28.1.2024 | 00:31
VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr lífrænum úrga í okkar samfélagi > 95% metaneldsneyti í dag
Nú styttist í að seinni bylgja metanvæðingar vélknúinna samgöngutækja hefjist hér á landi. Metaneldsneyti er hægt að framleiða í miklu magni úr lífrænum úrgangi og lífmassa af nánast öllum toga. Allt frá ljóstillífandi plöntum á landi, i vötnum og sjó og úr lífverum fæðukeðjunni almennt. Þá er seyra t.d einnig nýtt Svíþjóð sem og skítur dýra (landbúnaðurinn) og vannýttur lífmassi frá sjávarútvegi svo nokkuð sé nefnt. Í Eyjafirði er unnt að framleiða vel á aðra milljón Nm3 af metani úr kúamykju á ári sem jafngildir að orkuinnihaldi hátt í tveimur milljónum lítra af bensíni á ári. Og þá er allt ósagt um möguleikann að framleiða metaneldsneyti með raforku (rafmetaneldsneyti). Og viti menn, metaneldsneyti er unnt að nota að brunavélar samgöngutækja i dag með lágmarks kostnaði í gjaldeyri þjóðarinnar hlutfallslega séð miðað við aðra valkosti til ORKUKERFISSKIPTA í samgöngum. Það sem mest er svo um vert er að vegferðin er umhverfisvæn og sú sem skilað getur mestum árangri i loftslagsmálum og mun fyrirsjáanlega verða í sérflokki langt inn í þessa öld ef ekki út alla öldina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:19 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.