17.10.2009 | 17:51
Metanvæðing bætir fjárhag einstaklinga, fjölskyldna, fyrirtækja og hins opinbera og veitir að auki mikinn umhverfislegan ábata.
Þökk sé þekkingu okkar og landi getum við tryggt okkur aukið orku-og samgönguöryggi strax í dag og stigið markviss skref að stórauknu ferðaferlsi með sjálfbærum hætti. Metanvæðing ökutækja er þjóðinni mikið hagsmunamál svo ekki sé talað um hag komandi kynslóða. Með vali okkar á metan/bensínbíl getum við lagt grunninn að raunverulegri sjálfbærni í samgöngum og hagsæld þjóðarinnar. Það eina sem við þurfum að tryggja næst þegar við kaupum bíl er að óska eftir bíl hjá söluaðilum sem hefur bæði metantank og bensíntank, getur gengið fyrir báðum tegundum eldsneytis. Flestir metan fólksbílar hér á landi og um allan heim geta einnig gengið fyrir bensíni og hafa auka eldsneytistank fyrir bensín sem tryggir fullt ferðafrelsi á meðan dreifikerfi fyrir metan er að byggjast upp.
Metan/bensínbílar eru ódýrari en bensínbílar sömu gerðar þökk sé niðurfellingu stjórnvalda á vörugjaldi af umhverfisvænum ökutækjum. Metan/bensínbíll er lang hagfelldasti ferðamáti Íslendinga til framtíðar litið með áreiðanlegum hætti. Ef ragnagnsbíllinn nær að skapa þjóðinni meiri heildar ávinning í framtíðinni en metanbíllinn gerir í dag þá ber að fagna því. En það er mun lengra í að svo geti fræðilega gerst þótt markaðssetning þeirra fáu sem eiga einkaleyfi á rafhlöðum í heiminum boði annað. Ef allt gengur vel og að óskum heiðarlegustu talsmanna batteríþróunar þá getum við verið að sjá hina meintu hagfelldu rafmagns fjölskyldubíla um miðja þessa öld eða um árið 2030 hjá þeim bjartsýnustu. Hér er ég að tala um ökutæki sem kunna að eiga erindi við almenning. Ökutæki sem mögulega veitir ferðafrelsi eins og við þekkjum það í dag. Ökutæki sem þarf að geta veitt ferðaöryggi og þægindi gegn hagfelldara verði en metanbíllinn býður í dag og getur boðið þá.
Fyrsta kynslóð fjöldaframleiddra rafmagnsbíla á lítið erindi við íslenskan almenning og íslenskt samfélag næstu áratugi þótt þeir komi til með að henta vel við ýmsar sértækar aðstæður í heimsþorpinu þar sem framtíðarmöguleiki til franmleiðslu og nýtingu á metan ökutækjaeldsneyti er ekki til staðar. Ísland er ekki tilraunastaður fyrir rafgeymaframleiðendur af mörgum augljósum ástæðum. Segir það þér eitthvað um framtíðarhlutverk metan eldsneytis, að vita ,að land eins og Íran sem framleiðir olíu og bensín hefur á aðeins 5 árum uppfært bílaflota sinn með markvissum hætti og að 8% af flota þeirra gengur fyrir metani ( mars 2009) - frá 0% í 8% á 5 árum. Jafnfrant kynntu Íranir nýverið bíl sem framleiddur er þar í landi fyrir heimsmarkaðsdreifingu. Ég nefni hér Íran af því að við vitum öll að landið býr yfir mikilli tækniþekkingu. Tækniþekkingu já, en hvað með rafhlöðuna? Rafhlaðan á einfalfdlega langt í land með að þjóna þörfum almennings um öryggi, frelsi, þægindi og heildarkostnað. Reyndar má segja að 30 ára séu ekki langur tími í þessu samhengi. Tími hagfelldra rafhlöusamgangna fyrir almenning er alls ekki kominn og blasir ekki við næstu tvo til þrjá áratugina. Á þessum tíma á einnig eftir að verða veruleg aukning á afkastagetu til framleiðslu á metani. Og samkeppni á metan-bila-markaði er nú þegar mikil og verð ökutækja mjög hagfellt.
Við Íslendingar erum að vaka til vitundar um okkar dýrmætu eign og tækifæri til að stórauka framleiðslu og nýtingu á íslensku metani og því ber að fagna - áfram ÍslandFlokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.10.2009 kl. 15:49 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.