Vökvun á metani lækkar dreifingarkostnað og stóreykur eftirspurn um allan heim.

Umbreyting  á metangasi í metanvökva  gjörbreytt spám um aukningu eftirspurnar enda hefur ör tækniþróunin stóraukið hagfeldni við dreifingu á eldsneytinu og svo komið að á árinu 2010 er gert ráð fyrir að jarðgasvökvi nemi um 20% af heildar framboði  á jarðgasi.

LNG væðing 241009 Á nokkrum árum hafa lönd eins og Qatar, Austurríki, Trínidad og Egyptaland stigið stór skref á þessu sviði vökvunar og lönd eins og Bretland, Spánn og Frakkland verið stórtæk í uppbyggingu á verksmiðjum til endurgösunar.  Framtíðarhorfur þykja það hagfelldar að nú þegar er geta til skipaflutninga meiri en framleiðslugetan. 

Hvernig getur þessi tækniþróun tengst framtíðarsýn um þróun á orkubúskap Íslendinga? Jú, við Íslendingar framleiðum metan í dag og getum gert það úr ÖLLUM lífmassa í stórauknum mæli. Og þar fyrir utan býr þjóðin yfir miklum auðlindum á hafsbotni , á Drekasvæðinu til að mynda, þar sem líkildi eru talin að jarðgas sé að finna . 

Sú tækniþróun sem er búin að eiga sér stað og er stöðugt að eiga sér stað á þessu sviði gjörbreytir því vigt þeirra valkosta sem við höfum úr að moða sem þjóð þegar horft er til hagfelldra kosta, heildrænt séð, við orkuskipti frá notkun á bensíni og dísilolíu í samgöngum. Og gildir þá einu hvort rætt sé um samgöngur á landi, sjó eða í lofti.

Við Íslendingar erum þegar búin að rata á rétt með einstöku frumkvöðlastarfi SORPU bs  á Álfsnesi og getum þegar í dag stóraukið nýtingu okkar og framleiðslu á íslensku metan.  Frétt eins og þessi  undirstrikar framtíðarhlutverk metan í heimsþorpinu á þessari öld og ætti að varpa skýru ljósi á þá dýrmætu framtíðar eign þjóðarinnar að búa yfir þekkingu og getur til að stórauka nýtingu og framleiðslu á því gulli allra eldsneyta sem íslenskt metan er - ,,Bio-methane´´.

Það er allt til reiðu fyrir okkur Íslendinga til að auka notkun á íslensku metani í dag með miklum ávinningi fyrir land og þjóð- rekstrarlegum ávinningi fyrir þann sem það gerir, þjóðhagslegum ávinningi í formi gjaldeyrissparnaðar, atvinnu-og nýsköpunar ,og síðast en ekki síst, gríðarlegum umhverfislegum ávinningi. Það eina sem við þurfum að gera er að skapa samtakamátt. Og fyrir fjöllistamenn eins og okkur Íslendinga er ekki mikið mála að leika bara samtakamáttinn, ef hann lætur á sér standa,  svo við náum að vinna sjálfum okkur og afkomendum okkar heilt í þessu máli.

Já,  fallegur dagur í dag - góða helgi 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband