Undanfarna mánuði hefur umræða um orkuskipti í samgöngum aukist til muna og augu þjóðarinnar opnast fyrir þeirri staðreynd að á grundum gatna getum við stigið heillaspor sem skapað geta rekstrarlegan, umhverfislegan og þjóðhagslegan ávinning sem um munar í dag og til framtíðar litið. Við blasir tækifæri sem er í hendi, tækifæri sem við getum nýtt strax í dag og tækifæri sem erindi á til framtíðar litið einnig. Við blasir tækifæri til að stórauka metanvæðingar í landinu. Jafnframt, hefur umræðan um rafvæðingu í samgöngum farið mikinn enda um spennandi framtíðarvon að ræða í samgöngum sem átt gæti hagfellt erindi við íslenska þjóð innan fárra áratuga ef allt gengur að óskum við þróun rafhlaðna - öryggi, ferðafrelsi, ending, verð og umhverfisleg áhrif.
Talsvert hefur gætt á því í umræðunni að tímalína rafvæðingar hafi í markaðsskini verið færð að þeim ráspunkti sem stórefling metanvæðingar er stödd á í dag. Slík framsetning þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að rugla almenning og stjórnvöld í rýminu og gera stjórnvöldum örðugra að vinna þjóðinni heilt. Í framtíðinni mun hagfeldni rafvæðingar í samgöngum miðast við hagfeldni metan ökutækja hvað svo sem líður þröngum markaðshagsmunum rafbílaframleiðenda sem vilja helst búa svo um hnútanna að samanburður verði gerður við bensín-og dísilbílinn. Ástæðan má öllum vera ljós. Metanbíllinn skapar heildrænan ávinning sem ekkert annað ökutæki stenst samanburð við í dag og að bestu manna yfirsýn til næstu 20 ára litið hið minnsta. Mörgum sem rýnt hafa í þessi mál ber saman um að þáttur metanbíla og rafbíla mun vega þyngst við heildar orkuskipti í samgöngum þjóðarinnar á fyrri hluta aldarinnar. Tímalínan athafna og aðgerða blasir við. Metanvæðingin er á rásmarki þjóðarleikvangsins með keflið í hendi. Rafvæðingin er efnileg og í æfingabúðum og mun vonandi skila sér inn á leikvanginn með hætti sem erindi á við almenning innan fárra áratuga.
Á afmælishátíð Ríkiskaupa nú í haust áréttaði Júlíus S. Ólafsson , forstjóri, að engar reglugerðir eða lög innan Evrópusambandsins hindruðu opinbera aðila eða sveitafélög í að beina viðskiptum eða áherslum við innkaup með hætti sem styddi atvinnu-og nýsköpun í landinu. Og að Evrópusambandi hvetti í raun til innkaupa með þeim hætti og sérstaklega ef um væri að ræða umhverfisvænar vörur eða þjónustu sem eykur sjálfbærni. Í stöðu þjóðarinnar í dag og í ljósi valkosta sem blasa við íslensku samfélagi í orkuskiptum í samgöngum er kallið hávært eftir skýrri stefnumörkun um að stórauka metanvæðingu í samgöngum sem forgangsverkefni og eftir leiðtogum sem veigra sér ekki við að vísa þjóðinni veginn og fara hann sjálfir.
Það hvíslaði að mér lítill fugl að í vændum væri að íslensk stjórnvöld tækju við litlum rafbíl til notkunar í Reykjavík sem kostar um 7 milljónir og að annar fari til Akureyrar. Rafbílarnir sem hér um ræðir eru minni en Grande Punto Natural Power (metan/bensín) en stjórnvöld hefðu getað fjárfest í sex Grande Punto bílum í stað tveggja rafbíla og skapað þjóðrbúinu margfaldan gjaldeyrissparnað og margfaldan umhverfisávinning í samanburði við rafbílana og það að auki stutt atvinnu-og nýsköpun í landinu auk þess að senda þau áreiðanlegu og heiðalegu skilaboð til þjóðarinnar sem blasa við öllum sem vilja sjá. Gott og vel, tilraun er tilraun, er það ekki ? En hún verður þó ekki gerði í nafni umhverfislegs ávinnings, gjaldeyrissparnaðar, eða rekstrarlegs ábata enda hefðu metanbílarnir margfaldað ábatann. Eitthvað annað ræður för. Já, hvað eru metanbílarnir annars margir sem eru í notkun hjá hinu opinbera í dag? Best að láta þetta gott heita í bili, komum að því síðar. Það styttist í Fullveldisdag þjóðarinnar. Mikið rétt, metanvæðingin lítur einmitt að fullveldi þjóðarinnar eða hefur orkuöryggi og sjálfbærni ekki eitthvað með fullveldi að gera ?
Grande Punto Natural Power (metan/bensín) - sjá : http://einarvill.blog.is/blog/einarvill/day/2009/8/26/
Engin smá fréttir á www.metan.is
NAS skýrslan: http://www.metan.is/user/news/view/0/300
Toyota svara kröfu um umhverfisvænni tvinnbíla með metan/rafbíl: http://www.metan.is/user/news/view/0/304
Dreifikerfi fyrir metan stóreflis í Svíþjóð: http://www.metan.is/user/news/view/0/301
Metan/bensínbílum fjölgar hratt á næstu árum: http://www.metan.is/user/news/view/5/294
Toyota hefur sölu á metan/bensínbílum utan Japan: http://www.metan.is/user/news/view/5/288
Metan reiknivélin frá Orkusetrinu veitir verðsamanburð: http://www.metan.is/user/news/view/5/292
VW blæs til sóknar - annar söluhæsti bíll í Svíþjóð, VW Passat metan/bensín: http://www.metan.is/user/news/view/11/291
Valencia státar ar 100% umhverfisvænum almenningsvögnum - metanvögnum: http://www.metan.is/user/news/view/17/283
Metan eldsneyti - orkugjafi 21 aldarinnar í USA : http://www.metan.is/user/news/view/17/279
Sjúkrabílar metanvæðast - metan er öruggara eldsneyti en bensín og dísilolía: http://www.metan.is/user/news/view/23/278
Borgarstjórinn í Dallas USA vill eingöngu metanbíla: http://www.metan.is/user/news/view/29/272
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.12.2009 kl. 10:03 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.