21.12.2008 | 01:54
Er faglegt framkvæmdaráð ekki gagnlegt í endurreisninni?
Það er sannarlega fagnaðarefni að stjórnvöld og fjölmiðlar skuli í auknum mæli vera farnir að varpa ljósi á þá stöðu sem blasir við þjóðinni á komandi misserum. Þá stöðu að við höfum úr mjög takmörkuðum gæðum að spila næstu misserin. Vandinn minkar þó ekki með því að bograst með flokkspólitískar verklagsreglur í endurreisninni. Vandinn er mun meiri en svo að rúm sé fyrir klassískar flokkpólitískar skylmingar eða vinsældakeppni um snið eða liti á þeim klæðum sem við þurfum að tryggja okkur skjól með. Er faglegt framkvæmdaráð ekki gagnlegt í endurreisninni?
Ef eitthvað mætti segja, í léttum dúr, um gagnlega aðkomu stjórnmálaflokka þá blasir við möguleiki á að nýta sér allar þær sviðsmyndir sem íslensk stjórnmál hafa borið á torg fyrir landsmenn. Og gæta þess vel að skipta um gír fumlaust og örugglega á viðeigandi snúningshraða rétt eins og atvinnubílstjórinn kanna að gera manna best í sýnu ábyrgðarstarfi. Þannig hefur sjaldan, ef þá nokkru sinni, skapast eins þægilegur jarðvegur fyrir notagildi á sósíalisma tímabundið að því gefnu að skipting yfir í samvinnu eigi sér stað án þess að gírkassinn verði skemmdur. Síðan þarf ehf-væðingin að fá að taka við með sýnum kostum og þegar jafnvægi er komið á hlutina og jafnaðarhlutföllin stillt í mannfélagslegri sátt, fá frjálshyggjuöflin að leika sér með skilgreindan afgang eins og þeim er einum lagið, en innan ramma virks eftirlits. J
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:15 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.