Heimsálfuakstur á metanbíl vekur athygli um allan heim

Hægt er að fylgjast með heimsálfuakstri  á VW Caddy Maxi EcoFuel (109 hö) á netinu en ferðalagið hófst þann 5 október á vesturströnd Evrópu, Cabo da Roca í Portúgal og fyrirhugað að koma til austurstrandar Asíu þann 27. október.

Heimsálfuakstur á metani 5 27okt 2009

Í gær var búið að aka 13.517 km og miðað við akstur á íslensku metani væri þá búið að spara umhverfinu  losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur um 2676 kg   af CO2-ígildi. Miðað við veðlag á eldsneyti á Íslandi hefur eldsneytissparnaður verið um 100.000 kr miðað við akstur á bensíni en bíllinn getur einnig gengið fyrir bensíni ef því er að skipta.

Ef þessi akstur ætti sér stað á Íslandi á íslensku metani í stað bensíns skapast gjaldeyrissparnaður  sem nemur að verðgildi um  80.000 kr.

Rétt er að árétta fyrir þeim sem áhuga hafa á upplýsingum á heimasíðu um ferðalagið hér að neðan að metan eldsneytið sem notað er í ferðinni á uppruna sinn að rekja til jarðgass, eins og er að finna á Drekasvæðinu, en ekki lífmassa á yfirborði jarðar eins og íslenskt metan er unnið úr í dag. Sökum upprunans  er nettó umhverfisávinningur mun meiri með notkun á íslenskt metan -  eða sá sem að ofan greinir.

Hér er hægt að fylgjast með á netinu: http://www.ecofuel-eurasia.com/index.php?id=9&L=1

 Sjá einnig: http://www.metan.is/user/news/view/0/293

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Metan er framtíðin núna. Vantar bara skoðunartæki sem viðurkenna breytingu bensínbíla yfir í metan á Íslandi. Það er of dýrt fyrir sauðsvartann almúgann að kaupa sér metanbíl inn í landið.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.10.2009 kl. 21:30

2 identicon

Takk fyrir þetta Anna. Uppfærsla (beyting) á bensínvélum (bílum) er í fullum gangi hér á landi eins og um allan heim og þessa dagana er verið að fjölga bifvélavirkjum sem sérhæfa sig í þessu þjóðþrifaverkefni. Ef þú kaupir bíl í útlöndum sem hefur verið uppfærður af viðurkendum aðilum, bílaframleiðendum og samstarfsaðilum þeirra,  þá greiðir þú ekki vörugjald af bílnum þegar þú kemur með hann heim. Þar fyrir utan bera nýir metan/bensínbílar ekki vörugjald og eru því ódýrari en bíll sömu gerðar sem einungis getur gengið fyrir bensíni. Ef þú ekur í dag á bíl sem notar 10L af bensíni á 100 km akstir þá getur þú sparað mikla fjármuni með því að láta uppfæra bílinn eins og ég hef bloggað um og sýnt dæmi. Og hvað þá ef bíllinn notar meira bensín en 10L/100km - þá greiðir þú uppfærsluna bara hraðar til baka. Skoðunartækið sem þú vísar til hefur með að gera óskir um að fá gerðarviðurkenningu á metan/bensínbíl eftir uppfærslu á bensínbíl. Sú aðgerð er önnur ella og breytir því ekki hvað við getum gert í dag sjálf. Ávinningurinn af uppfærslunni er rekstrarlegur fyrir okkur en þar fyrir utan er ábatinn mikill og margþættur fyrir þjóðarbúið, samfélag okkar og umhverfið. 

Einar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 09:47

3 identicon

Sæll,

Áhugaverð frétt um framtíð Metans á Íslandi:

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4497792/2009/10/26/12/

Kv. Jóhannes Páll

Jóhannes Páll (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 00:48

4 identicon

Í morgun opnuðum við hjá Landbúnaðarháskóla Íslands nýjan vef. Þarna er að finna ýmsan fróðleik varðandi möguleika á vinnslu metans úr lífrænum úrgangi frá landbúnaði. Einnig er þar ítarleg samantekt á helstu aðferðum sem notaðar eru til að hreinsa og auka styrk metans í gasinu.

Vefurinn er hugsaður sem kynning á afrakstri verkefnisins „Nýting á lífrænum úrgangi“ sem unnið hefur verið á vegum LbhÍ og samstarfsaðila. Undir hatti þess verkefnis hafa verið og eru mörg smærri verkefni. Markmið verkefnisins er að stuðla að aukinni nýtingu á þeim hráefnum sem eru til staðar í landbúnaði og mögulega mætti nýta til framleiðslu á eldsneyti.

Samkvæmt úttekt á fjórum býlum þá eru möguleikar á að framleiða metangas sem svarar til 10.000 -50.000 lítra af díselolíu á hverju ári og gætu viðkomandi býli verið sjálf sér næg hvað varðar eldsneyti á vélar.
Slóðin á vefinn er http://www.lbhi.is/metan

Áskell Þórisson - LbhÍ (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband