17.8.2023 | 19:41
ÚFFFF!! RÚV fréttir kl.18:00 í dag. Hversu upplýstir og ígrundandi eru viðmælendur fréttastofunnar.
Umræða um skuldbindingar um kolefnisjöfnun íslensku þjóðarinnar - markmiðið að þjóðin verði óháð jarðefnaeldsneyti á Íslandi árið 2050 . Hversu upplýstir og ígrundandi eru viðmælendur fréttastofunnar. Skuldbindingar íslensku þjóðarinnar í loftslagsmálum lúta að því að draga hlutfallslega sem mest úr hlýnun jarðar af mannavöldum á Íslandi - Í RAUN. Það eitt og sér að draga úr brennslu á jarðefnaeldsneyti þarf alls ekki að draga úr hlýnun jarðar Í RAUN. Grundvallar atriðið er - hvað kemur í staðinn þegar rætt er um samgöngur á landi, sjó og í lofti? Sú lausn í samgöngum sem blasað hefur við lengi og skilað getur hlutfallslega mestum árangri fyrir íslenska þjóð næstu áratugina felur m.a. í sér að stórauka framleiðslu á metaneldsneyti (nútíma metani, lífmetani og rafmetani)og nýta það eldsneyti í stigvaxandi mæli á núverandi vélknúin farartæki.
Já það kostar ekki nema um 1500 EUR að flytja inn búnað til að uppfæra farartæki með brunahreyfli þannig að það geti einnig nýtt metaneldsneyti í samgöngum. Framboð á slíkum farartækjum mun fyrirsjáanlega verða mikið í heimsþorpinu langt inn i þessa öld - ef ekki alla öldina. Með þessu hætti getur þjóðin slegið margar flugur með samtakamætti - landi og lýð til hagsældar. Stóraukin metanvæðing hefur í för með sér hlutfallsleg óveruleg notkun á gjaldeyrisforða þjóðarinnar í samanburði við rafhlöðuvæðinguna og þar með hagkvæmari viðskiptajöfnuður, sterkari króna, minni verðbólguþrýsting og lægri vextir í samanburði við áhrifin af stórefldum innflutning á rafhlöðufarartækjum sem kosta yfir 2x meira í gjaldeyri en farartæki með brunahreyfli. Og þar fyrir utan veita refhlöðufarartæki ekki ótvíræðan ávinning í að draga hlutfallslega úr hlýnun jarðar af mannavöldum í heiminum. Og fyrirsjáanlega svo einnig á Íslandi þótt rafmagnsframleiðslan sé græn. Undantekningin á Íslandi kann að vera ef um er að ræða stórfelda notkun farartækisins á ári - þ.e. margfalt meiri notkun en sem nemur meðal akstursvegalengd fólksbíls á Íslandi sem samkvæmt Umferðastofu eru um 14.700 km/ár. Þess gætir enn í umræðunni um rafhlöðuvæðingu fólksbíla í landinu að bílarnir spari þjóðinni gjaldeyri vegna minni innflutnings á jarðefnaeldsneyti- jafni fljótlega hinn mikla gjaldeyriskostnað vegna innflutnings á rafhlöðubílum. Hið rétta er að meðal rafhlöðufólksbíllinn nær ekki að gjaldeyrisjafna sig á líftíma sínum í samanburði við sambærilegan bíl með brunahreyfli.
Meðaltalstölur: Akstur 14.700 km/ár. Blandaður akstur 6L/100km. Gjaldeyriskostnaður 1L/bensín sem hlutfall af dæluverði um 33%. DÆMI: Lítrar af bensínmi á ári = 1029L, Dæluverð 330kr/L og því gjaldeyrishlutinn 110kr/L. Gjaldeyrissparnaður á ári ( meðal fólksbíll) = 110kr/L x 1029L/ár = 113.190kr/ár. Ef kostnaður í gjaldeyri vegna innflutnings á rafhlöðufólksbíl er 2 m.kr hærri en fyrir sambærilegan bíl með brunahreyfli þá gildir eftirfarandi: 2.000.000 kr/bíll deilt með 113.190 kr/bíll á ári = 17,67 ár. Það tæki sem sé yfir 17 ára fyrir rafhlöðubílinn að gjadeyrisjafna sig. Hvað þá ef mismunurinn er 3 m.kr eða meira en það. Og þá allt annað ósagt varðandi þjóðhagfræðilegan afleiddan kostnað þjóðarbúsins og heimilanna vegna útburðar á gjadeyri þjóðarinnar.
Rafhlöðuvæðingin í landsamgöngum ætti því í dag að einskorðast við stórnotendur á vegakerfinu og farartæki í notkun innanhúss s.s. í lagerhúsnæði eða kerskálum. Kallið er orði hávært eftir stóraukinni notkun á sjálfbærri framleiðslu á umhverfisvænu metaneldsneyti enda sú vegferð þegar hafin og fjárhagslega gerleg fyrir samhenta þjóð. Mikið rétt, stóraukin metanvæðing skapar dreifðan ávinning þjóðinni og sveitarfélögum landsins í vil stóraukin rafhlöðuvæðing samgangna í landinu skapar fyrirsjáanlega hið gagnstæða og hlutfallslega svo á flestum sviðum eins og blasað hefur við á þessari öld. Svíþjóð er fyrirmynd innan Evrópu um markvissa uppbyggingu á aukinni metanvæðingu í samgöngum. Viðspyrnu gegn stóraukinni metanvæðingu á Íslandi er vissulega að finna - oft á tímum er hún fyrst og fremst flottræfilsleg.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.8.2023 kl. 19:55 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Athugasemdir
Allar þessar tölur hjá þér eru aukaatriði.
Tilgangurinn með kolefnis-öllu er að gera venjulegt fólk að öreigum, helst svo það svelti í massavís.
Ásgrímur Hartmannsson, 18.8.2023 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.