6.7.2022 | 22:56
Sjálfbærari vegasamgöngur - seinni bylgja metanvæðingar er hafin, landi og lýð til hagsældar.
1. Lífeldsneytisráðstefna í Brussel 5-6 júlí - fullt af tækifærum til að auka sjálfbærni í vegasamgöngum á Íslandi. Við erum í dauðafæri í að skapa hlutfallslega langmesta ávinning í að draga úr hlýnun jarðar á akstri með fjölgun á metan-tvíorkubílum í dag sem ganga fyrir íslensku nútíma-metaneldsneyti. Eldsneyti sem við eigum til í landinu og getum stóraukið framleiðslu á. Nútíma-metaneldsneyti getum við nýtt á þá bensínbíla sem verða fyrirsjáanlega í umferð á Íslandi langt inn í þessa öld.
2. Upplýst ungt fólk á vart til orð til að lýsa undrun sinni og spyr. Af hverju er ekkert rætt um metan? Af hverju tók Reykjavíkurborg metan-tvíorkubílinn af lista yfir visthæfa bíla? Af hverju var SORPU bannað að ræða um kosti metanvæðingar í vegasamgöngum? Er framboð á metaneldsneyti á Íslandi ekki örframboð á íslenskum eldsneytismarkaði? Þurfa Íslendingar fyrirsjáanlega að greiða fyrir þá losun gróðurhúsalofttegunda sem á sér stað við framleiðslu á rafbílum og rafhlöðum erlendis? Ábyrgast er að svara því til að þörf virðist hafa verði á að auka almenna þekkingu á því hvað ráðlegast er að gera á hverjum tíma orkukerfisskiptanna, til að tryggja með áreiðanlegum hætti mesta mögulega hlutfallslega ávinning þjóðarinnar í vegasamgöngum og samhliða skapa mesta mögulega hnattrænan ávinninginn í að draga úr hlýnun jarðar sem völ er á. Stóraukin metanvæðin ætti að vera forgangsmál orkukerfisskiptanna á Íslandi á þessum áratug samhliða því hlúa að öðrum valkostum í samræmi við heildrænt ávinningsmat fyrir þjóðina og jörðina byggðu á áreiðanlegum upplýsingum um lífsferilsgreiningu valkosta og tækifæra til að auka sjálfbærni þjóðarinnar í vegasamgöngum - þjóðar sem framleiðir lítið af bílum en getur nýtt þorra þeirra bíla sem verða í landinu langt inn í þessa öld með uppfærslu bensínbíla í metan-tvíorkubíla sem skapar mesta mögulega heildræna ávinning sem völ er á fyrir þjóðina og jörðina næstu áratugina á Íslandi.
3. Yfirmarkmið orkukerfisskipta í vegasamgöngum er að draga úr hlýnun jarðar af mannavöldum vegna vegasamgangna. Til að náð sem mestum árangri á þeirri vegferð með raunsæjum og hagkvæmum hætti, og á sem skemmstum tíma, lyftu stjórnvöld á Íslandi grettistaki með reglugerðum á árunum 2009-2012 sem hvöttu til stóraukinnar notkunar á íslensku nútíma-metaneldsneyti í samgöngum. Árangurinn var afgerandi mikill . Nú er önnur umferð metanvæðingarinnar að hefjast, enda hefur hlutfallslegur heildrænn ávinningur valkosta sjaldan blasað við með skýrari hætti. Þeir 1558 metan-tvíorkubílar sem eru í umferð í dag bera uppi, að langstærstum hluta, þá hlutfallslegu hlýnunarminnkun á jörðinni sem átt hefur sér stað vegna orkukerfisskipta í vegasamgöngum á þessari öld.
4. Alþjóðleg lífeldsneytisrástefnan var haldin í Brussel dagana 6-7- júlí, í kjölfar heimsráðstefnu sem haldin var í Bermingham dagana 15-16 júní 2022 (The World Biogas Expo). Vonir standa til að fulltrúar íslenskra stjórnvalda öðlist innsýn og aukna þekkingu um þau tækifæri sem íslenskt samfélag hefur til að auka hlutfallslega sjálfbærni þjóðarinnar í vegasamgöngum og draga samhliða úr hlýnun jarðar með afgerandi samfélagslega ábyrgum hætti langt inn í þessa öld.
5. Umræða áhrifavalda um orkukerfisskipti í samgöngum má sannarlega endurspegla aukinn skilning á heildrænu ávinningsmati þjóðarinnar og mikilvægi þess að forgangsraða rétt innleiðingu breytinga á hverjum tíma.
6. Hlýnunarminnkun á jörðinni vegna akstur á 1558 metan-tvíorkubílum á Íslandi í dag (Orkusetur, 30. júní 2022) jafngildir því að hátt í 40.000 sambærilegir bensínbílar sem aka sömu vegalengd hafi verið teknir úr umferð. Og samhliða jafngildir ávinningur metanbílanna því að um 40.000 rafbíla hafi verið teknir í umferð í stað sambærilegra bensínbíla. Alls eru 12.941 rafbílar skráðir í landinu þann 30. júní 2022 (Orkusetur, 30 júní 2022). Akstur á metan-tvíorkubíl (sem ekið er á íslensku nútíma-metani) skapar tuttugu og fimm faldan ávinning í að stemma stigu við hlýnun jarðar í samanburði við sambærilegan rafbíl sem ekið er sömu vegalengs á Íslandi í dsg. Já 25 faldur ávinningur í að draga út hlýnun jarðar metanbílnum í vil . Íslenskt samfélag hefur gefið eftir skatta og gjöld af rafbílum sem nemur milljörðum króna og hefur nýverið framlengt gildistíma slíkrar meðgjafar. Nú er tími til kominn að fela ekki lengur sannindin varðandi tækifæri þjóðarinnar til að stórauka notkun á íslensku nútíma-metani í vegasamgöngum og forgangsraða rétt þjóðinni og jörðinni í vil.
7. Ef yfirmarkmiðið stjórnvalda er í raun að draga úr hlýnun jarðar og auka hlutfallslega sjálfbærni í orkukerfisskiptum þá ætti forgangsröðunin í dag að vera að nýta allt nútíma-metaneldsneyti sem völ er á og hefja stóraukna söfnun á metani í landbúnaði svo dæmi sé tekið. Koma þarf strax upp afgreiðslugetu á metaneldsneyti á Egilsstöðum og Kirkjubæjarklaustri. Með þeirri einföldu aðgerð, sem kostar ekki mikið, er hægt að tryggja að metanbílaeigendur geti ekið hringveginn með hlutfallslega langmesta ávinningi sem völ er á í að dragas í raun úr hlýnun jarðar vegna vegasamgangna í landinu. Og samhliða senda kórrétt skilaboð til þjóðarinnar um mikilvægi þess að íslenskt samfélag komist sem fyrst á þann stað að nýta íslenskt nútíma-metaneldsneyti í vegasamgöngum í stórauknum mæli. Fjölga þarf metan-tvíorkubílum á Íslandi (yfir 20.000.000 metan tviorkubíla eru í notkun í heiminum og fer fjölgandi). Nýta þarf allt metaneldsneyti sem völ er á í landinu til vegasamgangna í dag og hvetja til aukinnar framleiðslu á metaneldsneyti á völdum stöðum á landsbyggðinni þvílík búbót fyrir íslenskt samfélag. Ávinningurinn er mikill og margþættur - hlýnunarminnkun, sjálfbærniaukning, atvinnusköpun um allt land, fjárhagslegur ávinningur (aukin velta innan sveitarfélaga, gjaldeyrissparnaður). Stóraukin metanvæðing er hraðvirkasta og raunhæfasta leiðin til að mæta skuldbindingum um að draga úr hlýnun jarðar vegna vegasamgangna á Íslandi svo um munar. Margt annað mætti nefna.
8. Borið hefur á því að ráðamenn sem talað hafa niður ávinning þess að auka notkun á metan-tvíorkubílum í landinu, hafi bent á að einstaklingur á metan-bensínbíl geti valið að aka á bensíni á slíkum bíl. Því er þó til að svara að einstaklingur á metan-bensínbíl þarf einungis að aka á nútíma-metaneldsneyti sem nemur um 8% af heildarvegalengd sinni til að draga hlutfallslega úr hlýnun jarðar til jafns við sambætilegan rafbíl sem ekið er sömu akstursvegalengd. Og þá miðað við að sambærilegur bensínbíll hafi verið tekinn úr umferð í staðinn í báðum tilfellum. Og þá eftir að taka tillit til kolefsissporsins sem framleiðsla á rafbílnum (rafhlöðunum) hefur í för með sér umfram metanbílimnn. Það er því ansi langsótt, næsta galið, að leggja stein í götu metanvæðingarinnar vegna þess að einnig er unnt að nýta bensín á akstri metan-tvíorkubíls ef þörf krefur. Og sérstaklega svo í ljósi raunsærrar tímalínu um það með hvaða hætti hægt er að viðhafa hlýnunarminnkandi orkukerfisskipti einkabíla í vegasamgöngum yfir höfuð næstu áratugina þegar um 123.00 bensínbílar aka um götur á Íslandi í dag (Orkusetur 01.10.2022) og fyrirsjáanlegt er að fjöldi bensínbíla verður mikill langt inn í þessa öld. Það fyrir utan kostar bensín mun meira en metaneldsneyti og því hvatinn mikill að nota ekki bensín á akstri nema þörf krefur s.s ef aka þarf til Egilsstaða suðurleiðina - sem fæstir metanbílaeigendur gera þar sem nútíma-metaneldsneyti er selt á Akureyri. Evrópusambandi stefnir að því að setja bann við nýskráningu bensín- og dísilbíla innan ESB eftir árið 2035. Ef af verður, er engu að síður ljóst að bensínbílar verða í umferð á Íslandi til ársins 2060 hið minnsta og mun lengur víða erlendis. Já það er galið að leggja stein í götu metanvæðingarinnar með því að læðast um málaflokkinn, senda misvísandi skilaboð um nytsemina og forðast að forgangsraða ívilnunum og aðgerðum með hliðsjón að heildstæðu og áreiðanlegu ávinningsmati fyrir þjóðina og jörðina á tímalínu sem blasir við. Rétt að minna á að vonir standa til að metaneldsneyti verði framleitt við Hellisheiðarvirkjun í nánustu framtíð - erlendir aðilar það á ferð og viðskiptamódelið að flytja út eldsneytið til notkunar í Sviss - næsta viðbúið að unnt verði að kaupa metaneldsneyti í nærumhverfi ef á þarf að halda.
9. Ofangreindur 25x ávinningur metan-tvíorkubílsins á akstri, í að draga hlutfallslega úr hlýnun jarðar, í samanburði við sambærilegan rafbíl sem ekið er sömu akstursvegalengd, er ekki allur ávinningur metan-tvíorkubílnum í vil, þar sem hér er einungis talað um ávinning á akstri. Þá er eftir að taka tillit til kolefnisspors við framleiðslu ökutækjanna sem og endurvinnslu, endurnýtingu og förgun ökutækjanna og orkukerfis þeirra (s.s.rafhlöðurnar!). Sá samanburður er nú aldeilis metan-tvíorkubílnum einnig í vil. Og því neysludrifin losun einstaklinga, fyrirtækja og stofnana sem nýta nútíma-metaneldsneyti á akstri með afgerandi hætti lægri í samanburði við alla aðra valkosti í vélknúnum samgöngum sem völ er á í dag.
10. Ein möguleg skýring á því að sumum hefur ekki þótt við hæfi að ræða sérstaklega um hlýnunaminnkandi áhrif á jörðinni við forgangsröðun orkukerfisskipta í samgöngum, kann að vera sú að alþjóðlegar skuldbindingar þjóða náðu ekki til ábyrgðar þjóða á neysludrifinni losun. Nú er breyting að verða á því samanber heimildina hér að neðan Council agrees on the Carbon Border Adjustment Mechanism (CBAM). Samþykki liggur núna fyrir innan Evrópusambandsins um að þjóðir þurfi að greiða gjald vegna innfluttnings á kolefnisfrekum vörum. Gjaldið tekur mið af kolefnaspori við framleiðslu vörunnar. Því meiri sem losun gróðurhúsalofttegunda er við framleiðslu vörunnar, því hærra verður það gjal sem greiða þarf við innflutning hennar. Meginmarkmið þessarar umhverfisráðstöfunar er að forðast kolefnisleka sem gætt hefur vegna galla á ákvæðum alþjóðlegra skuldbindinga í loftslagsmálum til þessa. Gjaldinu er ætlað að hvetja samstarfslönd til að koma á kolefnisverðlagningu til að berjast í raun gegn loftslagsbreytingum - hlýnun jarðar.
11. CBAM gjaldið beinist í fyrstu að innflutningi á kolefnisfrekum vörum, í fullu samræmi við alþjóðlegar viðskiptareglur. Markmiðið er að koma í veg fyrir innflutningi á vörum sem framleiddar eru í löndum utan ESB þar sem stefna í loftslagsbreytingum er minna metnaðarfull en í Evrópusambandinu. Reglugerðinni er ætlað að draga úr innflutning á kolefnisfrekum vörum og stemma stigu við útvistun á kolefnafrekri framleiðslu í því skini að geta svo flutt varninginn inn til eigin nota á losunarlegu-núlli eins og mögulegt var að viðhafa innan ramma alþjóðlegra skuldbindinga samkvæmt KYOTO samkomulaginu. Sjá Blog 2022 16. april
12. Vörur eftirfarandi geira munu falla undir CBAM að þessu sinni : Sement, ál, áburð, raforkuframleiðsla, járn og stál. Að bestu manna yfirsýn þykir blasa við að sambærileg tollaákvæði verði innleidd á einstakar kolefnisfrekar vörutegundir í nánustu framtíð. Og því mikilvægt fyrir unga fólkið í dag að stjórnendur á vakt í dag byggi ákvarðir um forgangsröðun orkukerfisskipta í vegasamgöngum á áreiðanleika og fyrirsjáanleika. Vítin til að varast eru ekki gömul.
13. Flýtum okkur hægt í frekari rafvæðingu og forgangsröðum framvindu orkukerfisskiptanna á kjörtímabilinu metanvæðingunni í vil, enda fyrirsjáanlegt að sérhver framvinda í þeirri lausn mun fyrisjáanlega nýtast íslensku samfélagi til heilla á þessari öld. Samfélags-og loftslagslega er frekari metanvæðing ábyrgasta forgangsröðunin næstu árin í orkukerfisskiptum í vegasamgöngum. Tækifæri þjóðarinnar til að nýta íslenskt metaneldsneyti í vegasamgöngum ber okkar samfélagi að nýta og skapa samhliða hámarks ávinning í loftslagsmálum. Vegferðin eflir sjálfbærni þjóðarinnar til að þjóna eigin þörfum í mismunandi vegasamgöngum á þessari öld. Þjóðin býr yfir þekkingu og reynslu í landinu og getur skapað mikinn og margþættan hlutfallslegan ávinningi með því að breyta rétt. Notkun á nútíma-entaneldsneyti þarf að stórauka í vegasamgöngum á Íslandi og enginn faglegur ágreiningur um það.
14. Einn fólksbíll sem ekur á nútíma-metaneldsneyti dregur hlutfallslefa úr hlýnun jarðar á við 25 sambærilega rafbíla sem aka sömu vegalengd í stað 25 sambærilegra bensínbíla. Og þá eftir að taka tillit til loftslagsáhrifa vegna framleiðslu ökutækjanna og orkukerfis þeirra - samanburður sem er metan tvíorkubílnum einnig verulega í vil.
Heimildir:
1. European Council (Press release, 2022, 15. mars). Council agrees on the Carbon Border Adjustment Mechanism (CBAM). Council of the European Union. Vefslóð:
https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2022/03/15/carbon-border-adjustment-mechanism-cbam-council-agrees-its-negotiating-mandate/
2. KOMPÁS fræða-og þekkingarvefurinn. Þakkir færðar fyrir ábendingar og faglega aðstoð frá þátttakendum í KOMPÁS Þekkingarsamfélaginu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.11.2022 kl. 22:31 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.