28.10.2008 | 02:02
Húsfyllir í Iðnó - þingmenn mættu - fjöldinn vildi hlusta
Húsfyllir var í Iðnó mikið rétt. Flott framtak og til stendur að halda fleiri fundi sem án efa verða vel sóttir. Fundurinn fór vel fram. Fram í köll voru færri en vænta mátti en mest þegar þingmenn töluðu. Þingmönnum var þó þökkuð mætingin með lófaklappi - Pétur Blöndal, Ögmundur Jónasson, Jón Magnússon, Mörður Árnason , Illugi Gunnarsson, Bjarni Harðarson, Sigurður Kári Kristjánsson. Fundurinn spann sig að stórum hluta sjálfur með 2-3 mínútna framlagi fundargesta sem kvöddu sér hljóðs. Áður höfðu fjórir frummælendur fengið um 10 mínútur til að tjá sig. Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Björg Eva Erlendsdóttir blaðamaður, Lilja Mósesdóttir hagfræðingur og Vilhjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur. Því miður heyrði ég ekki til fyrstu tveggja frummælenda en náði að koma mér í betri aðstöðu eftir það. Umræðan hér að neðan nær því ekki til þeirra.
1) Greining og refsing: Á fundinum voru ýmis mál vissulega rædd lítillega og ljóst að allir gerðu sér grein fyrir því að við blasir peningaleg áskorun af óþekktri stærðargráðu með yfirvofandi harmleikjum. Stór hluti fundartíma fór í að svara spurningunum: Hvers vegna erum við í þessum sporum? Hverju og hverjum er um að kenna? Ekkert nýtt kom fram á fundinum í þessum efnum en þingmenn voru þó fúsir að viðurkenna að séð úr baksýnisspeglinum mætti benda á ýmislegt sem þeir hefðu mátt gera betur.
2) Hvað ber að varast: Lilja Mósesdóttir benti á úrræði í kreppuástandi í sögulegu samhengi og áréttaði mikilvægi þess að vextir yrðu ekki hækkaðir eins og líklegt þykir að IMF hafi lagt til. Hún gat þess reyndar einnig að vandi okkar væri sínu stærri en þeirra landa sem hún sótti sögu sína til varðandi stjórn peningamála og stjórnvaldsaðgerðir í samdrætti og kreppu.
Almennt hugflæði eftir fundinn: Á ákveðnum tímapunkti á fundinum spurði ég sjálfan mig að því hvort það kunni að vera manninum eðlislægt að beita sjálfan sig smáskammtaraunsæi og hvort sú leið sé áhættunnar virði. Er flestum gjörsamlega um megn að fást af yfirvegun við umræðuna um að allt muni fara á versta veg og skoða af festu hvaða aðgerðaráætlun við ráðum við í þeirri stöðu.
Af hverju búum við okkur ekki strax undir að geta mætt allsherjar þjóðargjaldþroti og fögnum svo innilega hverju því skrefi sem við þurfum ekki að stíga í þá átt. Hitt virðist eitthvað svo fyrirsjáanlegt. Við spjöllum okkur áfram og viðhöfum smáskammtaúrræði sem öll er að finna innan skókassa stjórnsýslunnar og öll koma til með að reynast óheppilega ófullnægjandi.
Spurningin er, skipta vextir nokkru máli í okkar vanda? Getur ekki verið að vandinn verði miklu stærri en svo að vaxtastig skipti höfuðmáli ?Dauðir hlutir í landinu koma til með að skipta um eigendur meira og minna. Því fyrr sem við getum sleppt þeim úr sál okkar því fyrr getum við farið að vinna að skapandi uppbyggingu sem mannfélag í stað þess að vera kennitölur í stríði við að halda í dauða hluti. Því fyrr sem við náum því, því líklegri erum við til að fá að eiga það sem við virkilega þurfum.
Við þurfum að treyst þeim sem halda um stýrið. Geta þeir hugsað út fyrir skókassa kerfislægra úrræða? Mér finnst ávallt jafn spaugilegt að heyra svarið við krefjandi úrræðum: ,, Nei, nei, það er algjörlega ómögulegt að beita slíkum aðgerðum. Það myndi setja allt út skorðum og búa til óvissu fyrir viðskiptalífið og fjölskyldurnar í landinu og væri algjör ógjörningur að halda utan um það allt saman. Halló, skókassa-kerfis-haus, halló! Þú býrð í obbolitlu félagi í heimsþorpinu. Ekki gleyma 3 og fimm núll fyrir aftan ekki sex, sjö eða átta. Fyrir hvern var hugmyndin ógjörningur? Þig stjórnandi góður og/eða kerfið í kassanum?
Öll pottþéttu kerfin hrundu kerfislægt eins og eðli mannlegra kerfa er að gera. Að þessu sinni hafa aldrei eins fáir vitað af hruninu allan tímanna. Þess vegna er sársaukinn svo sérstakur í þessu hruni samanborið við mörg önnun hrun í heimsþorpinu. Allt um það. Sigurverar auðsöfnunarinnar í skortsöludeildunum verða þá þrælar okkar hinna í næsta snúningi. Okkar er að taka afstöðu til þess með hvað hætti við tökum þátt í næsta snúningi sem einstaklingar og mannfélag. Síðast en ekki síst, nú ríður á hvernig við tökum til eftir síðasta kerfishrun og útdeilum tækifærum til samferðamanna í okkar mannfélagi, já mannfélagi Íslendinga. Samfélag hvað - það þarf ekki að vera neitt mannlegt við það orð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.11.2008 kl. 14:08 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Athugasemdir
Sæll, Einar. Greiningin um dauða hluti sem skipta um eigendur er kjarni þess sem koma skal og í raun ekki svo ýkja skelfilegt. Ef bara tækist að færa fólki sanninn um það.
Kveðja,
LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 03:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.