5.10.2023 | 15:14
Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börnin spyrja, hvað er að ?
Sjálfbærni orkukerfisskipta í vélknúnum samgöngum getur ekki orðið meiri á Íslandi hlutfallslega séð, en með stóraukinni metanvæðingu, þegar á allt er litið. Hlutfallslegur ávinningur i loftslagsmálum er einnig afgerandi metanvæðingunni í vil sem og efnahagslegur ávinningur landi og lýð til hagsældar. Þetta vita vel upplýstir valdhafar. Og börnin spyrja, hvers vegna voru metanbílar teknir af lista yfir visthæf ökutæki í Reykjavik? Og ýmsir bera því við að það sé ekki til það mikið af metani.Úfff, þvílíkt og annað eins- nutima-metan (CH4), líf-metan (CH4), raf-metan (CH4), jarðgas (CH4). Hægt er að uppfæra bíla með brunahreyfli þannig að þeir geti nýtt metaneldsneyti (CH4) í akstri. Búnaður til uppfærslu kostar um 400 EUR og þekking til í landinu til að uppfæra bílana. Borgarholtsskóli hefur útskrifað marga með þekkinguna, en Borgarholtsskólinn hefur ekki fengið fjármagn til að sinna því þjóðþrifaverkefni síðastliðin ár. Og börnin spyrja, hvað er að? Já, ekki spurning við eigum að auka umhverfisvæna orkuframleiðslu í landinu og nýta hana m.a. til raf-eldsneytisframleiðslu s.s. framleiðslu á raf-metan-eldsneyti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:25 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.