Fékk spurningu um hvort auðvaldið viðhafi viðspyrnu gegn aukinni metanvæðingu á Íslandi ?

Sæll Einar, mig langar að spyrja þig um þá staðreynd að auðvaldið hafi valdið því að aðrir aflgjafar en bensín og olía hafi átt erfitt uppdráttar hér á Íslandi? Heldur þú að embættismenn og auðvaldið séu tilbúnir að sleppa takinu á olíufélögunum?  ( Helgi Þór Gunnarsson, síðasta blogg).

Takk fyrir þetta Helgi.  Þú nefnir auðvald og viðspyrnu breytinga. Á markaði er eðlilegt að leikmenn gæti hagsmuna sinna. Framleiðendur olíuafurða eiga vissulega mikið undir því að breytingar á eftirspurn eftir vörum þeirra eigi sér ekki stað það hratt að leiði til fjárhagslegs stórtjóns fyrir þá. Olíuframleiðendur hafa þó fyrir margt löngu gert sér grein fyrir því að bruni á olíu er ósjálfbær orkunýting og að breytingar á orkukerfi samgöngutækja muni eiga sér stað í stórum stíl á þessari öld. Á ráðstefnunni Driving Sustainability í Reykjavík 2010 nefndi fulltrúi OPEC-ríkjanna að vilji olíuframleiðenda stæði til þess að finna farveg fyrir farsæla framvindu breytinga þar sem hagsmunir og ávinningur samræmdust samfélagsleg ábyrgum markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda af jarðefnauppruna af mannavöldum. Spurningin er, hvernig skilgreinum við farsæla framvindu?
  

Hvað varðar íslensku olíufyrirtækin þá eru þau ekki einungis smásalar á eldsneyti til samgangna. Heilt yfir má segja að íslensku olíufélögin fagni því mjög að geta selt umhverfisvænt eldsneyti til samgangna svo fremi sem slíkur ráðahagur rústar ekki rekstrargrundvelli þeirra- og þarf reyndar alls ekki að gera það. Vissulega mun aukning á notkun innlends eldsneytis hafa áhrif á einhverja innlenda hagsmuni tengda innflutningi á olíuafurðum í dag en stóra myndin er þó sú að tryggja má sambærilegt tekjuflæði til félaganna með sölu á endurnýjanlegu eldsneyti og því í raun ekki mikil fyrirstaðan af þeirra hálfu gagnvart orkukerfisbreytingum í landinu.

 Spurningin er hins vegar sú hvort réttmætt sé að olíufélögin beri einhliða kostnaðinn af því að byggja upp þjónustu um sölu á íslensklu eldsneyti sem skapað getur þann heildarávinning fyrir samfélagið sem notkun á innlendu og endurnýjanlegu eldneyti hefur í för með sér.  Þótt ávinningur félaganna gæti verið hinn sami hvort heldur þau selja bensín eða íslenskt metan þá er ávinningur samfélagsins mun meiri en hlutfallslegur ávinningur þeirra. Því má segja að það blasi við að skapa þurfi samtakamátt ríkis, sveitarfélaga og rekstraraðila um sölu á íslensku eldsneyti til að orkukerfisskiptin megi skapa sem mestan heildarávinning fyrir þjóðina. Til að svo megi verða með skilvirkum hætti dugar ekki vel að stjórnvöld líti svo á að þeirra hlutverk sé að nálgast málaflokkinn af meintu hlutleysi - við erum að tala um kerfislæga breytingastjórnun og þörf fyrir fordæmislausa aðkomu ríkis og sveitarfélaga með markvissum hætti.

Hraði orkukerfisbreytinga í samgöngum á síðustu öld takmarkaðist fyrst og fremst við framboð ökutækja til umhverfismildari samgangna sem gátu tryggt það ferðafrelsi og samgönguöryggi sem markaðurinn gerði kröfu um. Og þótt tæknin hafi verið til staðar hvað ökutækin varðar var dreifikerfi fyrir eldsneytið ekki til staðar. Lengi vel var vítahringurinn stóra fyrirstaðan - að dreifikerfið batni ekki nema ökutækjum fjölgi og að ökutækjum fjölgi ekki nema að dreifikerfið batni. Gott og vel, svo kom að því vítahringurinn var rofinn með fjöldaframleiðslu á  tvíorkubílum, metan/bensínbílum. Á slíkum bílum er ferðafrelsi með engu skert enda á ökumaður val um að aka á metani einu og sér eða á bensíni einu og sér ef á þarf að halda - tveir eldsneytisgeymar. Eftirspurn eftir þessum ökutækjum eykst hratt um þessar mundir í heiminum eða um 2,5-3 milljónir ökutækja á þessu ári. Flestir bílaframleiðendur heims framleiða metan/bensínbíla í dag. Og fjöldi ökutækja sem nýtir metan eldsneyti í akstri á Íslandi hefur tvöfaldast á þessu ári og enn meiri aukning fyrirsjáanleg.

Á Íslandi er ástæða til að ætla að viðspyrna breytinga frá olíufyrirtækjum sé minni en víðast hvar í heiminum. Ein ástæðan er sú að olíufélögin byggja afkomu sína að stækkandi hluta á vörusölu og þjónustu sem tengist ekki orkukerfi ökutækja nema að því leiti að orkusalan tryggir reglubundna komu neytenda inn á þjónustustöðvarnar. Nú er það reyndar svo að á Íslandi er þjónustunet olíusölunnar með ólíkindum þétt og miklu hefur verið til kostað í þeim efnum á síðustu tíu árum. Stór hluti þess kostnaðar á eftir að skila sér til olíufélaganna og þarf að geta gert það ef horfa á til þeirra með væntingar og kröfur um að þau beri að stærstum hluta kostnaðinn af uppbyggingu á nýrri  þjónustu fyrir umhverfismildara eldsneyti. Ávinningur samfélagsins er það mikill af stóraukinni notkun á innlendu og endurnýjanlegu eldsneyti að það ætti að vera ósk okkar allra að ábyrg og stefnumiðuð aðkoma hins opinbera verði skýr, fjárhagslega hvetjandi og markviss.

 Sjá allt um metan eldsneyti

Kerfisbreyting í skattlagningu ökutækja er í vændum - ég fékk góðar spurningar í dag

Ég fékk góðar spurningar í dag í tengslum við miklar breytingar sem í vændum eru við kerfisbreytingu í skattlagningu ökutækja í landinu. Um þessar mundir eru stjórnvöld að leggja lokahönd á breytingar á lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald, á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum og á lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, með síðari breytingum.

Spurning-1  Er eðlilegt að gera ráð fyrir að bifreiðum muni fækka í landinu á næstu árum ? 
 

Svar mitt er, já. Fyrir þeirri niðurstöðu blasa við ýmsar staðreyndir og tilgátur sem líkindi standa til að reynist réttar.  Ökutækjaflotinn spannar um 245.000 vélar í dag,  þar af um 210.000 fólksbíla og því ljóst að fjöldi fólksbíla í landinu sem hlutfall af lögheimilum er meiri en 1. Ef fjöldi óþægilega (óbærilega) skuldsettra ökutækja (fyrir eigendur) nemur um 20-25% af fólksbílaflotanum og hærra hlutfalli fyrir einkabílaeign landsmanna,  er ástæð til að ætla að umtalsvert framboð verði af notuðum bílum á næstu árum sem rekja má til efnahags og lífsstílsbreytinga einstaklinga og fjölskyldna.


Almennt er talað um að tekjur hafi áhrif á sölu bíla og kemur engum á óvart , að eftirspurn eftir bílum sé tekjuteygin, að eftirspurnar eftir bílum sé meira háð tekjum en eftirspurn eftir flestum nauðsynjavörum. Nú hefur bíll þó verið skilgreindur sem nauðsynjavara í okkar samfélagi fyrir fjölskyldu en spurning hvort margir bílar séu nauðsynlegir fyrir hverja fjölskyldu. Einnig hefur framboð sína teygni og talað um framboðsteygni. Jafnframt er talað um verðteygni eftirspurnar og hún skilgreind sem hlutfall tveggja hlutfalla. Verðteygni eftirspurnar á bílamarkaði hefur verið skilgreind svona:
Verðteygni =  % breyting á fjölda keyptra bíla / % breyting á verði bíls. Sennilegt þykir að eftirspurn eftir bílum í framtíðinni miðist í meira mæli við heildarkostnað af rekstri bíls þar sem samanburður á rekstrarkostnaði mismunandi orkukerfa bíla skiptir meira máli en áður. ( Orkukerfi bíls = efni og búnaður sem tryggir þá orku sem samgöngur grundvallast á. Dæmi. bensínbíll = bensíngeymir+bensín, metanbíll = metangeymir+metan, rafbíll = rafgeymir+rafmagn,  osfr.).

Ef verðið á bíl-x hækkar en samt seljast jafn margir af bíllar-x er talað um að eftirspurnin eftir bíl-x sé ÓTEYGIN (hið minnsta á þeim tíma)- að verðhækkun hafi lítil eða engin áhrif á val neytenda, á eftirspurn og sölu á bíl-x. Hins vegar, ef sala á bíl-x minnkar hlutfallslega meira en sem nemur verðhækkun eða eykst hlutfallslega meira en sem nemur verðlækkun er talað um að eftirspurn eftir bíl-x sé TEYGIN .

  

Dæmi: Bíll-x kostaði 4.000.000 kr og salan var 1000 bílar á ári. Nú hækkar verðið um 20% í 4.800.000 og spurningin hvort salan dragist saman um meira en 20%, hvort 800 bílar seljist við hærra verðinu eða minna eða meira en 800 bílar. Almennt væri talið að færri en 800 bílar seldust eftir að bíll-x hækkar í verði um 20%með þessum hætti- að eftirspurn eftir bíl-x sé VERÐTEYGIN. Að neytendur refsi bílaframleiðenda fyrir að hækka verðið og dragi hlutfallslega meira úr kaupum á bíl-x en sem nemur hlutfalli verðbreytinga.   Ef breytingar í samfélaginu hafa einnig orðið til þess að tekjur almennings hafi dregist verulega saman gætu áhrifin orðið enn meiri. Verðteygni eftirspurnar getur svo verið mismunandi á mismunandi tímum af ýmsum ástæðum s.s.  efnahagsástand, tekjur, kaupmáttur, nauðsynjavara, tíska, smekkur osfr.

  

Tilgátan um að fólk muni í auknum mæli líta svo á að ekki sé nauðsynlegt að eiga tvo bíla eða fleiri þykir afar líkleg til samþykkis við núverandi aðstæður í íslensku samfélagi og þótt til næstu fimm ára sé litið.  Vissulega er það svo að stór hluti þjóðarinnar á lítið val í þessum efnum en jafnframt viðbúið að þótt kaupgeta margra kunni að batna verulega á næstu árum, þannig að kaup á bíl (tvö) virðist fjárhagslega viðráðanleg, má búast við að viðhorfsbreyting og endurmat kunni að hafa átt sér stað um hvað sé nauðsynlegt þegar kemur að eign samgöngutækja.  

Graen bill   

Spurning-2  Hvað álítur þú að skipting yfir í metan-bensín og metan-dísil verði umfangsmikil t.d á næstu 5 árum.? 

  

Svar: Í stuttu máli og heilt yfir snýst spurningin um það hvað við sem þjóð viljum og veljum að viðhafa. Umfang framvindunnar er í höndum stjórnvalda að stærstum hluta.


1. Sé það vilji stjórnvalda að framvinda metanvæðingar í landinu einskorðist að stærstum hluta við framleiðslugetur SORPU í dag við að safna hauggasi frá urðunarstað á Álfsnesi ( án þess að reisa verksmiðju) og að tímalína að fullri nýtingu núverandi auðlindar verði löng hafa stjórnvöld ýmis verkfæri til að tryggja að svo verði og þar með að umfangið verði ekki það sem það ella gæti orðið.

 

 2. Sé það vilji og sýn stjórnvalda að metanvæðing í samgöngum heimsins á landi og sjó eigi brýnt erindi víð þjóðina í dag og til framtíðar litið og kalli á frekari framvindu metanvæðingarinnar í landinu, hafa stjórnvöld ýmis verkfæri til að tryggja að svo verði og/eða megi verða hraðar en undir liði-1. Og án þess að kosta miklu til hlutfallslega miðað við að gera það ekki. Ef sú sýn er skörp og viðurkennd af stjórnvöldum að frekari metanvæðing sé sá  þáttur í framtíðar fjölorkusamfélagi landsins sem þjóðin eigi (beri) að nýta í dag og næstu árin (að marki reiknanlegs heildarávinnings fyrir þjóðina) þá getur svarið við spurningunni verið, stóraukið umfang. Svar: Næstu 5 árin getur fjölgun ökutækja sem nýta metaneldsneyti í akstri orðið það mikil að allt metaneldsneyti sem framleitt er með söfnun á hauggasi á urðunarstað á Álfsnesi verði fullnýtt. Nú er það svo að við Íslendingar getum vissulega framleitt eins mikið af nútíma-metani og við kjósum en svar mitt miðast við það sem er til staðar í dag. 
 

Það væri gaman að halda áfram og ræða ýmsar sviðsmyndir  sem kalla á útskýringar og meðferð talna en læt þetta nægja að sinni og minni á skemmtilega vísu:

  • Tölur eru táknmynd sjóða,
    tölur skapa stundum gaman.
    Tölur sýn tap og gróða,
    tölur halda fötum saman.  

Góða helgi

Sjá nýja heimasíðu Metan hf 

Sjá góða útskýringu á teygni:


Bestu-Borgar-Kort getur verndað ferðafrelsi barnafjölskyldna í borginni - barnvæn og græn borg

Reykjavíkurborg gæti slegið margar flugur í einu höggi  með því að bjóða barnafjölskyldum verulega sparnaðarþjónustu með litlum tilkostnaði fyrir borgina- Bestu-Borgar-Kort. Metanlánin eru komin á markað en Bestu-Borgar-Kortið getur skipt sköpum við að tryggja sjálfvirkt fjármagnsflæði og tækifæri fjölskyldna til að ávinna sér traust í þröngri stöðu.
  1. Borgin gæti veitt barnafjölskyldum aðstoð  til uppfærslu á einum bensínbíl  í metan/bensínbíl. Uppfærslan tekur 2-3 dag. Eftir uppfærslu getur eigandinn ekið um höfuðborgina sína á íslensku metan eldsneyti sem er að stærstum hluta í óbeinni eigu borgarinnar og er mun ódýrara en bensín.
  2. Eigandinn fær Bestu-Borgar-Kort í eigin nafni  og notar það til að greiða fyrir metan eldsneyti. Eigandinn semur um að greiða mun lægra verð fyrir metan  en sem nemur  verði á bensíni (198kr í dag).  Eigandinn velur þó að greiða meira fyrir metan (t.d.174kr)  en sem nemur dæluverði (114kr í dag) á meðan verið er að greiða fyrir uppfærslukostnaðinn á bílnum. Eigandinn notar Bestu-Borgar-Kortið til að halda um eldsneytiskaup sín og greiðir eldsneytisnotkun sína mánaðarlega, 174 kr fyrir metan í stað 198 kr fyrir bensín í dag. Inneign skapast á kortinu þar sem dæluverð fyrir metan er 114 kr. í dag. Inneignin á kortinu greiðist svo mánaðarlega inn á metanlánið og gæti í fjölda tilfella gert það að verkum að engin sérstök útgjöld skapast fyrir fjölskylduna vegna uppfærslunnar á bílnum. Uppfærður bíll (metan/bensín) er meiri eign en bíll sem eingöngu getur nýtt bensín í akstri og því um aðra eignarmyndun að ræða í þeim efnum - auðseljanlegri bíll og verðmeiri.  
  3.  Í flestum tilfellum þyrfti borgin einungis að veita borgaralega blessun yfir gjörninginn gagnvart lánveitanda á metan-láni  og þjónustuaðila á Bestu-Borgar-kortinu og mögulega að veita lámarks tryggingu fyrir eins mánaðar hámarksnotkun á kortinu 15.000-20.000 kr /fjölskyldu.  Aðkoma borgarinnar gæti þannig  náð að brúa mögulegan skort á trausti í samfélaginu. Metanbúnað bílsins getur eigandinn þess vegna lagt að veði fyrir blessun borgarinnar á ráðahagnum. Búnaðinn má nýta á annan bíl síðar ef því er að skipta eða selja hann sér.
  4. Með Bestu-Borgar-Korti getur Reykjavíkurborg aðstoðað barnafjölskyldur óbeint við að fá metanlán hjá banka fyrir uppfærslu á bíl sínum með litlum tilkostnaði en miklum ávinningi fyrir barnafjölskylduna. 
  5. Þegar greitt hefur verið fyrir uppfærsluna á bílnum með Bestu-Borgar-Kortinu mætti stýra mánaðarlegri inneign á kortinu inn á aðrar skuldir fjölskyldunnar s.s. bílalán bílsins eða leggja kortið niður.  
  6. Bestu Borgar Kort

Nú er það svo að með notkun á íslensku metani í þessu samhengi  getur barnafjölskyldan ferðast ódýrar um borgina sína. Og  samhliða skapað mesta umhverfislega ávinning sem völ er á með sambærilegum samgöngum í borginni. Sú staðreynd ein og sér réttlætir í raun þetta verkefni. Nú er það einnig svo að þetta verkefni skapar mesta gjaldeyrissparnað sem unnt er að viðhafa með samgöngum á núverandi bílaflota í borginni.  Hlutfall gjaldeyriskostnaðar í bensínverði má ætla að verð um 35% á þessu ár. 

Gjaldeyriskostnaður  við  að uppfæra einn bíl er aðeins um 100.000 kr. Nettó gjaldeyrissparnaður fyrir íslenskt þjóðarbú skapast því hratt í þúsundum mögulegra tilfella.  Hinn mikli og margþætti ávinningur verkefnisins skapar því kjörið tækifæri fyrir Reykjavíkurborg og ríki að leggjast á eitt og mynda samtakamátt um endurreisn í borginni og landinu.  

Betri tíð er í vændum

Sjá öryggi metans:
Sjá hversu auðvelt er að fyll á eldsneytisbirgðir


Frábær frétt frá Landsbankanum - kynnir Metan-lán í dag

Í dag kynnir Landsbankinn á heimasíðu sinni og í dagblöðum nýja þjónustu,  Metan-lán, sem markar heillaspor á vegferð metanvæðingar í landinu. Metan-lán auðveldar viðskiptavinum að fjármagna uppfærslu á bílum og skipta yfir í umhverfisvænna og ódýrara eldsneyti eins og segir á heimasíðu bankans. Þjónusta  Landsbankans varpar ljósi á þann mikla samfélagslega ávinning sem aukin metanvæðing í samgöngum  hefur í för með sér. Í kynningum í dag nefnir bankinn að ávinningurinn sé margþættur ;
 Graen borg
  • Umhverfisvænna eldsneyti
  • 40-45% lægri eldsneytiskostnaður 
  • Innlent eldsneyti
  • Gjaldeyrissparnaður
  • Græn atvinnustarfsemi
  • Aukið orkuöryggi
  • Minni hávaði frá vél
  • Sömu þægindi í akstri

Með þjónustu sinni markar Landsbankinn græn heillaspor í sögu orkukerfisskipta í landinu þar sem hér er um að ræða nýja þjónustu sem hvetur  til samfélagslega ábyrgra breytinga  í samgöngum þjóðarinnar.  Og eins og segir í fréttaveitu á metan.is ; ,, Ákvörðun bankans undirstrikar þá staðreynd að um allan heim er metanvæðingunni ætlað stórt hlutverk við umhverfismildun samgangna og að við Íslendingar búum það vel að geta stóraukið notkun okkar á íslensku metani á næstu misserum.''

Rétt er að minna á að eftir uppfærslu á bensínbíl getur eigandinn eftir sem áður ekið á bensíni ef þörf krefur. Á uppfærðum bíl eignast eigandinn hins vegar val um að aka á metani í stað bensíns og skapa sér, umhverfinu og samfélaginu þann ávinning sem nefndur er að ofan - m.a. lækkar  eldsneytiskostnaður sem samsvarar 80kr/L eins og verð á metani og bensíni er í dag og allar spár um að verð á bensíni muni hækka á komandi misserum. Teikn eru á lofti um að ávinningurinn af því að geta ekið á metani muni aukast á næstu misserum og árum ef eitthvað er.

Og annað mikilvægt, kostnaðurinn við að uppfæra bíl liggur að stærstum hluta í verði íhluta sem settir eru í bílinn. Þessa hluti má flytja í næsta bíl eða selja sér þegar notkun lýkur. Þar fyrir utan þykir ljóst að bílar með metan búnaði munu seljast mun auðveldar en bílar sem ganga eingöngu fyrir bensíni. Raunkostnaður við uppfærslu á bíl er því mun lægri en 380-480 þús kr sem er algengt verð fyrir uppfærslu á fólksbíl í dag með virðisaukaskatti. Metangeymir með 7 ára ábyrgð kostar sem dæmi hátt í 100.000 kr einn og sér og endursala auðveld. Uppfærsla á bíl er klárlega ein allra mesta búbót sem hægt er að viðhafa í dag.

1000 þakkir til starfsmanna og stjórnenda Landsbankans.

Sjá frétt:

Sjá Öryggi metans - öruggara en bensín og dísilolía

Sjá hversu auðvelt er að fylla á metangeyminn í sjálfsala - 1 til 2 mín.

Sjá heimasíðu Landsbankans- Metan-lán:

Sjá auglýsingu á síðu 3 um Metan-lán


Heimsbankinn, umhverfismál, fátækt - já, þjóðin er rík og hefur gert heimsþorpinu mikinn greiða í loftslagsmálum.

Ágætar greinar um orkumál eru í orkukálfi  International  Harald Tribune 12. október. Þar á meðal greinin ,, World Bank Pressured on Clean Energy“   

Ein greinin fjallar um vanda Heimsbankans (World Bank) við að uppfylla markmið sitt um að vera í framvarðarsveit í baráttunni gegn auknum hlýnunaráhrifum í lofthjúpi jarðar. Baráttan gegn fátækt virðist ekki eiga samleið með baráttunni gegn frekari vinnslu á kolum og olíu í heimi þar sem 1,5 milljarður íbúa hafa ekki aðgang að rafmagni.


Á rekstrarárinu frá júní 2009 til júní 2010 fjármagnaði Heimsbankinn verkefni til vinnslu á kolum og jarðefnaeldsneyti fyrir 6,3 milljarða USD ( um 700 milljarðar króna í dag). Stærstu verkefnin eru í S-Afríku og á V-Indlandi, ein verksmiðja á hvorum stað. Þegar fullum afköstum verður náð á næstu árum mun losun gróðurhúsalofttegunda frá þessum tveimur verksmiðjum samsvara allri losun frá Noregi og Írlandi til samans. Milli áranna 2007-2010 hefur lánastarfsemi Heimsbankans til jarðefnavinnsluverkefna aukist um 300%.

Á hinn boginn hefur Heimsbankinn einnig aukið lánveitingar til umhverfismildandi verkefna eða sem nemur 3,4 milljörðum USD á árinu 2010 (um 375 milljarðar króna). Milli áranna 2007-2010 hefur aukningin til slíkra verkefna aukist um 430%.


Viðauki við frétt:

Já,  það er vandratað í þessum heimi.  Þegar leiðarvali til úrbóta er stillt þannig upp að valið standi á milli þess að fólk svelti og þess að menga meira, virðist valið auðvelt - heimurinn mengar meira. En er þetta sanngjörn og nauðsynleg uppstilling?

Ef við gefum okkur að þörf sé á að brenna jarðefnaeldsneyti í stórauknum mæli í heiminum á næstu áratugum, til að draga úr fátækt í þriðja heiminum og jafna lífsgæði á jörðinni, virðist heildar umhverfis-og efnahagslegur ávinningur af nýtingu orku í heiminum  best  tryggður, næstu áratugina, ef orkufrek vöruframleiðsla á sér stað með notkun á  umhverfismildustu orku sem völ er á í heiminum. Og ekki hvað síst ef framleiðslan skapar hlutfallslega fá störf miðað við fjárfestingarþörf og varan sem um ræðir yrði hvort sem er framleidd ella með mun meira mengandi hætti.  Ekki hvað síst virðist þetta eiga við ef framlegð framleiðslunnar rennur, einhliða valkvætt, að stórum hluta til annarra verkefna utan framleiðslulandsins og án þess að skila framleiðslulandinu umtalsverðri hagsæld í hlutfalli við fjármagnsþörf.  

Þessi umræða minnir okkur Íslendinga á hversu ríkir við erum og hversu mikið gott við höfum gert fyrir heimsbyggðina að hafa skapað svigrúm til orkufrekar  vöruframleiðslu í landinu með notkun á orku frá fallvatnsvirkjunum í stað þess að sama varan hefði verið framleidd með orku frá orkuverum sem brenna kol .  Auðvita eru takmörk fyrir því hvað langt við getum gengið í þeim efnum að hjálpa okkur og heiminum í þessum skilningi og ljóst að verðskuldað verðmat náttúrubreytinga af mannavöldum mun stemma stigu við framgöngu okkar á þessu sviði í framtíðinni. 

Þótt við séu fámenn þjóð og stundum legið á hálsi fyrir hversu mikið er losað af gróðurhúsalofttegundum í landinu á einstakling megum við aldrei gleyma stóru myndinni sem baráttan gegn hlýnunaráhrifum í lofthjúpi jarðar snýst um- heildræn hlýnunaráhrif í lofthjúpi jarðar. Við megum ekki gleyma sviðsmyndinni sem mótar alla umræðu um umhverfisvá í heimsþorpinu og þá samninga sem Ísland er aðili að.
 

Með sömu sviðsmynd í huga þurfum við á næstu misserum að móta skýra stefnu við orkukerfisskipti í samgöngum þjóðarinnar. Í þeim efnum blasir við eitt best geymda leyndarmál heimsbyggðarinnar í samgöngum, metanvæðingin.  Stóraukin metanvæðing er afgerandi hagfelld fyrir þjóðina og umhverfið og við Íslendingar getum viðhaft hana með fljúgandi starti á morgun. Og með sömu peningunum og eru að skipta um hendur fyrir jarðefnaeldsneyti í dag- með því að nýta sömu peningana með nýjum hætti.


Metan leigubílum fjölgar á höfuðborgarsvæðinu - ég ræddi við sex leigubílstjóra í dag

Ég hafði samband við sex leigubílstjóra í dag sem aka á íslensku metani og reynsla þeirra af okkar íslenska eldsneyti var hreyt út sagt mjög góð enda um að ræða umhverfisvænt eldsneyti í hæsta gæðaflokki með allt að 98% hreinleika - yfir 125 oktan eldsneyti. Og ekki skemmir fyrir að íslenska metanið  kostar mun minna en bensín og dísilolía - 80kr minna en lítri af 95-oktan bensíni miðað við orkujafngildi.

1.     Guðbjörn Egilsson - VW Passat 2010- frá umboði sem metan/bensínbíll - kemst um 450km á einni metanfyllingu og 430 km á bensínfyllingunni ef á þarf að halda. Ég er búinn að aka um 15.000 km og er alveg þrælánægður með þetta allt saman, rekstrarkostnaðurinn lækkar stórlega og svo er ansi góð tilfinning að aka um á umhverfisvænu íslensku eldsneyti sem sparar einnig mikinn gjaldeyri.   

2.     Jóhannes Jensson- VW Passat 2010 -frá umboði sem metan/bensínbíll- kemst um 450km á einni metanfyllingu og 430 km á bensínfyllingunni ef á þarf að halda. Ég er búinn að aka um 18.000 km á metani nánast eingöngu. Þetta er alveg frábært , ég  ek svo til ekkert á bensíni. Allt annað er að reka svona bíl , hann er einnig umhverfisvænn og gengur fyrir íslensku eldsneyti sem skiptir miklu máli.

3.     Snorri Karlsson - Honda Civic CR-V  2008 - uppfærður á verkstæði í metan/bensínbíl og setti einn 70L metankút í bílinn. Ég lét uppfæra bílinn minn fyrir 7 mánuðum og er búinn að aka um 50.000 km á metani og er mjög sáttur við útkomuna. Hef látið fínstilla metanbúnaðinn nýverði. Rekstrarlega hefur útkoman verið mjög góð og umhverfislega er ávinningurinn einnig mikill - góð tilfinning.

 4.    Guðmundur Gíslason - Toyota Avensis 2005, uppfærður á verkstæði í metan/bensínbíl. Ég lét uppfæra bílinn í júlí og  búinn að aka um 30.000 km nánast eingöngu á metani. Hef tvisvar sinnum sett svolítið á bensíntankinn til að hafa varabirgðir ef á þarf að halda. Þetta er æðislegt, ekkert vandamál, finn engan mun í akstri og ef svo væri get ég alltaf ýtt á takkann í mælaborðinu og ekið á bensíni. Fyrir utan verðmuninn á metani og bensíni þarf ég 10-15% minna magn af metani en bensíni. 

 5.     Sæmundur Einar Valgarðsson - Opel Safira 2009 - frá umboði í Þýskalandi sem metan/bensínbíll- kemst um 350km á metanfyllingu og bensíngeymir til vara. Þetta er bara flott ég er nýbúinn að flytja bílinn til landsins frá Þýskalandi og aka á íslenskra metaninu um 1000km - ég nota 7,5-8 Nm3/100km og því færri einingar af metani en bensíni ef eitthvað er.  Við félagarnir erum búnir að skoða þessi bílamál í á annað ár og heyrum ekkert nema gott um þessa metan/bensínbíla, ekkert sérstakt vesen. Svili minn er að taka inn annan eins bíl í næstu viku. Ég er búinn að aka á Opel síðan 1978 og ræddi við þá  hjá umboðinu í dag. Þeir segjast geta þjónustað bílinn þótt þeir hafi ekki boðið hann til sölu enn.

6.    Gunnþór Kristinsson - VW Turan 2007- frá umboði sem metan/bensínbíll. Búið er að aka bílinn á Íslandi yfir 180.000 km á metani eingöngu.  Ekkert vandamál kom upp fyrstu 85.000 km en eftir það kom upp vandamál með þrýstijafnara og innsprautunarventla sem reyndist framleiðslugalli, bíllinn var innkallaður og skipt um hlutina. Síðan hefur allt gengið vel og ég geri ráð fyrir að aka bílinn yfir 300.000 km. Í kulda hefur ekki verið neitt vandamál með metanbílinn. Ég hef ræst hann í -16°C og hann skiptir yfir á metanið eftir stutta stund.

Skáletraði textinn er á ábyrgð undirritaðs eftir samtal við viðkomandi.

Sjá öryggi metans:

Sjá hvað auðvelt er að fylla á metantankinn

Ný heimasíða Metan hf

Gríðarleg aukning og spurt er - er nóg til ?

Gríðarleg aukning hefur átt sér stað á árinu í fjölda ökutækja sem nýtta  metan eldsneyti í akstri  á  höfuðborgarsvæðinu og enn meiri aukning fyrirsjáanleg. Og svo mikil er vitundarvakningin að daglega er spurt hvort nóg sé til af metani til að anna fyrirsjáanlegri aukningu í eftirspurn.  Svarið er JÁ, við getum tryggt að svo verði.  Við Íslendingar eigum mun meira af íslensku metani en við nýtum í dag. Þúsundir einstaklinga gætu ekið á íslensku metani í dag og skapað sér, umhverfinu og íslensku samfélagi mikinn ávinning með notkun á því í stað bensíns og dísilolíu. Þar fyrir utan getum við stóraukið framleiðslu á íslensku metani á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni og tryggt okkur það framboð sem við kjósum.

Áform eru uppi um að byggja verksmiðju á höfuðborgarsvæðinu sem unnið getur metan eldsneyti úr öllu lífrænu efni og metan er hægt að framleiða víða um landið. Sýnt hefur verið fram á að mikil tækifæri til metanframleiðslu eru á Eyjafjarðarsvæðinu svo dæmi sé tekið. Þar hefur komið í ljós að framleiða megi metan eldsneyti úr mykju svo nemi á þriðju milljón bensínlítra á ári miðað við orkujafngildi- úr mykjunni einni og sér. Og þá ónefnd sú metanframleiðsla sem unnt er að viðhafa úr öðrum úrgangi og lífrænu efni sem til fellur á svæðinu s.s. úrgangur frá heimilum, fiskvinnslu, matvælavinnslu og annarri atvinnustarfsemi, seyru, auk þess sem nýta má allan lífmassa sem til verður við ljóstillífun (allt sem grær).

metanverksmiðja-10-2010

Þar fyrir utan er mikið framboð af metan eldsneyti á heimsmarkaði og verðið mun lægra en á bensíni og dísilolíu. Tímabundin innflutningur á metani í stað bensíns gæti því sparða umtalsverðan gjaldeyri ef á þarf að halda. Innflutt metan gæti verið fyrritíma-metan (jarðgasi) en líkindi standa reyndar til að það sé að finna á Drekasvæðinu við Ísland. Ekki er þó þörf á að horfa til jarðgass á Drekasvæðinu sem réttlætingu fyrir stóraukinni metanvæðingu enda hefur verið sýnt fram á að með ræktun orkuplantna á um 8% af ræktuðu landi megi afla lífmassa í landinu til framleiðslu á metani sem annað gæti öllum bílaflota landsmanna ef því er að skipta.

Mikil þróun er að eiga sér stað í heiminum til orkukerfisskipta í samgöngum og ljóst að notkun á tvinnbílum muni aukast víða um heim. Slíkir bílar nýta rafmagn í bland við eldaneyti til að knýja för. Horft er til þess að með notkun á metan tvinnbílum megi víða um heim ná fram umtalsverðum hlutfallslegum ávinningi til umhverfismildunar í landsamgöngum. Nú þegar eru strætisvagnar komnir á markað sem búnir eru metan-tvinn-orkukerfi og fólksbílar einnig verið hannaðir. Þar fyrir utan er fyrirsjáanleg mikil þróun á brunavélum almennt þannig að mun minna af metan eldsneyti þarf til að skapa sama afl og áður - sama ferðafrelsi og stóaukið orkuöryggi en áður. Þessi þróun er því öll metanvæðingunni í vil.  

Engin ástæða er þó til þess að ræða um metanvæðingu í samgöngum landsmanna sem eina valkostinn til orkukerfisskipta í samgöngum þjóðarinnar á þessari öld enda binda margir vonir við að rafbílar muni þróast á öldinni þannig að hlutfallsleg hagfeldni þeirra batni til muna við íslenskar aðstæður. Þar að auki mun notkun á lífdísil aukast í landinu í samræmi við hagfeldni þess orkukerfis og jafnvel notkun á etanóli. Íblöndun á metanóli út í bensín mun einnig geta mildað umhverfisáhrif frá samgöngum og í einhverri framtíð kann DME að getað skapað einhvern ávinning fyrir þjóðina. Síðast en ekki síst má ekki gleyma okkar einstaka alþjóðlega vísindasamstarfi um framgöngu vetnisvæðingar í heiminum og ýmis teikn á lofti um að vetnisvæðingin eigi eftir að reynast hagfeldur valkostur til samgangna í heiminum í framtíðinni.

Það sem blasir hins vegar við okkur Íslendingum og enginn ágreiningur er um, er að stóraukin metanvæðing í samgöngum þjóðarinnar er þjóðþrifaverkefni í dag og að metan eldsneyti muni nýtast þjóðinni með hagfelldum hætti í samgöngum til framtíðar litið - á landi og sjó . Áhættan af stóraukinni metanvæðingu getur vart verið minni - við höfum allt að vinna.

Höfum það hugfast að orkukerfisskipti í samgöngum þjóða munu verða með mismunandi hætti og leiðarval mótast af getur og hagfelldni þjóða að viðhafa þau. Framboð hagkvæmra samgöngutækja sem styðjast við tiltekið orkukerfi er lykilatriði  sem og aukin sjálfbærni í rekstri og viðhaldi á því orkukerfi sem samgöngurnar grundvallast á. Stóraukin metanvæðing er sérstaklega hagfelldur valkostur fyrir okkur Íslendinga, fámennt eyríki með fyrirsjáanlega orkuþörf til landsamgangna. Og getu til að reka og viðhalda, með sjálfbærum hætti að stærstum hluta,  því orkukerfi ( metan eldsneyti + metangeymir) sem samgöngutækin styðjast við.        

Metanvæðing í samgöngum okkar Íslensdinga er á grænni grein á þessari öld.

Sjá viðtal við framkvæmdastjóra Metan hf
Sjá viðtal við framkvæmdastjóra Sorpu bs

Sjá viðtal við forstjóra og deildarstjóra N1 hf
Sjá viðtal við skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar
Sjá viðtal við stjórnarformann Metan hf

Ný heimasíða Metan

Gleðileg frétt á RUV í kvöld - stóraukin metanvæðing STRÆTÓ í skoðun.

Fréttin á RUV í kvöld um að STRÆTÓ bs. sé að skoða að metanvæða 20 strætisvagna á árinu 2012 og bæta við 20 vögnum nokkru seinna er afar gleðileg.  Eins og greint hefur verið frá í fréttaveitu Metan hf eru alls um 400.000 metanvagnar í umferð í heiminum í dag.

Nýverið var greint frá því að NY-borg hefði gert samning um kaup á allt að 475 metanvögnum. Jafnframt var nýverið greint frá því að á Samveldisleikunum sem nú eru í gangi í Dehli á Indlandi eru 604 metanvagnar í notkun við að flytja íþróttamenn og fylgdarlið um borgina. Og þar af eru fjórir tvinn-strætisvagnar metan/rafmagn, en notkun þeirra markar tímamót í samgöngusögu borgarinnar.

Fréttin um metan/rafmagn strætisvagnana í Dheli undirstrikar þá tækniþróun sem horft hefur verið til í stórauknum mæli fyrir einkabíla.  Þótt heildræn umhverfisáhrif tvinnbíla í dag (bensín/rafmagn) hafi ekki reynst upp á það allra besta, þar sem slíkir bílar styðjast að stórum hluta við bruna á bensíni, hafa menn horft til þess að tvinnbílar sem nýta metan eldsneyti munu skapa þann hlutfallslega umhverfislega ávinning sem sóst er eftir með tvinn-orkukerfi.

Frétt RUV um vilja STRÆTÓ bs til að metanvæða flota sinn kallar á að bygging metanverksmiðju á höfuðborgarsvæðinu skoðist sem forgangsverkefni enda nú þegar um að ræða gríðarlega aukningu á fjölda fólksbíla og annarra ökutækja á höfuðborgarsvæðinu sem nýta metan eldsneyti í akstri.  Og mun meiri aukning fyrirsjáanleg á næstu misserum og árum enda til mikils að vinna að aka á íslensku metani í stað bensíns og dísilolíum. Bygging metanverksmiðju kallar á samtakamátt sveitarfélaganna. Rétt er að minna á að STRÆTÓ bs í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem eiga einnig metanframleiðsluna á Álfsnesi í gegnum eignaraðild sína í SORPU bs.

 Nefndar fréttir undirstrika með ótvíræðum hætti bjarta framtíð metanvæðingarinnar í heiminum og þá dýrmætu eign okkar íslendinga að búa yfir reynslu og þekkingu til að framleiða metan eldsneyti í allra hæsta gæðaflokki. Stóraukin metanvæðing í samgöngum okkar Íslendinga er á grænni grein á þessari öld. Við Íslendingar erum ríkari en við höfum gert okkur grein fyrir.

Sjá nýlega frétt um metanvæðingu strætó í NY-borg - hér
Sjá nýlega frétt um framleiðslu metanvagna í Evrópu - hér
Sjá nýlega frétt um metan/rafmagn vagna í Dheli - hér
Sjá nýlega frétt um fjölda metan ökutækja og metan strætisvagna í heiminum í dag - hér


Atvinnusköpun - Bifvélavirkjar munu knýja hjól atvinnulífsins svo um munar á næstu misserum með nýjum hætti - Iðan og Borgarholtsskóli bjóða upp á námskeið.

IÐAN og Borgarholtskóli metanvæðingIÐAN og Borgarholtsskóli hafa nýverið birt námsvísi fyrir komandi skólaár og þar að finna námskeið sem snerta metanvæðingu bílaflotans með hagfelldum og áreiðanlegum hætti. Í boði eru  námskeið um uppfærslu bensínbíla í metan/bensínbíla enda fyrirsjáanlegt að eftirspurn eftir slíkri þjónustu muni aukast gríðarlega á komandi misserum.

Ég á erfitt með að sjá skilvirkara tækifæri fyrir einstaklinga til að tryggja sér starfsgrundvöll en að verða sér út um menntun og  þjálfun í uppfærslu á bílum.  Þótt ekki væri nema að kunna til verka á verkefnasviðinu og geta aðstoðað fullnuma bifvélavirkja við uppfærslu á bílum.  

Í síðustu bloggfærslu minnti ég á námskeið sem hollenskt fyrirtæki mun halda um metanvæðinguna og uppfærslu bensínbíla í metan/bensínbíla í október og að skráningar þurfi að berast eigi síðar en á mánudaginn 13. september. Námskeiðið er öllum opið og á erindi við alla sem láta sig varða hagfelld og áreiðanleg orkukerfisskipti í samgöngum þjóðarinnar ( sjá síðasta blogg).

Ný heimasíða Metan hf - full af fróðleik um flotta framtíð


Námskeið um metanvæðingu í samgöngum og uppfærslu bensínbíla í metan/bensínbíla á Hótel Sögu 11. október - skráning þarf að berast í síðasta lagi 13. september

Hollenska fyrirtækið, RAP Clean Vehicle Technology heldur fræðslunámskeið um metanvæðingu í samgöngum , metan orkukerfi og uppfærslu á bensínbílum í metan/bensínbíla þann 11. október. Staðfesta þarf þátttöku í síðasta lagi þann 13, september.

Þátttakendur þurfa að fylla út skráningarblaðið ( hér ) og senda á  info@rap.ac

Tímasetning námskeiðs: Mánudaginn 11. Október 2010 frá 9:00-16:30
Staður: Radissons Blu Saga Hótel, Hagatorg, 107 Reykjavík

Efni á námskeiðinu:

1. Markaðsstaða metan ökutækja í heiminum.
2. Metan sem ökutækjaeldsneyti ,  fyrritíma-metan (e.CNG, jarðgas) og nútíma-metan (e.Biogas)
3. Íhlutir ökutækja sem nýta metan í akstri, metan orkukerfi, virkni og ísetning.
4. Viðhald á ökutækjum með metan orkukerfi
5. Uppbygging og skipulag á verkstæðum
6. Reglugerðir Evrópusambandsins varðandi metan ökutæki og orkukerfi þeirra.
7. Öryggi við uppfærslu bensínbíla, viðhald og viðgerðir.

Dagskrá á ensku - hér


Námskeiðið er ætlað öllum sem láta sig varða framgöngu metanvæðingar með einum eð öðrum hætti;

1. Bifvélavirkjar sem uppfæra bensínbíla í metan/bensínbíla
2. Þjónustuaðilar fyrir ökutæki með metan orkukerfi
3. Bifreiða-og flotastjórnendur
4. Skoðunarmenn og vottunaraðilar orkukerfa
5. Áhrifavaldar um umhverfisvæn orkukerfisskipti í samgöngum með einum eða öðrum hætti.
6. Áhrifavaldar um fjölgun grænna starfa í landinu sem skilað geta miklum og margþættum ávinningi fyrir íslenskt samfélag hratt og örugglega.

Kostnaður með hádegisverði : 300 EUR ( 45.000 kr án vsk)
Allir þátttakendur fá ,,diplomu“ fyrir þátttöku í námskeiðinu.

Í dag eru tvö fyrirtæki á Íslandi sem bjóð uppfærsluþjónustu á bensínbílum í metan/bensínbíla - Vélamiðstöðin  og  Einn grænn .  Ljóst er að fyrirtækjum sem bjóða upp á uppfærsluþjónustu mun fjölga á næstu misserum enda ávinningurinn af uppfærslu bensínbíla mikill og margþættur og eftirspurn eftir metan/bensínbílum eykst hratt. 

Eftir uppfærslu á bensínbíl getur eigandinn ekið á bensín eins og áður en eignast val um að aka á metan eldsneyti og spara 80 kr/L í dag auk þess að skapa mesta umhverfislega ávinning sem völ er á, spara gjaldeyri þjóðarinnar og stuðla að aukinni atvinnusköpun í landinu svo fátt eitt sé nefnt.

Hér er um að ræða kjörið tækifæri fyrir áhrifavalda um orkukerfisskipti í samgöngum til að fá yfirsýn og góða tilfinningu fyrir stöðu metanvæðingarinnar í heiminum almennt og kynnast tækifæri í hendi fyrir íslenskt samfélag að nýta í dag og til framtíðar litið, enda búum við Íslendingar það vel að eiga helling af metani í landinu  sem við brennum á báli í dag og getum því viðhaft fljúgandi star inn í bjartari framtíða á grundum gatna. Við getum notað og framleitt nútíma-metan eins og við þurfum og viljum.

Registration Form  Metan námskeið 11.október 2010

Ný heimasíða Metan hf - full af fróðleik um flotta framtíð


Hverjir reyndu að drepa metanvæðinguna? Spurningin var aldrei ,, who killed the electric car ?‘‘

Á síðustu öld var öflum á markaði vel ljóst að metanvæðingin  var sá valkostur til vélknúinna samgangna sem helst gat ruglað valdahlutfall og fjármagnsstreymi í samgöngum.  Metan eldsneyti var hægt að framleiða út um allt. Þjóðir og íbúar á tilteknum landsvæðum gátu orðið sjálfbærir um öflun ökutækjaeldsneytis með tilheyrandi röskun á fjármagnsflæði.  Já, hábölvað fyrir tiltölulega fáar kennitölur í heimsþorpinu.

Hvað gerum við ef við fáum það hlutverk að bregða fæti fyrir framgöngu metanvæðingar í þorpinu. Jú, látum í veðri vaka að annar valkostur sé væntanlegur sem auki lífsgæði allra gríðarlega. Valkosturinn þarf reyndar að vera þess eðlis að almenningur upplifi hann sem spennandi og raunsæjan  - að markaðslega sé eitthvað ,,sexý‘‘ við hann.  Ahh, rafbíllinn þjónaði þessum tilgangi vel á síðustu öld, enda vitað að tæknilega ógnaði hann ekki fjármagnsflæði á markaði sem neinu næmi og ekkert útlit fyrir að hann geri það langt inn í 21.öldina.

Með því að kynn hann þó til sögunnar  í lok 20. aldarinnar og láta í veðri vaka að þróun á honum hafi verið drepin var hægt að skapa verulegt markaðs-tvist og halda almenningi frá því að hugsa til metanvæðingarinnar sem þann hagfellda og umhverfisvæna valkost sem hann er.  Og viti menn, það tókst þokkalega á síðustu öld en þó ekki nægilega til að halda framleiðendum  frá því að þróa vélar fyrir metan eldsneyti.

 CNG octanSvo skall á samdráttur  í almennum kaupmætti í heimsþorpinu og þjóðir heims fóru í stórauknum mæli að horfa heim í viðskiptalegu tilliti. Hugmyndir um mikilvægi sjálfbærni á ýmsum sviðum öðluðust aukna vigt og umhverfisvitund í heimsþorpinu jókst sem aldrei fyrr. Úbbs, þá blasti við með pínlegum hætti hagfellt erindi metanvæðingarinnar og jafnframt að bílaframleiðendur höfðu búið sig undir það sem þeim þótti sjálfgefið að gerðist fyrr eða síðar - að metanvæðingin myndi springa út.

Rökin voru það sterk fyrir metanvæðingunni; mun áreiðanlegra eldsneyti, mun hærri octantala, umhverfisvænstu vélknúnu samgöngur sem völ er á, hægt að framleiða metan vítt og breytt um heimsbyggðina (nútíma-metan) og eldsneytið jafnframt að finna í jarðskorpunni ef því er að skipta (fyrritíma-metan, jarðgas, e.natural gas).  Sjálfbærni, orkuöryggi, gjaldeyrissparnaður, atvinnusköpun í heimabyggð, endurnýjanleg eldsneytisframleiðsla, nýtanleiki á flest ökutæki í umferð og margt annað jákvætt rann upp fyrir ráðamönnum og almenningi í stórauknum mæli.

Hvað gerum við í þessari stöðu sem útverðir viðspyrnu gegn metanvæðingunni. Jú, nú færum við rafvæðinguna í enn skrautlegri búning og segjum að hún sé handan við hornið með gríðarlegum ávinningi fyrir almenning og umhverfið.  Verst að NAS-skýrslan hafi komið út í október 2009 þar sem rafbíllinn fær neikvæða umhverfislega útkomu heildrænt séð í samanburði við metanbílinn (lífferilsgreining umhverfisáhrifa). Já, en við segjum að skýrslan sé ekki rétt þótt hún horfi á þróun mála fram til ársins 2030. Gott og vel, við segjum bara að allt sé að breytast á næsta ári eða mjög fljótlega. Og einnig að verðið á litlu rafbílunum muni snarlækka með fjöldaframleiðslu á næstu misserum. Og að tæknileg vandamál við drægi, endingu, endurhleðslu, öryggi og umhverfisáhrif rafhlaðna heyri senn sögunni til. Já og að stutt sé í að rafhlöður verði staðlaðar þannig að saman rafhlaðan gangi í alla rafbíla og að tryggt sé að ábyrgðir haldist samt í gildi hjá bílaframleiðendum óháð rafhlöðuframleiðanda. 

Þannig náum við að þagga niður í þeim sem bent hafa á að rafbílavæðing næstu ára kallar á jafn mörg orkukerfi í umferð og nemur tegundum rafbíla ( orkukerfi = rafhlaða + rafmagn).  Já, og svo þurfum við bara að gera lítið úr gjaldeyrisnotkuninni vegna rafbíla og passa okkur á að gera aldrei samanburð við metanvæðinguna og helst að ræða aldrei um hana sem valkost í samgöngum fólksbíla. Ef við lendum í þeirri pínlegu stöðu að ræða um metanbíla þá tölum við um metanvæðinguna sem fallegt gæluverkefni sem sjálfsagt sé að hafa svolítið af fyrir stærri ökutæki og sjóför þar til eitthvað annað komi. 

 Já, svo finnum við það sem hentar  hverju sinn og reynum að skapa mikla óvissu hjá áhrifavöldum um orkukerfisskipti í samgöngum þannig að þeir finni sig knúna til að umgangast málaflokkinn með ,,meintu hlutleysi‘‘ og aki sjálfir ekkert frekar á bíl sem gengur fyrir metan eldsneyti þótt þeir framleiði og eigi eldsneytið sjálfir. Já, þetta á að geta gengið upp hér eftir sem hingað til - er það ekki?  - það trúa því allir hvort sem er að plottið á sínum tíma hafi snúist um að drepa rafmagnsbílinn. Verst að almenningur er ögn ófús að skuldsetja sig fyrir óþarfa milljónum í dag og erfiðara er orðið að fela raunkostnaðinn af rafbílnum þegar allir lesa orðið samninga og grúska í tölum. Það reddast samt.

Og annað sem gerir viðspyrnuna gegn metanvæðingunni ögn erfiða. Fyrirtæki hafa sprottið upp sem bjóða fólki að uppfæra bílana síns svo þeir geti einnig gengið fyrir metani. Sem dæmi stefnir í á Íslandi að bílaflotinn sem nýtt getur metan eldsneyti í akstri telji 400 ökutæki á þessu ári og fjölgi hraðar á næstu misserum. Að bílaflotinn tvöfaldis á þessu ári og því stutt í að dreifikerfið fyrir metan batni. Hvað gerum við þá til að sporna gegn metanvæðingunni? Já, já, ég veit hvað við getum gert en vil síður setja þá að prent  - við hittumst.

Vítahringurinn hefur verið rofinn - opinber viðurkenning og stefnumótun getur leyst úr læðingi fjármagn til uppbyggingar og atvinnusköpunar um allt land sem blundar í óvissu um skilning stjórnvalda.

Vítahringurinn hefur verið rofinn, um að dreifikerfi fyrir metan eldsneyti  batni ekki fyrr en notkun metanbíla aukist og að notkun metanbíla aukist ekki fyrr en dreifikerfið batni - metan/bensínbíllinn rauf vítahringinn. Valdið er komið til okkar, almennings í landinu. Við eigum leikinn og höfum engu að tapa, í raun allt að vinna.

Og þegar stjórnvöld treysta sér til að nálgast málaflokk orkukerfisskipta í samgöngum með öðru en meintu hlutleysi getum við enn frekar knúið hjól atvinnulífsins og lagt þungt lóð á vogaskál endurreisnarinnar.

Við Íslendingar erum í einstakri aðstöðu til að viðhafa hagfelld og umhverfisvæn orkurekfisskipti með mesta ávinningi sem völ er á - með metanvæðingu í landinu.  Við eigum íslenskt nútíma-metan í hæsta gæðaflokki og svo mikið að við brennum á báli daglega um 90% af framleiðslu okkar - svo nemur milljónum lítra af bernsíni á ári m.v. orkujafngildi. Fátæk þjóð hvað?  Þekking til að stórauka framleiðsluna er einnig til staðar - nóg til.

Metanvæðingin í landinu er í mikilli sókn í dag og ljóst að á þessu ári tvöfaldast fjöldi ökutækja sem nýtir metan eldsneyti í akstri á höfuðborgarsvæðinu.Ekki kæmi á óvart þótt hátt á annað þúsund  metan/bensínbíla verði í landinu í lok næsta árs þótt stjórnvöld nálgist málaflokkinn áfram með meintum hlutlausum hætti.

Hraðari framganga gæti þó skapað mun meiri ávinning fyrir okkar samfélag í endurreisninni. Með samtakamætti getum við lyft grettistaki á grundum gatna til hagsbóta fyrir almenning, umhverfið, ríkið og komandi kynslóðir.

F
jármagnið er til, það er þegar að skipta um hendur fyrir innflutt eldsneyti. Þar að auki eru bankar fullir af fjármagni sem getur nýst til þarfari og ábatasamari verkefna en láta Seðlabanka Íslands ávaxta það. Opinber viðurkenning á erindi metanvæðingar við íslenska þjóð og stefnumiðuð spor í þá átt kostar ríkið ekki mikið. Öðru nær, þau geta auka verðmætasköpun ríkisins. Viðurkenningin stjórnvalda leysir úr læðingi fjármagn án hlutverks sem skapar störf, sparar gjaldeyri, lækkar samgöngukostnað almennings  og skapar mesta hlutfallslega umhverfislega ávinning sem unnt er að skapa í samgöngum þjóðarinnar.
   
Uppfærsla á núverandi bílaflota okkar Íslendinga leiðir för metanvæðingarinnar í dag en eins og fjallað er um reglulega á fréttaveitu Metan hf  eykst  framboð á nýjum metan/bensínbílum hratt í heiminum og ljóst að framboð af öllum gerðum verður mikið þegar sala á nýjum bílum fer að glæðast almennt í landinu. Á næstu misserum gætu allir bílasalar í landinu boðið upp á metan/bensínbíla ef því er að skipta.

Mikilvægi sjálfbærni um orkuöflun til samgangna er að renna upp fyrir almenningi og stjórnvöldum sem aldrei fyrr. Það er að renna upp fyrir almenningi og ráðamönnum um allan heim  hversu dýrmætt það er fyrir þjóðir að geta í stórauknum mæli tryggt samgöngu-og orkuöryggi sitt með fjölbreytilegri nýtingu á innlendu eldsneyti. Og að nútíma-metan eldsneyti sé ,,gull allra eldsneyta til vélknúinna samgangna".

Halló, við höfum engu að tapa , allt að vinna, fjármagnið er til og er í umferð í samfélaginu. Dreifikerfið getur byggst upp hratt með sjálfbæru fjármagnsflæði ef því er að skipta. Fjárfesting í metanvæðingu á Íslandi fær lægsta áhættumat sem völ er á. Sérhver bensínbíll í landinu getur gengið fyrir íslensku nútíma-metani eftir eins dags uppfærsluvinnu sem kostar um 120 þúsund í gjaldeyri - með nokkurra mánaða notkun á metan eldsneyti í stað bensíns gjaldeyrisjafnast uppfærslukostnaðurinn að jafnaði. Og bíleigandinn eignast val um að aka á metani eða bensíni - áfram fullt ferðafrelsi, reyndar aukið ef eitthvað er.

Halló, núverandi bílafloti mun gera tilkall til yfir 200 milljarða í gjaldeyri vegna innflutnings á eldsneyti á fyrirsjáanlegum líftíma sínum verði hann ekki uppfærður- eigum við þann gjaldeyrir? Halló, þurfum við ekki að greiða 100 milljarða í gjaldeyri í vaxtagreiðslur af erlendum lánum árlega á næstu árum - eigum við þann gjaldeyrir ?  Halló, við búum við gjaldeyrishöft en samt þykir gott ef vöruskiptajöfnuður okkar nær að nema 100 milljörðum á ári. Halló, gjaldeyrissparnaður metanvæðingarinnar, einn og sér, nægir til þess að ávinningur metanvæðingarinnar sé opinberlega viðurkenndur og stefnan kunngerð. Halló ....

Sjá fréttaveitu Metan hf : www.metan.is


Allt í einni vegferð - tekjur til ríkisins, gjaldeyrissparnaður, atvinnusköpun, sjálfbærni, samgönguöryggi, hagfeldara ferðafrelsi og umhverfislegur ávinningur

Inngangur:  Erfið stað okkar Íslendinga er þjóðinni og heimsbyggðinni kunn. Við fordæmalausar aðstæður hefur þjóðinni lánast að komast hjá því að íslenskt efnahagslíf skorðist á bakinu á milli þúfna fyrir varginn að nálgast að vild. Ógnin er ekki yfirstaðin þótt tekist hafi um margt að stemma stigu við aðsteðjandi vá. Áskorun okkar Íslendinga á komandi misserum og árum mun m.a. felast í að auka framleiðslu í landinu og draga úr þörf þjóðarinnar fyrir innfluttan varning. Gjaldeyrissparnaður og aukin framleiðsla í landinu er forsenda endurreisnar og hagsældar í landinu.

Þjóðin mun takast á við fordæmilausa áskorum á komandi misserum og árum. Sú áskorun mun birtast okkur á margvíslegan hátt og kalla á samtakamátt þjóðarinnar í verki ef vel á að takast. Verkefnin verða mörg. Vegferðin getur styrkt okkur sem þjóð og tryggt áreiðanlegri grundvöll til uppbyggingar á íslensku samfélagi en nokkru sinni í sögu okkar unga lýðveldis. Sjálfbærni þjóðar skapar máttarstólpa til uppbyggingar á áreiðanlegu samfélagi. Aukin sjálfbærni um framleiðslu á efni og búnaði sem hagfelldar samgöngur geta grundvallast á er eftirsóknarverð. Og svo mjög að út um allan heim er vitundarvakning búin að eiga sér stað í þeim efnum.

Á vettvangi orkukerfisskipta í samgöngum stöndum við Íslendingar einstaklega vel og í raun með allt til reiðu. Við getum hratt og örugglega nýta í stórauknum mæli eitt best geymda leyndarmál í orkuskiptasögu heimsins í samgöngum, nútíma-metan eldsneyti. Um tíu ára skeið hefur þróun á framleiðslu á íslensku nútíma-metani átt sér stað í landinu og svo komið að við framleiðum eldsneytið í allra hæsta gæðaflokki og getum stóraukið hana.

Þökk sé frumkvöðlastarfi forsvarsmanna sorphirðumála á stór-Reykjavíkursvæðinu framleiðum við í dag umhverfisvænt ökutækjaeldsneyti í magni sem nemur milljónum lítra m.v. orkujafngildi bensíns. Já, nú er svo komið að Öskubuskuævintýri samgöngusögunnar hefur almennt verið viðurkennt og notkun á metan eldsneyti í stórsókn um allan heim. Við Íslendingar erum mun ríkari en við höfum gert okkur grein fyrir í þessum efnum enda þekking og geta til staða til að stórauka framleiðsluna og notkunina með miklum og margþættum ávinningi fyrir íslenskt samfélag. Og við getum aukið notkunina og ávinning samfélagsins með fljúgandi starti á næstu misserum þar sem við brennum framleiðslu okkar á báli að stærstum hluta í dag.

Ég held áfram í næsta bloggi.

Á grundum gatna getur íslenska þjóðin skapað einstakt fordæmi um hvað hægt er að gera með samtakamætti. Já, ég veit og skil að það getur verið erfitt og sáraukafullt að skipta um skoðun og draumsýn ef hún byggir öðru fremur á huglægu mati, von, tilfinningu, tísku og smekk. Ég hef sannreynt það á eigin skinni í málaflokknum með afar fjölbreytilegum hætti frá þeim sem nálgun mín snertir óþægilega með einum eða öðrum hætti.

Ný heimasíða Metan hf. : www.metan.is

Öryggi metans - sjá hér:
Hráefni til metanframleiðslu - sjá hér
Metanbílar í boði- sjá hér
Breyting á bílnum þínum (uppfærsla) - sjá hér
Reiknivél-ávinningur - sjá hér
Umhverfislegur ávinningur - sjá hér

Varst þú búinn að sjá skjalið um það hvernig þú getur uppfært bílinn þinn og lækkað eldsneytiskostnað þinn án þess að greiða fyrir uppfærsluna beint ? Ég get sent þér útfærsluna - sendu mér póst eða settu netfangið þitt í athugasemd.


Gefum okkur að við eigum tvo valkosti til að ráðstafa 14 milljörðum til orkukerfisskipta. Hvorn veljum við?

1) Kaupa 2000 MiEV-rafbíla og borga fyrir það 14 milljarða í gjaldeyri 

2) Kaupa 2000 metanbíla og borga fyrir það 4 milljarða í gjaldeyri. Og...

... nýta 2 milljarða til að byggja upp dreifikerfi fyrir metan eldsneyti um allt land- í öllum helstu byggðakjörnum landsins. Ekki gleyma því að þegar framleiðsla á metani hefst út á landi er ekki um mikla flutninga á eldsneyti að ræða. Ekki sú hætta við strendur landsins heldur sem olíuskip geta valdið. Og...

...nýta 2 milljarða til að byggja upp dreifikerfi á stór-Reykjavíkursvæðinu. Og...

...nýta 2 milljarða til að   byggja metan verksmiðju á höfuðborgarsvæðinu. Og...

...nýta 1 milljarð fyrir verksmiðjur á landsbyggðinni. Og...

...nýta  3 milljarða til frekari þjóðþrifaverkefna.  Alls 14 milljarðar.

Metanvæðingin í landinu er í sérflokki í samanburði við alla aðra valkosti þegar kemur að því að meta hvað við eigum að leggja áherslu á næstu misserin og árin til orkukerfisskipta í samgöngum.  Og er þá ekki verið að fórna neinu hagfelldara tækifæri til umhverfismildra orkukerfisskipta né níðast á einum né neinum.

Öllu  ber saman um að metan eldsneyti mun gegna mikilvægu hlutverki við umhverfismildun samgangna á Íslandi á þessari öld eins og um allan heim. Og sérstaklega á Íslandi þar sem þekking og reynsla er til staðar, geta til að stórauka framleiðslu fyrir hendi og um að ræða fámenna þjóð á stórri eyju þar sem orkuþörfin er tiltölulega stöðug og vituð.

Kostnaður vegna dreifikerfis fyrir metan eldsneyti er sáralítill með hliðsjón af gjaldeyrissparnaði og atvinnusköpun í landinu svo ekki sé talað um kostnaðinn við aðra valkosti sem þar fyrir utan skapa ekki sambærilegan umhverfislegan ávinning.  Gleymum því ekki að Eyfirðingar gætu t.d. orðið sjálfbærir um framleiðslu á metani á 2-3 árum ef því er að skipta.

ps. Ráðherra er að prófa MiEV rafbíl í dag. Líkur standa til að allir ráðherrar muni aka á metanbíl innan skamms.


Á metan/bensínbíl getur þú ferðast um Evrópu með umhverfismildum, öruggum og mun ódýrari hætti

Komið hefur í ljós í fjörugri umræðu liðinna dag, um metanvæðinguna sem blasir við okkur Íslendingum að einhenda okkur í að stórauka, að ólíklegustu menn hafa ekki gert sér grein fyrir að metan afgreiðslustaðir eru út um alla Evrópu og að verðið á bensíni og dísilolíu er víðast hvar yfir 50% hærra en á metani miðað við orkujafngildi.  Og að unnt sé að fara á metan/bensínbíl með Norrænu til meginlands og ferðast vítt og breytt um Evrópu með umhverfismildasta og ódýrasta hætti sem völ er á miðað við að ferðast um Evrópu á einkabifreið.

Að neðan má m.a. fá upplýsingar um afgreiðslustaði og verð á metan eldsneyti í Evrópu og víðar um heim.  Athugið eftirfarandi skammstafanir sem allar eru notaðar í tengslum við ökutæki sem nýtt geta metan eldsneyti. Ökutæki sem gengur fyrir CNG eða CBG í heiminum gengur einnig fyrir íslensku metani. Metan/bensínbíl sem keyptur er á Íslandi gengur jafnt fyrir CNG, CBG og íslensku metani. Reyndar er íslenska metaðið í hæsta gæðaflokki með allt að 98% hreinleika en víða erlendis er hreinleikinn um 90% .Þess vegna m.a. hefur íslenska metanið verið kallað ,,gull allra eldsneyta''.

CNG = „Compressed Natural Gas“, þjappað jarðgas (metan eldsneyti)
CBG = „Compressed Biogas“, þjappað biogas ( metan eldsneyti)
NGV = „Natural Gas Vehicle“, ökutæki er gengur fyrir jarðgasi (metan eldsneyti)

Afgreiðslustöðvar og verð á metan eldsneyti í Evrópu og víðar um heim: www.cngprices.com

Ný heimasíða Metan hf: www.metan.is


Borgarstjórinn gæti Bjallað borg sína á undan Boris Johnson - töff

Borgarstjórinn getur ,, Bjallað ’’ bestu borgarsamgöngur á byggðu bóli og án þess að borgarbúar borgi brúsann. Hagur borgarbúa batnar mest í borgarumferðinni ef  besta samgöngubót sem völ er á og er í hendi borgarbúa er nýtt. Hvað er betra en best ? Nú er bara að bregðast við með langbesta hætti. Bjallan er einn nýr valkostur sem Jón Gnarr  gæti tekið í notkun á undan borgarstjóranum Boris Johnson  þar sem Boris hefur ekki enn  framkvæmt bjöllugjörninginn en Bjallan er komin til Bretlands og nútíma-metan er í mikilli sókn í Londonborg einnig.  Af ofangreindu má ráð að B-plan hefur öðlast nýja merkingu, besta-planið.
Brogarstjori a Bjollu2

Rétt er að árétta að textinn á Bjöllumyndinni á ekki bara við um Bjöllu sem gengur fyrir íslensku nútíma-metani. Textinn á við um alla bíla sem nýtt geta íslenskt nútíma-metan eldsneyti. Og enginn faglegur ágreiningur um það - svo einfallt er það  - og af nógu að taka enda fjölgar metan/bensínbílum í heimsþorpinu sem nemur um 2,5 milljónum bíla á ári um þessar mundir og spár á einn veg, að fyrirsjáanleg fjölgun verði enn meiri á næstu misserum og árum.

Sjá frétt á  www.metan.is

Frétt á ensku:

Frétt á þýsku:


Fimm nýjar tegundir metan/bensínbíla kynntar frá einum framleiðanda í þessum mánuði - skilaboð um stóraukna metanvæðingu geta vart verið skýrari.

Fréttin endurspeglar þá þróun sem er að eiga sér stað um allan heim í orkukerfisskiptum í samgöngum. Mikilvægi sjálfbærni um orkuöflun til samgangna er að renna upp fyrir almenningi og stjórnvöldum um allan heim sem aldrei fyrr. Það er að renna upp fyrir almenningi og ráðamönnum um allan heim  hversu dýrmætt það er fyrir þjóðir að geta í stórauknum mæli tryggt samgöngu-og orkuöryggi sitt með nýtingu á innlendu eldsneyti.

Umhverfissjónarmið hafa um langt skeið leitt vagninn í baráttunni fyrir umhverfismildari vélknúnum samgöngum.  Í þeirri umræðu hefur með ólíkindum þótt hversu vel hefur tekist í heimsþorpinu að halda afgerandi ávinningi metanvæðingarinnar leyndum.  Enda er það svo að metanvæðing í samgöngum er framkvæmanlega  fyrir þjóðir heims með aðgerðarhæfum og hagfelldum hætti og samhliða mesta hlutfallslega umhverfislega ávinningi sem völ er á.

Almennur skilningur þjóða hefur aukist, um mikilvægi orkuöryggis, orkusjálfstæðis og sjálfbærni um orkuöflun og flett hulunni af best geymda leyndarmáli orkuskiptasögunnar í samgöngum- ávinning metanvæðingarinnar. Um allan heim er vítahringurinn (,, catch-21‘‘) að rofna - að dreifikerfið batni ekki fyrr en framboð og notkun bíla aukist og að bílum fjölgi ekki fyrr en dreifikerfið batni.

Bílaframleiðendur sjá hvað er að gerast á markaðnum og svara kalli í stórum stíl. Flestir bílaframleiðendur heims framleiða bíla í dag með tvíbrennivél - metan/bensínvél. Bílarnir ganga fyrir metani sé það til staðar en ella geta þeir gengið fyrir bensíni eins og áður - ferðafrelsi því meira ef eitthvað er.

Metan/bensínbílar kosta nánast það sama frá framleiðanda og bensínbílar sömu gerðar og minna fyrir almenning og henta því sérlega vel á svæðum þar sem dreifikerfi fyrir metan er að byggjast upp eins og á Íslandi. Almenningur hefur engu að tapa með vali á slíkum bílum, enda kosta metan/bensínbílar minna hjá umboðunum vegna niðurfellingar gjalda sökum umhverfislegs ávinnings. Og svo kosta þeir mun minna í rekstri og veita meira ferðafrelsi en bensínbíll sem eingöngu getur gengið fyrir bensíni. Vítahringurinn hefur verið rofinn og uppbygging á orku-og samgönguöryggi þjóða er hafin um allan heim.

Við Íslendingar erum í einstakri stöðu til að viðhafa hratt hagfelld og umhverfisvæn orkurekfisskipti með stóraukinni metanvæðingu í landinu.  Við eigum íslenskt nútíma-metan í hæsta gæðaflokki og svo mikið að við brennum á báli daglega um 90% af framleiðslu okkar.  Metanvæðingin í landinu er í mikilli sókn í dag og ljóst að á þessu ári tvöfaldast fjöldi ökutækja sem nýtir metan eldsneyti í akstri á höfuðborgarsvæðinu. Ekki kæmi á óvart þótt hátt á annað þúsund  metan/bensínbíla verði í landinu í lok næsta árs. Uppfærsla á núverandi bílaflota okkar Íslendinga leiðir för metanvæðingarinnar í dag en eins og fréttin að ofan vísar til verður framboð nýrra metan/bensínbíla mikið þegar sala á bílum fer að glæðast almennt að nýju í landinu. Aðrir bílaframleiðendur í heiminum eru einnig að stórauka framboð sitt. Hekla, Askja og Sparibílar leiða vagninn meðal bílasala sem bjóða upp á metan/bensínbíla á Íslandi í dag.

Umræða um bætt dreifikerfi á Íslandi og aukna framleiðslu á íslensku metani er hafin fyrir gott löngu.  Metanvæðing í samgöngum okkar Íslendinga er á grænni grein í dag, næstu árin og á þessari öld.

Sjá frétt á Metan hf : www.metan.is


Sjá myndir af nýju Suzuki bílunum sem eru í boði með metan/bensínvél (CNG).
Athugið að skammstöfunin CNG standur fyrir ,,Compressed Natural Gas'' eða metan eldsneyti þar sem jarðgas inniheldur metan.

Alto CNG (metan/bensín):  http://www.priceindia.in/car/maruti-alto-cng-price/
Estilo CNG (metan/bensín):  http://www.marutisuzukiestilo.com/price.aspx
SX4 CNG (metan/bensín):  http://www.marutisx4.com/
WagonR CNG ( metan/bensín):  http://www.marutiwagonr.com/
Eeco CNG ( metan/bensín): http://marutisuzukieeco.in/


Ný heimasíða Metan hf-  www.metan.is


Borgarstjórinn er ekki sem verstur - byrjar á að varpa ljósi á íslenskt vísindasamstarf í samgöngum.

Já,  næstu þrjá mánuðina varpar borgarstjórinn ljósi á einstakt frumkvöðlastarf okkar Íslendinga við þróun á valkosti til orkukerfisskipta í samgöngum á þessari öld. Staða vetnisvæðingar í heiminum er stödd á þeim stað að hér á landi er saman kominn stærsti vetnisbílafloti Evrópu, 20-30 ökutæki. Sú staðreynd er gleðileg um margt og mikilvægt að hlúa áfram að því frumkvöðlastarfi sem okkar vísindamenn hafa tekið þátt í að þróa þótt áratugir kunni að líða þar til vetnisvæðing í samgöngum eigi almennt erindi við almenning í heimsþorpinu og á Íslandi.

Eftir þrjá mánuði geri ég ráð fyrir að borgarstjórinn velji sér það flottasta og besta vélknúna ökutæki sem unnt er að velja í heimsþorpinu - ökutæki sem gengur fyrir nútíma-metani. Íslensku metani sem borgarstjórinn og borgarbúar eiga í stórum stíl og unnt er að nýta á allar gerði bíla. Úrval bíla er mikið enda fjölgar metanbílum í umferð í heiminum um 2.5 milljónir ökutækja á ári um þessar mundir.

0209CT_Outlook-1b

Hér erum við komin að einum þætti sem mikilvægt er fyrir okkar fámennu þjóð að halda til haga í umræðu um orkukerfisskipti í samgöngum. Þróunarvinna á ýmsum sviðum er afar mikilvæg þótt ekki sé fyrirsjáanlegt að hún skili umtalsverðu hagfeldu notagildi á næstu árum eða áratugum. 

Þróunarvinnan og þær vonir sem bundnar eru við hana mega þó ekki verða til þess að tækifæri í hendi til úrbóta og framfara verði vannýtt.

Okkar fámenna þjóð hefur úr afar takmörkuðum gæðum að spila þótt um góðæri væri að ræða. Í dag og næstu misserin er þó enn brýnna en áður að við náum að sameinast um farsæla nýtingu á þeim gæðum sem þjóðin hefur í hendi sér að geta nýtt með miklum ávinningi. Og ekki hvað síst ef nýtingin á erindi við þjóðina til framtíðar litið einnig.
 
Allir málsmetandi aðilar sem tjáð sig hafa um framtíðarhorfur í samgöngum þjóðarinnar á þessari öld sjá fyrir sér stóraukna framleiðslu og notkun á íslensku metani í samgöngum enda metanvæðingin hafin hér á landi og er í mikilli sókn um allan heim.

Geta til stóraukinnar metanvæðingar er til staðar á Íslandi í dag með mesta ávinningi fyrir almenning, umhverfið og þjóðarbúið sem völ er á í samgöngum bílaflotans. 

Sá sem bendir á þá augljósu staðreynd hefur ekkert á móti öðrum valkostum sem vonir standa til að reynist hagfelldir í framtíðinni einnig.

Við megum ekki láta vonarsýn um eina framtíðarþróun hindra okkur í að nýta þann þróaða framtíðarvalkost sem við höfum í hendi. Sá valkostur sem blasir við okkur og um allan heim er stóraukin metanvæðing í samgöngum.  

Nú haga svo til að borgarstjórinn okkar er æðsti fulltrúi stærsta óbeina eigandans að metanframleiðslu í landinu. Borgarbúar eiga sem sé að stærstum hluta það ,,gull allra eldsneyta‘‘ sem heimsbyggðin er í óða önn að auka framleiðslu og nýtingu á í samgöngum - nútíma-metan eldsneyti. 

Nú er það svo, að það er til svo mikið af nútíma-metani fyrir borgarbúa að nýta í dag að við þurfum að brenna á báli daglega um 90% af framleiðslunni. Já, frekar óheppileg staðreynd, en þetta fer að breytast. Vopn sundurlyndisfjandans hafa lítið þróast í aldanna rás og duga lítið þegar spjóti er beint hnitmiðað að honum.

Ég fagna því að borgarstjóri hafi varpað ljósi á vísindalegt frumkvöðlasamstarf sem við Íselndingar erum aðilar að. Og er alveg sannfærður um að borgarstjórinn finni sér töffara allra tíma til að aka á, eftir þrjá mánuði. Já, að hann ferðist um á bíl sem gengur fyrir hans eigin 125-130 oktana nútíma-metan eldsneyti og skapi samhliða mesta fjárhagslega og umhverfislega ávinning sem hann getur skapa fyrir Reykjavíkurborg og þjóðarbúið miðað við notkun á sambærilegu vélknúinu ökutæki á höfuðborgarsvæðinu.

Þegar svo er komið getur enginn borgarstjóri í heiminum toppað Jón Gnarr þegar kemur að mati á heildrænum umhverfisáhrifum vegna akstur á sambærilegu vélknúnu ökutæki í höfuðborg - sú staðreynd rýmar vel við besta þetta og besta hitt.


Bandaríkjaþing styrkir metanvæðingu í samgöngum með nýju frumvarpi og sendir skýr skilaboð.

Talsmaður í öldungadeildar bandaríkjaþings, Harry Reid´s , áréttar að með nýju frumvarpi til laga sé stigið mikilvægt spor á þeirri vegferð að  draga úr olíunotkun í Bandaríkjunum og hraða metanvæðingu í landinu.  Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að verja allt að 444 milljörðum króna¹  til niðurgreiðslu á kaupum einstaklinga og fyrirtækja á ökutækjum sem nýtt geta metan eldsneyti. Og einnig gert ráð fyrir að styrkja uppbyggingu á dreifikerfi um 58,5 milljarða.

Jafnframt er í þessum áfanga fyrirhugað að veita hagstæð opinber lán að upphæð 234 milljarða króna
² svo hraða megi framgöngu metanvæðingar í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum gera menn sér grein fyrir því að markaðsöflunum hugnast ekki alltaf það sem þjóð er fyrir bestu að viðhafa á verjum tíma og þar veigra menn sér ekki við að afla upplýsinga, greina þær, taka afstöðu, vísa veginn og fara hann sjálfir.    

Að sögn  Rich Kolodziej, forseta  NGVAmerica ( NGV - natural gas vehicle) munu lánveitingar frá hinu opinbera, eins og lagt er til í frumvarpinu, skipta sköpum við að hraða metanvæðingu í landinu og styrkja Bandaríkin í að verða leiðandi í heiminum á sviði metanvæðingar. Ökutæki sem nýtt geta metan eldsneyti eru til af öllum gerðum í Bandaríkjunum í dag - fólksbílar, sendibílar og stærri flutningabílar. Að hans sögn eykst eftirspurn eftir metani stöðugt og framboð ökutækja einnig. Kolodziej telur að frumvarpið muni hafa mikil áhrif á hvort tveggja og ekki síst á framboð ökutækja.  

 Sjá nánar frétt: www.metan.is

Viðauki við frétt:

0209CT_Outlook-1b1.  Fjárhæðin 3,8 billion USD  =  3,8 milljarðar USD samsvarar um 444 milljörðum kr  (m.v. gengi í dag).Ef við miðum við höfðatölu í USA ( 310 milljónir) og á Íslandi ( 320 þúsund) samsvarar þessi upphæð því að íslenska ríkið skapaði fjárhagslegan hvata  fyrir almenning til kaupa á metanbílum sem samsvarar um 460 milljónunum króna.  Í dag eru metanbílar undanþegnir vörugjaldi og því má segja að íslensk stjórnvöld hafi þegar mætt óskum um hagfelldari kaup á umhverfismildari ökutækjum. 

Gefur okkur , þegar bílkaup fara að aukast að nýju, að kjör fólksbílli kosti þjóðarbúið um 1,5 milljónir í gjaldeyri á hafnarbakkanum og beri öllu jafnan 30% vörugjald sem rennur til ríkisins og 25,5% virðisaukaskatt sem rennur að hluta til ríkisins ( mismunur á inn-og útskatti).  Og gefum okkur jafnframt að bílasalar þurfi svipaða krónutölu fyrir seldan bíl í framlegð til að geta rekið sig, óháð vörugjaldi. Miðað við höfðatölu og ofangreindar forsendur  getum við  áætlað að framlag Bandaríkjaþings að þessu sinni til að hvetja til kaupa á metanbílum þar í landi, samsvari hlutfallslega upphæð á Íslandi sem nemur eftirgjöf íslenska ríkisins á vörugjaldi fyrir um 1000 metanbíla. Að ofansögðu má gera ráð fyrir  að kostnaður almennings sé um 3 milljónir kr á bíla að meðaltali ( dreifing 2-4 milljónir).

 Nú er reyndar svo að sambærilegt vörugjald ekki lagt á bíla í Bandaríkjunum en þó um breytingu á fjárstreymi ríkjanna að ræða sem bera má saman með þessum hætti til gamans. Ef íslenska ríkið gefur einnig eftir innheimtu virðisaukaskatts á umhverfismildum ökutækjum fækkar bílum sem ofangreind fjárhæð getur nýst til að niðurgreiða.  Og jafnframt, ef hinir meintu umhverfismildu bílar kosta meira í innkaupum en sem nemur 1,5 milljónum (á hafnarbakkanum)  fækkar enn frekar þeim ökutækjum sem taka má í notkun með ráðstöfun á ofangreindu opinberu fé.  Rétt er þó að minna á að umrætt frumvarp er sniðið sérstaklega að aukinni metanvæðingu í Bandaríkjunum en ekki öðrum meintum umhverfismildum samgöngumáta þar í landi.

2. Hagstæð opinber lán: Eins og fram kemur í fréttinni telja menn að lánafyrirgreiðsla frumvarpsins muni hraða framgöngu metanvæðingarinnar umtalsvert í Bandaríkjunum en hér er um að ræða upphæð sem nemur allt að 234 milljörðum króna í þessum áfanga ( m.v. gengi í dag) . Eða við íslenskar aðstæður miðað við fyrrnefnt höfðatöluviðmið um 240 milljónum í hagstæð opinber lán- þolinmótt fjármagn.

 Þótt ekki næmi hærri lánsupphæð frá hinu opinbera á Ísandi, en hér um ræðir, mætti aldeilis skapa mikinn og margþættan ávinning fyrir íslenskt samfélag á vettvangi metanvæðingarinnar. Enda gæfi slík fyrirgreiðsla vísbendingu um opinbera viðurkenningu á augljósu erindi metanvæðingarinnar við almenning í landinu og næði að leysa úr læðingi fjármagn sem blundar án hlutverks í íslensku samfélagi í dag - fjármagn sem blundar í óvissu og ótta um hvert íslenskt samfélag og stjórnvöld eru að stefna á grundum gatna.

Til vísbendingar um tjón sem óvissan getur mögulega orsakað mætti nefna að við Íslendingar nýtum í dag aðeins um 10% af framleiðslu okkar á nútíma-metani, gulli allra orkugjafa til vélknúinna samgangna í umhverfislegu tilliti. Viðurkenning stjórnvalda í verki um afgerandi ávinningi metanvæðingar í landinu getur sannarlega lagt grunn að hagsæld í landinu með aukinni framleiðslu og gjaldeyrissparnaði sem skipt getu sköpum við endurreisn íslensk samfélags. Virkjun á blundandi fjármagni getur skipt sköpum. 

Ps. Ef einher hefur áhuga á að heyra í Harry Reid og spyrja kollega sinn, hvers vegna svona margir bandarískir þingmenn telji að stóraukin metanvæðingin blasa við í samgöngum Bandaríkjanna og í heiminum, má nálgast upplýsingar um Harry- hér


Afgerandi skilaboð um stóraukna metanvæðingu í Bandaríkjunum og þar með í heiminum.

Þátttakendur og gestir á ráðstefnum  um orkukerfisskipti í samgöngum og EXPO 2010 hafa sent frá sér afgerandi skilaboð um stóraukna metanvæðingu í samgöngum . Skipuleggjendurnir,  The Alternative Fuel Vehicle  Institute, gerðu kannanir meðal gesta á samkomum sínum þar sem spurt var m.a. um áform og/eða aðgerðir fyrirtækja til að milda umhverfisáhrif frá samgöngum. Niðurstaðan var afgerandi, 89%  fyrirtækja hafa skilgreint það sem forgangsverkefni að endurnýja bílaflota sinn þannig að ekki verði stuðst við bensín eða dísilolíu. Könnunin leiddi einnig í ljós að tilskipun og aðkoma stjórnvalda að málaflokknum væri sá aflvaki sem öðru fremur hefði haft áhrif á hraða orkukerfisskipta.  

Breakdown_by_Fuel_Type_web_small

Skoðanakönnunin leiddi í ljós að meðal þeirra sjö valkosta sem nefndir voru til umhverfismildari samgangna reyndist svarhlutfall um metanvæðingu  langstærst eða um 61% stærra en sá valkostur sem næstur kom.  Alls 34% svarenda nefndu metanvæðingu bílaflotans (e. natural gas)  sem forgangsverkefni hjá sér en þar á eftir kom tvinnbílavæðing ( rafmagn/jarðefnaeldsneyti) sem  21% svarenda nefndi (e.hybrids).  Af öðrum valkostum nefndu 13% svarenda etanól (e. ethanol) , 9% própan, 9% lífdísil ( e. biodisil) , 9% rafbíla með tengli  (e. electric/plug-in) og 5% hreinsaða dísilolíu( e. clean diesel).

Þýdd og endursögð frétt - www.metan.is



Viðauki við frétt:

Könnun þessi veitir afgerandi vísbendingu um þróun mála í samgöngum í Bandaríkjunum og í heimsþorpinu enda hefur eftirspurn í Bandaríkjunum  áhrif um allan heim. Þegar Bandaríkjamenn ræða um metanvæðingu í samgöngum horfa þeir í dag að stærstum hluta til metan ökutækjaeldsneytis sem unnið er úr jarðgasi. Slíkt metan eldsneyti mætti kalla fyrritíma-metan þar sem það er myndað úr lífrænu efni sem var á yfirborði jarðar í fortíðinni.  Samkvæmt NAS-skýrslunni sem út kom í október 2009, þar sem samanburður  er gerður á lífferilsgreiningu á heildrænum umhverfisáhrifum vélknúinna samgöngutækja og orkukerfa þeirra, kemur metanvæðingin hlutfallslega mjög vel út þótt um fyrritíma-metan eldsneyti sé að ræða. 

Íslenskt metan mætti, hins vegar, nefna nútíma-metan þar sem það er unnið úr lífrænu efni á yfirborði jarðar í dag.  Enginn faglegur ágreiningur er um þann mikla hlutfallslega ávinning sem notkun á íslensku metani hefur fram yfir allra aðra valkosti til vélknúinna samgangna utandyra.  Spyrja mætti hvers vegna nútíma-metan sé ekki nefnt sérstaklega þegar horft er til umhverfismildra orkukerfisskipta í samgöngum í Bandaríkjunum.  Svarið liggur meðal annar í því að hlutfallslegur umhverfislegur ávinningur af því að nota fyrritíma-metan er það mikill í samanburði við aðra valkosti sem þjónað geta þörfum almennings og fyrirtækja í Bandaríkjunum, hratt og örugglega. Bandaríkjamenn búa jafnframt ekki yfir sömu aðstöðu og getu til að framleiða nútíma-metan eldsneyti í magni  sem annað getur á stuttum tíma þörfum stórs hluta af bílaflota landsins eins og við Íslendingar gætum gert yfir ef því er að skipta.

Rétt er að geta þess að ökutæki sem nýtt getur metan eldsneyti í akstri gerir engan greinamun á því hvort um sé að ræða fyrritíma-metan eða nútíma-metan. Við Íslendingar erum ríkari en við höfum gert okkur grein fyrir á þessu sviði.  Öllum er þó að verða það ljóst.


Ný heimasíða metan hf : www.metan.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband