Er okkur að verða um megn að skapa samtakamátt um aukna sjálfbærni þjóðarinnar?

Getur verið að þjóðin er, hægt og hljótt, að færast á þann stað að upplifa sig vanmáttuga til að hafa hlutverk við að gæta hagsmuna komandi kynslóða? Getur verið að þjóðin sé að færast hægt og hljótt á þann stað að verða skeytingalaus um það 

sustainable development goals round concept sustainable demeð hvaða hætti lífsviðurværi á Íslandi verði viðhaldi til framtíðar. Að það skipti t.d. engu máli  í framtíðinni hvar matvörur okkar verða framleiddar? Að þjónin hafi enga trú á því að ræktunarframkvæmdir fyrri kynslóða skipti máli, til framtíðar litið, hvað varðar matvælaöryggi þjóðarinnar? Að best sé bara að moka í sem flesta skurði og nýta sem minnst af þeim tækifærum sem fyrri kynslóðir sköpuðu í landbúnaði og geta nýst  til umhverfisvænnar eldsneytisfranleiðslu í dag - eldsneyti sem styður orkukerfi til vélknúinna samgangna sem frelsar þjóðina frá því að þurfa setja öll sín fjöregg í kröfur rafhlöðuframleiðenda. Að best sé að moka í skurði vegna þess að þjóðin getur mögulega skapað örlítinn meintan ávinning í loftslagsmálum í dag með lítilli fyrirhöfn fyrir þjóðina? Að þjóðin sé, hægt og hljótt, að tapa getu til að sinna almennum líkamlegum störfum með hætti fyrri kynslóða? Að þjóðin fagni, í stigvaxandi mæli, öllum tækifærum til að gera sem minnst af því að ganga, skokka eða hlaupa – og vilji alls ekki þurfa að svitna. Að þjóðin fagni öllum meintum umhverfisvænum tækjum sem auðvelda fluttning á höfði og fingrum milli húsa í nærumhverfi. Er þjóðinni, hægt og hljótt, að verð um megn að ferðast á hjóli með eigin vöðvasamdrætti? Er þjóðin, hægt og hljótt, að færast á þann stað að upplifa sig vanmáttuga til að hafa hlutverk við að gæta hagsmuna komandi kynslóða? 

Lifeldsneyti 1.3.1. Aukin sjálfbærni3 EV 12 2011

 Lifeldsneyti 1.0. Endurnyjanlegt eldsneyti2 nov22 2011Lifeldsneyti 1.3.3. Umhverfislegur avinnLifeldsneyti 1.3.4. Efnahagslegur avinningurLifeldsneyti 1.3.2. Orkuoryggi 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Lestur bóka er minni meðal barna og unglinga en var. Alnetið hefur komið í staðinn. Sljóleikinn held ég að aukist eftir því sem tölvuleikir taka við af bókum sem krefjast ímyndunarafls.

Skólakerfið er samhæft tæki sem miðar að einsleitni. Þessi vanmáttur er tilkominn vegna skoðanakúgunar, þegar frelsið má ekki leiða af sér fjölbreytni í skoðunum, stór hluti þeirra drengja sem detta útúr skólakerfinu hefðu kannski einmitt orðið leiðtogar ef öðruvísi hefði verið staðið að.

Hlustað er á sérfræðinga sem eru varðhundar í stöðnun og spillingu. Stórvaxandi skuldir víða um heim, þetta lýsir allt stórfelldri spillingu.

Við þurfum að kjósa flokka sem vinda ofanaf þróun sem hefur átt sér stað lengi, flokka sem bjóða uppá það manneskjulega samfélag sem við þekktum áður. Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Frelsisflokkinn, ég tel þá þannig flokka. Sigmundur Davíð er sá eini sem hefur rætt almennilega um þetta af pólitíkusum.

Ingólfur Sigurðsson, 11.11.2021 kl. 15:43

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svo sannarlega tek ég undir með þér,þú kannt að orða það. Takk fyri þessa ágætis grei

Helga Kristjánsdóttir, 11.11.2021 kl. 18:05

3 identicon

Til hamingju með áfangann. Frá örófi alda hefur þessi söngur einkennt fólk, oftast komið vel á aldur og þreytt lífdaga, sem sér ekkert nema svartnætti og ömurleika hjá hinum yngri og ímynduð egin gæði, dugnað og afrek á yngri árum. Oftast þarf ekki mikla skoðun til að sjá að flestu er þar snúið á hvolf.

Vagn (IP-tala skráð) 12.11.2021 kl. 19:21

4 Smámynd: Einar Vilhjálmsson

Takk fyrir innleggin. Pistill minn er allur í spurningaformi, ekki í formi staðhæfinga, og lítur ekki að tilteknu aldurskeiði Íslendinga. Vagn: Ég umgengst mikið af ungu fólki á vettvangi íþróttanna og svara öllum spurningum í pistli mínu neitandi þegar ég hugsa til þess hóps ungmenna. Sá hópur speglar þó ekki þjóðina almennt. Sammmála þér Vagn: " Oftast þarf ekki mikla skoðun til að sjá að flestu.."

Einar Vilhjálmsson, 12.11.2021 kl. 23:58

5 identicon

Það er ekkert sem segir að spurningar geti ekki verið staðhæfingar. Til dæmis ert þú hættur að berja konuna þína?

Bjuggu fyrri kynslóðir við hungursneyð, þrátt fyrir vinsæla þjóðsögu um matvælaöryggi, sem hefti alla fjölgun þjóðarinnar í hundruð ára og skildu svo eftir sig frekar ómerkileg tækifæri? Getur verið að það hafi aðallega verið tækifæri sem gaman er að spjalla um við barinn eftir kollu eða tvær en enginn sýnir minnsta áhuga á að nýta? Fór þjóðin ef til vill fyrst að sjá til sólar þegar dyrunum að moldarhaugunum var lokað í síðasta sinn og landbúnaður missti gildi sitt og sæti sem helsta verðmætaskapandi atvinnugreinin? Ætli einhverjir séu svo til sem sjá ömurlegt hokur fyrri alda og áratuga í einhverjum rómantískum ljóma og vilji jafnvel spyrna gegn stöðugri fækkun bænda með átthagafjötrum?....... Bara spurningar?

Vagn (IP-tala skráð) 13.11.2021 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband