8.12.2009 | 21:53
Stokkhólmsborg nálgast markmið sitt - 100% umhverfisvænir bílar fyrir árslok 2010 - yfir 56% metanbílar
Um mitt árið 2009 höfðu borgaryfirvöld í Stokkhólmi náð því marki að 97% af ökutækjum í rekstri borgarinnar voru umhverfisvæn. Borgaryfirvöld í Stokkhólmi höfðu sett sér það markmið að árið 2010 yrðu öll ökutæki í eigu borgarinnar umhverfisvæn. Flest ökutæki sem borgin hefur keypt eru metanbílar eða 56%, 19% E85, 16% rafmagnsbílar og 7% af sparneytnum dísil og bensínbílum. (Innskot- hlutfallsleg aukning metanbíla hefur verið mest á síðustu misserum enda metanvæðingin í mikilli sókn).
Sömu sögu er að segja frá öðrum borgum og bæjum í Svíþjóð, mikil vakning í þessum málum og markmiðin skýr og algerðir markvissar. Þess má geta að borgaryfirvöld í Gautaborg eru í harðri samkeppni við Stokkhólm um að ná 100% markinu.
Engin furða að andlitið hafi dottið af þeim sænsku gestum, sem komu til Íslands á ráðstefnu um umhverfisvænar samgöngur í haust, þegar þeir fréttu að við Íslendinga brennum gull allra eldsneyta á Álfsnesi - nýtum ekki til samgangna 90% af metanframleiðslu okkar. Og erum á sama tíma afar upptekin við að selja almenningi þau öfugmæli að hagfelldast og umhverfisvænst sé fyrir þjóðina að rafvæða samgöngur í landinu næstu árin. Já, við verðum að taka okkur taki og beina spjóti okkar rétt í þessum málum sem öðrum.
Ég mun blogga fljótlega um áherslur kjörinna fulltrúa og stjórnvalda við mótun stefnu til orkuskipti í samgöngum.
ATH. Engin smá frétt um NAS-skýrsluna sem undirstrikar umhverfislega yfirburði metan/bensínsbílsins ef íslenskt metan er nýtt sem eldsneyti : http://www.metan.is/user/news/view/0/300
Sjá einnig: Fyrsta útflutning Toyota á metan/bensínbílum og margt fleira: http://www.metan.is/user/home
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.1.2010 kl. 08:40 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.