METAN á bílinn - íslensk framleiðsal - flott framtíð - sparar gjaldeyri, ódýrara eldsneyti og hreinna andrúmsloft.

Það var virkilega gaman og fróðlegt að hlíða á fyrirlestur Björns H. Halldórssonar, framkvæmdastjóra Sorpu bs ( bs = byggðasamlag) ,  á Háskólatorginu í dag þar sem hann kynnti starfsemi Sorpu bs undir yfirskriftinni umhverfis-og byggingaverkfræði. Sorpa er sannarlega gott dæmi um framsækinn og frumkvöðladrifinn rekstur þar sem  samfélagslega ábirg gildi eru aflvaki athafna og nýsköpunar.  Farið var yfir starfsemi Sorpu í víðu samhengi og staldrað m.a. stuttlega við söfnun fyrirtækisins á hauggasi (óhreinu metani) sem selt er til Metans ehf  til hreinsunar og framleiðslu á hreinu metani. Hreint metan er nýtt sem eldsneyti á bíla og með framtaki Sopru, REI, N1 hf, OR og Metan hf. er útlit fyrir að við getum innan skamms verið sjálfær um eldsneyti fyrir 10.000 -15.000 ökutækja hér á landi. Og í enn ríkari mæli með frekari framþróun á þeirri tækni og þjónustu sem verið er að þróa.  

 

 Í RUV  þann 2. febrúar síðastliðinn var frétt um feðgana Guðmund Stefánsson og  Jón Tryggva , tæknifræðing í Flóahreppi þar sem fjallað var um möguleika á að safna óhreinu metangasi úr lífrænum úrgangi  til sveita. Óhreint metan má nýta til rafmagnsframleiðslu ef því er að skipta og með hreinsun á því fæst eldsneyti sem knúið getur allar vélar í landbúnaði.  Hér er svo sannarlega um að ræða alíslenska framleiðslu og gjaldeyrissparandi vöruþróun.  

Helstu bílaframleiðendur heims eru í dag að keppa um markaðshlutdeild á bifreiðamarkaði framtíðarinnar með fjölbreyttu framboði bifteiða með tvíbrennihreyfli - bílum sem gengið geta bæði fyrir metani og bensíni eða olíu. Þeir ganga fyrst og fremst fyrir metani en hafa einnig bensíntank sem nýta má ef þörf krefur. Það góða við okkar metan er að það er mun ódýrara en bensín og fjöldi bíla væntanlegir á markaðinn á sama verði og bensínbílar ef ekki lægra verði, enda er ekkert  vörugjalda lagt á metanbíla. Ástæðan er augljós. Metanbílinn veitir verulegan umhverfislegan ávinning á við bensínbílinn . Við Íslendingar erum  komnir af stað og í dag eru um 130 metanbílar í umferð hér á landi.

Frábært framtak hjá Sopru, REI, N1, OR, Metan hf. og  þeim bifreiðaumboðum sem bjóða okkur upp á bíla með vél sem gengur fyrir metani. Hekla og Brimborg hafa staðið sig best til þessa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband