Ávinningur metanvæðingar ótvíræður í skýrslu NAS - National Academy of Sciences

Hið virta vísindariti, National Academy of Sciences ( NAS), birti nýverið skýrslu  þar sem heildræn umhverfisáhrif af notkun rafbíla, tvinnbíla ( bensín/rafmagnsbíla) og metanbíla eru meðal annars metin.  Greinin hefur vakið mikla athygli og varpar skýru ljósi á jákvæða niðurstöðu ökutækja sem knúin eru metan eldsneyti. Mest kemur á óvart hversu heildræn umhverfisáhrif eru neikvæð fyrir rafbíla og tvinnbíla (bensín/rafmagn)  og sérstaklega sú niðurstaða að rafbílar og bensín/rafbílar koma verr út en bensínbílar í sama flokki.

Greinin var skrifuð að ósk Bandaríkjaþings og ber yfirskriftina ,, Hidden Costs of Energy: Unpriced Consequences of Energy Production and Use,“ sem lauslega mætti þýða; ,, Falinn eldsneytiskostnaður: Hinn óverðlagði kostnaður við framleiðslu og notkun á eldsneyti “. Í greininni eru mismunandi orkugjafar tíundaðir og mat lagt á umhverfislegan kostnað mismunandi valkosta. Í samgöngum eru niðurstöður kynntar sem kostnaður á ekna mílu (1,6 km ) og umhverfisáhrifin skilgreind í grömmum af mengandi efnum sem notkunin hefur í för með sér. Niðurstöður eru fengnar með notkun reiknilíkans sem nefnt er ,, Argonne Laboratories Greet model “ . Um er að ræða heildræna úttekt sem nær til framleiðslu ökutækis og eldsneytis auk notkunar og förgunar ökutækis.   

Talsmönnum  metanvæðingar kom ekki á óvart að ökutæki sem ganga fyrir metani komu mjög vel út úr heildrænni rannsókn af þessum toga . Mörgum kom þó á óvart slök útkoma ökutækja sem ganga fyrir etanóli (E85) - ökutækja sem knúin eru etanóli (85%) og bensíni (15%). Slík ökutæki komu heldur verr út en ökutæki sem knúin eru einungis af bensíni. Mest kom á óvart sú niðurstaða að rafbíllinn og tvinnbíllinn (rafmagn/bensín) hafi komið 20% verr út en hefðbundinn bensínbíll. Í skýrslunni er því þó haldið til haga að með framleiðslu á umhverfisvænni raforku ( Innskot, eins og á Íslandi) batnar samanburður rafbílsins við bensínbílinn ( Innskot,  þótt langt sé í land fyrir rafbílinn í samanburði  við metanbílinn á Íslandi) .

Í samanburði til ársins 2030  kemur metanbíllinn betur út en rafbíllinn og tvinnbíllinn (bensín/rafmagn). Og það  þótt miðað sé við metan eldsneyti sem unnið úr jarðgasi. (Innskot: Við getum því hæglega séð yfirburði íslenska metansins ,,bio-methane “ ef rannsóknin hefði miðast við framleiðslu metans úr lífmassa frá yfirborði jarðar. Engin furða að okkar íslenska metan sé nefnt  ,, gull eldsneyta“.)  

Hin jákvæða niðurstaða fyrir metanbílinn og metan eldsneyti í skýrslunni, til næstu 20 ára litið, mótast meðal annars af örri þróun ökutækja sem nýtt geta metan eldsneyti auk viðvarandi og fyrirsjáanlegrar þróunar á framleiðslu og dreifingu metans í vökvaformi.    

Sjá grein: http://www.ngvglobal.com/us-national-academy-of-sciences-report-highlights-benefits-of-ngvs-1108

Viðauki: Rétt að minna á að rafmagnsframleiðsla í Bandaríkjunum hefur öllu jafnan verri umhverfisáhrif en á Íslandi og því ástæða til að ætla að rafbíllinn komi minna en 20% verr út en bensínbíllinn hér á landi. Engu að síður eru niðurstöðurnar ansi óhliðhollar rafgeymavæðingu í samgöngum enda nær hreinni raforka ekki að rétta við þann mikla umhverfishalla sem hér um ræðir. Og sérstaklega ekki svo í samanburði við metanbílinn og íslenskt metan. 

http://www.metan.is

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Vissir þú að í öllum indó-evrópskum málum byrjar orðið fyrir mánuð á M og næsti stafur er sérhljóði!

Bjarni G. P. Hjarðar, 20.11.2009 kl. 19:45

2 Smámynd: Jens Guð

  Þetta er ansi merkilegt,  frændi.  Við erum reyndar fjarskyldir en pabbi þinn og mamma mín,  Fjóla Kr.  Ísfeld,  halda frændseminni til haga.  Enda mun skyldari en við.  Mér til ánægju heimsótti pabbi þinn mig fyrir nokkrum árum er ég kenndi skrautskrift á Egilsstöðum.  Við eigum sameiginlegan ættgengan áhuga á skrautskrift.  Það var skemmtileg uppgötvun.

Jens Guð, 21.11.2009 kl. 02:13

3 identicon

Hvað með ethanol ?  þarf littlu að breita í venjulegri benzínbifreið og maður getur bruggað þetta heima úr gömlum dagblöðum, sykri og geri.  ;)

Hrappur Ófeigsson (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 03:28

4 identicon

Hvað getum við framleitt mikið metan? Hvað með þessa tilraun í Svartsengi með nýja eldsneytið?

Guðmundur (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 10:54

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Til hamingju með þetta. Eina rétta aðferðin er að kanna allan pakkann, líka framleiðslu alls búnaðar og bíla.

Ómar Ragnarsson, 21.11.2009 kl. 12:34

6 Smámynd: Kristinn Pétursson

Hvað með metangasið  er að öllum líkindum á Drekasvæðinu? Er það ekki jafn gott metangas??

Kristinn Pétursson, 21.11.2009 kl. 13:41

7 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Einar, þakka þér fyrir hlýlegar afmælisóskir þegar ég varð 75 ára.

Það er vissulega full þörf á því að halda umræðunni um framtíðar eldsneyti fyrir farartæki lifandi. Ég er eindregið á því að við eigum að stefna að því að útrýma olíunni sem eldsneyti. Ekki vegna loftslagsáhrifa, ég held að þar sé mesta vísindasvindl sögunnar í gangi að við mennirnir séum að auka meðalhita á jörðinni með brennslu kolefna, náttúran sér sjálf um loftslagið. Ég tel að olía sé í rauninni of verðmætt efni til að brenna henni.

Ég held átrauður áfram að segja að við eigum að stefna að rafvæðingu  bílaflotans og annarra tækja á landi, hætta alfarið að hugsa um tvinnbílinn.

En okkur vantar eldsneyti fyrir farartæki í lofti og á legi, þar er metan kjörið.

Ég við eindregið vara við því að svo mikið sem hugsa um etanól sem eldsneyti, það mun koma niður á fæðuframboði í heiminum sem nú þegar nær ekki að brauðfæða mannkynið. 

Sigurður Grétar Guðmundsson, 21.11.2009 kl. 15:37

8 identicon

Takk fyrir innleggin að ofan:  Nokkur tækniatriði vil ég árétta á hundavaði. 

Hrappur: Með vísan í skýrsluna sem ég gerði að umtalsefni í þessari blogg þá er etanóið ekki okkar besti kostur hér á landi.

Guðmundur: Við getum framleitt ansi mikið  með því að vinna metan úr ræktuðum lífmassa - orkuplöntum. Sem dæmi má nefna að áætlað hefur verið að með ræktun orkuplantna á 4% af ræktuðu landi megi afla lífmassa til að framleiða metan sem nægir til að knýja 50% af bílaflota okkar - um 125.000 ökutæki. Þar af gæti hæglega verið um að ræða 10-20% sem væri unnið úr úrgangi frá heimilum, fyrirtækjum, landbúnaði, sjávarútvegi og annarri atvinnustarfsemi.  Þá höfum við ekki sagt neitt um það metan sem skýrslan miðar sínar tölur við , eða metan frá jarðgasi eins og við gætum eignast í tórum slíl á Drekasvæðinu.

Ómar: Takk fyrir þetta Ómar. Ekki spurning að hin heildræna aðferð, sem þú hefur um áratuga skeið kallað eftir að sé viðhöfð  í umhverfismálum, er að fá sína verðskulduðu vigt. Og þá blasir við önnur mynd en sú bútasaumsmynd sem mönnum er gjarnt að teikna upp með skapandi markaðssetningu og einum bút að vopni. Og þótt mönnum gangi allt gott til í púslinu. Hvað þá ef gangurinn mótast ekki af góðum anda.

Kristinn: Drekasvæðið skartar landmótun á hafsbotni sem kynnt var á ný afstöðnu Orkuþingi sem vísbending um að jarðgas væri að finna. Jarðgas er að upplagi metan og víðast hvar í heimsþorpinu er metan ökutækjaeldsneyti unnið úr jarðgasi. Já, við gætum vel orðið útflytjendur af metanvökva í framtíðinni - sjá frétt frá Flórída: http://www.usgasvehicles.com/news_detalle.php?id=744

og einnig  http://www.usgasvehicles.com/news_detalle.php?id=749

Sigurður: Takk fyrir góð orð og einbeitta sýn. Ég deili því með þér að fagna þeim tíma að einhver ökutæki nái að skapa meiri umhverfislegan, rekstrarlegan og þjóðhagslegan ávinning fyrir íslenskt samfélag en metanbíllinn gerir í dag. Ef sá tími kemur hefur mikið áunnist en að bestu manna yfirsýn eru áratugir í að svo þyki raunsætt heilt yfir enda er metanvæðing í samgöngum í mikilli sókn um allan heim þar sem aðstæður bjóða upp á að slíkt sé viðhaft eins og á Íslandi.

Einar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband