Er tími uppstreymis-hagfræðinnar að nálgast ?

 Vesturlandabúar eru staddir á mjög sérstökum tímapunkti á þróunarferli samfélagslegrar uppbyggingar. Gæti verið að við séum að nálgast þær aðstæður á mörkuðum að tími uppstreymis-hagfræðinnar sé að nálgast. Að gamla skipuritinu verði snúið við í ýmsu tilliti. Getur verið að nú sé að renna upp sá tími að vinnuframlag launþega verði skilgreint með nýjum hætti - bæði endurgjald  og skattar. Að einstaklingum bjóðist að gera samfélagslega ábyrga samninga um skattfrjálst vinnuframlag m.a. sem atvinnurekendur þurfi að keppa um. Að einstaklangar sem uppfylla kröfum um slíkan samning geti tryggt fjölskyldum sínum áreiðanlegra framfærsluumhverfi en gamla módelið býður upp á. Að launamönnum bjóðist að tryggja fjölskyldum sínum meiri stöðugleika í kaupmætti að uppfylltum skilyrðum um slíkan samning.  Ákvæðin sem uppfylla þarf hvíla á einstaklingnum að stærstum hluta en einnig á viðsemjandanum sem gæti verið fyrirtæki, sveitafélag eða landstjórnin. Hugmynd uppstreymis-hagfræðinnar stefnir að því að skapa aukin stöðugleika á eftirspurnarhluta markaðsvogarinnar. Þannig skapar aukinn stöðugleiki í kaupmætti fjöldans aukinn  stöðugleika fyrir fyrirtæki og ávinningurinn streymir upp. Þessi grunnhugsun er í nokkurri andstöðu við hrip-hagfræðina það sem lágmarkslaunum er m.a. ætlað að tryggja að rekstrarumhverfi fyrirtækja geti skilað hagnaði sem koma mun öllum vel með tíð og tíma.  Allt um þetta .  Í litlu samfélagi eins og okkar gætum við vissulega riðið á vaðið með magnað fordæmi ef aðstæður bjóða upp á að ný þjóðarsátt innihaldi samfélagslega ábyrga stjórnarhætti með nýjum áherslum og skilvirkri ábirgð frá grunni samfélagsgerðarinnar.  ev


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband