7.11.2022 | 16:01
Mannréttindi, lýðræði, frelsi, siðferði, náttúruréttur....er þörf á að uppfæra og forgangsraða?
Evrópuráðið kemur saman á Íslandi þessa dagana.
Einelti og viðvarandi grimmd með orðum, áróðri, fasi og framkomu þykir með öllu ólíðandi, hvort heldur einstaklingur, ríki eða annar lögaðili á í hlut. Á vinnustöðum, í skólaumhverfi, innan fjölskyldunnar í mannlegum samskiptum þjóða almennt þykir slík háttvísi vítaverð. Getur verið að það þurfi að skerpa á einhverjum skilgreiningum á því hvað er ásættanlegt að viðhafa í samskiptum í heimsþorpinu almennt, umfram það sem lands- og alþjóðalög ná til með skilvirkum og áhrifaríkum hætti? Gæti það verið að merking orða og hugtaka eins og mannréttindi, lýðræði, frelsi, náttúruréttur.... þurfi að yfirfara, uppfæra og forgangsraða til að bæta árangurinn í mikadoþraut samskipta, siðferðis, umburðalyndis og framfara fyrir alla í heimsþorpinu, sem í auknum mæli er að verða nærumhverfissamfélag?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.11.2022 kl. 13:23 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.