10.10.2009 | 18:27
Þú getur sparað milljónir króna með akstri á metan eldsneyti í stað bensíns
Ávinningurinn þinn af því að uppfæra bensínbílinn þinn er það mikill að þú ættir að skoða þennan valkost af alvöru. Þar fyrir utan, ef þú ert ekki að hugsa um fjárhagslega ábata, þá ertu þú með sanni að sína mikla samfélagslega ábirgð með því að uppfæra bílinn þinn - gjaldeyrissparnaður þjóðarinnar , umhverfislegur ávinningur, atvinnu-og nýsköpun, sjálfbærni og orkuöryggi þjóðarinnar svo nokkuð sé nefnt.
Vegna fjölda fyrirspurna um uppfærslu á bensínbíls í bensín/metanbíl er rétt að árétta nokkur atriði um leið og ég minni á þann mikla fjárhagslega ávinningi sem því fylgir að aka á íslensku metani.- Eftir uppfærslu á bensínbílnum þínum getur þú ekið á bensíni eins og áður. Bensíntankurinn er til staðar eftir uppfærsluna og því um að ræða möguleika á sömu notkun. Ekki skert ferðafrelsi. Þú eignast einfaldlega strax val um að aka á stór-Reykjavíkursvæðinu á umhverfisvænu eldsneyti í hæsta gæðaflokki í stað bensíns sem kostar allt að 100% meira. Afgreiðslustöðum mun sannarlega fljótlega fyrir metan og fljótlega nonandi á landsbyggðinni einnig. Meira um það síðar.
- Búnaðurinn sem notaður er til að uppfæra gangverkið í bensínbílnum þínum er ekki fyrirferðarmikill og þú sérð vart muninn í vélarrúminu nema að þú sért bifvélavirki. Allir íhlutir fyrir utan metantankinn rúmast í skókassa.
- Metantankinn er ódýrast að hafa í farangursrými bílsins sem minkar þá oftast um 17-25%. Hægt er að gera ýmsar breytingar á grind bílsins til að koma metantanki fyrir með öðrum hætti en þá hækkar kostnaðurinn við uppfærsluna. Tankar sem algengt er að setja í fólksbíla eru um 90cm breiðir (langir) og um 20-40cm þykkir og rúma eldsneyti sem tryggir drægni á bilinu 150-300 km eftir gerð og tegund bíls. Sem dæmi þá ek ég á VW Caddy Life sem kemst auðveldlega til Akureyrar á metanbirgðum sínum eða um 450 km.Á bakaleiðinni þarf éetan er ekki afgreitt á Akureyri í dag. Það breytist vonandi innan skamms. Minn bíll kom til landsins frá umboðinu sem tvíorkuvél, bíll sem hefur bæði metantank og bensíntank, en allt innra rými bílsins og farangursrýmið er það sama í mínum bíl og þeim fjölda bensínbíla sömu gerðar sem ég sé á götum borgarinnar daglega. Eini munurinn á mínum og þeirra er sá að þeir greiða 100% meira í hvert sinn sem þeir fylla á tankinn sinn á stór-Reykjavíkursvæðinu og að undir bensínlokinu eru tveir áfyllistútar - einn fyrir bensín og annar fyrir metan.
- Í dag eru nokkrir aðilar að vinna að því fullum fetum að bjóða upp á þjónustu við að uppfæra bensínbíla. Á engan er þó hallað þótt það sé nefnt hér að Vélamiðstöðin er komin lengst og er nú þegar búinn að uppfæra nokkrar tegundir bíla.
- Hekla kynnti nýjan metan/bensínbíll í síðasta mánuði - Passat 1,4 TSI Eco Fuel, 150 hö. Hér er um að ræða algjöran töffara sem fer 450km á metanbirgðum og hefur einnig bensíntank fyrir 430km akstur. Bíllinn er einnig fáanlegur í variant-útgáfu og báðar tegundir fáanlegar með sjálfskiptingu eða 6 gíra beinskiptingu. Verðið á þessum bílum er hagstætt það sem vörugjald greiðist ekki af þessum bílum á þessu ári. Verðið er 4,2-4,5 milljónir með vsk. Eftir 100.000 km akstur á metani í stað bensíns sparast milljónir króna, hvað þá eftir 200.000km akstur sem er ekki hámarkið fyrir þessa bíla. leigubílstjórar gætu hæglega skapað sér ábata sem nemur lungann af kaupverðinu ef ekki meira en það.
Íslenska þjóðin getur framleitt metan í magni sem hún kýs að gera.
Þú átt rétt á að vita þetta - góða helgi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.10.2009 kl. 23:57 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Athugasemdir
Hvað kostar svo uppfærslan?
Jakobína (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 11:12
Hverjar eru mismunandi tekjur vegasjóðs af t.d. hverjum eknum 100 km á:
Ég hef ekki sett mig nóg og vel inn í þetta - en svo sannarlega væri loftið betra af Metan...... og gleymum ekki að við gætum átt óheyrilega mikið magn af metangasi á Drekasvæðinu...... bæði til útflutnings og til að nota á t.t. fiskiskipaflotann...
Kristinn Pétursson, 11.10.2009 kl. 14:25
Takk fyrir þetta. Í dag er Vélamiðstöðin eina fyrirtækið hér á landi sem gefið hefur frá sér kostnað við að uppfæra bensínvélina og eru þær frá 300 þúsund krónum - íhlutir, vinna og metantankur. Hér ræður gerð og tegund bíls nokkru en heildar kostnaður ræðst þó mest af því hvort metantnakurinn sé hafður í farangursrými ( ódýrast) eða hvort þú farir fram á að láta breyta bílnum til að koma metantanknum fyrir svo ekkert eða lítið beri á.
Einar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 14:29
Takk fyrir þetta Kristinn
Umræða um orkuskipti í samgöngum þarf, mikið rétt, að taka mið af heildar ávinningi þjóðarinnar, einstaklinga,fjölskyldna, fyrirtækja og hins opinbera. Flæði fjármagns vegna samgangna þarf því að skoða og viðurkenna án þess að einskorða ábatann við eyrnamerkta lykla í innheimtuhugbúnaði hins opinbera. Þannig blasir við að ávinningur af gjaldeyrissparnaði með metanvæðingu á sér ekki skilgreindan innheimtu hjá hinu opinbera í dag. Þannig mætti segja að miðað við módel fjármagnsflæðis hjá hinu opinbera í dag þyrfti til að koma flutningur á ávinningi metanvæðingar með beinum hætti á fjárlögum til vegagerðar til að jafna þá tölu sem í dag er skilgreind í bensínverði til þess málaflokks. Allt um það hér í bili.
Skoðum fjárstreymi til hins opinbera af sölu bensíns. Hið opinbera fær fjármagn af sölu bensíns í gegnum þrjá skilgreinda bókhaldslykla.Einar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.