22.10.2009 | 15:48
Metanbílum mun fjölga mikið á næstu árum samkvæmt nýjum rannsóknum.
Markaðsrannsókna-og ráðgjafafyrirtækið Pike Research hefur kynnt ýtarlega skýrslu um markaðshorfur fyrir umhverfisvæna tækniþróun. Þar er að finna niðurstöður um fyrirsjáanlega þróun metanvæðingar í heiminum sem vísar til mikillar aukningar á notkun ökutækja sem ganga fyrir metan eldsneytis. Fram kemur að fjöldi metan ökutækja í heiminum árið 2008 var um 9,7 milljónir og því spað að fjöldinn verði yfir 17 milljónir á árinu 2015. Og jafnframt að á því ári muni sala á metan ökutækjum fara í fyrsta skipti yfir 3 milljónir ökutækja á ári.

Samkvæmt skýrslunni mun hraði orkuskipta verða mismunandi eftir löndum og uppbygging dreifikerfis ráða mestu um hvernig til tekst. Að sögn Dave Hurst, markaðssérfræðings, hafa stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklingar í auknum mæli gert sér grein fyrir hinum mikla ávinningi metanvæðingarinnar og fyrirsjáanleg mikil aukning í eftirspurn eftir metanbílum. Dave áréttar að á þeim svæðum sem metanvæðingin hefur gengið hraðast fyrir sig hefur verð á metan eldsneyti verið hagfellt, dreifikerfið í markvissum vexti og stjórnvöld skapað fjárhagslegan hvata til kaupa á ökutækjum sem nýtt geta metan eldsneyti og skapað hvata til að hraða uppbyggingar á dreifikerfi. Sala á metanbílum er hvað mest um þessar mundir í Pakistan, Argentínu, Brasilíu, Íran og Indlandi, að sögn Dave, en næstu 5 árin gerir hann ráð fyrir að salan verði blómlegust í Canada, Indlandi og Bandaríkjunum.
Viðauki: Þess má geta að Toyota, stærsti bílaframleiðandi heims, kynnti nýverið Toyota Corolla Altis CNG metanbíl og sölu hans í Indlandi sjá frétt: http://www.metan.is/user/news/view/0/288 .
Væntingar standa til að bíllinn verði í boði á Íslandi fljótlega. Þýtt og endursagt: http://www.usgasvehicles.com/news_detalle.php?id=734Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:18 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.