Gleðilega hátíð. Nýyrðasamkeppni var um orð sem nær yfir merkingu orðanna samkeppni + lífsgæði = ?? (eitt orð). Niðurstaðan var birt nýverið og kom mér heldur betur á óvart.

Árið 1995 var ákveðið að fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, yrði dagur íslenskrar tungu ár hvert.  Í tilefni dagsins,á þessu ári, efndi NMÍ til nýyrðasamkeppni um orð sem nær yfir merkingu orðanna, samkeppni og lífsgæði . Eitt orð sem gæti sameinað þessi tvö orð, samkeppni og lífsgæði . Niðurstaða var kynnt nýverið.

samkeppni + lífsgæði = ??

Þetta skemmtilega verkefni barst mér í tölvupósti á afmælisdegi þjóðskáldsins og nánast samstundis spratt fram eitt orð. Ég skrifaði það niður og ákvað að sendi það inn í samkeppnina til gamans án þess skilgreina það eða útskýra sérstaklega.

Það  þarf því vart að útskýra hversu undrandi ég varð þegar mér var tilkynnt að mitt orð hefði orðið fyrir valinu og mér boðið að veita viðurkenningu móttöku í hátíðarsal Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og gera grein fyrir orðinu, hugsun minni og nálgun við nýorðasmíðina.

Já....hvað átti ég að gera? Segja sannleikann - að orðið hafi nánast sprottið fram á augabragði upp úr ,,engu´´ og án þess að ég gerði mér grein fyrir rótum uppsprettunnar.

Jú, jú, eitthvað velti ég vöngum yfir orðinu samkeppni enda hef ég svo sem mætt merkinu og sviðsmyndum þess orðs með ýmsum hætti á lífsleiðinni. Orðið lífsgæði höfðaði  hins vegar til mín með persónulegri hætti ef svo má að orði komast og vakti upp tilfinningu um að orðið væri vart skilgreinanlegt nema í huga upplifandans fyrst og fremst- að almenn skilgreinin orðsins sé í eðli sínu marklaus.  

Í öllu falli fannst mér að orðið sem sameina átti þessi tvö orð þyrfti að vera brúklegt til að endurspegla bæði æskilega og óæskilega þróun mála og/eða möguleika á jákvæðri og neikvæðri niðurstöðu í einhverjum skilningi.

Orðið samkeppni vísar til kapps í huga mér og því stutt í gömul og góð gildi um að kapp sé best með forsjá. Orðið lífsgæði vísar til þess að lifa farsællega að mati lifandans og þá stutt í gömul og góð gildi um að sælla sé að gefa en þiggja. Sá sem gefur leggur eitthvað til fyrir aðra hvort heldur það er áþreifanlegt eða ekki - skilur eitthvað eftir sig fyrir aðra að njóta. Við þekkjum orðið framlag og viðskeytið ,, legð‘‘ sem reyndar hefur ekki sjálfstæða notkunarsögu í okkar máli það best ég veit.  

Hvað svo sem varð til þess að orð mitt spratt fram óforvarandis á þessum fallega degi íslenskrar tungu,  þá varð það fyrir valinu og mun ef til vill verða notað hér eftir af einhverjum til að undirstrikar eitthvað jákvætt og/eða til að varpa ljósi á mikilvægi þess að það gera meira af einhverju, minna af einhverju, byrja á einhverju eða hætta einhverju.  

samkeppni + lífsgæði =  kapplegð  ( bingó !)

Athöfnin var mjög sérstök stund fyrir mig -óvænt og gleðileg - jákvæða og eftirminnilega upplifun. Gleðilega hátíð 
 

Ps.    Við getum sagt að kapítalisminn hafi öðrum ,,ismum´´ fremur lagt áherslu á mikilvægi samkeppninnar við að tryggja sem farsælasta efnahagslega framvindu samfélagsþróunar í heimsþorpinu. Mörgum ber saman um að efnahagslegur styrkleiki og aukin lífsgæði fari saman, eigi samleið í samfélagsþróun þar sem samkeppni fær notið sín? Hvað með mannfélagsþróunina?  Fylgir mannfélagsþróunin eftir þeim meinta jákvæða ferli samfélagsþróunar sem samkeppnisumhverfið elur af sér?

Getur verið að óbeisluð samkeppni leiði til ójafnvægis á ferlum mannfélags- og samfélagsþróunar þannig að birtingarmynd siðrofs verði mannfélaginu í auknum mæli ljós og leiði til almennrar tilfinningar sem rímar ekki við hughrif aukinna lífsgæða í mannheimum? ,,Ismarnir‘‘ mættu í öllu falli láta sig varða kapplegð þess munstur sem þeir kenna sig við. ,,Ismarnir´´ þurfa ef til vill í auknum mæli að miða leiðarval sitt við aukið jafnvægi á milli mannfélags-og samfélagsþróunar ef meint lífsgæði eiga að hafa vigt í því munstri.

Orðið maður er dregið af sanskrítarrótinni man , skilst mér, sem merkir hugur. Hugur mannsins metur því lífsgæði hans með öðrum hætti en huglausrar verur. Kapplegðin varpar ljósi á samspil samkeppni og lífsgæða - samsíða ferlar á stundum, en alls ekki alltaf. Þannig stingur ögn í stúf orðið lífsgæðakapphlaup. Við hvern ætti ég að keppa um lífsgæði mín? Og ekki ,,koma þau bara´´ blessuð lífsgæðin, er það?  Jákvæð þróun kapplegðar kallar á vakandi huga, stöðumat og viðbragð.,,.Isminn´´ má ekki varna því að skipt sé um gír á mannfélags-og samfélagsvélinni- þá bræða þær úr sér fyrr eða síðar.

Aaaa, það er kannski forritað í okkar gangverk að hafa hlutina þannig ? Getur verið að kapplegð hvers og eins sé í raun fasti, sem ekki er hægt að auka, minnka eða eyða - aðeins hægt að umbreyta úr einu formi í annað. Og að með samtakamætti og sundurlyndisfjanda megi kalla fram fleiri birtingarform á útkomu en við ráðum við að skilja. Já, jarðlífið átti alltaf að vera áskorun - við vissum það - Guð er góður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband