Metanvæðing Íslands: Atvinnuauglýsing frá þjóðinni - atvinnusköpun fyrir þjóðina

Lýsing: Starfsmaðurinn mun leiða vinnu á stjórnsýslu-og stefnumótunarsviði og hlúa að framgangi verkefna sem ganga þvert á starfsemi ráðuneyta. Starfsmaðurinn mun verða frumkvæðis-og samræmingaraðili við þróun verklags og vinnubragða innan ráðuneyta og styðja fagsvið við undirbúning stefnumótunar. Starfsmaðurinn verður talsmaður innan stjórnsýslunnar um þjóðarátak í metanvæðingu íslenska bilaflotans og mun sinna almannatengslum við átakið.  Menntun og hæfniskröfur:  

  • Dómgreind, djörfung og hugunn.
  • Þátttaka í atvinnu-og mannlífi á íslandi er skilyrði.
  • Úthald,  þrek og þor  til að leiða þjóðarátaki af eldmóði með markvissum hætti.
  • Háskólamenntun og framhaldsmenntun á háskólastigi  getur nýst með fjölbreytilegum hætti, en ekki skilyrði.  
  • Leiðtogahæfileikar og skipuleg vinnubrögð
  • Metnaður til að ná árangri fyrir íslenska þjóð
  • Reynsla af stjórnmálum gæti verið æskileg en er ekki skilyrði.
  • Vilji og geta til að sinna störfum á Alþingi

Fyrsti áfangi að metanvæðingu Íslands -  markmið:

1. Fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní 2009 mun sú stefna tekin að enginn nýr fólksbíll verði tekinn í notkun hjá ríki og sveitarfélögum nema að hann geti nýtt metan sem eldsneyti. Ef um er að ræða opinber kaup á notuðum bíl, bera að breyta bílnum í metan/bensínbíl enda slík breyting vel framkvæmanleg og þekkingin til staðar í landinu. Stjórnvöld  fella niður gjöld af íhlutum til breyting á bensínbíl í metan/bensín bíl .  Jafnframt mun taka gildi ný reglugerð þess efnis að þeir sem hafa bifreiðahlunnindi sem hluta af launakjörum sínum   50% afslátt af skráðri upphæð til bifreiðahlunninda ef bíll þeirra gengur fyrir metani, hvort heldur hann kom þannig frá framleiðanda eða að honum hafi verið breytt.   

2. Fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní 2010. Íslendingar geta ekið frá Reykjavík til Akureyrar og til baka á íslensku metani eingöngu. Afgreiðslustöð fyrir metan verður komin upp á norðurlandi.  

3. Fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní 2011.  Stjórnvöld staðfesta framlengingu á núgildandi reglugerð um  0% vörugjald  á bíl sem gengur fyrir metani.  Hagfeldniúttekt, á fyrsta áfanga  í framleiðslu, dreifingu og þjónustu  á metani í landinu, lokið.   

4. Fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní á Ólympíuárinu 2012.  Íslendingar geta ekið hringveginn á íslensku metani eingöngu.      

5. Fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní  2013. Fjöldi bíla í umferð á Íslandi , sem nýtta metan eldsneyti , verður orðinn meiri en sem nemur  10% af bílaflota landsmanna.  

6. Fyrir þjóðhátíðardaginn 17. Júní 2014.  Íslendingar hafa stigið afgerandi skref, í alþjóðlegum samanburði , um vistvæða væðingu á eldsneytisnotkun þjóðarinnar. Við blasir gríðarlegur þjóðhagslegur ávinningur  og björt framtíð fyrir komandi kynslóðir í eldsneytismálum  - sjálfbært, umhverfisvænt, hagfellt og öruggara Ísland.   

Gleðilegt sumar Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Hávarður Bergþórsson

Já þetta er góð framtíðar spá, ef Höfn og Akureyri eru næst á dagsskrá í metan væðingunni, næ ég hér um bil hríngin á Fiat Multipla

bipower 500km á metani + 470 á bensíni.

Nú er bara að vona að við berum gæfu til að kjósa leiðtoga með langtima hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.

Kjartan Hávarður Bergþórsson, 23.4.2009 kl. 19:30

2 identicon

FLOTT við þurfum að nýta allann lífrænan úrgang - fiskúrgang, sláturúrgang osfrv. í metanframleiðslu, í Landbúnaðarháskólinn er að koma upp rannsóknaraðstöðu á metanframleiðslu - styrkja þá starfsemi og og og og það er alltaf jafn gaman að vera á metanbíl - það er bara betra! mín vegna, barnanna okkar allra og vistkerfin tapa minna!

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 00:14

3 Smámynd: Kjartan Hávarður Bergþórsson

Hér er ágætis skírsla um metan bíla http://translate.google.com/translate?hl=en&sl=de&u=http://www.bzl.info/files/pdf/Erdgas_Pkw_BZL.pdf&ei=Ojr3SayvOYKsjAeGm8TdDA&sa=X&oi=translate&resnum=1&ct=result&prev=/search%3Fq%3Dbzl.info/files/pdf/Erdgas_Pkw_BZL.pdf%26hl%3Den%26client%3Dsafari%26rls%3Den%26sa%3DX

.

Kjartan Hávarður Bergþórsson, 28.4.2009 kl. 17:22

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gott plan þetta!

Guðmundur Ásgeirsson, 30.4.2009 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband