23.10.2008 | 02:39
Forsíða DV gladdi mig í dag - hjartað slær mót sömu tofu
Forsíða DV gladdi mig í standinum í kvöld þar sem ég beið eftir að fá að borga mjólk og brauð. Sigurður að tryggja sér annað verðraskjóla á Íslandi. Um mig streymdi gleði og hlýhugur til athafnamannsins í okkar nýfrjálsa fjármálaumhverfi. Og vilji til að trúa því að þarna væri vísbending um að hjarta Sigurðar slái mót sömu torfu og hjarta mitt.
Ég teygði mig í átt að blaðinu en mundi þá að ég er byrjaður í endurreisnarleiknum mínum sem gengur út á það að afneita mér um hitt og þetta enda var ég ekki með gosdrykk í körfunni að þessu sinni. Já leikurinn virkar vel og aldeilis nauðsynlegt fyrir mann eins og mig að eiga sjálfur frumkvæði að því að neita mér um ónauðsynlega hluti. Að þurfa að gera það í nauðvörn yrði mér óbærilegt. Já, já, nauðvörnin er fyrirsjáanleg fyrir mig eftir nokkrar vikur hvort sem er en ég átti frumkvæðið að því að vera í endurreisnarleik áður en sú nauðsynlega aðgerð bankar uppá . Ég er í leiknum og fíla hann í botn. Meira að segja er ég búinn að virkja strákana mína í leikinn og við höfum sjaldan hlegið jafn mikið saman.
Aðeins aftur að forsíðu DV. Sú jákvæða hugljómun sem ég varð fyrir leiddi hugann að því að nú yrðum við Íslendingar aldeilis að passa okkur á því að reita ekki fjaðrirnar af kröftugustu hönunum okkar sem sýnt hafa og sannað að þeir geta varið sitt vel. Og það allar síst þegar vitað er að vargar eru á ferð við búin. Nú sem aldrei fyrr þurfa hanarnir að hafa allar sínar fjaðrir og allt sitt til reiðu í gagnárás. Þótt okkur hafi staðið stuggur af þeim þegar við komum inn á þeirra svæði til að ná okkur í egg og oft hugsað þeim þegjandi þörfina þegar þeir óðu á okkur og særðu okkur vitum við innst inni að hani er ekki sama og hani þegar vargur sækir heim. Þar fyrir utan, ef búin okkar lenda á uppboði er nú aldeilis fengur í því að eiga nokkra árásarhana sem elska sína torfu og láta ekki allt yfir hana ganga andskotalaust þótt þeir hafi á stundum farið gáleysislega um völlinn sjálfir.
Á þessari stundu var komið að mér að borga 432 krónur. Ég teygði mig aftur í átt að blaðastandinum í afneitun frá leiknum en seldi mér í staðinn þá hugmynd að fara með þessa hugsun í háttinn og vakna hress á fallegum nýjum degi. Ég fékk 568 krónur til baka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.10.2008 kl. 11:53 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Athugasemdir
Skemmtileg lesing Einar.
hér kem ég aftur.
kv.
G
Gísli Torfi, 23.10.2008 kl. 03:18
Góður, félagi.
Ágúst Ásgeirsson, 23.10.2008 kl. 06:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.