24.5.2013 | 13:51
Skólahreysti fær frábærar viðtökur í Finnlandi - 78.000 finnsk ungmenni tóku þátt í Skólahreysti í Finnlandi á þessu ári og úrslitakeppnin fer fram í dag.
Skólahreysti er íslenskt fjölskylduframtak sem hefur um árabil höfðað til fólks á öllum aldri með einstökum hætti og ljóst að frumkvöðlastarf Andrésar Guðmundssonar og Láru Hallgrímsdóttur í Mosfellsbæ hefur haft mikil og jákvæð áhrif og okkar mann-og samfélag. Og með þeim hætti að eftir hefur verið tekið víða um heim. Fyrir tveimur árum ákvað finnska íþróttasambandið að innleiða Skólahreysti í grunnskólana þar í landi og árangurinn verið einstakur á þeirra mælikvarða, einnig. Á þessu ári tóku um 78.000 finnskir grunnskólanemar þátt í Skólahreystiverkefni finnska íþróttasambandsins í yfir 300 grunnskólum undir stjórn 800 íþróttakennara. Finnska úrslitakeppnin fer fram í dag. Að sögn Andrésar Guðmundssonar eru útivellir fyrir Skólahreysti alls 8 á Íslandi í dag og fyrirspurnir borist frá fjölda sveitarfélaga sem fyrirhuga að koma upp Skólahreystivelli í sínu byggðarlagi. Þá hefur eftirspurn eftir Framhaldhreysti fyrir eldri nemendur farið vaxandi og ljóst að Hreystivellir munu verða vel nýttir af hressu fólki á öllum aldri í framtíðinni. Mikil aukning hefur m.a. verði í eftirspurn eftir að fá færanlega Skólahreystibraut á bæjarhátíðum og vinnustaðaviðburðum og ljóst að hagræðingin er mikil að því hafa Hreystivöll í heimabyggð. Þá hafa fyrirspurnir um Hreystivelli borist frá aðilum í ferðaþjónustu og arkitektastofum svo nokkuð sé nefnt. Hreystivelli er að finna í Reykjavík (3), Garðabæ (1), Reykjanesbær (1), Sandgerði (1), Stykkishólmi(1) og Búðardal (1). Nýjasti völlurinn er við Laugardalslaugina í Reykjavík en þar verða námskeið í Sólahreysti í sumar.
Um þessar mundir eru þau Andrés og Lára að taka við skráningum á sumarnámskeið í Skólahreysti sem haldin verða við Laugardalslaug í Reykjavík fyrir krakka á aldrinum 6-16 ára - sjá hér: Fyrsta námskeiðið hefst þann 10.júní.
Mikill er sómi Andrésar og Láru innilega til hamingju með þessa einstöku útungun í Finnland, Taisto SchoolPower, eins og Skólahreysti er nefnd það í landi.
PS. Hér má sjá úrslitakeppnina á Íslandi 2013 sjá hér
Gaman verður að sjá samanburð á árangri nemenda milli landa samanburð á landsmeðaltali í skólahreystiþrautum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.7.2013 kl. 10:23 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Athugasemdir
Gaman að þessu. Glæsilegur árangur heima og heiman.
Freyr Ólafsson (IP-tala skráð) 24.5.2013 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.