Þú getur sparað milljónir króna með akstri á metan eldsneyti í stað bensíns

Ávinningurinn þinn af því að uppfæra bensínbílinn þinn er það mikill að þú ættir að skoða þennan valkost af alvöru. Þar fyrir utan, ef þú ert ekki að hugsa um fjárhagslega ábata, þá ertu þú með sanni að sína mikla samfélagslega ábirgð með því að uppfæra bílinn þinn - gjaldeyrissparnaður þjóðarinnar , umhverfislegur ávinningur, atvinnu-og nýsköpun, sjálfbærni og orkuöryggi þjóðarinnar svo nokkuð sé nefnt.

Uppfærsla sparnaður 10 okt 2009 1

Vegna fjölda fyrirspurna um uppfærslu á bensínbíls í bensín/metanbíl er rétt að árétta nokkur atriði um leið og ég minni á þann mikla fjárhagslega ávinningi sem því fylgir að aka á íslensku metani.
  1. Eftir uppfærslu á bensínbílnum þínum getur þú ekið á bensíni eins og áður. Bensíntankurinn er til staðar eftir uppfærsluna og því um að ræða möguleika á sömu notkun.  Ekki skert ferðafrelsi. Þú eignast einfaldlega strax val um að aka á stór-Reykjavíkursvæðinu á umhverfisvænu eldsneyti í hæsta gæðaflokki í stað bensíns sem kostar allt að 100% meira. Afgreiðslustöðum mun sannarlega fljótlega fyrir metan og fljótlega nonandi á landsbyggðinni einnig. Meira um það síðar.
  2. Búnaðurinn sem notaður er til að uppfæra gangverkið í bensínbílnum þínum er ekki fyrirferðarmikill og þú sérð vart muninn  í vélarrúminu nema að þú sért bifvélavirki. Allir íhlutir fyrir utan metantankinn rúmast í skókassa.
  3. Metantankinn er ódýrast að hafa í farangursrými bílsins sem minkar þá oftast um 17-25%. Hægt er að gera ýmsar breytingar á grind bílsins til að koma metantanki fyrir með öðrum hætti en þá hækkar kostnaðurinn við uppfærsluna.  Tankar sem algengt er að setja í fólksbíla eru um 90cm breiðir (langir) og um 20-40cm þykkir og rúma eldsneyti sem tryggir drægni á bilinu 150-300 km eftir gerð og tegund bíls. Sem dæmi þá ek ég á VW Caddy Life sem kemst auðveldlega til Akureyrar á metanbirgðum sínum eða um 450 km.Á bakaleiðinni þarf éetan er ekki afgreitt á Akureyri í dag. Það breytist vonandi innan skamms. Minn bíll kom til landsins frá umboðinu sem tvíorkuvél, bíll sem hefur bæði metantank og bensíntank, en allt innra rými bílsins og farangursrýmið er það sama í mínum bíl og þeim fjölda bensínbíla sömu gerðar sem ég sé á götum borgarinnar daglega. Eini munurinn á mínum og þeirra er sá að þeir greiða 100% meira í hvert sinn sem þeir fylla á tankinn sinn á stór-Reykjavíkursvæðinu og að undir bensínlokinu eru tveir áfyllistútar - einn fyrir bensín og annar fyrir metan.
  4. Í dag eru nokkrir aðilar að vinna að því fullum fetum að bjóða upp á þjónustu við að uppfæra bensínbíla. Á engan er þó hallað þótt það sé nefnt hér að Vélamiðstöðin er komin lengst og er nú þegar búinn að uppfæra nokkrar tegundir bíla.
  5. Hekla kynnti nýjan metan/bensínbíll í síðasta mánuði - Passat 1,4 TSI Eco Fuel, 150 hö. Hér er um að ræða algjöran töffara sem fer 450km á metanbirgðum og hefur einnig bensíntank fyrir 430km akstur. Bíllinn er einnig fáanlegur í variant-útgáfu og báðar tegundir fáanlegar með sjálfskiptingu eða 6 gíra beinskiptingu. Verðið á þessum bílum er hagstætt það sem vörugjald greiðist ekki af þessum bílum á þessu ári. Verðið er 4,2-4,5 milljónir með vsk. Eftir 100.000 km akstur á metani í stað bensíns sparast milljónir króna, hvað þá eftir  200.000km akstur sem er ekki hámarkið fyrir þessa bíla. leigubílstjórar gætu hæglega skapað sér ábata sem nemur lungann af kaupverðinu ef ekki meira en það.

Íslenska þjóðin getur framleitt metan í magni sem hún kýs að gera.    

Þú átt rétt á að vita þetta - góða helgi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað kostar svo uppfærslan?

Jakobína (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 11:12

2 Smámynd: Kristinn Pétursson

Hverjar eru mismunandi tekjur vegasjóðs af t.d. hverjum eknum 100 km á:

  • Bensíni
  • Disel
  • Metan
  • Rafmagni

Ég hef ekki sett mig nóg og vel inn í þetta - en svo sannarlega væri loftið betra af Metan...... og gleymum ekki að við gætum átt óheyrilega mikið magn af metangasi á Drekasvæðinu...... bæði til útflutnings og til að nota á t.t. fiskiskipaflotann... 

Kristinn Pétursson, 11.10.2009 kl. 14:25

3 identicon

Takk fyrir þetta. Í dag er Vélamiðstöðin eina fyrirtækið hér á landi sem gefið hefur frá sér kostnað við að uppfæra bensínvélina og eru þær frá 300 þúsund krónum - íhlutir, vinna og metantankur. Hér ræður gerð og tegund bíls nokkru en heildar kostnaður ræðst þó mest af því hvort metantnakurinn sé hafður í farangursrými ( ódýrast) eða hvort þú farir fram á að láta breyta bílnum til að koma metantanknum fyrir svo ekkert eða lítið beri á.

Einar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 14:29

4 identicon

Takk fyrir þetta Kristinn

Umræða um orkuskipti í samgöngum þarf, mikið rétt, að taka mið af heildar ávinningi þjóðarinnar, einstaklinga,fjölskyldna, fyrirtækja og hins opinbera.  Flæði fjármagns vegna samgangna þarf því að skoða og viðurkenna án þess að einskorða ábatann við eyrnamerkta lykla í innheimtuhugbúnaði hins opinbera.  Þannig blasir við að ávinningur af gjaldeyrissparnaði  með metanvæðingu á sér ekki skilgreindan  innheimtu hjá hinu opinbera í dag. Þannig mætti segja að miðað við módel fjármagnsflæðis hjá hinu opinbera í dag þyrfti til að koma flutningur á ávinningi metanvæðingar með beinum hætti á fjárlögum til vegagerðar til að jafna þá tölu sem í dag er skilgreind í bensínverði til þess málaflokks. Allt um það hér í bili.

Skoðum fjárstreymi til hins opinbera af sölu bensíns.  Hið opinbera fær fjármagn af sölu bensíns í gegnum þrjá skilgreinda bókhaldslykla.
  1. Almennt vörugjald sem er fasti,  20,44 kr í dag en með boðaðri hækkun ferð það í um 22,48 kr. Þetta gjald er ekki skilgreint sérstaklega til vegaframkvæmda það best ég  veit hvernig svo sem til hefur tekist.
  2. Sértækt  vörugjald sem er fasti,  37,09 kr í dag en með boðaðri hækkun ferð það í um 40,80 kr. Þetta gjald er hugsað sem tekjustofn til  vegaframkvæmda það best ég veit hvernig svo sem til hefur tekist.
  3. Virðisaukaskattur  - af dæluverði 24.5%
  • Ef við gefum okkur að meðalverð í landinu á bensínlítra sé 185kr í dag til neytenda og að allar breytur í verðlagningu bensíns haldist óbreyttar nema hækkun hins opinbera mun verðið til neytenda verða um  192 kr m-vsk eftir hækkun.  Af þessu verði rennur því til sameiginlegra sjóða eftirfarandi :   22.48kr ( vörugjald-1)   +  40,88kr ( vörugjald-2)   + 38 kr ( vsk) = 101 kr / lítra af bensíni.
  • Kristinn,  þú spurðir um tekju ríkisins af sölu bensíns sem skilgreint er til  vegamála sem fæst með akstri á bíl 100 km  m.v. að bíllinn noti 10L/100km. Svarið væri þá eftir hækkun; 40,80kr/L * 10L = 408 kr  til vegamála.  Og þá 521,4 kr sem rennur til annarra sameiginlegra sjóða.
  • SPURNING:  Mun ríkið tapa fjárstreymi til sín sem nemur upphæð af vörugjald-1 og 2  með aukinni metanvæðingu.  SVAR:  Nei. Sameiginlegir sjóðir vera ekki af þessum fjármunum þar sem fjármagn vegna metanvæðingar rennur til sameiginlegra sjóða í gegnum aðra lykla en þá sem tekjur af bensíni  miðast oftast við í umræðunni. Almennt má segja að tekjur ríkisins, vörugjald og virðisauki, sem hlutfall af dæluverði bensíns hafi lækkað frá um 50% í um 38% frá  febrúar 2005 til febrúar  2008.
  •  STUTT ÚTSKÝRINGIN Á FJÁRSTREYMISJÖFNUN til ríkisins vegna sölu á íslensku metani í stað bensíns án þess að sérstakt  gjald verði  lagt á sölu á íslensku metani annað en virðisaukaskattur eins og gert er í dag.
  • 1) Hér ræður mestu -gjaldeyrissparnaður þjóðarinnar og skilningur á því hvað verður um það fjármagn sem fer ekki úr landi vegna innflutnings á bensíni.  Varlega  getum við gefum okkur að  35% af dæluverði til almennings sé kostnaður í erlendri mynt og því um að ræða mikið fjármagn sem fer úr landi og veltur því ekki í íslensku samfélagi - skapar ekki stofn til tekjuauka fyrir ríkið. Hvorki í formi virðisauka eða til atvinnusköpunnar.
  • 2) Ef við notum verðið á bensíni að ofan , 192 kr/L, getum við áætlað að þáttur gjaldeyrisnotkunar í verðinu sé um  67,3 krónur.  Þessar krónur fara sem sé ekki úr landi en skipta um hendur nokkrum sinnum á einu ári.  Við getum deilt lengi og reiknað endalaust út hver margfaldarinn ætti að vera fyrir þessar krónur í umferð í íslensku samfélagi eftir ástandi samfélagsins hverju sinni mið hliðsjón af fjölmörgum þjóðhagsstærðum .  Ein fljótvirk aðferð væri að skoða hver margfaldarinn þurfi að vera til að skila þeim ávinningi í nettó fjárstreymi til sameiginlegra sjóða sem sóst er eftir. Og velta svo vöngum yfir þeirri sviðsmynd sem upp kemur. 
  • 2.1. Ef við notum margfaldarann - 5 - þá getum við námundað gjaldeyrisnotkunina við innflutning á bensínlítra við vsk-tekjur ríkisins af aukinni veltu og því haldið sem ávinningi tölunni 67,3 kr / lítra vegna orkuskipta yfir í íslenskt metan. Ofan á þessa tölu bætist við gjaldeyrissparnaður vegna minni losunar gróðurhúsalofttegunda = 14.1 kr /lítra  ( sjá viðauka að neðan) . Við erum þá komin í fjárhagslegan ávinning fyrir utan virðisauka sem nemur: 67,3 kr/L ( gjaldeyrissparnaður-1)  + 14.1 kr/L ( gjaldeyrissparnaður-2) = 81,4 kr
  • 2.2. Í dag er metan selt á 98kr/Nm3 og af þeirri upphæð greiðist virðisauki kr.  18,53 kr.  Þessari tölu bætum við  töluna í 2´1´of erum þá komin  með ábata upp á  81,4 kr/L + 18,53 kr/L = 99,9 kr/L.  Að ofan hef ég gert samanbur ð á bensínlítra á móti einni einingu af metani, Nm3 ( normalrúmmetra). Nú vill svo til að miðað við jafngildi orkuinnihalds er eining metans ( Nm3) 12% orkumeiri en einn lítri af 95oktana bensíni. Ef leiðrétt er fyrir orkuinnihald fæst talan um ávinning miðað við orkujafngildi = 111,89 kr
  • 2.3.  Þá á eftir að taka tillit til ábata samfélagsins af atvinnu-og nýsköpunar, hreinna loft í borg, sjálfbærni og orkuöryggi landsins svo ekki sé talað um ábatann af lægstu mögulegu notkun á gjaldeyri til kaupa á ökutækjum sem tryggt geta það ferðafrelsi  og samskiptaöryggi sem þjóðin býr við í dag.  Hér eru miklir hagsmunir á ferðinni fyrir samfélag okkar og mannfélag gjörvallt.
  • Viðauki:   Nú er það þannig að heimsbyggðin er vinna að gerð reglugerðar um gjald vegna losunar gróðurhúsalofttegunda og markmiðið að færa slíkan kostnað á vörur í samræmi við uppruna og eiginleika hennar. Þannig mun þess ekki lengi að bíða að verð á losunarheimildum muni fá almennt skilgreindan verðmiða . Þannig leiðir minni losun gróðurhúsalofttegunda í samfélaginu  til minni kostnaðar fyrir samfélagið.  Íslenskt samfélag er í allra hæsta flokki landa hvað varðar samanburð á losun CO2-ígildis /höfðatölu landsmanna og því viðbúið að samfélag okkar þurfi að kaupa sér losunarheimild til framkvæmda í framtíðinni.  Og þrátt fyrir þann nettó ábata fyrir heimsbyggðina sem fylgir því að ál sé framleitt í landinu með orku frá fallvatnsvirkjunum í stað kola í öðrum löndum. 
  •  ERGO:  Með því að nýta íslenskt metan í stað bensíns til að knýja ökutæki skapast samfélagslegur sparnaður í formi lægri útgjalda í gjaldeyri fyrir losunarheimildir.  Við bruna á einum lítra af bensíni  losnar út í andrúmsloftið um 2.34kg af CO2  . Með notkun á íslensku metani  í stað bensíns sparast þessi losun og enginn faglegur ágreiningur um það.  Nýverið var í fréttum karp í Frakklandi um nauðsyn á  innleiðingu á  CO2-ígildis-skatti og í því samhengi nefndar tölur á bilinu 19-33 EUR/Tkg CO2-ígildi.  Þar fyrir utan hafa framtíðartölur upp á 60-70 EUR/Tkg verið nefndar sem líklegar. Allt um það. Ef við gerum ráð fyrir gjaldinu 33 EUR/Tkg. er ávinningurinn af notkun á íslensku metani í stað bensíns = 14.1 kr/lítra og hækkar eftir því sem CO2-gjaldið hækkar.

Einar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband