Er faglegt framkvæmdaráð ekki gagnlegt í endurreisninni?

Það er sannarlega fagnaðarefni að stjórnvöld og fjölmiðlar skuli í auknum mæli vera farnir að varpa ljósi á þá stöðu sem blasir við þjóðinni á komandi misserum. Þá stöðu að við höfum úr mjög takmörkuðum gæðum að spila næstu misserin. Vandinn minkar þó ekki með því að bograst með flokkspólitískar verklagsreglur í endurreisninni. Vandinn er mun meiri en svo að rúm sé fyrir klassískar flokkpólitískar skylmingar eða vinsældakeppni um snið eða liti á þeim klæðum sem við þurfum að tryggja okkur skjól með. Er faglegt framkvæmdaráð ekki gagnlegt í endurreisninni?

Ef eitthvað mætti segja, í léttum dúr, um gagnlega aðkomu stjórnmálaflokka þá blasir við möguleiki á að nýta sér allar þær sviðsmyndir sem íslensk stjórnmál hafa borið á torg fyrir landsmenn. Og gæta þess vel að skipta um gír fumlaust og örugglega á viðeigandi snúningshraða rétt eins og atvinnubílstjórinn kanna að gera manna best í sýnu ábyrgðarstarfi. Þannig hefur sjaldan, ef þá nokkru sinni, skapast eins þægilegur jarðvegur fyrir notagildi á sósíalisma tímabundið að því gefnu að skipting yfir í samvinnu eigi sér stað án þess að gírkassinn verði skemmdur. Síðan þarf ehf-væðingin að fá að taka við með sýnum kostum og þegar jafnvægi er komið á hlutina og jafnaðarhlutföllin stillt í mannfélagslegri sátt, fá frjálshyggjuöflin að leika sér með skilgreindan afgang eins og þeim er einum lagið, en innan ramma virks eftirlits. J

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband