Orkuskipti í samgöngum – Paul Wuebben flutti fyrirlestur í boði Samtaka iðnaðarins . Og viti menn, aukin notkun og framleiðsla á íslensku metani eru hagfelldustu skrefin fyrir íslenskt samfélag að stíga í dag og til framtíðar litið.

Ísland mun verða fjölorkusamfélag í samgöngum á þessari öld rétt eins og önnur ríki og metanvæðing Íslands mun gegna stóru hlutverki í orkuskiptum þjóðarinnar frá umhverfisspillandi jarðefnaeldsneyti yfir í aukna sjálfbærni og framleiðslu á umhverfisvænu eldsneyti í hæsta gæðaflokki. Með nýtingu á íslensku metani er ljóst að heildar kostnaður almennings við akstur ökutækja verður lægstur ef horft er til næsta líftíma ökutækja hið minnsta , 10-20 árin. Hvernig má það vera? Var rafmagnsbíllinn ekki að koma á morgun?

Að sögn Paul Wuebben eru vandamálin við framboðsþrýsting rafmagnsbílaframleiðanda margþættur. Mikil samkeppni er um þróun liþíumrafhlaðna í dag og mörg ljón í veginum er lúta að efnafræði rafhlaðanna, eldhættu og orkuinnihald þeirra miðað við þyngd þeirra svo fátt eitt sé nefnt. Stofnkostnaður neytanda er enn mjög hár á rafmagnsbílum miðað við það takmarkaða frelsi sem þeir veita til samgangna, drægi, þyngd, öryggi, tími endurhleðslu, ending rafhlaðna, ábyrgðir og fleira. Paul taldi líklegt að aðkoma stjórnvalda þyrfti víða að vera mikil til að viðskiptamótelin gangi upp allmennt sé í heimsþorpinu. Jafnframt gat hann þess að þótt mikið sé í gangi á þessum vettvangi þá sé ekki mikils að vænta í grundvallaratriðum næsta áratuginn eða tvo hvað heildar hagfeldni rafmagnsbílsins varðar. Þess má geta að í kostnaði sambærilegra ökutækja er rafmagnsbíllinn að keppast við að lækka heildarkostnað neytenda frá 400$/einingu í dag niður í 20-30$/einingu eins og metanbílinn kostar. Og einnig að lækka þyngd rafhlaðna miðað við orku en rafhlaðan í dag er 32x óhagfeldari en metanbíllinn hvað varðar hlutfall orkuinnihalds og þyngdar orkugjafans.  

 Helst er þó að vænta jákvæðrar framvindu á þróun á hybrid-bílum. Bílum sem knúnir eru áfram  með umhverfisvænu eldsneyti og rafmagni frá rafhlöðu sem fær hleðslu með nýtingu á orku við hemlun. Þegar er búið að þróa slíka hybrid-bila sem nýta metan eldsneyti og flestir bílaframleiðendur heims bjóða nú þegar upp á bíla með metan/bensínvél sem henta vel íslenskum aðstæðum.  Það er því jóst að það þarf ekki mikla þekkingu til að sjá að framtíð íslenska metansins er björt. Það hrópar á dómgrein hvers sem vill vita og sjá að við Íslendingar nýtum ekki nema um 13% af okkar metanframleiðslu í dag. Við brennum á báli um 87% af metanframleiðslu okkar og höfum umgengist okkar dýrmætu tækifæri til aukinnar sjálfbærni rétt eins og um væri að ræða fallegt gæluverkefni með enga framtíð.  Þvílík fyrra, þvílíkt bull.

Miðað við stöðu þjóðarbúsins og mikilvægi þess fyrir þjóðina að spara gjaldeyri og afla hans verður okkur að takast að beisla sundurlyndisfjandann og fara að forgangsraða áherslum í orkuskiptum með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Það vill reyndar þannig til að öll þau gildi sem mest er um vert að virða samræmast í samstilltu átaki til að stórauka notkun og framleiðslu á íslensku metani – mikill og margþættur ávinningur fyrir einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki, hið opinbera og síðast en ekki síst umhverfið. Rekstrarlegur ávinningur allra er gríðarlegur. Miðað við ungan aldur bílaflotans í landinu og gjörbreytta kaupgetu almennings er ljóst að lítið svigrúm verður til endurnýjunar á ökutækjum næsta áratuginn. Uppfærsla á bílaflotanum, bensínvélinni, þannig að núverandi bílafloti geti einnig nýtt metan eldsneyti er leiðarval sanns leiðtoga með metnaðarfulla og raunsæja framtíðarsýn og styrk  til að leiða sannkallað þjóðþrifamál.

Nokkur nýleg fréttaskot á fréttaveitu Metan hf um metanvæðinguna í heimsþorpinu.     

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband