18.3.2017 | 16:21
Nýjung til bestunar í innkaupum og nýtingu aðfanga - minni sóun - til mikils að vinna 2
Stuttu skilaboðin í þessu bloggi eru þessi: Verkfæri eru til sem veita yfirsýn og gagnsæi á íslenskum B2B markaði og skilað hafa rekstraraðilum miklum árangri - ávinningurinn hefur komið mörgum yfirstjórnendum verulega á óvart.
Fyrir rúmu ári (9.mars 2016) var fjallað um opinber innkaup í Kastljós og rætt m.a. við Jón Björnsson, formann starfshóps um árangursríkt samstarf ríkis og einkamarkaðar. Fram kom m.a. að hið opinber ver árlega um 140 milljörðum króna til innkaup þar af um 33% vegna þjónustusamninga og hátt í 90 milljörðum vegna kaupa á vöru og þjónustu. Og niðurstaðan, skattfé er sólundað. Starfshópur um árangursríkt samstarf ríkis og einkamarkaðar skilaði vandaðri skýrslu í mars 2015. Sjá skýrslu - hér
Nokkrar upplýsingastiklur úr skýrslunni:
- Stofnanir kaupa ekki alltaf inn með hagkvæmustum hætti þrátt fyrir að fylgja settum reglum.
- Stofnanir kaupa sömu vöru á mismunandi verði innan rammasamninga.
- Stofnanir ráðstafa mismiklum fjármunum til kaupa á sömu aðföngum.
- Enginn er ábyrgur fyrir því að kanna viðmið fyrir það hvað skal kaupa og benda á tækifæri til hagstæðari innkaupa.
- Engin hvati fyrir birgja til að fara í virðiskeðjuna og bjóða betra verð.
Já, við þurfum að einhenda okkur í að skapa árangursríkara og skilvirkara viðskipta- og rekstrarumhverfi víða í íslensku atvinnulífi. Íslenskt samfélag á mikið undir því að heildarkostnaður viðskipta hjá stofnunum og fyrirtækjum á íslenskum B2B markaði lækki. Eitt er að kaupa inn með hagkvæmasta hætti hverju sinni, annað að nýta sem best þau aðföng sem unnið er með og svo hitt að skapa sem mesta hagræðingu í samþykktarferli réttra reikninga.
- Eitt er að kaupa inn með hagkvæmasta hætti hverju sinni.
- Annað að nýta sem best þau aðföng sem unnið er með.
- Og svo hitt, að skapa sem mesta hagræðingu í samþykktarferli réttra reikninga.
Síðastliðin ár hafa rafræn viðskiptaverkfæri verið í þróun og notkun sem skilað hafa rekstraraðilum, innkaupaaðilum og birgjum, meiri ávinningi en marga óraði fyrir. Árangurinn grundvallast á að tengja saman innkaupaaðila og birgja í heildstætt og skilvirkt viðskiptaumhverfi með verkfærum sem skapar ávinning fyrir birgja og innkaupaaðil - möguleika á lækkun heildarkostnaðar vegna viðskipta almennt. Verkfæri sem veita birgjum um allt land, stórum sem smáum, tækifæri til að kynna vörur og þjónustu með hagkvæmum og skilvirkum hætti. Verkfæri sem veitir innkaupaaðila tækifæri til að besta innkaup sín með yfirsýn á eigin einkavörutorgi, opnum samkeppnismarkaði um vöruliði sem innkaupaaðilinn velur að öðlast yfirsýn yfir. Verkfæri sem veita innkaupaaðilum og birgjum tækifæri til að ganga frá réttum reikningum með rekjanlegum og hagkvæmum hætti . Verkfæri sem veita yfirstjórnendum greiningagetu á innkaupahegðun, vörunotkun og kostnaði sundurliðað eftir rekstrareiningum, vöruflokkum og niður á einstaka vöruliði. Lykil stjórnendur geta skoðað nákvæmlega hvað vörunúmer keypt er og við hvaða verði aftur í tímann.
Já, kostnaðarlækkun innkaupaaðila og birgja vegna viðskipta almennt er stórt hagsmunamál í íslensku samfélagi. Það eitt að tryggja greiðslu/innheimtu og frágang á réttum reikningi er ekkert smámál í íslenskt atvinnulífi heilt yfir. Heildarkostnaður innkaupaaðila vegna viðskipta á B2B markaði ræðst ekki einvörðungu af einingarverði vöru. Hvað dettur þér í hug að það hafi kostað íslenskt atvinnulífið, að meðaltali, að meðhöndla og ganga frá einum "réttum" reikningi í viðskiptum?
Áður en ég fjalla nánar í bloggfærslum um þá frumkvöðla (stofnendur og notendur) sem lagt hafa grunn að ávinningi fyrir íslenskt atvinnulíf með notkun og þróun á umræddum nýjum verkfærum, vil ég til fróðleiks upplýsa ykkur um það sem innkaupaaðilar hafa sagt um notkun sína á nýju verkfærunum síðastliðin 6 ár (smellið á myndina að ofan). Upplýsingarnar/umsagnirnar frá notendum eru mjög jákvæðar/hvetjandi og svar kalli stjórnvalda/atvinnulífsins eftir nauðsynlegum framförum/breytingum á íslenskum B2B markaði.
Góða helgi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.10.2019 kl. 12:44 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.