Eru alþjólegar skuldbindingar í loftslagsmálum út í hött? Eru ekki byggðar á heildstæðri lífsferilsgreiningu né neysludrifinni losun !!!

Alþjóðlegar skuldbindingar þjóða í loftslagsmálum miðast ekki við heildstæða lífsferilsgreiningu mismunandi lausna í samgöngum. Eina skuldbindingin í samgöngum í dag er að draga út hlutfallslegri losun á CO2 frá útbástursröri miðað við það sem áður var losað. Ekki er stuðst við heildstæða lífsferilsgreiningu við mat á losun mismunandi valkosta í samgöngum. Lífsferilsgreining tilgreinir alla losunarþætti varðandi samgönguvalkostinn, "frá vöggu til grafar".  Samkvæmt alþjóðlegum skuldbindum Íslands um að draga úr losum á CO2 í samgöngum gæti þjóðin uppfyllt skuldbindingar sínar með því að allir skiptu út ökutækjum sínum og ækju í staðinn á rafdrifnum skriðdrekum. Ástæðan er sú að skuldbindingar Íslendinga og annarra þjóða miðast ekki við neysludrifna losun. Íslendingar þurfa því ekki að taka tilliti til þeirrar losunar sem framleiðsla á rafmagnsskriðdrekum losar út í lofthjúp jarðar í framleiðslulandinu. Rafmagnsskriðdrekinn og litli bíllinn sem gengur fyrir lífeldsneyti eru reiknaðir sem jafningar í losunarlegu tilliti á hafnarbakka innflytjanda.sustainable development goals round concept sustainable de

Samningsákvæði alþjóðlegra skuldbindinga sem Ísland er aðili að hafa mismunandi áhrif á þjóðir heims sem margar hverjar berjast við að brauðfæða þegna sína og geta lítið látið sig varða eigið losunarbókhald. Ein birtingarmynd alþjóðlegu skuldbindinganna í loftslagsmálum er sú að ríku þjóðirnar hafa úthýst losandi vöruframleiðslu til fátækari landa og flytja  svo vörurnar inn til eigin nota. Ríku þjóðirnar þurfa ekki að gera grein fyrir neyslutengdri losun sinni. Losunin við framleiðsluna fellur alfarið á fátæka landi sem viðbúið verður refsað síðar fyrir losun sína. Ríku löndin sem flytja vöruna inn og nota hana þurfa ekki að tilgreina í sínu losunarbókhaldi þá losun sem þau óbeint valda með notkun vörunnar hjá sér. Með öðrum orðum, alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum miðast ekki við að draga úr neysludrifinni losun og miðast ekki við að þjóðir færi í sitt losunarbókhald neysludrifnu losunina hjá sér.

Það er að mörgu að hyggja í loftslagsmálunum. Við skuldum komandi kynslóðum að vera upplýst og taka bestu mögulegu ákvarðanir með hnattræna samfélagslega ábyrgð í loftslagsmálum að leiðarljósi. Við Íslendinga erum í dauðafæri á heimsvísu til að verða leiðandi í innleiðingu á ábyrgari losunarstefnu en þeirri sem alþjóðlegar skuldbindingar vísa til. Skapa hvata til breytinga út frá losunarbókhaldi sem tekur tillit til neysludrifinnar losunar á Íslandi og hvata til að styðjast við vörur og þjónustu sem skapa hlutfallslega mestan ávinning samkvæmt heildrænni lífsferilsgreiningu. Barátta þjóða við hlýnu jarðar er landamæralaus. 

Heimild og stoðefni: KOMPÁS Þekkingarsamfélagið, fræðslu- og þekkingarvefurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta loftlags rugl sem er í gengi í dag gengur einmitt eins og þú segir sjálfur bara um CO2, sem er örugglega skaðlausasta efnið sem er í loftinu og jörðinni hjá okkur.

Þetta er ekkert annað en svindl til að ná meiri pening frá skattborgurum, allir þessir kvótar sem er búið að búa til sem fyrirtæki þurfa að greiða fyrir gerir ekki neitt annað en að koma peningum í vasa ofurríkra, það alla vega gerir ekki neitt fyrir loftslagið.

Síðan er aldrei hugsað út í allt annað sem er að menga plánetuna, mig langar að telja sjálfan mig sem umhverfissinna, en ég get ekki staðið með þessari "umhverfis"hreyfingu sem er í gangi í dag. 

Halldór (IP-tala skráð) 18.4.2022 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband