22.12.2009 | 12:19
Volvo veit hvað til síns friðar heyrir í samgöngum - Volvo fjárfestir í metanframleiðslu og svarar kalli framtíðarinnar.
Volvo hefur um langt skeið verið í hópi brautryðjenda í þróun ökutækja þar sem öryggi og umhverfisleg gildi hafa verið í öndvegi. Um alllangt skeið hafa Svíar svarað kalli framtíðar um umhverfisvænar samgöngum með einum eða öðrum hætti og sala á ökutækjum í landinu endurspeglað ríka umhverfisvitund landsmanna. Nýverið tilkynnti Volvo samsteypan um fjárfestingu í metanframleiðslu og sýna enn og aftur frumkvöðlaviðbragð sitt við að tryggja forustuhlutverk á sviði umhverfisvænna samgangna í Svíþjóð. Volvo er vissulega að svara kalli markaðarins og framtíðarinnar í Svíþjóð en hástökkvari á bílamarkaði í Svíþjóð á síðasta ári var VW Passat metanbíll sem kom mörgum á óvart hvað sölutölur varðar.
Sú öra þróun sem hefur átt sér stað í heiminum í framleiðslu á metani út lífmassa hefur skapað ríkjum heims nýjan og umhverfisvænni valkost til að auka sjálfbærni sína í orkumálum þar sem metan eldsneytið er annars vegar. Nýútkomin skýrsla NAS ( sjá skýrslu að neðan) varpar skýru ljósi á yfirburði metan eldsneytis í samgöngum samanborið við notkun ökutækja sem ganga fyrir etanóli eða rafmagni ( rafbílar og tvinnbílar, bensín/rafmagn) svo ekki sé tala um bensín eða dísilolíu. Skýrslan skoðar heildrænt þann umhverfislega kostnað sem notkun mismunandi ökutækja og orkukerfa leiðir af sér. Orðið heildrænt vísar til framleiðslu, notkunar og förgunar á ökutækjum- líftímagreiningu þeirra sem nær til allra hluta ökutækisins, orkukerfis, endingar, varahluta, viðhalds og förgunar. Og jafnframt er auðvita skoðaður sótsporabúskapur mismunandi orkukerfa og eldsneyta og gróðurhúsaáhrif samfara framleiðslu og notkun þeirra. Rétt er að árétta að orkukerfi rafbíla samanstendur af rafhlöðu + rafmagni. Sú neikvæða útkoma sem rafbíllinn fær, í vísindalegum og þverfaglegum samanburði, orsakast af sótsporabúskap rafhlaðna til næstu 20 ára litið.
Mörgum kom á óvart niðurstöður í ítarskýrslu sem NAS birti nýverið að beiðni Bandaríkjaþings um umhverfisleg áhrif af notkun mismunandi valkosta til samgangna. Þar kom fram að meintur umhverfislegur ávinningur af notkun rafbíla, tvinnbíla (bensín/rafmagn) og etanólbíla var langt frá því að vera sá sem markaðssetning hefur vísað til. Það sem mest þótti sláandi í skýrslunni var sú niðurstaða að rafbíllinn og tvinnbíllinn (bensín/rafmagn) komu afgerandi verr út en bensínbíll sömu stærðar og að etanólbíllinn skapaði ekki umhverfislegan ávinning í samanburði við bensínbílinn. Skýrslan varpar skýru ljósi á yfirburði metan ökutækja þótt miðað sé við metan eldsneyti sem unnið er úr jarðgasi. Við getum því augljóslega séð þá gríðarlegu yfirburði sem metan ökutæki hefur á markaði ef það gengur fyrir íslensku metani sem unnið eru úr lífmassa frá yfirborði jarðar. Þetta veit Volvo og hefur brugðist við enda stutt í að markaðurinn viti þetta einnig heilt yfir.
Volvo veit hvað til síns friðar heyrir í samgöngum og hefur nýverið kunngjört um áform sín og forustuhlutverk í Svíþjóð á sviði stóraukinnar metanvæðingar þar í landi. Ekki einast með auknu framboði á bílum heldur einnig með fjárfestingu í framleiðslu á metan eldsneyti. Til hamingju Volvo, til hamingju Brimborg.
Frétt um Volvo: http://www.metan.is/user/news/view/0/311
Engin smá frétt, NAS-skýrslan: http://www.metan.is/user/news/view/11/300
Engin smá ráðstefna í mars 2010: http://www.worldbiofuelsmarkets.com/?gclid=CKH_kqWB6p4CFUGF3god9XKsLQ
ps. Gáum að því að þar sem matanvæðing er annars vegar er um að ræða samtakamátt ríkja um aukna sjálfbærni er lítur að miklum og margþættu ávinningi hvers lands fyrir sig án samsöfnunar auðs á fáar hendur í heimsþorpinu - þið sjáið án þess að meira sé sagt hvers vegna metanvæðingin er að springa út fyrst á þessari öld en ekki löngu fyrr eins og hún hefði tæknilega geta gert. Já, auðvita þarf hvert ríki að eiga sína leiðtoga sem sanda vörð um hagsmuni lands og þjóðar - meint hlutleysi stjórnvalda er ekki til - það þarf leiðtoga til að ná vissu marki - já, leið-toga, velja leið og toga - stundum hugnast ekki vöðvstæltu markaðsafli það sem þjóð er fyrir bestu að viðhafa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:27 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.