi EUR=180kr)
  • Við vitum að í ofangreindu dæmi skapast umhverfislegur ávinningur í formi minni losunar gróðurhúsalofttegunda svo nemur um 23Tkg af CO2-ígildi með 100.000 km akstir eins bíls.
  • Við vitum að Samgönguráðuneyti og Umferðastofa hafa nú þegar aðlagað reglugerðir og lagaumhverfi þannig að heimilt er í dag að uppfæra ökutæki svo þau geti einnig nýtt metan eldsneyti.
  • Við vitum að forstjóri Ríkiskaupa áréttaði nýverið fyrir forstöðumönnum ríkisfyrirtækja að engin reglugerð eða lög innan Evrópusambandsins banna eða hindra að opinberum innkaupum  í samgöngum sé beint að vöru eða þjónustu sem styður umhverfisvænar samgöngur og  atvinnu-og nýsköpun í landinu. Og að Evrópusambandið hvetur til þess að innkaupum sé beint með hætti sem eykur sjálfbærni.
  • Við vitum að nettó fjárstreymi til opinberra sjóða dregst ekki saman við núverandi aðstæður þótt að hið opinbera leggi ekki álögur á notkun metans annað en virðisaukaskatt.
  • Við vitum að spár um þróun bensínverð í heiminum eru á einn veg - hærra heimsmarkaðsverð.
  • Við vitum að vegna gríðarlegs þjóðhagslegs ávinnings af aukinni metanvæðingu er kostnaður vegna eflingar á dreifikerfi fyrir metan engin fyrirstaða.  
  • Við vitum að það tekur um 3 mánuði að opna nýja metanstöð í landinu. 
  • Við vitum að það eru 5 dælur fyrir metan á höfuðborgarsvæðinu í dag og hægt að tvöfalda þær á stuttum tíma á núverandi afgreiðslustöðum.
  • Við vitum að unnt er að þjóna vel tugum þúsunda ökutækja með 5 afgreiðslustöðum á höfuðborgarsvæðinu og fimm á landsbyggðinni.
  • Við vitum að fyrirhugað er að framleiða metan á Akureyri og opna afgreiðslustöð þar.
  • Við vitum að fyrsti einyrkinn í landinu hefur þegar hafið framleiðslu á metani á búgarði sínum 
  • Við vitum að ávallt er hægt að flytja metan til landsins ef okkar eigin framleiðsla annar tímabundið ekki eftirspurn.
  • Við vitum að mun meira er til af metani í heiminum en bensíni og dísilolíu, að metan er mun ódýrara en  bensín og dísilolia á heimsmarkaði og því um mikinn gjaldeyrissparnað að ræða ef þörf kallar á að metan sé flutt inn í stað bensíns þar til innanlandsframleiðsla á metani annar eftirspurn.
  • Við vitum að í skýrslu NAS á þessu ári er gerði úttekt á ávinningi samgöngukost til ársins 2030 og að umhverfislegur ávinningur metan ökutækja fram yfir rafbíla og tvinnbíla kom skýrt fram þótt í skýrslunni sé miðað  við metan eldsneyti sem unnið er úr jarðgasi.
  • Við vitum að í skýrslu NAS kemur fram að umhverfisspillandi áhrif  vegna framleiðslu rafhlaðna og rafmótors eru það mikil að heildar umhverfisáhrif af notkun rafbíls á Íslandi eru MUN neikvæðari en fyrir metan/bensínbíl sömu stærðar þótt um sé að ræða notkun á metan sem unnið er úr jarðgasi.
  • Við vitum að metan/bensínbíll sem gengur fyrir íslensku metani (bio-metnahe) er svo afgerandi hvað varðar heildræn umhverfisleg áhrif af notkun að enginn annar valkostur sem veitir sambærilegt ferðafrelsi og samgönguöryggi í landinu kemst nálægt því að teljast sambærilegur.
  • Við vitum , ef því er að skipta, að fjöldi fagaðila hér á landi og víðar telja miklar líkur fyrir því að jarðgas sé að finna á Drekasvæðinu hvenær svo sem vinnsla kann að hefjast þar.
  • Við vitum , ef því er að skipta, að STATOIL selur jarðgas til Skotlands um lögn á hafsbotni sem spannar mun meiri vegalengd en sem nemur vegalengdinni frá Drekasvæðinu til Íslands og þaðan til Skotlands.
  • Við vitum að metanvæðing í samgöngum með framleiðslu á metni úr lífrænu efni á yfirborði jarðar stuðlar að aukinni sjálfbærni og auknu orkuöryggi þjóðarinnar sem lítur að sjálfstæði þjóðarinnar.
  • Við vitum að við getum framleitt metan úr lífrænu efni á yfirborði jarðar sem annað gæti eftirspurn alls bílaflota landsins ef því væri að skipta.
  • Við vitum, ef því er að skipts, að það hefur verið áætlað að með ræktun orkuplantna á 4% af ræktuðu landi gætu íslendingar aflað lífmassa til metanframleiðslu sem annar eftirspurn 50% af bílaflota landsins.
  • Við vitum að LbhÍ er búinn að gera úttekt á íslensku landi þar sem gróðurþekja er undir 50% og aðrar forsendur til staðar sem veita ástæðu til að ætla að rækta megi orkuplöntur. Og að um sé að ræða um 200.000 hektara lands þar sem fræðilega væri unnt að framleiða lífmassa til matanframleiðslu sem annað gæti orkuþörf alls bílaflota landsmanna. 
  • Við vitum að hratið út framleiðsluferli á metan eldsneyti út lífmassa er næringarríkur áburður og nýttur til uppgræðslu. Og sem dæmi, að mykja sem nýtt er til metanframleiðslu skilar sér úr ferli metanframleiðslunnar sem betri áburður á tún en mykjan var í upphafi.  
  • Við vitum að með uppgræðslu lands og nýtingu á lífmassa landsins til framleiðslu á metani sem skilar eldsneyti sem dregur úr notkun jarðefnaeldsneyta og skilar hrati til uppgræðslu næstu kynslóðar af orkuplöntum erum við að tala um þá umhverfisvænu og samfélaga ábyrgu nýtingu á þekkingu, getu og aðstæðum sem sjálfbærni miðast við.
  • Við vitum að sundurlyndisfjandinn er okkar helsta áskorun við orkuskipti í samgöngum.
  • Við vitum að í heimi 2007-andrúmsins var ávinningur metanvæðingarinnar talinn óþarfur, að full flókið væri að skapa hann og að sú leið væri ekki nógu spennandi og ,,sexy''.
  • Við vitum að Öskubusku-saga metanvæðingarinnar verður ekki lengur hunsuð og útilokuð frá sögu hagfelldustu orkuskipta í okkar landi fremur en annar staðar í heimsþorpinu og að metan eldsneyti er á leið á stóra-ball orkuskiptanna.  
  • Við vitum að orkuskiptum í samgöngum þjóðarinnar hefur þokað fram síðastliðin ár, þótt hægt hafi miðað, og að á annað hundrað bílar aka á íslensku metani á götum landsins í dag.
  • Við vitum að nú er kominn tími til að ganga fram af festu við að auka sjálfbærni og orkuöryggi þjóðarinnar og styrkja fullveldi okkar á grundum gatna með aukinni metanvæðingu bílaflotans - aukinni sjálfbærni í raun.
  • Við vitum að aukin metanvæðing er þjóðþrifaverkefni og að allir aðrir valkostir til orkuskipta í samgöngum þurfi að miða markaðsboð sitt við hagfelldni þess að auka frekar metanvæðingu landsins.
  • Við vitum að þær þjóðir sem mestum árangri hafa náð við orkuskipti í samgöngum hafa notið skýrrar stefnumörkunar frá stjórnvöldum og notið leiðtoga í stjórnsýslunni sem vísað hafa veginn og farið hann sjálfir.
  • Víð vitum ,sem dæmi, að olíulandið Íran sem býr yfir mikilli tækniþekkingu, hefur einsett sér að viðhafa orkuskipti yfir í metan eldsneyti og að þar í landi nemur viðsnúningurinn  8% síðastliðin 5 ár.  
  • Við vitum að við orkuskipti í samgöngum er hlutleysi ekki til.
 Engin smá frétt á Metan.is : http://www.metan.is/user/news/view/0/300 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband