7.10.2008 | 01:36
Samantekt hugrenninga eftir lestur í bloggheimum
Hver er ég ? Hvað þarf ég? Hvað vil ég? Hvað er nauðsynlegt? Hvað er ónauðsynlegt? Þarf ég það sem ég vil ? Vil ég það sem ég þarf ? Ahh... þetta eru leiðinlegar og krefjandi spurningar? Get ég ekki sloppið við að vandræðast með svör við þeim með því að vilja það sem ég hef til að móða úr, byggja á og styðjast við ? Jú, kanski, en svo vil ég bara auka það sem ég hef núna eða bara fá aftur það sem ég hafði. Ég vill samt ekki lifa í fortíðinni. Ég horfi fram á veginn og er tilbúinn að berjast áfram ekkert mál. Ég vil bara fá að taka með mér í þá baráttu það sem ég hafði úr að moða í gær. Á ég ekki rétt á því sem Íslendingur í mínu eigin landi að fá meira af því sem landið getur gefið ? Á ég ekki þetta land og náttúruauðlindir þess? Hvaða bull er þetta með að ég hafi réttindi mín á þessu landi að láni ? Hugsa ég ekki best um komandi kynslóðir með því að byggja mig upp ærlega og skilja sem mest eftir frá mér fyrir afkomendurna að njóta? Ég sé það svo vel sjálfur núna hvað ég átti að vilja og gera. Það eina sem ég þarf er að fá aftur peningana sem ég hafði. Þess vegna er lang best að ég fái allt mitt aftur og jafnvel ögn meira svo komandi kynslóðir sóundi ekki öllu eins og ég gerði. Þess vegna er lang best að ég fái að halda mínu striki áfram því ég skal sko sannarlega kenna mínu fólki muninn á nauðsynlegum hlutum í lífinu og ónauðsynlegum og listina að vera sterkur í eigin skinni. Já, boða styrkinn sem felst í því að vera ónæmur fyrir sogkrafti ónauðsynlegar hluta. Sérðu það ekki núna, þetta eru alvöru rök. Þegar mér líður vel gef ég miklu meira af mér en ella. Sagði ekki einhver að lykillinn að því að geta gefið ríkullega af sjálfum sér passi fyrst í skrána eftir að maður hafi hugsi mikið um sjálfan sig? Eða var það vel um sjálfan sig ? Er einhver munu á því ? Skoðum þetta aðeins betur. Hvað ætla ég að boða og kenna? Nægjusemi, hógværð, ráðdeild, kærleika, réttmætan baráttuvilja og heiðarlegan eldmóð. Hver var að tala um mikilvægi þess fyrir leiðtogann að ,, lead by example" . Gott og vel, sækjum bara svolítið meira af megavöttum og sporðum til náttúrunnar þannig að ég fái mitt aftur og ég skal vinna í þessu öllu saman. Til vara legg ég til að bæði sé viðhaft og ég skal byrja á mér. Komandi kynslóðir gætu verið vel settar með það. Á morgun er flottur nýr dagur. ev
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:08 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.