24.8.2009 | 12:13
Metanvæðing – löggjafinn skapar hvata til uppfærslu á bensínvélum svo þær geti einnig gengið fyrir metani.
Kjörnir fulltrúar í Bandaríkjunum hafa skipt sköpum um aukna notkun á metan eldsneyti í samgöngum. Í Texas hafa Jhon Otto og Warren Chisum nýverið lagt fram frumvarp sem veitir hvata til uppfærslu á bensínvélum svo þær geti einnig nýtt metan eldsneyti.
Sjá frétt : http://www.metan.is/user/news/view/0/263
Eftir að bensínvélin hefur verið uppfærð á ökumaðurinn val um að aka á metani eða bensíni og drægni bílsins eykst sem nemur metanbirgðunum. Á Íslandi eru í dag á annað hundrað ökutæki sem geta nýtt bæði metan og bensín. Ökumaðurinn á því val um að aka á bensíni eins og í gamla daga eða á metani og skapa marþættan ávinning og sparnað með því í leiðinni:
1) Sparar yfir 50% í eldsneytiskostnað án þess að finna nokkurn mun á eiginleikum eða þægindum í akstri.
2) Sparar þjóðarbúinu gjaldeyri sem nemur 30% af dæluverði bensíns ( um 60 kr/lítra í dag)
3) Sparar umhverfinu losun gróðurhúsalofttegunda í miklu magni.
Þar fyrir utan stuðlar sá, sem notar íslenskt metan, að atvinnu-og nýköpun í landinu og leggur grunn að aukinni sjálfbærni og auknu orkuöryggi þjóðarinnar.
Spurt hefur verið um þá íhluti sem setja þarf í bensínbíla svo þeir geti nýtt íslenskt metan. Að þessu sinni vísa ég á Google - myndir af íhlutum - slá inn t.d. CNG kit. Sjá dæmi
http://images.google.is/images?q=cng+kit&ndsp=18&hl=is&lr=&sa=N&um=1&imgsz=small|medium|large|xlarge
Í síðasta bloggi nefndi ég tölur úr heimsþorpinu á bilinu 100-700 þús krónur fyrir uppfærslu á bensínbílum og þá ekki vitað hversu miklar breytingar hafa verið gerðar til að koma metantanki fyrir svo lítið beri á (bílasmíði). Ódýrast er auðvita að hafa metanbirgðirnar í fyrstu í farangurshólfinu eins og tíðkast víða í lögreglubílum í Evrópu. Þannig er hægt með litlum tilkostnaði að lækka eldsneytiskostnað bíls um meira en helming. Í dag erum við að tala um yfir 900 þús. kr sparnað eftir 100.000km akstur á bíl sem eyðir 10L/100km eða hartnær 2 milljónir eftir 100.000 km akstur á jeppa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.8.2009 kl. 18:31 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Athugasemdir
Er hægt að breyta díselbíl þannig að hann gangi fyrir metani?
Sigurður M Grétarsson, 24.8.2009 kl. 21:43
Sigurður: Já það virðist vera hægt.
(Eldsnöggt google)
http://www.dieselpowermag.com/tech/general/0811dp_diesel_natural_gas_injection/index.html
Jón Ragnarsson, 25.8.2009 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.