20.4.2009 | 14:28
Metanvæðing íslenska bílaflotans - margþættur samfélagslegur ávinningur
- Sjálfbært Ísland í eldsneytismálum stöðugleiki, öryggi, atvinnu-og nýsköpun
- Umhverfisvænt og samfélagslega ábyrgt markmið sem skilar miklum efnahagslegum ávinningi.
- Metanvæðing Íslands lækkar eldsneytiskostnað landsmanna um meira en 40%
- Atvinnusköpun um allt land við öflun á lífrænu hráefni til framleiðslunnar
- Atvinnusköpun af ýmsum toga vegna fjárhagslegrar innspýtingar. Fjárstreymi vegna eldsneytisframleiðslu helst innan samfélagsins og virkar sem innspýting í aðra atvinnustarfsemi með margfeldisáhrifum.
- Atvinnusköpun vegna nýrra starfa á ýmsum sviðum sem tengjast átakinu með einum eða öðrum hætti s.s. stórfelld tækifæri við breytingu á bensínbílum.
- Atvinnusköpun í ferðaiðnaði vegna stórfelldrar lækkunar á ferðakostnaði um landið.
- Gjaldeyrissparnaður þjóðarinnar er dýrmætur innflutningur á bensíni og olíu minkar umtalsvert .
- Metanvæðing skapar grundvöll fyrir arðbæra ræktun orkuplantna á auðnum landsins með stóraukinni atvinnu-og nýsköpun í landbúnaði .
- Metanvæðing Íslands minkar stórlega útblástur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og liðkar til fyrir möguleika á annarri atvinnustarfsemi
- Metanvæðing Íslands gerir okkur kleift að uppfylla loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna og ákvæði Kyoto-bókunarinnar.
- Margt fleira mætti nefna .
Metan er eingöngu framleitt í Reykjavík í dag en allar forsendur til staðar til að geta hafið undirbúning að framleiðslu í öllum fjórðungum landsins. Glæsileg afgreiðslustöð fyrir metan er hjá N1 að Bíldshöfða þar sem verð á metani er meira en 40% lægra en verð á 95okt bensíni. Flestir bílaframleiðendur í Evrópu og víða um heim bjóða nýjustu bíla sína með svonefndri tvíbrennivél sem gengur fyrir metani en getur einnig gengið fyrir bensíni ef á þarf að halda. Segja má að með stórauknu framboði bifreiðaframleiðenda á tvíbrennivélum hafi björt framtíð metan bifreiðaeldsneytis endanlega verið staðfest .
Lengi vel fjölgaði metanbílum hvað mest í heiminum með breytingu á bensínbílum án aðkomu bifreiðaframleiðenda. Þekking er til staðar á Íslandi til að breyta bensínbílum þannig að þeir geti einnig nýtt metan eldsneyti. Hér eigum við mikil tækifæri til atvinnusköpunar sem veitir efnahagslegan og umhverfislegan ávinning strax og til lengri tíma litið.
Afgreiðslustöðum fyrir metan fjölgar hratt og í Evrópu eru á annað þúsund þjónustustöðvar í dag. Nýverið voru áform kynnt í Svíþjóð þess efnis að innan 5 ára yrðu 10% bifreiða þar í landi knúnar metani. Hér ræður miklu um ný tækni, sem gerir mögulegt að framleiða metan í litlum og hagfelldum verksmiðjum, sem auðveldar mikið dreifingu og lækkar kostnað. Með þessu átaki munu Svíar spara sér umtalsvert útstreymi af gjaldeyri fyrir bensín og olíu sem nýtist sem bein innspýting til atvinnu-og nýskörunar um allt land. Og að auki ná Svíar að lækka heildar útblástur gróðurhúsalofttegunda frá samfélagi sínu með miklum ávinningi í umhverfismálum og fyrir aðra atvinnustarfsemi. Íslendingar geta gert betur en Svíar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:36 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Athugasemdir
Þetta er mál sem mætti fá miklu meiri athygli. Bendi til gamans á tvær greinar sem Jóhannes Björn skrifaði um orkumál í janúar, þær er að finna hér og hér.
Haraldur Hansson, 20.4.2009 kl. 14:49
Tók ekki Írana fimm ár að nýta gas á 95% bílaflotans (miðað við nánast 0% í byrjun)? Kíkja á metan.is
Bjarni G. P. Hjarðar, 20.4.2009 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.