Nýjung til bestunar í innkaupum og nýtingu aðfanga – minni sóun – til mikils að vinna.

Það hefur ekki farin fram hjá mörgum sem fylgst hafa með umræðu um opinberan rekstur að úrbóta er þörf. Sama á reyndar við víða í íslensku atvinnulífi. Stjórnvöld hafa á hverjum tíma beitt sér með ýmsum hætti í von um að geta gert meira fyrir minna. Á þeirri vegferð hefur m.a. verið leitast við að skapa umhverfi fyrir hagkvæmustu innkaupa á hverjum tíma og innleiða verklag til að bætta nýtingu aðfanga – minnka sóun.  Á næstu dögum og vikum mun ég fjalla um nýjung á íslenskum B2B markaði sem skilað hefur ávinningi í rekstri sem komið hefur mörgum verulega á óvart. Food Waste3Áhrifaríkt myndband um einn UNSPSC-flokk " matur og drykkir" - hér 

Hvað varðar skýrslur þá er af nógu að taka á liðnum árum og ýmislegt verið viðhaft – en betur má ef duga skal. Þau verkfæri sem stjórnendur fyrirtækja og stofnana hafa þurft að styðjast við, byggja á og moða úr, hafa ekki skilað ásættanlegum árangri heilt yfir.  Fyrir tæpu ári (9.mars 2016) gerði Kastljós málaflokknum góða skil þar sem rætt var m.a. við Jón Björns­son, formann starfs­hóps um ár­ang­urs­ríkt sam­starf rík­is og einka­markaðar.

Fram kom m.a. að hið opinber ver árlega um 140 millj­örðum króna til inn­kaup – þar af um 33% vegna þjón­ustu­samn­inga og hátt í 90 millj­örðum vegna kaupa á vöru og þjón­ustu. Og niðurstaðan, að skatt­fé er sólundað. Starfshópur um árangursríkt samstarf ríkis og einkamarkaðar skilaði vandaðri skýrslu í mars 2015. Sjá skýrslu - hér

Nokkrar upplýsingastiklur úr skýrslunni:

  • Stofnanir kaupa ekki alltaf inn með hagkvæmustum hætti þrátt fyrir að fylgja settum reglum. Stofnanir kaupa sömu vöru á mismunandi verði innan rammasamninga.
  • Stofnanir ráðstafa mismiklum fjármunum til kaupa á sömu aðföngum.
  • Enginn er ábyrgur fyrir því að kanna viðmið fyrir það hvað skal kaupa og benda á tækifæri til hagstæðari innkaupa.
  • Rammasamningar tryggja ekki lægsta mögulega verð heldur ákveðin afsláttarkjör. Kveða ekki á um hvað skal kaupa.
  • Nýrri samningar eru með ákvæði um örútboð sem kaupendur nýta ekki að fullu.
  • Engin hvati fyrir birgja til að fara í virðiskeðjuna og bjóða betra verð.
  • Margir seljendur eru í rammasamningi og engin skuldbinding er um kaup né áætlun um hversu mikið magn verður keypt af birgjum.

Já, við getum gert betur, verðum að gera betur og þurfum að einhenda okkur í að skapa árangursríkara og skilvirkara viðskipta- og rekstrarumhverfi víða í íslensku atvinnulífi. Eitt er að kaupa inn með hagkvæmasta hætti hverju sinni, annað að nýta sem best þau aðföng sem unnið er með og svo hitt að skapa sem mesta hagræðingu í samþykktarferli réttra reikninga.

Á næstu dögum og vikum mun ég fjalla hér um nýjung á íslenskum B2B markaði sem skilað hefur ávinningi í rekstri sem komið hefur mörgum verulega á óvart. Nýjung sem fjöldi innkaupaaðila og yfir 300 ábyrgir birgjar á íslenskum B2B markaði hafa tekið þátt í að skapa með einum eða öðrum hætti. Og þátttakendum fjölgar hratt.  Íslenskt samfélag á mikið undir því að framvinda breytinga á íslenskum B2B markaði gagnist sem flestum sem fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband