Innilegar þakkir til stjórnvalda - merk tímamót í sögu samgönguöryggis þjóðarinnar

Merk tímamót urðu í sögu samgönguöryggis þjóðarinnar á fundi í Umferðarstofu í gær 14.desember undir traustri fundastjórn Mörtu Jónsdóttur lögmanns stofnunarinnar.  Á fundinum voru vinnureglur og verkferlar kynntir er lúta að uppfærslu bensín-og dísilbíla  svo þeir geti einnig nýtt metan eldsneyti.  Fram kom að lög og reglugerðir varðandi uppfærslu bílvéla hafa verið aðlagaðar að alþjóðlegum viðmiðunum  og að allt sé til reiðu  í opinberu baklandi til að mæta mikilli eftirspurn.  Eftir uppfærslu bensínbíls verður bíllinn eftir sem áður skráður hjá Umferðarstofu sem bensínbíll en tilgreint í skráningargöngum að uppfærsla (breyting) á orkukerfi hafi átt sér stað þannig að bíllinn geti einnig nýtt metan eldsneyti.

Skoðunaratriði voru vandlega rædd í góðu erindi Jóns Hjalta Ásmundssonar , hjá Frumherja, og Kristófer Ágúst Kristófersson , verkefnastjóri tæknimála hjá Umferðarstofu,  gat þess að verið væri að leggja lokahönd á skoðunarhandbók  svo að allt sé til reiðu strax í janúar á nýju ári- 2010.

Sigurður Ástgeirsson,  fulltrúi Íslenska gámafélagsins og Vélamiðstöðvarinnar, ræddi verkferla við uppfærslu bíla og greindi frá frumkvöðlastarfi fyrirtækjanna við uppfærslu á bílum.  Hann gat þess að fyrirtækið væri að ráða starfsmenn þessa dagana og að fyrsta gámasendin á uppfærslubúnaði kæmi til landsins í lok þessa mánaðar.  Og að strax á nýju ári væri mikils að vænta frá fyrirtækinu á þessu sviði enda hafi eftirspurn verið gríðarlega mikil á þessu ári. Hann gat þess að kostnaðurinn við uppfærslu réðist að stórum hluta af því hvort viðskiptavinir óskuð eftir  nýsmíði  til að koma metantanki fyrir eða settu hann í farangursrými bílsins sem væri  langódýrasta fyrirkomulagið. Og einnig  að fjöldi tanka réði nokkru um kostnaðinn sem og stærð véla. Verð frá  400.000 kr var nefnt á fundinum  sem raunhæft viðmið fyrir stóran hluta bílaflotans  miðað við að eldsneytistankur sé hafður í farangursrými.

Fundinn sátu um 30 manns og fyrirspurnir og umræður voru nokkrar.  Spurt var um þann mikla umhverfislega ávinning sem notkun ökutækja hefur í för með sér ef þau ganga fyrir íslensku metani og það áréttað að um það væri enginn faglegur ágreiningur þar sem íslenskt metan væri framleitt úr lífrænu efni frá yfirborði jarðar. Að  orkugjafinn sé tilkominn með ferðalagi kolefnis ( C) frá andrúmsloftinu ( CO2) í lífrænt efni og þaðan í metan eldsneyti  sem skilar svo kolefninu aftur út í náttúruna í formi sem allar grænar plöntur þurfa að fá til að geta vaxið ( CO2).

Einnig vöru öryggisatriði rædd og það áréttað að metan eldsneyti væri skilgreint sem öruggara eldsneyti til samgangna en bensín og dísilolía. Og að hér ráði mestu eftirfarandi atriði:

  • Metan eldsneyti er skaðlaust við snertingu og innöndun
  • Metan er mun eðlisléttara en andrúmsloftið og stígur því hratt upp ef það losnar út í umhverfið.
  • Eldhætta á metani í lokuðu rúmi skapast aðeins á afar þröngu bili efnastyrks , 4-14%. Þannig skapast ekki eld-eða sprengihætta af metani í umhverfinu með sama hætti og viðvarandi er í tilfelli bensíns og dísilolíu við sambærilegar aðstæður.
  • Hitastig sjálfíkveikju er mun hærra fyrir metan, en bensín og dísilolíu
  • Eldsneytistankar fyrir metan eru mun sterkari en sem nemur kröfum voru settar voru á sínum tíma fyrir bensín-og dísiltanka.
  • Metan er lyktarlaust eldsneyti (lyktarefni þó bætt út í) og engin hætta á tjóni á fatnaði eða farangri við afgreiðslu þess.

Því var kastað fram í umræðu um öryggismál að fróðlegt væri að snúa þessu máli við og velta fyrir sér umræðu um öryggismál í samgöngum ef heimsbyggðin væri að fullu metanvædd og umræðan snérist um innleiðingu og öryggi bensíns - bensínið yrði sennilegast ekki samþykkt í dag.

Þá urðu einnig nokkrar um ræður um stefnu stjórnvald varðandi álögur á metan eldsneyti og það áréttað að stjórnvöld geri sér fulla grein fyrir þeirri staðreynd að óþarft er að leggja sérstakar álögur á íslenskt metan til að mæta minnkandi tekjum af sölu bensíns. Ástæðan er margþætt  en mynnt var á gjaldeyrissparnaðinn og þá staðreynd að með hverjum lítra af bensíni  sem sparast með notkun á metani helst í landinu andvirði um 35-40% af dæluverði bensíns, sem ella færi til Bretlands vegna kaupa á bensíni,  og að það fjármaga skipti þess í stað um hendur í landinu og skapar stóraukinn stofn til innheimtu virðisaukaskatts til ríkisins. 

Það varð öllum ljóst er sátu fundinn að hann markaði söguleg tímamót og varpaði skýru ljósi á meðbyr og skilning stjórnvalda á því að stóraukin metanvæðing í landinu er  og raunsær og aðgerðarhæfur valkostur sem veitir þjóðinni mikinn og margþættan ávinning , eykur sjálfbærni og orkuöryggi þjóðarinnar með hætti er lítur að sjálfstæði þjóðarinnar til framtíðar liðið  - 1000 þakkir til stjórnvalda fyrir afgerandi heillaspor í rétta átt.

,, Senn mun Íslands umferð batna

  eflist rekstur líf og getan.

  Hagur vex á grundum gatna,

  gæfusporið íslenskt metan. ´´

 Er þetta ekki annars fallegur dagur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Til hamingju Einar,um það,að það sé komið skriður á áhugamáli þínu.

Ég vildi bara koma því að,og spyrja hvort uppfærslu búnaðurinn,sé það flókinn að Íslendingar geti ekki smíðað hann sjálfir.Ég er fullviss að margir menn eru það hæfileikum gæddir ,að það leikur allt í höndum þeirra,og færu því létt með að smíða svona útbúnað.Hitt er annað mál,hvort kostnaður við slíka smíði,yrði meiri,en á innfluttum búnaði.

Þetta mætti athuga,þar sem ef um lagt verði í fjölda breytinga,yrði mörg störf,sem myndi bætast við.

Ingvi Rúnar Einarsson, 15.12.2009 kl. 15:41

2 Smámynd: Sigurjón

Sæll Einar.

Þetta er svo sannarlega gæfuspor og vonandi verður metan í almennri notkun hér á landi sem fyrst.  Ég er ákveðinn í að fá mér metanbíl, næst þegar ég kaupi, eða jafnvel uppfæra núverandi bíl.

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 15.12.2009 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband