Metanvæðing Evrópu – Sænskir atvinnubílstjórar taka afstöðu með metani - Taxibolag í Stokkhólmi pantar 350 metanbíla að andvirði 1.5 milljarða kr.

Taxibolag  í Stokkhólmi stefnir að því að metanvæða leigubílaflota sinn í framtíðinni og hafa pantað 200 Volvo V70 2.5FT Bi-fuel,  100 Merchedes B170 NGT  og  50 Volkswagen Passat Ecofuel.  Talsmaður  Taxibolag, Mikael Andersson, segir atvinnubílstjórana  vilja helst aka á metan eldsneyti og að hann trúi því að metanbílar komi í stað dísilbíla í leigubílakstri víð um heim.

 

Þótt  fjöldi áfyllistöðvar í Stokkhólmi  í dag fullnægi ekki mestu hagræðingu fyrir eigendur metanbíla er rekstrarlegur ávinningurinn engu að síður það mikill að smá fyrirhyggja varðandi áfyllingu  er engin fyrirstaða.  Svíar hafa tekið afstöðu með metani sem framtíðar bifreiðareldsneyti  og áfyllistöðum fjölgar stöðugt. Er það ekki þess virði fyrir Reykvíkinga að koma við af of til á Bíldshöfða hjá N1 og nota íslenskt og umhverfisvænt eldsneyti sem kostrar miklu minna. Auðvita fjölgar afgreiðslustöðum en við ættum að nýta betur það sem  er til staðar og hraða þannig uppbyggingunni. Þrátt fyrir einni stöð í Reykjavík er eftir sem áður mikill ávinningu fyrir alla sem aka nú þegar á metanbíl.

 

Með vali á  bílum sem ganga fyrir metani lækkar  eldsneytiskostnaður um meira en 40% í Svíþjóð  eins og á Íslandi. Ofngreinda bíla er hægt að fá þannig útbúna að þeir geta einnig nýtt bensín ef á þarf að halda – þeir hafa einnig bensíntank.  Metanvélin er í grunnin sú sama og bensínvélin og því algengt að hefðbundnum bensínbílum sé breytt þannig að þeir geti notið ávinningsins af notkun metans – rekstrarlegur ávinningur , umhverfislegur ávinningur og þjóðhagslegur ávinningur.

 

Svíarnir eru ekki að deila um hænuna og eggið þegar kemur að kröfu um stórbætt dreifikerfi  fyrir metan áður en þeir bregðast við með samfélagslega ábirgum hætti.  Þeir reikna dæmið til enda og sjá að með smá breytingum og fyrirhyggju í eldsneytiskaupum er mjög hagfellt  í rekstri og samfélagslega ábirgt  að velja bíl sem gengur fyrir metani þótt afgreiðslustöð fyrir metan sé ekki á hverju götuhorni.

 

Okkur Íslendingum stendur til boða að aka um á íslensku metni  sem kostar meira en 40% minna en 95 oktana bensín . Hið opinbera er með alls um 1500 bíla í rekstri og mun vonandi á næstu misserum auka notkun á bílum sem ganga fyrir umhverfisvænu og íslensku eldsneyti , metani.

Sjá frétt

 http://www.alltommotor.se/artiklar/nyheter/taxibolag-satsar-pa-biogasbilar-1hverfisvænu .11471

http://www.metan.is/user/home

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband