23.12.2009 | 12:59
Glæsileg jólagjöf til umhverfisins
Brimborg bitir í dag á heimasíðu sinni tímamótafrétt og glæsilega jólagjöf til umhverfisins- Volvo fyrstir með vörubíla sem ganga fyrir metani og dísil og uppfylla Euro 5 staðalinn.
Enginn ætti að þurfa að velkjast í vafa um hversu afgerandi hagfelldur sá valkostur er fyrir okkur Íslendinga að stórauka notkun og framleiðslu á okkar íslenska metani. Við Íslendingar erum með mikið forskot í þeim efnum á flestar þjóðir heims- þökk sé einstöku frumkvöðlastarfi SOPRU bs frá lokum síðustu aldar og samfélagslega ábyrgri aðkomu, Orkuveitu Reykjavíkur, REI og N1, að því verkefni.
Sjá frétt hér: http://www.brimborg.is/Lestu-frettirnar/~/NewsID/1734
Við Ómar Ragnarsson vorum í tölvupóstssamskiptum í morgun um akstursíþróttir og urðu þá til þessar vísur sem ég sendi hér til gamans.
Orkan er minnsta málið,
metan af öllu ber.
Sælt er að súpa kálið,
soðið úr ausu frá þér. ev
.
Með skarpri skötukveðju,
ég skunda nú á braut.
Í flór og forarleðju,
finn orku í akstursþraut. ev
.
Gleðilega Þorláksmessu
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:21 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Athugasemdir
Takk fyrir þetta og Gleðileg jól
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.