Metanbílum mun fjölga mikið á næstu árum samkvæmt nýjum rannsóknum.

Markaðsrannsókna-og ráðgjafafyrirtækið Pike Research hefur kynnt ýtarlega skýrslu um markaðshorfur fyrir umhverfisvæna tækniþróun. Þar er að finna niðurstöður um fyrirsjáanlega  þróun metanvæðingar í heiminum sem vísar til mikillar aukningar á notkun ökutækja sem ganga fyrir metan eldsneytis.  Fram kemur að fjöldi metan ökutækja í heiminum árið 2008 var um 9,7 milljónir og því spað að fjöldinn verði yfir 17 milljónir á árinu 2015. Og jafnframt að á því ári muni sala á metan ökutækjum fara í fyrsta skipti yfir 3 milljónir ökutækja á ári.

Fjölgun metanbíla 2010 2016

Samkvæmt skýrslunni mun hraði orkuskipta verða mismunandi eftir löndum og uppbygging dreifikerfis ráða mestu um hvernig til tekst.  Að sögn Dave Hurst, markaðssérfræðings, hafa stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklingar í auknum mæli gert sér grein fyrir hinum mikla ávinningi metanvæðingarinnar og fyrirsjáanleg mikil aukning í eftirspurn eftir metanbílum. Dave áréttar að á þeim svæðum sem metanvæðingin hefur gengið hraðast fyrir sig hefur verð á metan eldsneyti verið hagfellt, dreifikerfið í markvissum vexti og stjórnvöld skapað fjárhagslegan hvata til kaupa á ökutækjum sem nýtt geta metan eldsneyti og skapað hvata til að hraða uppbyggingar á dreifikerfi.  Sala á metanbílum er hvað mest um þessar mundir í Pakistan, Argentínu, Brasilíu, Íran og  Indlandi, að sögn Dave, en næstu 5 árin gerir hann ráð fyrir að salan verði blómlegust í Canada, Indlandi og Bandaríkjunum.

Viðauki:  Þess má geta að Toyota, stærsti bílaframleiðandi heims, kynnti nýverið Toyota Corolla Altis CNG metanbíl og sölu hans í Indlandi  sjá frétt:  http://www.metan.is/user/news/view/0/288 .

  Væntingar standa til að bíllinn verði í boði á Íslandi fljótlega. Þýtt og endursagt: http://www.usgasvehicles.com/news_detalle.php?id=734

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband