8.12.2008 | 02:21
Traust stjórnvalda grundvallast á heiðarlegri upplýsingagjöf.
Eru upplýsingar ekki komnar fram í bútum sem gera stjórnvöldum kleift að raða brotunum saman og útskýrir stöðu heimilanna fyrir þjóðinni miðað við mismunandi flokkun á efnahag heimila.
Það er nógu erfitt fyrir fjölskyldurnar í landinu að sitja í rökkrinu og raða brotum sínum saman. Og glíma við að bera jákvæðan eldmóð að spónum síns megnuga sjálfs, þótt upplýsingar skorti ekki einnig frá stjórnvöldum um hagfelldustu úrræði í boði.
Nauðsynlegt er að stjórnvöld upplýsi með skýrum hætti um þau úrræði sem fjölskyldum er hagfelldast að nýta miðað við skilgreinda flokkun á efnahag heimilanna .
Við þurfum að standa vörð um að dofinn nái ekki að fanga heimilin og lama vonina og viljann til að berjast, þótt Hervör okkar hafi verið draumsýn og hún sé ekki til.
Eldmóður okkar þarf að vera jákvæður og baráttuviljinn gagnlegur til uppbyggingar, þótt við blasir rústir brostinna vona. Vona, sem við vitum í dag að voru byggðar, öðrum þræði, á leikriti trúverðugleikans þar sem heiðarleikinn og áreiðanleikinn voru í aukahlutverkum.
Stjórnvöld virðast leitast við að útskýra eins lítið og naumast er unnt. Þjóðin gerir þá kröfu til stjórnvalda að upplýsingagjöf sé heiðarleg og áreiðanleg og miðist við að veita aðgengilegar upplýsingar um leiðarval, sem tryggt getur hagfelldustu útkomu heimilanna miðað við stöðu þeirra skuldabirgði og tekjur.
Eldmóður þjóðarinnar verður ekki jákvæður, ef upplýst mat stjórnvalda um raunveruleikann, reynist eiga meira skylt við trúverðugleika liðinna missera, en þau gildi sem traust grundvallast á.
Íslenskri þjóð er treystandi fyrir öllum þeim óhagfelldu upplýsingum, sem stjórnvöld búa yfir, hafa úr að moða, á að byggja og við að styðjast.
Því meiri og aðgengilegri sem upplýsingagjöfin er almenningi, því meira verður traust þjóðarinnar á hæfi stjórnvalda. Hér gildir einu hversu óhagfelldar upplýsingarnar eru í raun.
Smáskammtakvalir virka ekki vel á íslenska þjóð í dag hafi þær nokkru sinni gert það. Vonandi erum við ekki að fylgja erlendri ráðgjöf um leiðarval við stýringu mannfélags í neyð.
Komið hefur fram að stjórnvöld telja þörf á að viðhafa hlutlægt og huglægt stöðumat á lífvænleika skuldsettra fyrirtækja. Að úrskurða þurfi hvaða fyrirtækjum verði bjargað og hverjum ekki. Sambærilegt mat þarf að vinna miðað við skilgreinda flokkun á rekstrarstöðu heimilanna, svo einstaklingar geti eignast sýn á raunverulega áskorun sína, og náð að ratað sem fyrst á braut bestu úrræða.
Án trausts á stjórnvöldum mun þjóðin ekki mæta áskorun sinni með hagfelldasta hætti fyrir þjóðina í heild. Traust stjórnvalda grundvallast á heiðarlegri upplýsingagjöf.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:28 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.