Er garðyrkjustefna Hrafns Gunnlaugssonar ekki tær snilld ?

Sagði ekki einhver að garðyrkja snúist um að halda í skefjum því sem getur sprottið og dafnað með sjálfbærum hætti og hlúa að því sem síður fær þrifist til lengdar án aðhlynningar?

Þegar gengið er um Laugarnestanga blasir við höfnun á ofangreindri skilgreiningu og það með listrænum hætti. Hrafni Gunnlaugssyni hefur tekist að snúa skilgreiningunni að ofan á haus. Í umhverfi hans fær það að njóta sín sem getur sprottið og dafnað með sjálfbærum hætti og það sem síður fær þrifist til lengdar án aðhlynningar fær að bera af sér þokka öldrunar sinnar innan um nýgræðinga sólaruppkomunnar. Útkoman virðist frjálsleg og um margt flott.  

Lauganestangi Ef greina ætti garðyrkjustefnu Hrafns með verkfærum stjórnmálanna, mætti þá í einhverjum skilningi halda því fram, að ögn gætir af frjálshyggju í umhverfi listamannsins? Og ekki virðist lúpínan vaða yfir allt og alla í umhverfinu þótt henni sé ekki sérstaklega haldið í skefjum að virðist. Svo virðist sem jurtin beri skinbragð á það hvar hún fær notið sín samhliða því að auðga jarveginn fyrir annan gróður að þrífast og dafna. Ef tenging þessi á sér einhverja kómíska skýrskotun vaknar spurningin hvernig helst mætti finna samlíkingu í pólitískinni  við upphaflegu skilgreininguna á því hvað garðyrkja snýst um? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Pistillinn er ekki síður tær snilld.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.6.2013 kl. 08:55

2 identicon

þegar Hrafn hafði sýnt gesti sínum umhverfið spurði gesturinn:  Hvar eru lóðarmörkin eiginlega?  Hrafn:  Nei sjáðu til þetta er allt friðað . . . .  og þess vegna fæ ég að vera í friði hérna.  Tær snilld.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 21:14

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir skemmtilegan pistil. Eitt stórbrotnasta viðfangsefnið í umhverfismálum lands okkar er einmitt hvernig við ætlum að umgangast gróður þess.

Ómar Ragnarsson, 26.6.2013 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband