28.4.2009 | 13:23
Metan kappakstursbíll frá Volkswagen fer á Nürburgring brautina 23/24 maí - ,, The Green Hell‘‘ brautina eins og Jackie Stewart nefndi hana.
Það segir meira en 1000 orð um magnaða eiginleika metan eldsneytis að Volkswagen mun mæta til leiks á Nürburgring kappakstursbrautina á metanbíl dagana 23/24 maí. Þessa keppnisbraut nefndi Jackie Stewart ,,The Green Hell", en keppnin er ein sú erfiðasta sem þekkist í kappakstursheiminum enda um að ræða þolaksturskeppni sem varir í 24 klst.
Volkswagen mun tefla fram tveimur Volkswagen Scirocco GT24 metanbílum en þróun þeirra byggir á þeirri hönnun metanbíls frá VW sem vann þessa keppni í fyrra. Vélin er hönnuð út frá 2,0 L bensínvél og búið að þróa enn frekar eldsneytisinnspýtingu vélarinnar og þrýstijafnara. Útkoman er um 300 hö og 350Nm togkraftur framhjóla í sex gíla skiptingu sem stjórnað er frá stýri. Yfirmaður VW sportbíladeildarinnar segir að 24kls kappaksturinn sé kjörið tækifæri fyrir Volkswagen til að taka þátt í spennandi og krefjandi keppni og undirstrika tækniþróun og getu fyrirtækisins.Við Íslendingar eigum gríðarleg tækifæri til atvinnusköpunar í landinu með því að stórefla notkun og framleiðslu á okkar eigin metani en við erum búin að framleiða metan bifreiðaeldsneyti í yfir 10 ár og framleiðum í dag metan bifreiðaeldsneyti í hæsta gæðaflokki , allt að 98% hreinleiki. Metan er selt hjá N1 að Bíldshöfða og einnig hægt að fylla á metanbirgðir í sjálfsala í Hafnarfirði. Metan er yfir 40% ódýrara en 95 okt bensín og með hverjum bensínlítra sem ekki er brenndur í bílhreyfli skapast verulegur umhverfisávinningur og dýrmætur sparnaður á gjaldeyri fyrir þjóðina. Hvað erum við að vesenast ? Glópagullöldin er liðin og efling hins megnuga sjálfs tekin við.
Sjá linka:
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:06 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.