28.4.2013 | 14:35
Leið framsóknarmanna til leiðréttingar verðtryggðra lána virðist njóta mun meira fylgis en sem nemur kosningasigri flokksins.
Ef leið Framsóknarmanna til leiðréttingar verðtryggðra lána var það kosningamál þingkosninganna sem mestu réð um úrslit kosninganna, blasir við að stuðningur þjóðarinnar við helsta málaflokk kosninganna var mun meiri en sem nemur kosningasigri Framsóknarmanna. Stór hluti atkvæða sem veitt voru flokkum sem náðu ekki manni á þing rann til flokka sem eiga mikla samleið með stefnu Framsóknarflokksins í málaflokknum. Viðbúið er einnig að aðrir kjósendur, sem kusu annan flokk en Framsóknarflokkinn og komu manni á þing, styðji einnig hugmyndir Framsóknarmanna um leiðir og viðbrögð við skuldavanda heimilanna. Spurningin er, hvort flokkur sem vinnur kosningasigur með þeim hætti sem Framsóknarflokkurinn gerði fái stjórnarmyndunarumboðið fyrstur flokka?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.5.2013 kl. 22:11 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.