1.5.2022 | 12:55
Rafhlöðuvæðing orkukerfisskipta í samgöngum - hnattræn losun gróðurhúsalofttegunda sjálfbærni í vegasamgöngum á Íslandi?
Alþjóðlegar skuldbindingar þjóðarinnar í vegasamgöngum lúta ekki að því að draga sem mest úr losun gróðurhúsalofttegunda í hnattrænum skilningi. Einungis er horft til þess að draga út losun frá útblástursröri á Íslandi. Íslendingar þurfa ekki að taka tillit til neysludrifinnar losunar vegna framleiðslu á þeim ökutækjum sem haldið er að þjóðinni. Umræða um sjálfbærni í samgöngum á Íslandi miðast ekki við orkukerfisskipti sem gera Íslendinga hlutfallslega óháðari viðskiptamódeli fárra stórra hagsmunaaðila.
Erum við með rafhlöðuvæðingu í landsamgöngum einungis að færa útblástur gróðurhúsalofttegunda úr einu röri í annað ? Þjóðum heims er ekki uppálagt að taka tillit til þess hvort rafhlöðuvæðing dragi í raun úr losun gróðurhúsalofttegunda í hnattrænum skilningi. Þjóðir heims þurfa ekki að grundvalla sín orkukerfisskipti á lífsferilsgreiningu valkosta og þurfa ekki að færa í sitt losunarbókhald neysludrifna losun sína þurfa ekki að taka tillit til þeirrar losunar sem val þeirra á ökutækjum hefur í för með sér utan landamæranna. Sem dæmi, þá gætu Íslendingar uppfyllt alþjóðlegra skuldbindingar sínar í landsamgöngum með því að skipta út smábílum í umferð í dag fyrir skriðdreka sem styðjast við orkukerfi sem byggir á rafhlöðu. Já, enginn losun á sér stað út úr útbjástursröri rafmagnsskriðdreka á Íslandi, en hvað með útblástursrörin utan landamæranna við að framleiða rafhlöðuvædda skriðdreka? Hvað ef áreiðanleika í upplýsingagjöf skortir? Þvílíkt og annað eins !!!
ORKUKERFI SEM BYGGIR Á RAFHLÖÐU
Þó notkun rafknúinna farartækja losi ekki gróðurhúsalofttegundir ef mælt er við útblástursrör, valda þau samt miklum loftslagsáhrifum sem stafa af framleiðslu rafbílsins og ekki hvað síst af framleiðslu rafhlaða utan landamæranna. Baráttan við hlýnun jarðar er landamæralaus eins og við vitum öll.
Hér er að finna niðurstöður rannsóknar sem birt var í júlí 2019. Rannsóknin laut að greiningu á loftslagsáhrifum litíumjónarafhlöðu og hvernig á að mæla þau (e. Analysis of the climate impact of lithium-ion batteries and how to measure it).
Textinn að neðan (1,2,3) inniheldur aðeins brot af þeim upplýsingum sem er að finna í skýrslunni.
1. Í dag eru til yfir 100 rannsóknargreinar sem fjalla um umhverfisáhrif frá litíumjónarafhlöðum. Áherslan í rannsóknunum er þó mismunandi og aðferðafræðin líka.
2. Af þessum sökum eru niðurstöðurnar einnig mjög mismunandi og sýna loftslagsáhrif á bilinu 39 kg CO2e/kWh til 196 kg CO2e/kWh. Ef rafbíll notar 40 kWh rafhlöðu myndi innbyggð losun hennar jafngilda CO2 losun frá dísilbíl sem brennir 5L/100 km á 11.800 km til 89.400 km akstri. Og þá hefur rafbíllinn ekki verið hreyfður 1 metra. Þetta gæti þýtt að hlutfallslega jákvæð loftslagsáhrif vegna rafbílsins færu fyrst að skila sér eftir sjö ára notkun m.v . meðalakstur í Evrópu.
3. Af öllum rannsóknum sem gerðar hafa verið á líftíma litíumjónarafhlöðunnar eru aðeins nokkrar rannsóknir sem styðjast við frumgögn. Og jafnvel þegar það er gert eru frumgögnin sjaldan fengin frá raunverulegum verksmiðjum eða framleiðslustöðum en eru vanalega áætlanir og niðurstöður úr líkanagerð
Íslensk þjóð þarf sannarlega að flýta sér hægt og byggja vegferð sína í vegasamgöngum á áreiðanleika. Trúverðugleika hefur manninum reynst auðvelt að búa til án þess að þurfa að ávinna sér traust til að komast í þá stöðu að geta skapað samfélagslegar breytingar dæmin eru ekki gömul. Mikið væri mörgum létt ef áreiðanleikakönnun að bestu manna yfirsýn styddi það, að orkukerfisskipti í vegasamgöngum á Íslandi, sem byggja á notkun rafhlaða, skapi í raun ávinning í að stemma stigu við hnattrænni hlýnun. Og sköpuðu samhliða hlutfallslegan ávinning hvað varðar aukna sjálfbærni þjóðarinnar í samgöngum. Munum að orkuskipti í vegasamgöngum tryggja ekki sjálfgefið aukna sjálfbærni þjóðarinnar í vegasamgöngum við þurfum að ræða allar hliðar ORKUKERFISSKIPTANNA ef við ætlum að nota hugtalið sjálfbærni í þessari umræðu.
SJÁLFBÆRAR SAMGÖNGUR á Íslandi næst til umfjöllunar.
- Heimild: Hans Eric Melin.(2019, júlí). Analysis of the climate impact of lithium-ion batteries and how to measure it. Heiti vefs: https://www.Transportenvironment.org. Vefslóð: HÉR
- Þakka ábendingar frá þátttakendum í Þekkingarsamfélaginu KOMPÁS. Vefslóð: HÉR
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.8.2022 kl. 01:29 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Athugasemdir
Það vill oft gleymast við svona pælingar, viljandi grunar mig helst, að framleiðsla á bensín og dísil er ekki laus við co2 og að flutningur hráefnis og afurða er ekki með handsmíðuðum seglskipum. Sumir ganga jafnvel svo langt að telja með co2 vegna framleiðslu rafbílsins eins og bensínbílar vaxi á trjám.
Það mundi strax breyta dæminu töluvert ef ekki væri sleppt veigamiklum mengunarvöldum vegna framleiðslu á jarðefnaeldsneyti meðan engu er sleppt í útreikningum á umhverfisáhrifum rafgeyma. Heildartölur fyrir umhverfisáhrif rafgeymanna eru margir búnir að meta og áætla. Minna fer fyrir samskonar mati á umhverfisáhrifum olíuiðnaðarins og neytenda afurðanna, þar er það sem út um pústið kemur látið nægja.
Allur svona samanburður er því lítið annað en blekking og bull, ansi oft sett fram í pólitískum tilgangi og skilar engu af viti í umræðuna.
Vagn (IP-tala skráð) 1.5.2022 kl. 21:23
Takk fyrir þetta Vagn. Mikið rétt, eitt allt skal yfir allt ganga þegar mat er lagt á hlutfallslegan ávinning - efnahagslegan, samfélagslegan og hlýnunarlegan ávinning (sem grundvallast á samstofna heildræni lífferilsgreiningu). Enginn er að mæla með áframhaldandi aukningu í notkun jarðefnaeldsneytis til framtíðar á Íslandi. Flestir mæla með orkukerfisskiptum sem sannarlega geta dregið úr hlýnun jarðar samhliða því að hlutfallsleg aukning geti skapast í sjálfbærni þjóðarsamgangna langt inn í þessa öld og tryggt það ferðafrelsi og samgönguöryggi sem sátt er um að viðhalda og/eða auka í okkar samfélagi. Ef orkukerfisskipti í vegasamgöngum,sem byggir á rafgeymavæðingu ökutækja, uppfyllir þessar kröfur með áreiðanlegum og gagnsæjum hætti í framtíðinni - þá er vel. Pistill minn lítur að því að benda á að upplýsingar skortir til að hlaupa til og þvinga fram breytingar. Enginn ágreiningur er um að nýting á lífeldsneyti og rafeldsneyti (rafmagn nýtt til framleiðslu áeldsneyti) verður hluti af jákvæðum breytingum til að stemma stigu við hlýnun jarðar. Þá vegferð getum við einhent okkur í að fullu og nýtt það eldsneytið á þorra þeirra ökutækja (ef því er að skipta) sem verða á götum landsins langt inn í þessa öld. Án áreiðanlegrar lífsferilsgreiningar á hlýnunaráhrifum rafhlöðuvæðingarinnar er ærin ástæða fyrir lítið land að staldra við og nýta tíma sinn, mannauð og innlenda mynt (spara gjaldeyri vegna rafhlöðuvæddra ökutækja) og stórefla eigin framleiðslu á umhverfisvænu eldsneyti sem hægt er að nýta á bílaflotann í dag og til framtíðar litið einnig í einhverjum mæli að bestu manna yfirsýn - enda þykir fyrirséð að rafgeymavædd ökutæki, ein og sér, munu ekki duga til að þjóna öllum vélknúnum þörfum í íslensku samfélagi.
Einar Vilhjálmsson, 1.5.2022 kl. 23:56
Þú semsagt vissir að samanburðurinn væri út í hött en kaust, gegn betri vitund, að setja hann samt fram. Það er þó umhugsunarvert.
Vagn (IP-tala skráð) 2.5.2022 kl. 02:33
Vagn , fór það fram hjá þér í þessum stutta pistill mínum að hann er tilvitnun í skýrsluna sem ég nafngreini. Vil einnig minna þig á skýrslu frá NAS þar sem lífsferilsgreinina á umhverfisáhrifum mismunandi orkukerfa til samgangna er borinn saman. Þar er jarðefnaeldsneyti m.a greint frá "vöggu til grafar". Vænti þess að þú sért ekki að meina að skýrsla NAS sé óáreiðanlegt plagg. Sérfræðingar allra valkosta til að knýja samgöngur komu að gerð þeirrar skýrslu. Heimsbyggðinni skortir ekki upplýsingar um skaðsemi þess að styðjast við dísilolíu og bensín í landsamgöngum - upplýsingarnar liggja fyrir í NAS skýrslunni. Heimurinn þarf að finna betri lausnir en notkun jarðefnaeldsneytis og allt á fullri ferð í þeim efnum eins og þú veist.
Einar Vilhjálmsson, 2.5.2022 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.