Aukin metanvæðing blasir við á Íslandi og um allan heim – Bandaríkjamenn stoppa áform um frekari vetnisrannsóknir.

Það var sú tíð að bílaframleiðendur drógu lappirnar gagnvart kallinu eftir bílum sem ganga fyrir metani. Nú er öldin önnur.  Í dag bjóða flestir bílaframleiðendur heims upp á bíla með svonefndri tvíbrennivél, sem ganga bæði fyrir metani og bensíni. Raunveruleikinn kallaði á áreiðanleika og heiðarleika og nú er metan í mikilli sókn – ekkert stöðvar í dag stórfelda aukningu á notkun á metan okutækjaeldsneyti.

 Íslensk bílaumboð bjóða í dag upp bíla með tvíbrennivél , vél sem gengur bæði fyrir metani og bensíniog mikil aukning á framboði á næstu misserum.
  • HEKLA – býður í dag upp ýmsar gerðir fólksbíla og sendibíla - VW ýmsar gerðir
  • ASKJA - býður í dag upp ýmsar gerðir fólksbíla og sendibíla – M.Benz
  • SAGA – mun bjóða upp á allar gerðir bíla nema jeppa á árinu 2010 – FIAT.  Saga horfir gott til glóðarinnar á jeppamarkaði eftir kaup FIAT á Chrysler.
  • BRIMBORG – horfir gott til glóðarinnar á árinu 2010 þar sem Volvo er annars vegar svo dæmi sé tekið. Ford og Citroen koma einnig til greina á næsta ári.
  • INGVAR HELGASON – á hauka í horni þar sem Opel  hefur stigið afgerandi skref með metanvæðingunni og kemur í ljós á árinu 2010 hvað Íslendingum stendur til boða.
  • TOYOTA – Framleiðir metanbíla fyrir Asíumarkað. Til þessa hefur áhersla Toyota fyrir Evrópu verið Hybrid, en þrýstingur er mikill á Toyota að bjóða metanbíla sína einnig í Evrópu. Það mun gerast fyrr en síðar.
  • Margt annað mætti nefna  s.s. Bernhard og Honda , Sparbíla og metan-jeppar hjá þeim, Audi, Renault auk stærri vinnuvéla og fólksflutningabíla frá Scania og Volvo svo fátt eitt sé nefnt. Vagnarnir á leið 18 og 19 hjá Strætó eru Scania  metanvagnar.

Hvað varðar nýlega bensínbíla í umferð er mikilvægt að stjórnvöld  hvetji til aukinnar þekkingar og afkastagetu við að breyta bensínbílum þannig að þeir geti einnig gengið fyrir metani. Slík breyting kostað ekki það mikið að hún borga sig heildrænt sé.  Víða um heim eru stjórnvöld að hvetja til úreldingar á eldri bensínbílum af umhverfisástæðum og veita fjárhagslegan hvata í slík verkefni.  Við okkur blasi sú hagfeldni að veita fjárhagslegan hvata til að breyta bensínbílum svo þeir geti nýtt metan einnig enda umhverfislegur ávinningur ofan á allt annað gríðarlega mikill.

Sjá frétt í  NY Times - Bandaríkjamenn stoppa áform um frekari vetnisrannsóknir :

U.S. Drops Research Into Fuel Cells for Cars.  http://www.nytimes.com/2009/05/08/science/earth/08energy.html?scp=2&sq=&st=nyt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Vilhjálmsson

Sæll Erlingur. Ekki get ég tekið undir þess orð þín að öllu leiti. Fyrir mér er siðlaus gróðahyggja landamæralaus og á uppruna sinn að rekja til mannskepnunnar sjálfrar - fall mannsins í glímunni við mammon óháð umhverfi átakanna, stað, stund eða rúmi. Færslan að ofan hjá mér vísar til þess að Obama stjórnin hefur forgangsraðað styrkveitingum til þróunar á ökutækjum og komist að því að vetnisvæðingin er ekki raunhæfasti valkosturinn til að tryggja aukna sjálfbærni Bandaríkjanna næstu misserin. Það í landi er ljóst að metanvæðingin er í miklum vexti og unnt að afla metans innanlands. Þar fyrir utan leggja Bandaríkjamenn mikið kapp á að þróa rafhlöður sem nýst gætu til að knýja smærri ökutæki í borgun. Það er til mikils að vinna eins og frem kemur í greininni enda samkeppnin um einkaleyfi á rafhlöðum sem notaðar kunna verða í minni fólksbílum ansi stór skiptimynt. Hér eru Bandaríkjamenn ekki einir að láta sig dreyma. Rafhlöðuvæðingin sem slík er reyndar önnur ella sem ég hef bloggað um og sleppi að ræða hér og nú. Þróun á rafhlöðum breytir því þó ekki að nýting á metani mun aukast um allan heim enda nýtist það umhverfisvæna eldsneyti á allar gerðir ökutækja og gerir þjóðum kleift að verða sjálfbær um öflun eldsneytis. Ekki gleyma því að sá sem eignast einkaleyfi á ríkjandi rafhlöðu í minni bíla hefur valdið,  hvað svo sem líður rafmagninu. Heildrænt séð ber þó að fagna þeim sem bestu skilar fyrir heimsþorðið í heild, íbúa þess og umhverfið. Við blasir að það er metanvæðing ökutækja.

Einar Vilhjálmsson, 26.5.2009 kl. 23:38

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Góður og merkilegur pistill hjá þér, Einar. Það hefur lengi legið í loftinu að vetnisvæðingin svonefnda væri of flókin og dýr til að hún borgaði sig. Auk þess snerist hún öll um það geyma orku en ekki að framleiða hana og búa þannig til millilið.

LJóst er að engin ein orkulind geti leyst jarðefnaeldsneyti af hólmi. Jafnvel kjarnorkan getur það ekki ein, því að til þess þyrfti svo mörg kjarnorkuver að hráefnin, sem hún þarf, gengju til þurrðar á hálfri öld.

Ómar Ragnarsson, 27.5.2009 kl. 00:40

3 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Þakka þér fyrir þessa pistla Einar.

Getur þú upplýst mig um hvað metanið kostar og hvort skattar eru innifaldir í því verði. Til langs tíma litið hlýtur ríkið að taka til sín sama skatt af eldsneyti og það gerir í dag svo ef bera á saman bensín og metan verður að reikna með að það verði skattlagt eins og bensín.

Sigurjón Jónsson, 27.5.2009 kl. 10:44

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Kreppan mun setja strik í reikninginn, mér skilst að búist sé við mjög litlum innflutningi á nýjum bílum 2009 og 2010. En það þarf samt að halda málinu vakandi og vinna í því.

Annars vil ég bara þakka þér fyrir fræðandi og áhugaverð skrif um þessi orkumál síðustu vikurnar.

Haraldur Hansson, 27.5.2009 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband